Morgunblaðið - 16.10.1973, Page 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 1973
Útför
I dag fer fram útför Konráðs
Þorsteinssonar, kennara í Reykja-
vík. Minningargrein um Konráð
bíður birtingar hjá blaðinu.
— Ráðherrar
Framhald af bls. 14.
Engin skynsamleg rök eru fyrir
því, að starfsmenn utanríkis-
þjönustunnar eigi að njóta for-
réttinda umfram aðrar starfs-
stéttir, þótt þeir dveljist erlendis
um þriggja ára skeið eða lengur.
Kjör starfsmanna utanríkis-
þjónustunnar, er erlendis búa,
eru síst lakari en annarra sam-
bærilegra starfsstétta, enda mikil
ásókn að komast til starfa í utan-
ríkisþjónustunni.“
— I sprcngjuregni
Framhald af bls. 3.
höfðu uppgötvað óvinasveit við
flugvöllinn. Ekki veit ég, hver
útkoman varð, því okkur var
svo skipað um borð í flugvélina
aftur og flogið burt. Þeir tóku
þó ekki neina áhættu og
orrustuþotur voru sendar með
flugvél okkar til verndar. Það
var flogið með okkur til Tel
Aviv og þaðan komst ég svo upp
til Shamir. Ekki var ástandið
betra þar því þar var stöðug
skothrið svo ég fór eiginlega úr
öskunni í eldinn, en þar var
maður þó á heimaslóðum.
A föstudaginn fór svo sjálf-
boðaliðahópurinn niður til Tel
Aviv og leitaði uppi islenzka
konsúlinn. Hann kom þeim í
samband við Björgúlf Gunnars-
son, sem hefur búið í ísrael um
margra ára skeið, og hann kom
þeim í vél til Parísar. Enn eru
sex Islendingar eftir á sam-
yrkjubúi í ísrael. Það er hins
vegar Iengra inni í landi en
Shamir og mun ekki hafa orðið
fyrir skakkaföllum. Síðast,
þegar fréttist, ætluðu Is-
lendingarnir allir að vera
áfram og voru við beztu heilsu.
-ót. , , ,
— Kröfur ASÍ
Framhald af bls. 2.
flokki í kröfum, þegar kjara-
samningar hafa staðið fyrir dyr-
um og er talið, að afstaða þeirra
sé í samræmi við stefnu, sem
mörkuð var á fundi þeirra með
ráðherrum Alþýðubandalagsins.
Þeir Eðvarð Sigurðsson, Jón
Snorri Þorleifsson og Benedikt
Davíðsson voru í forystu fyrir
þeim verkalýðsforingjum Alþýðu-
bandalagsins, sem héldu uppi
þessum málflutningi á kjaramála-
ráðstefnunni og reyndu að draga
úr þeirri kröfu, að lágmarkslaun
yrðu 35.000 kr. á mánuði. Eðvarð
Sigurðsson vildi ekki láta 40,90%
hækkunina ná nema til 30.000 kr
launa á mánuði og verkalýðs-
foringjar Alþýðubandalagsins
vildu ekki, að fullar verðlagsbæt-
ur kæmu á laun nema að 40.000
kr. á mánuði.
Undir lok ráðstefnunnar flutti
einn af verkalýðsmönnum
Alþýðubandalagsins, Kolbeinn
Friðbarnarson frá Siglufirði, til-
lögu um, að ráðstefnan beindi því
til miðstjórnar Alþýðusambands
íslands að hún kannaði mögu-
leika á samstarfi við BSRB í
samningunum. Þeir Eðvarð
Sigurðsson og Jón Snorri Þor-
leifsson mæltu mjög með þessari
tillögu en Snorri Jónsson, forseti
Alþýðusambands Islands vildi
láta vísa tillögunni til miðstjórnar
ASI til meðferðar. Tillaga þessi
var felld með 18 atkvæðum gegn
17 eða eins atkvæða mun.
Þá vakti það athygli á kjara-
málaráðstefnunni, að stuðnings-
menn ríkisstjórnarinnar voru
andvígir tillögu um, að 15% tekna
þeirra, sem vinna við fiskvinnslu
yrðu frádráttabær til skatts en
ikylt er þó að geta þess, að
3uðmundur J. Guðmundsson,
/araformaður Dagsbrúnar barðist
'yrir samþykkt tillögunnar ásamt
iðrum og var samþykkt, að verka-
'ólk, er ynni við fiskvinnslu fengi
ærstakan skattfrádrátt, þannig að
>eir, er ynnu í allt að 20 vikur á
iri fengju 9% og þeir, er störfuðu
:0 vikur á ári eðalengur 18%
— Síldarsölur
Framhald af bls. 32.
mun vera hæsta meðalverð frá
því að veiðarnar hófust í lok maí.
