Morgunblaðið - 16.10.1973, Blaðsíða 12
Kristmundur Bjarnason.
MIKIÐ
VERK
OG
VANDAÐ
Kristmundur Bjarnason: Saga
Sauðárkróks. Skagfirzk fræði.
Ctgefandi Sauðárkrókskaupstað-
ur. Prentv. Odds Björnssonar
1969-1973.
Það var árið 1962, sem bæjar-
stjórn Sauðárkróks samþykkti að
láta rita sögu staðarins, og var til
þess ráðinn fræðimaðurinn og rit-
höfundurinn Kristmundur
Bjarnason, bóndi á Sjávarborg,
reisnarbýli, sem aliir munu hafa
veitt athygli, sem á þessar slóðir
hafa komið. Orsök þess, að í þetta
var ráðizt, var sú, að bæjarstjórn
vildi minnast þess myndarlega, að
árið 1871 hófst búseta á Sauðár-
króki. Fyrri hluti sögunnar, sem
lýkur 1907, en það ár verður
Krókurinn sérstakur hreppur,
enda þá orðinn fjölmennasta
kauptúnið á Norðurlandi, kom
svo út 1969, og í formála gerir
höfundurinn, grein fyrir því, að
söfnun gagna hafi reynzt ærið
torveld, enda brunnu allar kirkju-
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÖBER 1973
Guðmundur G.
Hagalín
skrifar
BÓKMENNTIR
bækur Fagranesprestakalls frá
19. öld aðfaranótt 2. marz árið
1899 — og einnig prestþjónustu
Reynistaðaklausturs. Þá varð og
sú raunin, að allar hreppsbækur
Sauðárhrepps hins forna „allt frá
fyrstu tíð til ársins 1904“, höfðu
glatazt! En samt sem áður hefur
höfundurinn unnizt svo, að fyrri
hluti sögunnar er 494 stórar blað-
síður og í honum hátt á þriðja
hundrað meira og minna vand-
fenginna mynda. Svo líða tvö ár,
þá kemur út fyrra bindi síðari
hlutans, sem nær yfir tímabilið
frá 1907—’22. Það bindi er 414
blaðsíður og myndirnar f því rúmt
hálft annað hundrað. Snemma árs
1973 kemur svo út seinna bindið,
sem segir frá tlmabilinu
1922—'48 — eða fram að þvl, að
Sauðárkrókur fær kaupstaðar-
réttindi. I því eru á þriðja hundr-
að myndir og 518 lesmálssíður.
Allt ritið er því hvorki meira né
minna en 1426 blaðs. og myndir
því sem næst 700. I þriðja
bindi þessa mikla ritverks eru á
217 blaðsíðum ýmiss konar skrár,
og I þeim er næsta auðvelt að
finna flest, sem um er fjallað eða
á minnzt I öllu ritinu, hvort sem
eru staðir, menn eða málefni, og
þar greinir höfundur rækilega
frá heimildum, sem ekki er getið I
lýsingum eða frásögnum megin
málsins. Hin smáletraða skrá yfir
nöfn manna, staða, skipa, báta,
félaga, stofnana o.s.frv. nær yfir
108 tvídálka blaðsíður. Þó að ég
skrifaði um þetta stóra og merki-
lega rit ærið langa grein, gæti
skrif mitt ekki orðið rækilegur
ritdómur, þar sem færð væru gild
rök að kostum verksins og gagn-
rýnd gerð þess og heimildir. Til
að skrifa slíkan ritdóm, yrði
dómarinn að hafa víðtæka
þekkingu á sögu Skagfirðinga
yfirleitt, leggja á sig lestur og
könnun margvíslegra heimilda
um skagfirzka menn og málefni
og sitthvað I sögu næstu héraðaog
einnig þjóðarsögunni. Enn frem-
ur yrði hann að rekja feril ýmissa
manna og afla sér sjálfstæðrar
þekkingar á gerð þeirra og mann-
gildi.
