Morgunblaðið - 16.10.1973, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 1973
bækur...bækur...bækur...bækur...bækur...bækur...bækur...bækur...bækur...bækur...bæki
JÓLABOKAVERTIÐIN
Utgáfubœkur Prentverks
Odds Björnssonar,
Hörpuútgáfunnar
og Stafafells
IAR
I dag kynnum við útgáfubækur
Prentverks Odds Björnssonar á
Akureyri, Hörpuútgáfunnar á
Akranesi og Stafafells. Geir S.
Björnsson hjá Bókaforlagi Odds
Armann Kr. — niður um
strompinn í Eyjum
Björnssonar veitti blaðinu eftir-
farandi upplýsingar um úgáfu
forlagsins:
Víð gefum út 12 nýjar bækur á
þessum ári, og eru tvær þeirra
þegar komnar út, — sönglaga-
heftið Vorið kom eftir Birgi
Helgason og Hundurinn minn eft-
ir Mark Watson. Nú eru eftirtald-
ar bækur í þann veginn að koma á
markaðinn:
Eins og ég er klædd er bókin
um ævi og starf Guðrúnar A.
Símonar, óperusöngkonu, sem
Gunnar M. Magnúss hefur skráð í
samvinnu við söngkonuna.
Guðrúnu er tamt að koma til dyr
anna eins og hún er klædd, og
segja umbúða- og tæpitungulaust
frá hlutunum eins og þeir koma
henni fyrír sjónir. Bókin er fjör-
lega skrifuð, og þar koma við sögu
fjölmargir þjóðkunnir menn og
konur, sem Guðrún hefur átt sam-
skipti við á lífsleiðinni, — Bjami
Böðvarsson, Einar Kristjánsson,
Garðar Forberg, Guðlaugur
Rósinkranz, Guðmundur Jónsson,
Gunnar Eyjólfsson, Kristinn
Hallsson, Maria Markan, Sigurður
Birkis, Sigurður Nordal, Sigur-
laug Guðmundsdóttir Rósinkranz,
Þuríður Pálsdóttir og fjölda
margir fleiri. Bókina prýða nær
100 ljósmyndir.
Guðrún A. Símonar uppgötvaði
röddina í sjálfri sér, eftir að
Ólafur Þorsteinsson hafði tekið
úr henni hálskirtlana, en þá var
hún 15 ára. Síðan hefur söng-
urinn átt hug hennar allan. Hún
hefur gengíð í gegnum margra
ára söngnám, bæði hér og
erlendis, unnið marga söngsigra
og hlotið margvíslega viður-
kenningu að verðleikum.
Hinn vinsæli barna- og
unglingahöfundur Ármann Kr.
Einarsson, sendir frá sér barna-
bók sem gerist í Vestmannaeyja-
gosinu, og heitir Niður um
strompinn. Listamaðurinn BaHaz-
ar myndskreytir þá bók. Enn-
fremur kemur 7. bindi f heildar-
ritsafni Ármanns, og er það bókin
Undraflugvélin, sem nú kemur í
nýjum búningi, en hún er ein
hinna vinsælu bóka um Áma i
Hraunkoti.
Guðjón Sveinsson hefur náð
miklum vinsældum hjá ungling-
um með hinum spennandi bókum
sínum, en nýja bókin hans heitir
Hljóðin á heiðinni og er nokkurs
konar leynilögreglu- og njósna-
saga.
Fjórða unglingabókin er eftir
norska rithöfundinn Svein Hovet,
og heitir Strokustrákarnir.
Þá koma út þrjár nýjar
fslenzkar skáldsögur:
Gamli maðurinn og ganga-
stúlkan eftir Jón Kr. Isfeld og
Draumalandið hennar eftir Ingi-
björgu Sigurðardóttir, Báðar
þessar sögur eru rómantískar
ástarsögur.
Theódór — gamanvfsur.
Eftir Guðnýju Sigurðardóttur
kemur nútímasaga úr Reykja-
víkurlífinu, sem ber heitið Töfra-
brosið.
Loks eru tvær þýddar
skáldsögur. Frank G. Slaughter er
með eina af sínum vinsælu lækna-
sögum og nefnist hún Læknaþing.
Minnast margir kvikmyndarinnar
„Eiginkonur læknanna" eftir
samnefndri sögu Slaughters, sem
Stjörnubíó sýndi fyrirskömmu.
Þá kemur hin heimsfræga
skáldsaga Guðfaðirinn eftir
Mario Puzo, en eftir henni var
samnefnd Oscarsverðlaunamynd
gerð eins og kunnugt er. Sú mynd
hefur hvarvetna verið sýnd við
metaðsókn, m.a. hér í Háskóla-
bíói, og bókin hefur að sama skapi
verið metsölubók. Segja sumir að
henni takist jafnvel betur að lýsa
undirheimalífinu en kvik-
myndinni.
Báðar þessar bækur eru þýddar
af Hersteini Pálssyni.
Bragi Þórðarson hjá Hörpuút-
Friðrik Guðni — önnur Ijóða-
bókin
Guðrún A. — eins og hún er
klædd
gáfunni á Akranesi veitti okkur
eftirfarandi upplýsingar um bæk-
ur forlagsins f ár:
,,— og fjaðrirnar fjórar“ er ný
bók eftir Guðmund Böðvarsson.