Tólf skip seldu í Skagen og
Hirtshals í gær. I Skagen seldu
Helga Guðmundsdóttir BA 2521
kassa fyrir 3 milljónir og Guð-
mundur RE 3372 kassa fyrir tæp-
ar 4 milljónir. 10 bátar seldu í
Hirtshals og eru þeir þessir:
Rauðsey AK 2205 kassa fyrir 2.6
milljónir, Ölafur Sigurðsson AK
1249 kassa fyrir 1.4 milljónir,
Súlan EA 2088 kassa fyrir 2.4
milljónir, Jón Garðar GK 2294
kassa fyrir 2.7 milljónir, Grímsey-
ingur GK 736 kassa fyrir 840 þús-
und, Pétur Jónsson KÓ 590 kassa
fyrir 700 þúsund, Magnús NK
1854 kassa fyrir 2.2 milljónir,
Svanur RE 1880 kassa fyrir 2.1
milljón og Þorsteinn RE 2003
kassa fyrir 2.3 milljónir.
— Bjartsýnn
Framhald af bls. 1.
aðila ob bví hefði ekkert verið á
það minnzt, hvort þau tilboð
stæðu enn. „Málið hefur ekki ver-
ið rætt á þeim grundvelli," sagði
Ölafur. Hann var að því spurður
hvort hann væri bjartsýnn á sam-
komulag eftir þennan fund. For-
sætisráðherra svaraði: „Já, ég er
heldur bjartsýnn á samkomulag.
Heath virðist hafa áhuga á að ná
samkomulagi, en hann ber fyrir
sig sína erfiðleika. Jafnvel for-
sætisráðherra Breta þarf að taka
tillit til margra hluta.“
A fundinum, sem hófst í morg-
un voru engir ráðherrar nema
forsætisráðherrarnir. íslend-
ingarnir voru fjórir, en Bretarnir
voru sex, aðstoðarmaður Heaths,
John MacKenzie sendiherra á ís-
landi, svo og fulltrúar utanríkis-
ráðuneytisins og matvælaráðu-
neytisins. Kl. 16.00. hófst svo
fundur embættismannanna, sem
áttu að kanna einhverjar sérstak-
ar hliðar málsins, sem enn hefur
ekki verið látið uppi um hverjar
eru. Klukkustundu síðar hófst svo
aftur fundur forsætisráðherr-
anna í Downing Street 10. Er gert
ráð fyrir að sá fundur standi eitt-
hvað fram eftir, en kl. 20 er kvöld-
verðarboð fyrir íslenzku gestina í
forsætisráðherrabústaðnum og
þar verða einnig sir Alec Douglas-
Home utanríkisráðherra,
Tweedsmuir barónessa, aðstoðar-
utanríkisráðherra og Joseph God-
ber, sjávarútvegsráðherra. Lfkur
benda til þess, að sir Alec muni
eiga viðræður við Ólaf Jóhannes-
son i fyrramálið, þriðjudag, áður
en Ólafur heldur heim á leið.
Svo sem kunnugt er kom Ólafur
Jóhannesson forsætisráðherra til
London á sunnudagskvöldið.
Tweedsmuir barónessa tók á
móti honum á Heathrow-flugvelli
og bauð hann velkominn til lands-
ins. Ólafur býr á Hótel Britannia,
sem er við Grosvenor Square, en
við það stendur jafnframt banda-
ríska sendiráðið.
Ostaðfestar fregnir hér í
London meðal blaðamanna segja,
að brezkir embættismenn hafi í
einkaviðræðum skýrt frá þvl, að
helzta umræðuefnið á fundunum
hafi verið nýjar tillögur Heaths
um takmörkun á fiskveiðum
Breta við ísland. Hins vegar sagði
Ólafur Jóhannesson aðspurður,
að engar tillögur hefðu verið sett-
ar fram skriflega á fundinum.
Það er einnig orðrómur meðal
blaðamanna hér, að Heath hafi
fullan hug á því að halda samn-
ingaviðræðum áfram sjálfur við
Ólaf. Ólafur sagði í viðtali við
Morgunblaðið, að enn hefði ekk-
ert komið fram, sem benti til
þessa.
