Morgunblaðið - 16.10.1973, Síða 17

Morgunblaðið - 16.10.1973, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 1973 17 Raddir berast frá segulbandi á gólfinu á milli okkar í litlu stof- unni hennar Guðrúnar Sigurðar- dóttur í Holtagötu 5 á Akureyri. Það flytur okkur samtal frá því í marz árið 1661. Þetta eru raddir Brynjólfs biskups Sveinssonar í Skálholti og sr. Odds Eyjólfssonar og sfðan Valgerðar veizlukerling- ar. Biskup hefur ákveðið, hvaða dag Ragnheiður dóttir hans skuli sverja eiðinn, um að hún sé óspjölluð, og reynir að fá Odd og sfðan Valgerði til að gæta hennar. Það hvessir og raddirnar æsast, hver með sínum einkennum. Og orðaskipti biskups og Valgerðar eru snögg og snjöll. Á næstu spólu hlustum við á samtal Ragnheiðar sjálfrar og Daða Halldórssonar í kennslu- stund nokkru fyrr í atburðarás- inni, eftir að frétzt hefur í Skál- holti, að Daði sé faðir að tvíburum einnar vinnukonunnar, en biskup lætur hann kenna dóttur sinni. Ragnheiður er sár og hæðist að honum með snöggum, leiftrandi setningum, og hann kveinkar sér. Þetta er ekki þaulæft útvarps- leikrit eftir frægan rithöfund og leikið af æfðum leikurum, heldur upptaka á miðilsfundi hjá Guð- rúnu Sigurðardóttur. Það er hún, sem flytur, f miðilstransi, við- stöðulaust raddir allra, sem þarna koma fram og endurtaka samtöl úr lífi sínu frá því fyrir 300 árum, svo og rödd sögumanns, sem grípur inn í. Við sitjum þarna í kring og hlustum, Guðrún sjálf, Stefán Eiríksson, sem tekið hefur upp þessi samtöl á fundum með Guðrúnu á undanförnum árum og skrifað þau upp af bandinu, Sverrir Pálsson, skólastjóri, sem hefur búið þau til prentunar og Ellen kona hans. Blaðamaður Mbl. er þarna kominn til að heyra um tildrög bókarinnar, en fyrra bindi hennar kemur út innan skamms og fá að vita, hvernig hún varð til. En ekki er vitað til að bók hafi nokkurn tíma orðið til með þessum hætti — að endurtekin séu samtöl að handan. — Ragnheiður og þau hin ósk- uðu eftir, að við ynnum þetta verk, og við tókum ákvörðun um að verða við þeirri ósk og hefja starfið, segir Guðrún og bætir við afsakandi: — Það er ekki von, að fólk skilji þetta. Ég mundi sjálf- sagt ekki gera það sjálf, ef það væri mér framandi. Ragnheiður hafði komið til min nokkuð lengi. Ég get ekki munað, hvenær hún kom fyrst. Þá er ég ekki byrjuð að halda fundi. Ég þekkti hana ekki. Hún sagði mér nafnið sitt og að ég ætti að gera eitthvað fyrir hana. Hún kom líka til mín í draumi og sagði það sama. Ég hélt, að þetta væri nýlátin kona, sem vildi komast í samband við einhvern hérna megin. Eftir að við fórum að hafa fundi, þá kom hún. Og Brynjólfur biskup líka. En þetta fólk er alveg eins og þið hérna megin. Eini munurinn er, að það kemur ekki fram í fötum, heldur hjúp. Og þau Guðrún og Stefán út- skýra fyrir blaðamanni, sem aldrei hefur svo mikið sem komið á miðilsfund, hvernig það gengur fyrir sig að flytja sögu og líf fólks milli heima og yfir 300 ára bil. Og þau svara þolinmóð öllum spurn- ingum. Eftir að ákveðið hafði verið að verða við óskum persón- anna að handan, um að koma á framfæri sannleikanum um líf þeirra, þurfti að ákveða