Með þessari bók er lokið þeirri
samantekt, sem höfundur hefur
gert á lausamálsblöðum sínum og
Hörpuútgáfan hefur gefið út
undir nafninu „Línur upp og
niður.“ Aður eru útkomnar
bækurnar „Atreifur og aðrir
fuglar“ og „Konan sem lá úti“.
Þessar þrjár bækur eru upphafið
á heildarútgáfu á verkum
Guðmundar. A næsta ári mun
koma út fyrsta bindi af ljóðasafni
hans í samstæðri útgáfu með þess-
um þrem bókum.
Refskinna II eftir Braga
Jónsson frá Hoftúnum á Snæfells-
nesi (Refbónda). Um langt skeið
hefur Bragi viðað að sér frásögn-
um af skemmtilegu og sérkenni-
legu fólki. Hörpuútgáfan gaf út
bókina „Refskinna 1“ árið 1971,
en sú bók er safn af sams konar
efni. I „Refskinnu 11“ eru m.a.
þættir af Bjarna Finnbogasyni
frá Búðum á Snæfellsnesi, sagnir
af Benedikt í Krossholti, séra
Jens Hjaltalín, Benedikt
Bachmann og fleirum. Auk þess
eru í bókinni landsþekktir bragir
og skopsögur, sem ekki hafa birzt
áður á prenti, svo sem skróps-
bragur, ljóðabréf Lúðvíks R.
Kemps o.fl.
Augu í svartan himin er önnur
ljóðabók Friðriks Guðna Þórleifs-
sonar. Bókin sem heild er
skemmtilega ólík fyrstu bók höf-
undar „Ryki“. Þó eiga þær
tvímælalaust eitt sameiginlegt,
þ.e. þann undarlega samleik for-
tíðar og nútíðar, er gæðir ljóðin
sérstæðu lífi, sem fullt er af
andstæðum.
Þá eru væntanlegar Gaman-
vlsur eftir Theodór Einarsson frá
Akranesi. Um langt árabil hefur
Theodór verið mikilvirkur
gamanþátta-, visna, og revíu-
Guðmundur — lausmálsblöð
höfundur, og hafa margir af
vinsælustu leikurum landsins
flutt gamanvísur hans, m.a.
Alfreð Alfreðsson, Ami Tryggva-
son o.fl. 1 þessari bók eru bæði
nýjar og gamlar gamanvísur um
sitthvað, sem efst er á baugi
hverju sinni, svo sem landhelgis-
vfsur, verkfallsvisur, knatt-
spyrnuvísur o.fl.
Þá kemur Vippi ærslabelgur
eftir Jón H. Guðmundsson, fyrr-
verandi ritstjóra Vikunnar. 1
fyrra kom út um jólin hjá Hörpu-
útgáfunni bókin „Vippi vinur
okkar“ eftir sama höfund Halldór
Pétursson listmálari mynd-
skreyttir báðar bækurnar, en þær
eru ætlaðar börnum 6—10 ára.
Æðisgenginn flótti er ný bók
eftir metsöluhöfundinn Francis
Clifford. Aður eru komnar út á
íslenzku eftir hann bækurnar
„Njósnari á yztu nöf“, „Gildra
njósnarans", „Flótti í skjóli
nætur", „Njósnari í neyð“ og „I
eldlínunni". Francis Clifford
Bragi „refur" — sérkennilegt
fólk
hlaut fyrstu verðlaun Crime
Writers Associatinn árið 1969.
Brennandi ástarþrá eftir Bodil
Forsberg, en eftirþennan vinsæla
höfund eru áður komnar út hjá
Hörpuútgáfunni bækurnar „Ég
elska aðeins þig“, „Vald
ástarinnar“, „Hróp hjartans" og
„Ast og ótti. “
Hjá bókaútgáfunni Stafafelli
fengum við þessar upplýsingar
um 6 bækur forlagsins, sem út
koma fyrir jól:
Til móður minnar kom áður út
1945, og er nú gefin út í tilefni af
75 ára afmæli Bamablaðsins
Æskunnar. I bókinni eru ljóð,
sem 90 kunn íslenzk Ijóðskáld
hafa ort til mæðra sinna. Flest
fslenzku þjóðskáldin eiga ljóð í
þessu safni, og má nefna kvæði
eins og „Þegar ég var ungur“
eftir Örn Arnarson, „Til móður
minnar“ eftir Jónas Hallgrims-
son, og Ijóð eftir Matthías
Jochumsson, Tómas Guðmunds-
son, Grím Thomsen og marga
fleiri.
Þá eru komin út Þýdd Ijóð eftir
Yngva Jóhannesson, og er í þeirri
bók sú nýjung, að erlendi textinn
er prentaður með. Yngvi hefur
ma. þýtt „Bókina um veginn"
eftir Lao Tse í félagi við bróður
sinn Jakob Jóhannesson Smára
og „Fást“ eftir Goethe.
Andlitið hulda er spennandi
saga eftir Victor Canning, sem
Hersteinn Pálsson þýðir. Fjallar
hún um mann, sem dæmdur er
saklaus.
Gunna og dularfulla stúlkan er
fimmta Gunnubókin. Þessi flokk-
ur er miðaður við stúlkur 7—15
ára. Höfundurinn er Catharine
Wooley.
Að lokum er svo spennandi
ástarsaga eftir Henry Roland,
sem nefnist Dularfulla stúlkan.