SÍÐUSTU
FRÉTTIR
Seinni fund-
urinn stirðari
„Ég er ekki eins bjartsýnn og
eftir fyrsta fundinn,“ sagði John
MacKenzie sendiherra i samtali
við Morgunblaðið í gærkvöldi,
„en samt vongóður.“ sagði sendi
herrann, að svo hefði virzt á
seinni fundinum að stirðlegar
gengi, en byrjað var að ræða smá-
atriðin. Areiðanlegar heimildir í
London tjáðu Mbl, að eftir fyrsta
fundinn hefði brezka sendinefnd-
in haft samband við samtök
togaraeigenda í Bretlandi og væri
það hugsanleg skýring á því að
stirðlegar gekk á seinni fundin-
um. Hins vegar telja sumir að hér
sé um samningabrögð að ræða hjá
Bretum og óþarfi að hafa áhyggj-
um af. Hins vegar sagði
MacKenzie" að sér hefði fundizt
að báðir aðilar þyrftu að gefa tals-
vert meira eftir.“
Ekki beinar
samningavið-
ræður, segir AP
I fréttaskeyti frá AP í dag segir
um viðræðurnar að þær séu ekki
beinar samningaviðræður, heldur
viðræður til að finna leiðir til að
tryggja áframhaldandi vopnahlé
milli skipa þjóðanna á miðunum
umhverfis island. I skeytinu seg-
ir, að ráðherrarnir hafi orðið sam-
mála um að vinna að gerð bráða-
birgðasamkomulags. I skeytinu
segir einnig, að brezkir embættis-
menn hafi skýrt frá því í einka-
viðræðum, að Heath hafi lagt
fram nýjar tillögur um takmörk-
un á fiskveiðum Breta innan 50
mílnanna og þær tillögur hafi
verið helzta umræðuefnið á fund-
inum í morgun, en viðræður hafi
verið vinsamlegar og uppbyggi-
legar. Segir í skeytinu, að eftir
fund forsætisráðherranna sé lík-
legt að embættismenn og sérfræð-
ingar muni taka við og halda þeim
áfram.
— Ofriðurinn
tekinn með
Framhald af bls. 2.
úr, sem raun ber nú vitni.
Vissulega horfir ófriðvænlegar
í heiminum en áður, einkum
þegar þess er gætt, að tvö stór-
veldi eru óbeinir aðilar að
þessum átökum. Ég á þó varla
von á, að átökin breiðist meir út
en orðið er, en að sjálfsögðu
getur enginn fullyrt um slíkt,
þegar svo grimmilegt stríð er
háð.
Að svo komnu máli dreg ég
því í efa, að áhrifa frá styrjald-
arátökunum í Miðausturlönd-
um gæti hér á norðurslóðum,
en hins vegar er erfitt að segja
um það með nokkurri vissu
hvernig þróun mála verður,
þegar fram í sækir.“
Hannibal Valdimarsson, for-
maður Samtaka frjálslyndra og
vinstri manna, sagði: „Það er
gefið mál, að vegna þessara
átaka lítur ófriðvænlegar út í
heiminum en fyrir svo sem
hálfum mánuði. Afleiðingarnar
getur enginn séð fyrir þessa
dagana, vegna þess hve fréttir
eru óljósar af vígstöðvunum.
Ég held þó ekki, að þessi átök
eigi eftir að breiðast út í heims-
bál, því að á bak við þau standa
stórveldin og halda i spottana.
Ég tel því heldur litlar líkur á
því, að þessi styrjaldarátök hafi
einhver áhrif varðandi öryggis-
mál íslands nema svo hrapal-
lega takist til að ófriðurinn
breiðist út i heimsbál.
Benedikt Gröndal, alþingis-
maður, sagði: „Ég tel alvarlega
hættu á, að ófriðurinn við botn
Miðjarðarhafs geti breiðzt út og
drégizt á langinn. Ég vona þó,
að friður komist á áður en
þarna gerist enn hrikalegri
harmleikur en þegar er orðinn.
Þrátt fyrir þennan ófrið milli
Gyðinga og Araba er ég von-
góður um að ekki komi til
heimsstýrjaldar, og tilraunir til
bættrar sambúðar stórveldanna
haldi áfram.
