Morgunblaðið - 16.10.1973, Page 2

Morgunblaðið - 16.10.1973, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 1973 Helga Eldon þriðja HELGA ELDON , tvítug stúlka úr Reykjavfk, varð f þriðja sæti f fegurðarsamkeppninni Miss international, sem fram fór f Tokyo síðastliðinn laugardag. Sigurvegari varð ungfrú Helsinki frá Finnlandi, önnur ungfrú Bret- land og í þriðja sæti Helga Eldon, eins og áður segir. Keppni þessi stendur á gömlum merg, en er nú haldin f annarri heimsálfu. Hún var áður haldin á Langasandi í Bandaríkjunum, og þar var það, sem Guðrún Bjarnadóttir sigraði á sfnum tfma og hlaut titilinn Miss International. Helga Eldon má teljast hagvön í Japan, því að þar keppti hún einnig fyrir íslands hönd í Miss Young International í fyrra. Ekki komst hún í úrslit í það sinn. Hins vegar fór Helga til þessarar keppni án þess að fram hefði far- ið fegurðarkeppni heima fyrir, enda fór fegurðarsamkeppni um titilinn ungfrú ísland út um þúf- ur, sem kunnugt er. Þá var það, að Einar Jónsson, umboðsmaður fyrir slíka fegurðarsamkeppni víða erlendis, tók aftur að sér að annast þáttöku íslenzkra stúlkna í þeim. Hann fékk Helgu Eldon til þessarar farar og hugðist einnig senda hana á fegurðarsamkeppni um Ungfrú Evrópu, en því gat hún ekki komið við vegna starfa síns sem ballettdansmær. Fyrir þriðja sætið í Miss Inter- national keppninni hlýtur Helga um 250 þúsund krónur, en auk þess er hún skuldbundin að dvelj- ast einn mánuð til viðbótar í Jap- an og koma þar fram við margvís- leg tækifæri. Mun hún væntan- lega ferðast vítt og breitt um Japan í því skyni, en á meðan verður hún á fullum launum og fær um 140 þúsund jen fyrir vik- ið. Rannsókn á dauða Skarphéðins Eiríks- sonar haldið áfram Rannsókn á dauða Skarphéðins Eiríkssonar, bónda í Vatnshlíð í A-Húnavatnssýslu er haldið áfram á Sauðárkróki. Fólk, sem var í húsinu, þar sem Skarp- héðinn var sfðast, hefur verið beðið að fara ekki frá Sauðár- króki án samþykkis yfirvalda. Jóhann Salberg, sýslumaður Skagafjarðarsýslu, sagði í samtali við Morgunblaðið f gær, að yfir- heyrslum væri haldið áfram, en ekkert væri hægt að segja um málið fyrr en niðurstaða krufningar lægi fyrir. Krufning hófst í gærmorgun í Reykjavík, en ekki er vitað hvenær niður- stöður hennar muni liggja fyrir. ^PjlNNLENT Ófriðurinn í Miðausturlöndum: Tekinn með við endur- mat öryggismála Islands — segir utanríkisráðherra. — Hættulegra en áður fyrir ísland að vera án varna, segir Geir Hallgrímsson VEGNA styrjaldarátakanna fyrir botni Miðjarðarhafsins um þessar mundir, sneri Morgunblaðið sér til fulltrúa stjórnmálaflokkanna og spurði þá eftirfarandi spurningar: „Teljið þér að matið á friðsam- legu ástandi f heiminum hafi ekki stórkostlega raskazt vegna styrjaldarinnar í Miðaustur- löndum, og eru að yðar dómi ekki möguleikar á þvf, að hún geti leitt til enn vfðtækari átaka í heiminum? Hvaða áhrif teljið þér þessi átök geta haft á öryggismál Islands? Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði: „Jú, það er Ijóst, að ófriðar- hættan er meiri en áður, og þvf miður er ekki hægt að segja, að friðsamlega horfi í heiminum meðan styrjöld geisar fyrir botni Miðjarðarhafs. Allir vona, að sjálfsögðu, að stig- mögnun átakanna leiði ekki til þess, að styrjöldin breiðist út til annarra landa. En óhugnan- legar eru þær fréttir, að Sovét- ríkin hafi myndað loftbrú til Arabaríkjanna til að sjá þeim fyrir nægilegum herbúnaði. Sú loftbrú hefur, eftir því, sem fréttir herma, skapað þrýsting á bandarísk stjórnvöld um að veita ísrael sams konar lið. Þótt samkomulagshorfur milli austurs og vesturs hafi batnað að undanförnu, veit enginn hvort stórveldin geta haldið aftur af sér ef á annað borð er farið út í svo háskalegt kapphlaup. Það er því ljóst mál, að það er enn hættulegra fyrir ísland en áður en til þessara átaka kom, að vera án varna. Má í því sam- bandi minna á atburðina við Suez 1956, sem urðu til þess ásamt Ungverjalandsuppreisn- inni, að þáverandi vinstristjórn hætti við að segja upp varnar- samningnum við Bandaríkin.