Morgunblaðið - 16.10.1973, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 16.10.1973, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 1973 19 — Hlustað á Ragnheiði Framhald af bls. 3. eru ekki til hjá Kamban. Það er snilldarkafli, segir Sverrir. Og eins sá, sem segir frá því, þegar Ragnheiður fær blóðspýjuna og Brynjólfur verður hræddur — sér hvað hann hefur gert. Hann er greinilega verulega skelfdur. — Ég hefi þekkt þau Guðrúnu og Stefán það lengi, að ég efaðist aldrei um þau, segir Sverrir. En þótt ég hafi á þeim heilmikið álit, þá er ég ekki farinn að sjá þau búa til svona samtöl. Og allra sízt í myrkri. Hafi þau samið þetta svona snilldarlega, fyrir utan það að kunna það hárrétt og fara rétt með tfmaröðun og ártöl, þá finnst mér það nú eiginlega merkilegra en hitt, hvernig þetta á að vera til komið, segir Sverrir Pálsson. Guðrún hefur setið þegjandi og ekki tekið þátt í samanburðinum á persónum Guðmundar Kamb ans og þeim, sem þarna koma fram á böndunum. Það kemur í ljós, að hún þekkir ekki til. Hún kveðst ekki hafa lesið bók Kambans áður en þessar per- sónur komu til hennar. Skálholt var áreiðanlega ekki til f lestrar- félaginu í sveitinni, annars hefði ég séð það, segir hún til skýr- ingar. En hún las einhvern tfma Brynjólf biskup eftir Torfhildi Hólm. Og Eiðinn eftir Þorstein Erlingsson lærði hún. En það var ekki fyrr en nú, eftir að þessu var öllu lokið og fólkið hætti að gera vart við sig hjá henni, að hún las fyrsta bindi Skálholts. Lengra er hún ekki komin, segir hún, og mér virðist hún ekki hafa sér- stakan áhuga á því. Það er kynlegt að sitja svona og tala um fólk frá liðinni tíð, eins og það væri meðal okkar. — Mér finnst ég þekkja þetta fólk, segir Guðrún. Mér þykir vænt um það, eins og beztu kunningja. Og mér finnst það ekki langt frá mér, þó að ég nái ekki til þess núna, sem ég hefi raunar ekki reynt. Þessar persónur hurfu og hættu að gera vart við sig, þegar saga þeirra var öll. Þær hverfa þó ekki allar f einu og alveg strax. En það er söknuður í sál minni, þegar ég sé þetta fólk ekki lengur. Þetta eru eins og vinir, sem horfnir eru. Og þó að ég muni ekki hvað þetta fólk sagði, þá man ég áhrifin frá því. Ég stenzt ekki freistinguna og bið Guðrúnu að lýsa persónunum. Er Brynjólfur biskup svona skör- unglegur, eins og maður ímyndar sér? Já, hann er svipmikill, svarar hún, með fallegt enni og ein- kennilega falleg, stór augu. En augun i honum breytast. Ég hefi aldrei séð slíkt fyrr. Og ég veit ekki, hvað ég á að hugsa um það. Hann hefur verið farinn að hær- ast, en annars hefur hann verið brúnskolhærður. Og alltaf, þegar ég sá hann, var hann með skegg. En Ragnheiður? — Ákaflega falleg, einhver fallegasta stúlka, sem ég hefi séð. En maður sá samt, að hún var farin að hrörna, af svona ungri stúlku að vera. Hún var rauðskolhærð og hárið mikið, en þó fannst mér einhvern veginn, að það væri farið að þynn- ast. En vöxturinn var góður allan tímann, sem ég sá hana. Og Daði? Já, hann er myndar- legur maður, ekki sérlega hár, en fallegur um herðarnar. Og skýr maður að sjá. En hvað segir Guðrún þá um Haligrim Péturs- son, sem kom viða fram, enda heimilisvinur i Skálholti á þessu- m tíma? — Ég man það ekki svo vel, svarar hún. Mér finnst eins og hann hafi verið illa farinn gamall maður, þó að hann hafi vfst i rauninni ekki verið svo gamall. Og húðin í andlitinu er eitthvað svo gróf og ljót. Ég segi þó ekki, að hann hafi beint verið bólugrafinn. En augun eru falleg. Sagan, sem hér hefur komið fram á segulböndum gegnum Guðrúnu Sigurðardóttur, kemur út i tveimur bindum. Hún gerist á 17. öld og hefst, þegar Ragn- heiður Brynjólfsdóttir er frum- vaxta og fylgir öllum höfuðper- sónunum að dauðastund þeirra. Daði Halldórsson iifir langt, til 1721, og er að síðustu ekki fylgt nákvæmlega. Og fólk kemur mis- mikið við sögu. En hvað er frásögnin rétt og nákvæm? Um það segir Sverrir Pálsson, sem hefur lesið handritið og lagfært það, þ.e. vikið til orði á stöku stað með tilliti til ritháttar, en aldrei breytt merkingu, eins og hann segir. — Þetta hefur verið ákaflega fróðlegt. Mér finnst ég hafa kynnzt æði mörgu fólki frá gamalli tíð. Ég hefi lært margt um ættartengsl o.fl. Á nokkrum stöðum, þar sem