Ég tel því ekki ástæðu til, að
Islendingar falli frá tilraunum
til að endurskoða skipan
varnarmála hér, sérstaklega ef
það , verður gert samkvæmt
þeim tillögum, sem Alþýðu-
flokkurinn hefur lagt fram.“
Morgunblaðið reyndi einnig
að ná sambandi við Ragnar
Arnalds, formann Alþýðu-
bandalagsinS, en tókst ekki
— Grein Bjarna
Framhald af bls. 14.
venjulegum og eðlilegum em-
bættisleiðum . . . “. Það kann að
vera rétt. Ég er ekki ratvís í því
völdundarhúsi. Ég beindi máli
mínu í upphafi til æðsta yfirvalds
borgarinnar í þeirri trú, að hann
kæmi því á framfæri. Varð mér að
þeirri trú. En þegar kom til em-
bættismanna byggingarmála
skipti um skreið. Vænti ég þess,
að þeir tækju málinu opnum
huga, mætu staðreyndir og bættu
um það, sem þeim hafði skotist,
en það var öðru næi. Þeir reyndu
að kaffæra málið í formsatriðum
og þófi en létu staðreyndir lönd
og leið. Ef þetta eru „venjulegar
og eðlilega embættisleiðir" þá er
ekki að furða þó sá, sem heldur að
staðreyndir hafi eitthvað að þýða
viti ekki hvaðan á sig stendur
veðrið. Af þessu tilefni rifjaðist
upp fyrir mér löngu liðið atvik.
Vel metinn læknir hér í borg var
kvaddur fyrir rétt til þess að bera
vætti um það, að kona væri ófrísk.
Hún var komin á steypirinn og
duldist engum sem sá, að þar fór
kona ekki ein. Aðspurður stað-
festi læknirinn þetta. Reis þá upp
lögmaður og sagðist mótmæla
þessari staðhæfingu „sem
ósannaðri, óstaðfestri og rangri".
Komu þá brosviprur í sum andlit,
en læknirinn stóð upp, sagði ekki
orð, tók hatt sinn og gekk út. Ég
held ég fylgi honum.
Reykjavík, 11. október 1973
— Loftbrú
Framhald af bls.l
dagar enn af hörku, þó að fréttir
hermi að heldur hafi dregið úr
ákafanum frá þvf um helgina. 1
Sinai var öllu rólegra, en Egyptar
héldu því fram, að skriðdrekar
þeirra hefðu náð þar nvium svæð-
um á sitt vald, eftir að hafa borið
gagnsókn ísraela á bak aftur. Á
vígvöllunum við landamæri
Sýrlands segjast Israelar hins
vegar hafa brotizt í gegnum
varnarlínu Israkshers, sem
komið hafði Sýrlendingum til
hjálpar, og að hann hafi orðið að
hefja undanhald. Þá vörpuðu
ísrealskar þotur sprengjum á her-
bækistöðvar í Egyptalandi.
Fréttirnar um hergagna-
sendingar Bandaríkjanna til
Israels ollu mikilli reiði í Araba-
löndunum, og opinber talsmaður í
Kairó fordæmdi þær harðlega.
„Bandaríkin gera engan greinar-
mun á þeim, sem gerir árás, og
þeim sem verður fyrir árás.“ En
Egyptar eru enn bjartsýnir, og
yfirmaður herafla þeirra, Ismail
hershöfðingi, sagði í dag, að
Egyptar myndu ná aftur öllum
herteknum svæðum, „hvað sem
það kostar". Heimildir í Kairó
herma að fyrr en ísraelar fari af
þessum svæðum geti ekki orðið af
vopnahléi í Miðausturlöndum.
Herstjórnin i Tel Aviv sagði í
gærkvöldi að tala látinna ísraela í
stríðinu væri 656 fyrstu 8 dagana.
Meðal hinna látnu er einn hers-
höfðingi, yfirmaður heraflans á
suðurvígstöðvunum. Egyptar
voru ekki seinir á sér að lýsa yfir
að þessi tala væri alveg út í hött,
ísraelar vissu vel sjálfir að hún
væri miklu hærri. Allar tölur um
mannfall hjá báðum aðilum eru f
minna lagi áreiðanlegar.
Feikilegir loftflutningar.
Varnarmálaráðuneytið f
Washington sagði í kvöld að
hergagnaflutningarnir til tsrael
væru svo miklir að þess hefði
verið farið á leit við flugfélög að
þau létu vélar sínar i té til þeirra.
Þegar McCloskey skýrði frá
flutningum þessum í dag, sagði
hann að stjórnin í Washington
hefði beðið átekta dögum saman,
horfl á loftbrú Sovétmanna vaxa
stöðugt, og reynt að ná samkomu-
lagi á pólitískum grundvelli. Það
hefði hins vegar verið árangurs-
laust. Hann kvað Sovétmenn hafa
flutt meir en 4000 lestir af her-
gögnum í um 280 flugferðum til
Egyptalands og Sýrlands frá þvf á
miðvikudag.