En ég hef fyrst og fremst lesið
þessar þrjár þykku bækur mér til
fróðleiksauka og til að njóta góðr-
ar og hressandi skemmtunar af
frásögnum um atburði, nlenn og
málefni, og ég hef jafnt dáð þann
hátt, sem höfundur hefur á að
segja skýrt og skipulega frá or-
sökum og afleiðingum þess sem
gerzt hefur þarna á Króknum —
og það lag, sem hann beitir við að
skjóta inn I til upplífgunar atvik-
um, tilsvörum og slðast en ekki
sízt kviðlingum um allt og ekkert,
enda gefa þessar bækur glögga
hugmynd um, að hagmælskan
hefur verið ótrúlega mörgum
Skagfirðingum tiltæk. Þetta er og
— eftir því, sem ég bezt veit,
stærsta og rækilegasta saga
einnar sveitar, sem skrifuð hefur
verið hérlendis, og hin vandaða
útgáfa sögunnar ber vissulega
augljóst vitni rausn og
menningarlegum áhuga stjórnar
tiltölulega lítils bæjarfélags með
alltakmarkaða f járhagsgetu og að
sumu leyti erfiða aðstöðu til at-
vinnulegs öryggis. En stærðþessa
rits og sá myndarbragur, sem á
því er, er einmitt i fyllsta sam-
ræmi við þann stórhug og
höfðingshátt, sem setur mikinn
og traustan menningarsvip á
Sauðárkrók.
Þá vfk ég á ný stuttlega að
höfundi ritsins. A einum áratugi
vinnur hann það feiknamikla af-
rek við mjög erf ið skilyrði og sam-
hliða búskaparönnum að safna
efni I þetta ritverk, koma á það
haglegri, rökréttri og allt að því
hnitmiðaðri skipan, fella saman
ótal brot og gera söguna fjöl-
breyttari og heiltækari en flest
annað, sem um svona efni hefur
hér verið ritað, Iitka og lýsa
frásögnina með rætnislausri
kímni og — að þvl er ég fæ bezt
séð — kveða upp djarflega dóma
um menn og málefni af einlægum
vilja og sérlegri getu til að halla
hvergi á neitt eða neinn. Þá er og
mál hans hreint og rökvíst, alþýð-
legt og þó laust við þann væmna
lágkúrubrag, sem sumum þeim
finnst henta og hæfa sem snobba
niður á við, enda orðfæri höfund-
ar og frásagnarháttur auðsjáan-
lega I fyllsta samræmi við eðlis-
bundin og sjálfstæð viðhorf hans
við tilverunni með öllum hennar
breytileik og glundroða.
Eg lýk svo þannig þessu spjalli
mínu um hið merka ritverk Krist-
mundar Bjarnasonar, að gefa
lesendum mínum nokkurn for-
smekk þess, sem ég tel forvitni-
legt, sérkennilegt og glettið — og
einnig fáum en snjöllum sýnis-
hornum af kveðskap Sauð-
kræklinga.
Isleifur Gíslason, sem lengi var
kaupmaður á Sauðárkróki ogvarð
landskunnur að sérstæðum kveð-
skap sínum, festi á styrjaldar-
árunum svohljóðandi auglýsingu
á hina svo kölluðu „hreppstöflu":
„Urbænum.
Það er borið til baka að barn
hafi farið inn I trumbuna, meðan
lúðraflokkurinn spilaði hér.
Það þykir og hæpin ættfræðsla
að söngstjóri lúðraflokksins sé
systursonur Hitlers að fyrra
hjónabandi, en hitt er óyggjandi
vissa, að hjá undirrituðum fæst
reyktur
RAUÐMAGI
og stundum reyktur lax, einnig
niðursoðið fiskmeti." ^
Oft hefur verið kveðið um
dýpstu rök mannlegrar náttúru
en Bjarni skáld Glslason taldi
erfitt að komast þar að réttri
niðurstöðu.
Hann kvað:
Illt er að kanna eðlisrætur,
allt er nagað vanans tönnum.
Eitt er víst, að fjórir fætur
færu betur sumum mönnum.
Aldraður maður orti, þegar
hann virti fyrir sér fiðurfé
granna síns:
Fjörið mitt er farið brott,
fátt er nú til bjargar.
Helvltis á haninn gott
að hafa þær svona margar.
Það kvað við annan tón hjá
Gísla frá Eirfksstöðum, þá flutt-
um á Sauðárkrók, þar sem hann
bjó síðan til æviloka:
Lífið fátt mér ljær I hag,
lúinn þrátt ég glími.
Koma máttu um miðjan dag,
mikli háttatími.
