Morgunblaðið - 16.10.1973, Page 3

Morgunblaðið - 16.10.1973, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTOBER 1973 3 Fjórir fslenzkir sjálfboða- liðanna, sem voru á samyrkju- búinu Shamir I tsraei, komu til tslands sfðastliðinn sunnudag. Shamir varð fyrir allmiklum skemmdum þvf á það var bæði skotið af fallbyssum og varpað á það sprengjum úr flugvélum. Eins og fram hefur komið í fréttum, sluppu tslendingarnir þó allir heilir á húfi. Fólkið kom frá Kaupmannahöfn með þotu Flugfélags lslands, en hafði komið baneað I eeenum Parfs. Þau. sem komu, voru öm Þorkelsson, Salbjörg Jóseps- dóttir, Dagbjört Hjaltadóttir og Hafdfs Vilhjálmsdóttir, en eftir f Parfs varð Steinunn Björnsdóttir. Það var létt yfir unga fólkinu, þegar það kom inn f fiughöfnina, sýnilega fegið að vera komið á íslenzka grund. í sólbaði, þegar stríðið brauzt út Örn var á ferðalagi, þegar ósköpin byrjuðu, en stúlkurnar fjórar lágu í sólbaði heima á kibbutsinum. — Við lágum og bökuðum okkur í sólinni, þegar við heyrðum fyrstu sprengju- drunurnar. Við kipptum okkur ekkert upp við það, því ísraelski herinn hafði æfinga- svæði ekki langt þarna frá, og það var algengt að heyra sprengingar þaðan. Eins flugu herþotur mjög oft yfir búið, þannig að við vorum næstum hættar að taka eftir þeim. Læt- in voru þó óvenjumikil i þetta skipti. Skothríðin var þéttari. Svo fórum við að hugsa um, að það væri jú Yom Kippur, helg- asti dagur ársins og þá fórum við að velta fyrir okkur, hvað væri á seyði. Það varð úr, að við fórum inn í kibbutsinn til að forvitnast, og þar voru allir á spani. Við stönzuðum israelska konu og spurðum hvað um væri að vera og hún sagði: — Sýr lendingar og Egyptar hafa ráð izt á okkur. — Við sögðum bara takk, gerðum okkur ekki grein fyrir, hvað þetta þýddi. En það var fljótlega bætt úr því, því allt i einu var eins og allt væri orðið vitlaust. Orrustuþotur, sprengj- ur og fallbyssukúlur um allt. Við tókum til fótanna ásamt öðrum, niður í næsta loftvarnarbyrgi og þar höfðumst við við í fyrstu tvo sólarhringana. Okkur var hleypt upp i smáhópum til að fara í matsalinn, en þar urðum við Iika að borða með ævintýra- legum hraða, því allt varð að ganga fljótt fyrir sig. — Nú, það voru gerðar loft- árásir á kibbutsinn og einnig skotið á hann úr fallbyssum, en allir héldu sig i loftvama- byrgjunum og við vissum ekki til þess, að neinn særðist. Það voru þó ekki allir jafn heppnir. Á öðrum kibbuts, skammt frá okkar, féll sprengja á barna- húsið, og þar fórust og særðust mörg börn. Vakin í árás Eftir fyrstu tvo dagana var okkur leyft að fara aftur upp úr byrgjunum og sofa i húsunum okkar. Við urðum þó alltaf að vera viðbúin þvi að hlaupa I loftvarnabyrgin. Við vorum vakin, yfirleitt með nokkrum fyrirvara, en þó ekki alltaf.Það kom einhver hlaupandi og æpti eitthvað á hebresku. Við skild- um ekkert, hvað hann sagði, en meiningin var augljós og við vorum fljót að fara fram úr. Eina nóttina var Dagbjört heldur sein til. Það var auð- vitað kolniðamyrkur úti því öll ljós voru slökkt: — Ég vaknaði með látum eins og við gerðum alltaf, þegar árásir voru gerðar, og þaut út. Myrkrið var svo svart, að ég gat ekki farið sérlega hratt yfir, og sprengingarnar voru byrjaðar áður en ég komst að byrginu. En sprengjan hlýtur að hafa lent nokkuð nálægt, því þrýstingurinn var svo mikill, að I sprengjuregni á Golanhæðum og Sinai Við heimkomuna á sunnudag: Dagbjört, örn, Hafdfs og Salbjörg. RÆTT VIÐ ISLENZKU SJALFBOÐALIÐANA FRÁ SAMYRKJUBÚINU