McCloskey sagði að Bandarikja-
stjórn myndi halda áfram að
reyna að ná diplómatísku sam-
komulagi. Hann neitaði því að
bandarískir hermenn tækju þátt í
bardögunum. Fyrr í dag hafði
Nixon forseti sagt, að Bandaríkin
myndu fylgja sömu stefnu í
málefnum stríðsaðila nú, og hún
gerði 1958 í málefnum Líbanon,
en þá sendi Eisenhower hermenn
á vettvang. McCloskey vildi ekki
segja til um hvort þessi ummæli
forsetans þýddu, að Bandarfkin
myndu taka beinan þátt í
stríðinu.
Fréttir frá Lissabon í Portúgal
herma, að gífurlegir loftflutning-
ar eigi sér nú stað frá austur-
strönd Bandaríkjanna um
bandarísku herstöðina á Azóreyj-
um til ísrael. Var sagt, að vélar
kæmu og færu þar á 15 minútna
fresti. Þá var því haldið fram í
Eþíópíu í dag, að Bandaríkja-
menn hefðu byrjað flutning her-
gagna til Israel frá herflugvelli
sfnum í Canio í Eþíópíu.
Á morgun áttu bæði Sadat,
Egyptalandsforseti og Golda
Meir, forsætisráðherra ísraels, að
flytja ræður um stöðuna í
strfðinu.
FRAKKAR KREFJAST
SKÝRINGA
Franska ríkisstjórnin krafði í
dag Líbýustjórn skýringar vegna
þeirrar ásökunar Israels, að
franskar Mirage-herþotur væru
notaðar af Egyptum í stríðinu,
þrátt fyrir bann Frakka á sölu
hergagna til strfðsaðila í
Miðausturlöndum. Segjast
Israelar hafa skotið a.m.k; tvær
Mirage-þotur yfir Sinai-skaga.
Fyrir stríð var ekki kunnugt um
að Egyptar ættu slíkar þotur, en
eins og kunnugt er stendur sam-
eining Egyptalands og Líbýu fyrir
dyrum, og Líbýa hefur keypt all-
margar Mirage-þotur fra Frakk-
landi.
1 svari sínu til Frakka full-
vissaði líbýska ríkisstjórnin þá
um, að hún hefði f engu brotið
viðskiptasamninginn varðandi
þoturnar, og að fréttir tsraela
væru algerlega rangar.
— Allende
Framhald af bls. 16.
sósíalistískum stjórnarháttum,
en það er langt frá því, að þeir
séu afturhaldssamir í félagsleg-
um viðhorfum.
Ljóst er, að þeir njóta stuðn-
ings stjórnarandstöðunnar
fyrrverandi, sumra verkalýðs-
samtaka, og ýmissa ópólitískra
aðila í landinu, — til dæmis
hefur erkibiskup landsins lýst
yfir stuðningi við þá.
LÝÐRÆÐI A NÝ?
Sennilegt er, að meirihluti
Chile-búa sé reiðubúinn til að
sætta sig við valdatökuna og
afleiðingar hennar í bili.
Hversu lengi herforingjarnir
njóta núverandi stuðnings,
mun fara eftir þvi, hversu til
tekst með endurreisn landsins.
Einnig er samkomulag stjórn-
arinnar og stjórnmálaflokk-
anna í landinu mikilvægt í
þessu sambandi.
Ljóst er, að á þessu stigi er
stjórnarandstaðan fyrrverandi
ekki áfjáð í það, að efnt verði til
nýrra kosninga. Hun vill láta
herforingjana koma reglu á
efnahagsöngþveitið í landinu,
laða að erlenda fjárfestingar-
aðila og efnahagsaðstoð aftur,
og vinna bug á skæruliðahóp-
um.
Þessum markmiðum verður
áreiðanlega ekki náð með
neinum vettlingatökum, en
með tilliti til þess ástands, sem
orðið var í landinu fyrir valda-
tökuna, var þess vart að vænta,
hver svo sem forystan hefði
orðið.
Á sfnum tíma munu forystu-
menn hinna borgaralegu
stjórnmálaflokka verða að
hasla sér völl í stjórnmálum
Iandsins að nýju, og það mun
verða til þess að hjálpa herfor-
ingjunum i þeim vanda, sem
kann að verða þeim einna erfið-
astur viðfangs — sem sé að
afsanna og kveða niður „helgi-
sagnirnar" um Chile, sem virð-
ast hafa svo sterk áhrif á
ímyndunarafl öfgafullra
sósíalista og jafnvel sumra
sósíal-demókrata — utan Chile.
(Þýtt og endursagt
úr Elconomist)