fundi. Hlustað á Ragnheiði o g Brynjólf biskup Lét Guðrún jafnan vita með sólar- hrings fyrirvara, hvenær þau gætu unnið, sem venjulega var á kvöldin, þvi allir viðkomandi eru bundnir f vinnu á daginn. Alltaf voru fleiri viðstaddir. Venjulega sátu fundina 4—5 manns. Fundir voru fyrst heima hjá Guðrúnu. Hún sat þarna í stólnum sinum i horni stofunnar, þar sem við erum. En þar sem hvert hljóð eða ónæði var truflandi, færðu þau sig i gamalt hús niðri i bæ, þar sem Stefán rekur verzlun, og enginn gengur um á kvöldin. En umferð utanhúss virtist ekki trufla. — Ef við ætlum að halda slíkan fund, sem okkur finnst mikils virði, þá sezt ég bara í stólinn minn og tiltek timéinn. Kl. 9 annað kvöld, segi ég, útskýrir Guðrún. Þeir svara, og það er ákveðið. En ég má ekki koma mínútu of seint. Þeir eru alltaf á minútunni. Og ég sofna á þessum tiltekna tíma, svo það er eins gott að vera stundvis. Stundum liður langt á milli funda, einkum á sumrin, þvi ég vil helzt ekki vinna á sumrin. En þá er stundum ýtt á, og þeir gera vart við sig. Mér fer að líða ónota- lega, verða kalt á höndum og fá undarlega tilfinningu aftan í höf- uðið. En eftir að ég fell í trans, eins og það er kallað, veit ég ekki neitt og man ekki, hvað sagt var, á eftir. Og þó að ég hafi ánægju af að heyra það og finni mjög vel áhrifin af þvf, þá er eins og ég geti ekki munað samtölin. Þó að ég muni það, sem ég les i bókum, þá er eins og þetta þurrkist alltaf út aftur. Svo þú verður að spyrja hann Stefán um það, sem sagt var. Hann talar við það og spyr bað. — Jú, ég var hrædd í fyrsta skipti, sem ég féll í trans. Ég fann, að ég var að verða undarleg, fór að kólna og hélt, að ég væri að deyja. Ég átti ung börn heima og mig langaði til að tala og koma skilaboðum. Og gerði það. En nú er ég ekki hrædd við þetta lengur. Þreytt? Nei, ég verð ekkert þreytt, þó að ég hafi víst talað og oft æði hátt í hálfan annan tíma samfleytt. Ég fæ mér bara kaffi- sopa á eftir og finn ekki til þreytu. Og Guðrún brosir hlýlega og skilur, að spyrjandinn botnar hreint ekkert i þessu. Leikarar kvarta venjulega um þreytu eftir sýningu, hvað þá ef þeir lékju öll hlutverkin. En hvers vegna vill þetta fólk endilega koma ævisögu sinni á framfæri í þessum heimi eftir mörg hundruð ár? Er maður virkilega að hafa áhyggjur af smáum og stórum syndum eft- ir að úr þessum heimi er komið? Og fylgjast fram- liðnir raunverulega með því, sem um þá er sagt eða skrifað hérna megin? Alls konar spurningar vakna og eru fram bornar. Og Guðrún og Stefán reyna að leysa úr þeim. — Bryn- jólfur og Ragnheiður dóttir hans virðast vilja koma sögu sinni réttri á framfæri og leiðrétta það, sem missagt er. Og allar aðalper- sónurnar, sem á sínum tíma voru samtíma þeim á lffsleiðinni, koma fram og segja frá sínum þætti. Þetta er stór hópur, sem virðist á ferðinni saman og upplifir aftur sömu atburði, eins og þeir voru. Og það virðist allt samstillt um að leika sitt hlutverk aftur. Það lifir upp aftur þennan ákveðna dag Ekki þaulæft útvarpsleikrit, heldur upp- taka á miðilsfundi þar sem persónur end- urtaka samtöl úr lífi sínu fyrir 300 árum með sorgum sínum