SHAMIR í ÍSRAEL tJr loftvarnarbyrgi á Shamir. Þar þurfti fólkið að sofa fyrstu daga strfðsins. (Ljósm. Hafdfs Vilhjálms- dóttir). Golanhæðir loga. Golanhæðir eru hrjóstrugar, en þar er mikið um þurra sinu. Við hardagana kviknaði f henni og hæðirnar stóðu f björtu báli. (Ljósm. Hafdfs). hann þeytti mér um koil og japönskum strák, sem lfka hafði orðið seinn fyrir. Eg meiddist þó ekkert og var fljót á fætur aftur og komst að byrg- inu. Ég held, að ég hafi aldrei fariðjafn hratt niður stiga. Þoturnar í lágflugi — Við vorum á kibbutsinum fram á sfðasta föstudag og síðustu dagana var lífið farið að vera aðeins eðlilegra, þ.e. við fengum að ganga um uppi á yfirborði jarðar. U'tin voru þó óskapleg stundum. lsraelsku þoturnar komu fljúgandi upp dalinn til að gera árás yfir Golanha'ðirnar. Þ;er flugn svo lágt, að þa'r struku na'stum trjátoppana, svo lyftu þa*r sér rétt yfir ha'ðirnar og vörpuðu sprengjunum eða skutu eld- flaugunum. — Við sáum líka sýrlenzkar þotur koma og gera loftárásir okkar megin, en þá voru israelsku vélarnar fljótar á vettvang, og það urðu harðir bardagar. Siðastliðum fimmtudag sáum við þrjár flug- vélar skotnar niður i loftbar- dögum. Við fréttum lika af skæruliðum. A einum kibbuts skammt frá okkur, Amir, var hóður af ska'ruliðum tekinn. Við urðum ekki varar við þá lijá okkur. Fólkið rólegt Það var undursamlegt, hve fólkið tók þessu með mikilli ró. Sumar konurnar voru kviðnar því þær áttu syiii eða eigin- menn, sem voru farnir að berj- ast, en annars var ekki að sjá, að það óttaðist örlög sin. Allir voru líka vissir um, að þeir myndu sigra, en það var furðu- legt hvernig lifið þarna hreytt- ist. Karlmennirnir fóru auð- vitað allir i herinn, þeir veifuðu brosandi til okkar og hrópuðu „Shalom" (friður) og svo voru þeir farnir með vélbyssurnar sinar til að berjast. í loftárás á Sinaiskaga örn var á ferðalagi niðri á Sinaiskaga. beuar striðið braiizt út. llann var kominn niður til Sharm el Sheik ásamt nokkruiu félögum, sem hann hafði kynnz.t á leiðinni, og þeir sváfu á ströndinni. — Um morguninn kom lög- regluþjónn og skipaði okkur öllum að fara upp á veitinga hús, sem var skammt fni ströndinni. Við hlýddum auðvitað, og nokkru siðar konni tveir háttsettir foringjar i hern- um og sögðu okkur, að Egyptar væru að flytja herlið uj>j> að landamærunum. Þeir sögðu, að herinn myndi leggja til flugvél til að flytja okkur á brott. Kn meðan við biðum eftir flugvél- inni komu egypzkar MIG- orrustuþotur og gerðu loftárós á flugvöllinn. Þetta voru ógur- legar dunur og dynkir og skot- hriðin var hreint ærandi. Við tókum auðvitað til fótanna til að forða okkur og hlupum upp i fjallshlíð Þar var stórgrýtf og viðfundum ágætisskjól Það var barizt af mikilli hiirku og við sáuni þrjór MIG þotur skotnar niður. Kb’.gmað- ur einnar þeirrai' varpaði sér úl i falIhlíf, en um hina veit ég ekki. Nli, uni leið og egypzku þoturnar höfðu verið inaktar ó brotl hófust þeir tianda við að gera við skemmdinar og gerðu fliigviillinn notha'fan ó ný ó skiiimiium tima. V'ið |>urfinm sanii nokkuð að bíða ofiir flug vél og var ekki ve] róll. Svo var ■okkur loks skipað utn borð og véiiri var iniin lil flugtaks, eri þá var iiiin stönzuð og okkur skipað að iiendasl lit nieð niikl- urri láturri og frá flugvélinrii og fleygja okkui þar rnðiir — Við vorum ekki seinir ó okkur að hlýða, en þetta mun hafa verið gert vegna þess að öryggissveitir flugvallarins Framhald á bls. 18

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.