Svo eru það samfundir stór-
skáldsins Stephans G. og gamals
leikbróður; þá er Stephan kom I
Skagafjörð, fæðingarhérað sitt,
1917.
„Jóna frá Hofdölum hefur sagt
skemmtilega frá kynnum slnum
við skáldið. Fundum þeirra bar
fyrst saman á Vfðivöllum, en þar
gisti Stephan, og fylgdi Jónas
honum síðan ásamt mörgum
Blöndhlíðingum yfir Vötnin, en
þar beið skáldsins hópur manna
úr Seyluhreppi. Þá bjó I Mikley
Daníel Arnason, leikbróðir
Stephans I æsku. „Hann hafði
verið langa ævi einsetumaður,
ekki við allra skap og þótti upp-
vöðslusamur, einkum við vfn.
Hann vildi skáldið hitta og reið
því allur hópurinn heim I Mikley.
Daníel stóð úti og hafði húf-
una neoariega að framan, sást
aðeins I augu honum. Stephan
víkur sér að honum og segir:
„Komdu sæll og blessaður,
Daníel minn, nú þekkir þú mig
ekki, sem varla er von.“
„Nei,“ svarar Daníel heldur
stutt.
„Manstu ekki eftir Stebba frá
Seli?“ spyr Stephan.
Þá lifnaði yfir Daníel. „Stebbi
frá Seli: Jú, víst man ég eftir
honum, helvítis glæringjanum
þeim. Ert þú Stebbi frá Seli?“
„Já,“ svarar Stephan.
Þá leit Danlel fyrst upp með
húfuskyggninu og sagði glott-
andi:
„Nú, þú ert fjandann ekkert
bermilegri að sjá en ég, þótt þú
hafir búið langan aldur þarna
vestur I fullsælunni, en ég hafi
orðið að krafsa mig áfram I kulda
og snjó hér á Islandi."
Stephan brosti við og svaraði:
„Satt segir þú, Daníel, og sann-
ast hið fornkveðna, að hver hefur
nokkuð til sins ágætis. Þú hefur
bersöglina þér til réttlætingar á
reikningsskiladeginum mikla."
Sannleikurinn var sá, að marg-
ir, sem þekktu lítt til ljóða Step-
hans, höfðu vænzt þess, að þar
færi burgeislegri maður og fram-
andlegri. Er hann gekk um götur
Sauðárkróks, undruðust margir.
Þarna gat farið þrifabóndi fram-
an úr Dölum, göngulag og fas I
engu frábrugðið því, er þekktist á
þessum slóðum: Það voru þá helzt
fötin, sem bentu til annars."
Ég kom til Sauðárkróks I apríl
s.l. Þar var mér tekið tveim hönd-
um og opnum eyrum, og I
flugnesti fékk ég frá vinum mín-
um, Kára Jónssyni og Birni
Daníelssyni, mönnum mikils
menningaráhuga, Sögu Sauðár-
króks. Og þakklætis- og velþókn-
unaraugum leit ég úr lofti yfir
staðinn. En mjög hneit mér við
hjarta að ekki sá ég I hópnum á
flugvellinum andlit þess manns,
sem ég hef metið meira en flesta
aðra ágæta menn, sem mér hefur
auðnazt að kynnast. Ég leit svo I
sólarátt, svo sem ég byggist við að
sjá þar broshýrt og gáfulegt and-
lit Helga prófasts Konráðssonar.
Og ég sá það — og er mér þó tekin
nokkuð að daprast sýn.
Haustmót
Taflfélagsins
Nú stendur yfir haustmót Tafl-
félags Reykjavíkur. Ahugi fyrir
móti þessu er allmikill meðal
skákmanna borgarinnar, og eru
alls um 100 þátttakendur — með
60 I meistara og 1. flokki, tæplega
30 I öðrum flokki og I unglinga-
flokki 12.
Meðal þátttakenda I meistara-
flokki eru Ingi R. Jóhannsson,
alþjóðlegur skákmeistari, Jón
Kristinsson skákmeistari Tafl-
félags Reykjavíkur, Magnús
Sólmundarson og Jón Þor-
steinsson, fyrrv. alþingismaður. -
Margir ungir og efnilegir skák-
menn eru meðal þátttakenda, og
hafði t.d. Sævar Bjarnason, sem
er I fyrsta flokki, unnið Inga R.
