Morgunblaðið - 16.10.1973, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÖBER 1973
7
Hér fer á eftir óvenjulegt spil
frá leiknum milli Hollands og
Bretlands í Evrópumótinu 1973.
Norður
S. D-8-4-3
H.D
T. D
L. Á-10-9-8-6-3-2
Vestur
S. A-G-10-2
H. A -9-3
T. A-9-6-3
L. K-7
Suður
S. K-6-5
H. K-10-4
T. G-7-5-4
L. D-7-5
Austur
S. 9-7
H. G-8-7-6-5-2
T. K-10-8-2
L. 4
Lokasögnin var sú sama við
bæði borð, þ.e. 4 hjörtu, og var
austur sagnhafi. Suður lét út
spaða 5, sagnhafi gaf i borði og
norður drap með drottningu.
Fyrir sagnhafa er útlitið allt
annað en gott. Við fyrstu sýn virð-
ist hann verða að gefa einn slag í
hverjum lit. Norður er í vandræð-
um, því taki hann lauf ás, þá
getur sagnhafi kastað 2 tíglum í
laufa kóng og í spaða. Taki norður
ekki laufa ás þá getur sagnhafi
kastað laufi í spaða í borði. Sama
er því hvað norður gerir. Sagn-
hafi vinnur alltaf spilið, því
norður er í vandræðum með út-
spil strax í öðrum slag, og er það
mjög óvenjulegt.
NYIR BORGARAR
Á Fæðingarheimili Reykja-
víkur fæddist:
Margréti Einarsdóttur og
Sigurjóni Ölafssyni, Snælandi 8,
Reykjavík, dóttir þann 5.10. kl.
11.15. Hún vó 14 merkur og var 51
sm að lengd.
önnu Guðmundsdóttur og
Kristjáni Guðleifssyni, Klepps-
vegi 132, Reykjavík, sonur þann
4.10., kl. 15.45. Hann vó 17 merk-
ur og var 53 sm að lengd.
Ölöfu Ragnarsdóttur og Ólafi
Jóhanni Sigurðssyni, Goðheimum
19, Reykjavík, sonur þann 6.10.
kl. 02.35. Hann vó 15 merkur og
var52sm að lengd.
Gerði Unndórsdóttur og
Vilhjálmi Einarssyni, Reykholti,
Borgarfirði, sonur þann 2.10. kl.
08.45. Hann vó 16 merkur og var
54 sm að lengd.
Hjördísi Guðmundsdóttur og
Kristni Stefánssyni, Bræðra-
borgarstíg 13, R., dóttir þann
1.10., kl. 18.30. Hún vó 13 merkur
og var 51 sm á lengd.
Jónu Kristínu Guðmundsdóttur
og Eggerti Pálssyni, Hólmi,
Austur-Landeyjum, sonur þann
3.10., kl. 01.00. Hann vó 15
merkur og var 51 sm að lengd.
Guðrúnu Unni Rafnsdóttur og
Agnari Eggerti Jónssyni, Ásbraut
3, Kópavogi, sonur þann 3.10., kl.
13.15. Hann vó 15 merkur og var
53 sm að lengd.
Kolbrúnu Sigfúsdóttur og Flnn-
boga Rögnvaldssyni, Hraunbæ 54,
Reykjavík, dóttir þann 3.10., kl.
11.25. Hann vó 16 merkur og var
54 sm að lengd.
Maríu Bergmann Guðbjarts
dóttur og Guðbergi Sigurpáls-
syni, Arahólum 2, R., dóttir þann
2.10., kl. 23.10. Hún vó 13 merkur
og var 50 sm að lengd.
Sigrúnu Björnsdóttur og Gunn-
ari Reynissyni, Lynghaga 28, R.,
sonur þann 1.10., kl. 16.45. Hann
vó 12 merkur og var 50 sm að
lengd.
Hrönn Einarsdóttur og Sigfúsi
Erni Sigurhjartarsyni, Tjamar-
bóli 14, Seltjarnarnesi, sonur
þann 5.10., kl. 02.55. Hann vó 15
merkur og var 50 sm að lengd.
DAGBÓK
IÍARWWA..