“ Einar Ágústsson, utanríkis- ráðherra svaraði: „Ég tel að þetta strfð fyrir botni Mið- jarðarhafsins varpi vissulega skugga á þær friðarhorfur, sem almennt þekktust í heiminum. Þó að lengi hafi verið vitað að lítil vinátta væri með Aröbum og Israelsmönnum, kom það mér á óvart að upp úr skyldi sjóða einmitt nú. Hins vegar geri ég mér vonir um, að þessi átök muni ekki breiðast út frekar en orðið er, og ég á ekki von á þvf að þau leiði til þess að stórveldin dragist inn í styrjöldina. Hitt er eins víst, að þessi síð- ustu átök í heiminum verða eitt af því sem lagt verður til grund- vallar við mat á stöðu Islands í öryggismálum, þegar það mál verður tekið fyrir." Þórarinn Þórarinsson, formaður utanrfkismálanefnd- ar Alþingis, sagði hins vegar, að sér fyndist friðarástandið í heiminum lítið hafa breytzt við þessi átök. „Styrjöld í þessum heimshluta hefur alltaf vofað yfir, og það kæmi mér ekki á óvart að þessi átök leiddu síðar til að friðsamlegra yrði fyrir botni Miðjarðarhafs en áður, þ.e.a.s. að grundvöllur skap- aðist til raunhæfra samkomu- lagsumleitana að átökunum loknum. Eg á ekki von á af- skiptum stórveldanna af þessum átökum nema á þann hátt, að þau reyni að koma á samkomulagi milli styrjaldar- aðila. Af þessu leiðir, að ég tel átökin fyrir botni Miðjarðar- hafs engin áhrif hafa á varnar- mál íslands, eins og málin standa í dag.“ Gylfi Þ. Gfslason, formaður Alþýðufl. sagði: „Ég harma mjög átökin í Austurlönd- um nær, og óttast, að þau geti dregizt á langinn, nema því að- eins, að risaveldin, Bandaríkin og Sovétríkin, stuðli að þvf, að vopnahlé verði samið og síðan verið komið á varanlegum friði í kjölfar þess. Ég tel eðlilegast að hann grundvallist á upphaf- legum samþykktum Sameinuðu þjóðanna um stofnun ísraels- ríkis, en bæði Bandaríkin og Sovétríkin studdu þá ákvörðun. Þessir atburðir sýna hversu friður í heiminum er ótryggur. Ég tel þá leiða í ljós, að vara- samt er fyrir Atlantshafsríkin að gera nokkrar grundvallar- breytingar á stefnu sinni og að- stöðu. Hins vegar tel ég þessa atburði ekki þurfa að leiða til þess að ísland framfylgi ekki þeirri stefnu f varnarmálum, sem við þingmenn Alþýðu- flokksins höfum lýst í þings- ályktunartillögu okkar. Björn Jónsson, ráðherra, svaraði spurningum Morgun- blaðsins þannig: „Að vísu hefúr það verið svo um þennan heimshluta, að þar hefur verið ófriðvænlegt lengi og menn hafa því getað vænzt slíkra tíð- inda um nokkurt skeið. Þó hygg ég, að menn hafi ekki átt von á því að svo heiftarlega syði upp r'ramhald á bls. 18 Hafréttarráðstefn- an samkvæmt áætlun Baldvin Tryggvason formaður fræðsluráðs Baldvin Tryggva.son var í gær kosinn formaður fræðsluráðs Reykjavíkur í stað Kristjáns J. Gunnarssonar, sem lét af því, er hann tók við starfi fræðslustjóra Reykjavíkur. Aðrir en Baldvin í fræðsluráði eru Sigurlaug Bjarnadóttir, Aslaug Friðriks- dóttir, Alfreð Þorsteinsson og Þorsteinn Sigurðsson. Eftir William N. Oatis New York, 15. október. AP. Umræður hófust í dag f aðal- stjórnmálanefnd Allsheriar- þingsins um undirbúning næstu hafréttar ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, ~ en jafnmikill ágreiningur er og áður um það, hvenær ráðstefnan skuli hefjast og hvaða ákvarðanir hún eigi að taka. Japanir og Rússar vilja fresta ráðstefnunni. Önnur ríki vilja að ráðstefnan hefjist strax í nóvem- ber eða desember á þessu ári eins og Allsherjarþingið samþykkti 1972. Ein af röksemdunum fyrir því að fresta ráðstefnunni er sú, að meiri undirbúningur sé nauðsyn- legur vegna þess að hafsbotns- nefnd SÞ tókst ekki að Ijúka samningsdrögunum, sem hún átti að leggja fyrir ráðstefnuna og starf hennar átti að byggjast á. En formaður nefndarinnar, Hamilton Shirley Amerasinghe, fastafulltrúi