Jóhannsson I skemmtilegri skák.
Nú er lokið 5 af 11 umferðum I
meistara og 1. flokki, og eru efstir
Kristján Guðmundsson, Sævar
Bjarnason, Tryggvi Arason og
Ingi R. Jóhannsson, allir með 4
vinninga.
Næsta umferð — sú sjötta,
verður telfd I kvöld, en teflt er á
þriðjudags- og fimmtudags-
kvöldum — og biðskákir eru
tefldar á sunnudögum.
Haukur Ingibergsson.
HUOMPLÖTUR
Ljósbrá
Til suðurlanda/Angur
Stereo
Tónaútgáfan
Þetta er fyrsta og e.t.v.
einnig seinasta platan með
nær óþekktri hljómsveit frá
Akureyri, sem nefnir sig
Ljósbrá og er mynduð af
fjórum ungum mönnum.
Þeir hafa áður leikið I
ýmsum hljómsveitum norð-
ur þar. A plötunni eru tvö
lög, og þar af er annað eftir
Gylfa Ægisson, hinn fræga
lagasmið, sem samdi „Sól og
sumaryl" og „Minning um
rnann.,, Við flutning þessa
f jörlega rokklags eftir Gylfa
kemur I ljós, að hljómsveitin
Ljósbrá er hin sæmilegasta
rokkhljómsveit, án þess þó
að vera á neinn hátt af-
gerandi, jafnve) þó að þeir
Ingimar Eydal og Þorsteinn
Kjartansson veiti hljóm-
sveitinni liðsinni sitt. Hins
vegar er söngur Brynleifs-
Hallssonar þokkalegur. Og
það er vegna þessa skorts á
sérkennum og sjálfstæðum
stll, sem ég tel það mjög
vafasamt, að plötur hljóm-
sveitinnarverði öllu fleiri.
Magnús Kjartansson (og
vinir)
I dindn’t know/I know it’s
true
Stereo
MM-records
A þessari plötu hefur
Magnús Kjartansson fyrr-
verandi Trúbrjótur endur-
vakið hljómsveitina Júdas,
án þess þí að spila undir því
nafni, en upptakan er gerð I
Englandi með nokkurri
aðstoð þarlendra hljóðfæra-
leikara, er Magnús og co.
voru þar að hljóðrita LP
plötu, sem koma mun út
ef tir nokkrar vikur.
Magnús er þekktur fyrir
að geta samið góð lög, og á
þessari plötu er eitt gull-
korn. „I know it’s true“, sem
þó hefur verið sett á B
hliðina, en það er að mlnu
viti mun betur unnið lag en
I didn’t know, sem er
nokkuð hrátt og á saxo-
fónninn mikinn þátt I þeim
blæ. Hins vegar er persónu-
legur blær Magnúsar yfir
báðum lögunum og LP plat-
an er tilhlökkunarefni. Hinn
jóski framburður Magnúsar
á enkunni er þó til lýta.
Kalli KvennaguII/Jíbby jay
Stereo
Svanfrtður
Þessi plata er eins konar
afturganga frá hljóm-
sveitinni Svanfríði, sem er
hætt störfum fyrir nokkrum
mánuðum og eru bæði lögin
eftir títt nefndan Gylfa
Ægisson, en lög eftir hann
hafa verið á meira en
helmingi þeirra hljómplata,
sem út hafa komið seinustu
mánuði.
Þessi plata hefur annað-
hvort átt að tákna stefnu-
breytingu I tónlistarvali af
hálfu hljómsveitarinnar
Svanfríðar eða á að skoðast,
sem stórkostlegt spé og grín
frá þeirra hálfu, þar sem
Svanfríður lék yfirleitt
nútímalega rokktónlist eins
og kom fram á LP plötu
þeirra, en þessi lög eru með
„gamaldags” takti og spiluð
i samræmi við það. Sagan af
Kalla er þó vls til að verða
vinsælli en allt það, sem
Svanfríður hefur spilað
áður, því að það er heilmikill
húmor I laginu jafnt sem
textanum, sem er þó hræði-
lega ortur. Platan leiðir þó
I ljós, hversu Sigurður
Kalsson er góður trommari
og hversu góð hljómsveit
Svanfríður var þrátt
fádæma lélegt sánd á
plötunni.