og gleði, eins og einhvers staðar kemur fram. Samtölin eru efnislega endur- tekin. Fólkið talar sjálft, og sögu- maður, hinn kunni fræðimaður og prestur, sr. Þórður Jónsson í Hitardal, tengir þau og kemur jafnan viðstöðulaust og strax inn í, um leið og þau þagna. Þetta er allt þarna á böndum, hiklaust og hvergi andartaks lát á. Allar upp- tökur eru til með dagsetningum og talið skýrt. Hver rödd hefur sín sérkenni. Stefán kvaðst aðeins á einum stað hafa átt erfitt með að skilja, þegar hann var að skrifa upp af böndunum. Það er, þegar Ragnheiður er að skilja við. Þá er röddin svo þróttlaus. — Persónurnar tala á nútíma- máli af tæknilegum ástæðum, segir Stefán. Þær verða að fara í gegnum miðilinn og taka f notkun heila hans og talfæri og eru því háðar þeirri þjálfun, sem þau eru í. Og talfæri og heili miðilsins eru þjálfuð til nútímamáls. Hitt væri hægt, segir hann, en væri tafsamt, tæki langan tíma að ná þjálfun. Guðrún sjálf hefur frá upphafi haft tilhneigingu eða hæfileika í þessa átt. Farið var að veita því athygli, þegar hún var lftið barn heima á Torfufelli í Eyjafirði. Hún var ekki nema sex ára, þegar foreldrum hennar fannst barnið eitthvað undarlegt og fóru með það til læknis, Guðmundar Hann- essonar. Hann tók henni vel og sagði: — Þetta er allt í lagi. Látið telpuna vera í friði! En hún sá fólk í heilum hópum, sem enginn annar sá. Hún var feimin við þetta og dul, og á unglingsárun- um var hún farin að fela þetta. Svo giftist hún 1937, eignaðist fjögur börn og hafði stórt heimili og nóg að gera. En þetta vildi ekki yfirgefa hana. Svo fór hún að hjálpa fólki, sem til hennar leitar, og halda miðilsfundi. Stefán Eiríksson hjálpaði henni frá upp- hafi að sjá um þá. Nú ieitar fólk ákaflega mikið til hennar, meira en hún getur sinnt. Það hringir og kemur. Oft talar hún við það, og stundum segir hún því að vera í kyrrð og ró á ákveðinni stundu og hugsar þá til þess. En slíkt er of langt mál til að fara út í hér. Guðrún varð að taka simann úr sambandi, meðan blaðamaður Mbl. stóð þar við þessa kvöld- stund, svo hún hefði frið til að ræða við gesti sína og Stefán gæti leyft okkur að hlusta á upptök- urnar. Sverrir Pálsson og kona hans höfðu aldrei fyrr heyrt rödd Ragnheiðar Brynjólfsdóttur. En af hverju er þetta fólk frá fyrri öldum að leita með sögu sína gegnum Guðrúnu til þessa heims og nútímafólks? Sú spurning hlýt- ur að vakna aftur og aftur, meðan hlustað er á upptökurnar. Guðrún og Stefán skýra það svo, að þessu fólki sé vel ljóst, hvað það hafi gert rangt í llfinu og vilji leiðrétta það. Það hafi sennilega lengi reynt að koma því á framfæri gegnum ýmsa, og þá komizt nálægt þvf gegnum Guðmund Kamban. Nú, eftir að það hefur sagt sögu sína saman og nákvæm- Á efstu myndinni situr Guðrún, í stól sínum, þar sem hún sat þegar fundirnir hófust, en fyrir framan hana er segulbandið og spólurnar, sem sjálfságt geyma 100 stundir af samtölum. Hér efra er hún svo við afgreiðslu i Óskabúðinni, þar sem hún starfar á daginn, en á hinni myndinni er miðilinn Guðrún Sigurðardóttir, Stefán Eiríksson, sem tekið hefur upp á segulband og skrifað upp af þeim, og