okkur virtist við fyrstu sýn rangt með farið, hefur það reynzt rétt. Sem dæmi má nefna bæjarnafn á Suðurlandi, sem við héldum, að væri rangt, en bærinn reyndist hafa heitið svo fyrrum. Og það kom mér skrýti- lega fyrir sjónir, að persónurnar segja á Lundi, því við hér fyrir norðan segjum í Lundi. En svo komst ég að raun um, að suður í Borgarfirði er sagt á Lundi. Þannig hefi ég rekizt á ýmislegt smávegis, sem reynzt hefur rétt- ara en ég hélt. Það eina, sem við höfum getað fest hönd á að gæti verið rangt, er, að á tveimur stöðum komu kaflar ekki i réttri tfmaröð. Lengi vorum við t.d. að velta því fyrir okkur, að þegar Daði kemur í Bræðratungu, eftir að Ragnheiður á barnið, og ræðir við hana, þá var það á röngum stað í tíma. En svo ræddi Stefán um'það við Þórð á fundi, og í ljós kom, að heimsóknir Daða voru tvær, en hafði þarna verið slengt saman í eina. Rædduð þið bara við Þórð? segi ég og er ekki búin að meðtaka það, að maður beri málin undir mann, sem uppi var fyrir 300 árum. — Já, Þórður er mikill ágætismaður, segir Sverrir Páls- son. — Það segir hann líka um þig, segir Stefán Eiriksson. En Guðrún segir bara: Gjörið svo vel og komið að kaffiborðinu. Það er ekki von að fólk skilji þetta. Hvað um það. Þarna hafði ég setið og hlustað á segulband með viðstöðulausum texta, þar sem hver persóna kemur fram af annarri og aldrei er hik. Hver manneskja talar með sinni röddu og hefur sin sérkenni, þó að langt hafi liðið milli funda. Og ég tek undir með Sverri Pálssyni, geti þau Stefán og Guðrún samið þetta, lært utan að, þaulæft og leikið það svona, þá ættu þau að minnsta kosti að fá silfurhestinn og silfurlampann. Þau hafa orð fyrir að vera einstaklega grand- vart fólk og það hafa aðrir lika, sem viðstaddir voru upptökurnar. Og hvað svo? — E. Pá. Hver fékk Mustang? Dregið var f landshappdrætti Rauða kross Islands í gær. Aðal- vinningurinn, bifreið af gerðinni Ford Mustang árgerð 1974, kom á miða nr. 11068. Tvenn hljóm- burðartæki komu á miða nr. 39- 185 og 109763. (Birt án ábyrgðar) RADI NETTE MERKI HINNA VANDLATU Soundmaster 40. Stereo. Útvarpsmagnari 2x15W Sinus. Langdrækt útvarpstæki með Langb. — FM. og 2 miðbylgj- um. Úttök fyrir hátalara, heyrnartæki, plötu- spilara og segulbandstæki. Verð kr. 30.630.00 Soundmaster 40 Cassette. Metsölutæki hjá Radionette á Norðurlöndum. Samskonar og Soundmaster 40 nema innbyggt Stereo cassettu segulbandstæki fyrir Cromoxid bönd (nýtt, betri upptaka) Verð kr. 51 .81 5.00 Soundmaster 45 de Luxe. Einstaklega skemmtilegur og sterkur stereo magnari og FM útvarp. 2x25 W Sinus. 2 styrkleikamælar. Verð kr. 31.660.00 Soundmaster 45 m/plötuspilara. Hliðstæður magnari og Soundmaster 45 De Luxe nema 2x15W Sinus. Plötuspilarinn er með vökvalyftum armi og Pickering hljóðdós. Verð frá kr. 44.770.00 Soundmaster 80 — Svarta María — Nýtt, glæsilegt tæki, alsvart. Stereomagnarinn er 2x30W Sinus. Útvarpstækið er með Lang- bylgju, miðbylgju, bíla- og bátabylgju, stutt- bylgju og FM-bylgju. Við eigum aðeins nokkur tæki á lager af Soundmaster 80. Verð kr. 42.330.00 SLL hadi@nette SOUNDMASTER STEREO-TÆKIH ERUMES INNBYGGBUM FORMAGNARA FYRIR MAGNETISKT PICK-UP. FÁST í TEKKI, PALISANDER OG SVSRTU. — Minning Ólafur Framhald á bls. 23. maður. Það var gott að eiga hann að vini. Hl hans ieitaði ég aldrei árangurslaust. tJræðagóður og traustur við það, er hann tók sér fyrir hendur. Hamingjumaður. Nú er vegferð hans lokið. Og margt er ósagt, sem segja bæri og margt, sem ekki er þakkað sem skyldi. Það er gott að eiga hann að, þegar röðin kemur að mér. Hittumst heilir, gamli vinur og bróðir. Ég votta hinni góðu konu hans, frú Sigþrúði Guðjónsdóttur, og sonum, svo og systrum hans, inni- lega samúð okkar hjóna og bið Guð að blessa þeim minningarn- ar. .nAOi^NETTE hátalarar:________________________ TK 12S TÓNSVIÐ 50—20.000 HZ 1 5 WÖTT KR. 7.110.00 TK 18S TÓNSVIÐ 50—20.000 HZ20WÖTTKR. 7.450.00 TK 20S TÓNSVIÐ 50—20.000 HZ 20 WÖTT KR. 8.350.00 TK 20 DOME TÓNSVIÐ 40—20.000 HZ 30 WÖTT KR. 11.020.00 TK 50 DOME TÓNSVIÐ 20—20.000 HZ 60 WÖTT KR. 22.930.00 Árs ábyrgct og gócfir greidsluskilmálar. EIHflR FflRESTVEIT & CO HF„ BERGSTAÐASTRÆTI1QA. - SÍM116995. S.S.H.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.