Ceylons (Sri Lanka), sagði fréttamanni í gær að meiri- hlutinn, sem væri fylgjandi þvi að ráðstefnan yrði haldin sem fyrst, væri svo yfirgnæfandi, að hann gerði ráð fyrir því, að ráðstefnan hæfizt með fundi um skipu- lagningu hennar í New York 10. —20. desember. Áformað var í fyrra, að vor- fundurinn yrði haldinn í Santiago í Chile, en Santiago var útilokuð vegna byltingar hersins f Chile 11. september, sem gerði mörg lönd andvíg fundi þar. Þvf virðist líklegt að vor- fundurinn verði haldinn annað hvort hér í New York eða í Genf og sumarfundurinn f Genf eða Vín. En ráðstefnan mun valda deil- um hvar sem hún verður haldin. 12 mílna landhelgin í stað þriggja áður vekur að vísu ekki deilur; langflest ríki samþykkja hana. En ekkert samkomulag er um það, hvar draga eigi mörk efnahagsauðlindalögsögu þar sem strandrfki ein geti hagnýtt sér fiskauðlindir, olíu, málma og önn- ur auðæfi hafdjúpsins. Rifizt um Range Rover jeppana Mikil eftirspurn er nú eftir Range Rover jeppum, og eftir eftirspurninni að dæma, mætti halda, að Range Rover væri orðinn tákn velmegunarinnar á íslandi. Samkvæmt upplýsingum Sigfúsar Sigfússonar, fram- kvæmdarstjóra P. Stefánsson h.f., en það fyrirtæki flytur Range Rover jeppana til landsins, bíða 220 manns eftir Range Rover um Hvorki leiðrétting né afsökun” 99 segir ritstjóri Alþýðublaðsins Ólafur Jóhannesson, forsætis- ráðherra og formaður blað- stjórnar Tímans, og Kristinn Finnbogason, framkvæmdastjóri Timans, birta í sunnudagsblaði Tímans yfirlýsingar í forsíðu- ramma vegna fréttar Alþýðu- blaðsins um vantaldar skuldir hjá framkvæmdastjóranum og að blaðstjórn hafi falið hópi manna að yfirfara allar fjárreiður Tímans af þessum sökum. 1 yfirlýsingu sinni ber forsætis- ráðherra til baka, að blaðstjórnin hafi falið ákveðnum hópi manna að yfirfara allar fjárreiður Tímans. Hins vegar er ekki fylli- lega ljóst af yfirlýsingu forsætis ráðherra hvort hann lýsir einnig tilhæfulaus skrif Alþýðublaðsins um að .a'ekstur blaðsins hafi gengið til muna verr en fram kemur af reikningsyfirliti, sem blaðastjórninni var afhent fyrir nokkrum vikum“. Kristni Finnbogasyni þykja „aðdróttanir" Alþýðublaðsins „um fölsun á bókhaldi Tímans“ svo alvarlegar, að hann kveðst ekki geta annað en stefnt forráða- mönnum Alþýðublaðsins til ábyrgðar. „Mun ég krefjast þess, að þessi ummæli verði dæmd dauð og ómerk fyrir rétti, komi ekki við fyrsta tækifæri tilhlýði- leg afsökun og leiðrétting í Al- þýðublaðinu á þessum tilhæfu- lausa áburði,“ segir Kristinn. Vegna þessarar yfirlýsingar Kristins sneri Morgunblaðið sér til Reysteins Jóhannessonar, rit- stjóra Alþýðublaðsins, og spurði hann hvort vænta mætti slíkrar afsökunarbeiðni í Alþýðublaðinu. Freysteinn svaraði aðeins: „Við munum halda áfram með málið í blaðinu á morgun, og þar verður hvorki að finna Ieiðréttingu né afsökunarbeiðni.“ þessar mundir. Margir, sem hafa ætlað að fá sér Range Rover, hafa hætt við, því þeim lízt ekki á hinn langa biðtíma og hafa snúið sér að öðrum jeppategundum. Sigfús sagði, að sömu sögu væri að segja um aðrar bifreiða- tegundir frá British Leyland. Nú biðu 100 manns eftir að fá Mini, 80 biðu eftir Morris Marina og 70 eftir Land Rover. Sendingar frá Englandi væru ekki nógu tíðar, og mætti kenna verkföllum í brezka bifreiðaiðnaðinum um að ein- hverju leyti. Eftir þeim upplýsingum, sem Morgunblaðið hefur aflað sér, þá mun það hafa komið fyrir, að menn, sem eru aftarlega á biðlista og hafa mikil fjárráð, hafa boðið mönnum, sem eru framarlega á listanum, tiltölulega háar upp- hæðir ef þeir vildu skipta um sæti að biðlistanum. Að sjálfsögu geta menn ekki skipt beint um sæti á listanum, en þegar viðkomandi er búinn að fá sinn bíl, getur sá, sem er aftarlega á listanum keypt bíl- inn af honum, fyrir mun hærri upphæð, en bifreiðin kostaði frá umboðinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.