Þýtur í skóginum
— Eftir Kenneth Grahame
2. kafli — Þjóðvegurinn
„Sjáið þið bara,“ sagði froskur og bólgnaði allur
af monti. „Þessi vagn gerir hverjum mögulegt að
njóta alls þess, sem lífið hefur upp á að bjóða. 1
honum er hægt að þeysa um akvegi, þjóðvegi, yfir
holt og hæðir, tún og akra, býli, þorp, bæi og borgir.
Hér í dag, þar á morgun. Ferðalög, tilbreyting,
skemmtanir, heimurinn liggur fyrir fótum manns
og sjóndeildarhringurinn er síbreytilegur. Og takið
eftir þvf, að þetta er sá langfínasti vagn, sem
nokkru sinni hefur verið gerður. Það er alveg
áreiðanlegt. Komið þið inn og sjáið, hve öllu er
haganlega fyrir komið. Ég hef sjálfur séð um allan
útbúnaðinn.“
Moldvarpan var ákaflega hrifin og æst og fór
strax á eftir honum upp tröppurnar og inn í vagn-
FRAMHALÐSSAGAN
inn. Rottan fussaði bara og stakk framlöppunum
djúpt ofan í vasana og fór hvergi.
Vagninn var vissulega mjög vel búinn öllum
þægindum. Þar voru litlir legubekkir og borð, sem
hægt var að leggja upp að veggnum...eldavél, skáp-
ar og bókahillur, fuglabúr og fugl f því. Og pottar og
pönnur, krukkur og katlar af ýmsum stærðum og
gerðum.
„Allt fullkomið," sagði froskur sigri hrósandi og
dró út eina skúffuna. „Sjáið þið, kex, niðursoðinn
humar, sardínur...allt, sem hugurinn girnist. Sóda-
vatn, skrifpappír, saltað svinakjöt, sultutau, spil,
dominó,“ hélt hann áfram um leið og þau gengu
aftur niður tröppurnar. „Sem sagt, engu hefur
verið gleymt, svo við getum lagt af stað strax í dag.“
„Fyrirgefðu,“ sagði rottan hægt og með áherzlu.
„En var það rétt, sem mér heyrðist þú segja? Mér
heyrðist þú nefnilega segja ,,við“ og „i dag.“
„Æ, kæra, gamla, góða rotta,“ sagði forskur
fsmeygilega. „Farðu nú ekki að tala í þessum tón,
vegna þess að þú veizt að þú verður að koma. Ég get
ekki komizt af án þín og þess vegna er þetta
ákveðið mál. Og komdu nú ekki með neinar mótbár-
ur. Það get ég nefnilega alls ekki þolað. Varla
langar þig til að hima hér við ár-ófétið alla þína
ævi og búa í holu í árbakkanum eða sigla á bát-
skrifli? Mig langar til að sýna þér veröldina eins og
hún er. Ég ætla að koma þér til vits, væna min.“
Fimm
skapgerðar-
einkenni
Andlitin fimm, sem myndin
sýnir, spegla 5 mismunandi skap-
einkenni; bros, reiði, gleði, undr-
un, og furðu. Efst eru fimm
munnar sem tilheyra andlitunum.
Getur þú sett réttan munn á rétt
andlit?
PEANUTS
WELLJHIS 15 AS \
FARA5ICAN6P,
SIR..I HOPEWHAVE
A 6000 TIME AT
CHUOC'S H00$e„y
1. Jæja, lengra get ég ekki
farið, herra. Ég vona að þér
finnist gaman heima hjá
Kalla.
^ I
ÖH'.MAk'IASKWAf' I
QUKÍI0N?IF WRDAP I DON'T
|S 0UT0F TOUN, WHY / HAVE A
CAN'T WJU5T5TAV /MOTHEK,
AT H0ME UMTH rA MAKClEI
WUR MOTHER1J iSx
2. Ó! Má ég spyrja þig að
einu? Ef pabbi þinn þarf að
fara út úr bænum, hvers
vegna ertu ekki bara heima
hjá mömmu þinni? —Ég á
ekki mömmu, Magga.
I THINK l'LL 60 H0ME, AND
PAiNT MTT0N6UE &LACK!
FERDINAND
4. Ég held ég fari heim og
liti tunguna i mér svarta!
9~V
£—Q ‘P—3 Z — a L—0 :usne-|