Sverrir Pálsson, sem býr bókina til prentunar. (Ljósm. E.Pá.) lega gegnum Guðrúnu og leiðrétt hana, þá getur það haldið áfram á þroskaleiðinni. — Enginn má skilja það svo, að það sé útskúfað. Það held ég, að enginn sé, segir Guðrún. Maður verður bara að leiðrétta það, sem maður hefur gert rangt. Það kemur greinilega fram þarna, að Brynjólfi biskupi finnst hann hafa gert rangt. Og það finnst Daða líka, bætir Stefán við. Það er eins og þetta fólk sjái sjálft sig á sviði og standi utan við. Að það geri sér grein fyrir því, sem það átti að gera og láta ógert, og þurfi að gera grein fyrir því. En hvað plagar Ragnheiði? Að hún sængaði hjá Daða? Eða er það rangur eiður? Öllum við- stöddum kemur saman um, að það virðist vera eiðurinn, sem á henni hvílir, ekki hitt, að hún sængaði hjá Daða löngu áður. Henni finnst hún hafa misboðið sannleikanum. En samkvæmt því, sem þarna kemur fram, sver hún eiðinn I óeigingjörnum tilgangi, til að hjálpa Daða. Hún vinnur eiðinn í þeirri trú, að hún sé ekki vanfær. Og sé svo, þarf enginn um þau Daða að vita, og hann getur haldið áfram á sinni glæstu framabraut, sem hann hefur svo mikinn hug á. En bæði Sverrir og Stefán segja greinilegt, eftir því, sem þarna kemur fram, að hún sjái ekkert eftir að hafa sængað hjá Daða. Stefán segir, að þegar hann var að hlusta og skrifa upp af segul- bandinu, hafi ýmsar spurningar vaknað. Og enn fleiri, er Sverrir, sem aldrei hafði verið á fundum, tók að lesa handritið. Og þá gat Stefán spurt sögumanninn, sr. Þórð, gegnum miðilinn. Hann talaði við hann og fékk svör, og er það til á segulböndum líka. Kemur fvrir, að tal þeirra fer út fyrir söguþráðinn. Þeir ræða ým- islegt úr þjóðlífinu á þessum tíma, sem Stefán er að spyrja um. En hvernig I ósköpunum nær Stefán I Þórð? — Rétt eins og ég næ I þig á Morgunblaðinu, þegar ég bið simastúlkuna um að leyfa mér að tala við þig, svarar Stefán. Ég bið um að fá að tala við Þórð og við ræðum saman, eins og ég ræði við þig í landssíma og spyr að þvf, sem ég þarf að fá svar við. Hefur jafnvel koniið fyrir — og það er til á bandinu — að Þórður kallar á Brynjólf og segir: — Þessu verður þú að svara, Brynjólfur. Nú er talað um, að persónurnar þurfi að leiðrétta lifssögu sína og hafa hana rétta. Eru þetta þá and- mæli við bók Guðmundar Kambans? Þvf mótmælir Stefán. Segir, að víða sé söguþráðurinn sá sami, enda hafi Guðmundur notað heimildir, sem til eru. En í veiga- miklum atriðum beri þó á milli og þá mest í samtölunum. Og hvenær þá helzt? Einkum " dagana kringum eiðtökuna, sérstaklega nóttina eftir eiðinn. Og flótti Ragnheiðar til Hruna, þegar hún er gripin og reidd þvert yfir hest- bak heim, eins og segir í Skálholti Kambans, sá flótti er hvergi nefndur þarna. Ýmislegt smálegt kemur lfka, sem ekki er vitað, að fram hafi kornið fyrr, eins og t.d., hve góður söngmaður Sigurður Björnsson, skrifari Brynjólfs og síðar lögmaður, var, en hann á að hafa sungið „Allt eins og blómstr- ið eina“ yfir Ragnheiði. Og þessi leiftrandi samtöl Brynjólfs bisk- ups og Valgerðar veizlukerlingar Framhald á bls. 19.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.