Morgunblaðið - 16.10.1973, Síða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 1973
Marteinn Þorsteinsson
kaupmaður — Minning
F. 24. apríl 1877
D. 6. okt. 1973
Þegar ég var ungur að árum
komst ég í töluverð kynni við
nokkra sýslunefndarmenn
Sunnmýlinga. Fundirnir voru
haldnir á Eskifirði. Sumir
nefndarmanna voru í kosti, þar
sem ég var þá til húsa.
Þar sem ég var mötunautur
þessara manna, átti ég þess kost
að hlíða á borðræður þeirra, og
t
Eiainkona mín,
ÓLÖF MAGNÚSDÓTTIR
frá Iðunnarstöðum Lundareykja-
dal, Selvogsgrunni 3, Reykjavlk,
lézt í Borgarsjúkrahúsinu 12 þ -
m.
GuðmundurG Guðjónsson.
vissulega bar þar margt á góma
meðan matazt var. Sérstaklega
varð mér minnisstæður Sveinn
Ólafsson í Firði, sem um árabil
var þingmaður Suðurmúlasýslu.
Sveinn talaði um kjölfestumenn,
sem væru bráðnauðsynlegir
hverju þjóðfélagi jafnvægis
vegna. Menn, sem ekki vörpuðu
hugsunarlítið fyrir borð gömlum
verðmætum. Margt mælti Sveinn
greindarlega um þessi efni, eins
og hans var von og vísa. Af kynn
um mínum síðar af mönnum úr
ýmsum byggðarlögum landsins,
hafa mér oft flogið i hug ummæli
Sveins í Firði um þessi efni. I
mínum huga voru kjölfestumenn
þeir, sem hugsuðu um framtíðina
af skynsemdmeð hliðsjón af fortið
og samtíð. Þetta voru menn
traustleikans, þar sem loforð og
efndir fóru saman eftir því, sem
frekast var kostur. — Vitanlega
voru og eru þessir menn ekki allir
steyptir í sama mót. Beztu kjöl-
festumennirnir eru oft hugsjóna-
menn, sem vissulega horfa fram á
veginn og vilja jafnframt að allt
sé byggt á traustum grunni, eftir
þvi sem frekast verður við komið.
Sem betur fer höfum við átt og
eigum marga kjölfestumenn í öll-
um stéttum, en hinu er heldur
ekki að leyna, að oft virðist okkur
bókstaflega hafa vantað og að
slíka menn vanti.
Þegar menn ferðast oft um
sömu kunnugu staðina og verða
þess áskynja, að ýmsir, sem þar
hafa lengi dvalið og starfað, eru
burtu fluttir, þá fyrst verður
manni Ijóst, hve mikinn svip
margir þessara manna settu á
staðina, þar sem þeir unnu megin
hluta sinnar starfsævi. Sérstak-
lega átti ég kost á að kynnast
þessu í sjávarplássunum á
Austurlandi á því tímabili, er ég
gegndi erindrekastörfum fyrir
Fiskifélag íslands í Austfirðinga-
fjórðungi. Ferðalög á milli fiski-
félagsdeildanna var þá fastur lið-
ur í starfi erindrekans, og á ég
margar ánægjulegar minningar
frá þeim ferðalögum. —
Eg kom oft að Búðum í
Fáskrúðsfirði, þótt ekki væri um
erindrekaferðir að ræða, heldur
einnig vegna þess, að þar voru
náin skyldmenni búsett á nálæg-
um grösum.
Það var nálega ófrávíkjanleg
venja, er ég átti leið um Búða-
kauptún, að koma við hjá
Marteini Þorsteinssyni og rabba
við hann um stund. Marteinn
starfaði talsvert að málefnum
Fiskifélagsins og fleiri félagsmál-
um sjávarútvegsins. Hann sat á
fjórðungsþingum fiskifélags-
deildanna og á fiskiþingi.
Ekki ber að skilja þetta svo, að
við Marteinn ræddum eingöngu
um sjávarútvegsmál, síður en svo.
Hann var prýðilega greindur mað-
ur. Sérlega fróður um Iiðinn tíma
(þó að ættfræði bæri þar hæst),
fylgdist með samtíð eins og bezt
gerist og horfði inn í framtfð með
athygli og greind sjáandans. Ég
græddi yfirleitt á því að hlusta á
t
Faðir okkar
HALLGRÍMUR GUOMUNDSSON
járnsmiður frá Patreksfirði
andaðist i sjúkradeild HRAFNISTU, sunnudaginn, 14.október.
Böm hins látna.
t
Hjartkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma
GUÐRÚN BÓASDÓTTIR BRUNBORG
andaðist 14 okt
Salomon Brunborg,
Reidun og Rolf Staver,
Erling og Anne Brunborg,
Egil og Else Brunborg,
Ellen, Elin og Eva Brunborg.
t
PÉTUR ÞORBERGSSON,
Nautaflötum, Ölfusi
lézt að Sólvangi í Hafnarfirði að kvöldi 1 2 okt
Vigdís Eyjólfsdóttir og börn hins látna.
t
Faðir minn
LUOVIK HJORTÞORSSON
frá Vestmannaeyjum,
andaðist að núverandi heimilí okkar, Hólabraut 1 6, Akureyri, aðfarar-
nótt laugardags 13 október Jarðarförin fer fram frá Akureyrarkirkju,
fimmtudaginn 1 8. okt kl. 1 3.30 e.h
Fyrir ralna hönd og annarra vandamanna
Sigrún Lúðvíksdóttir.
t
Eiginkona min, móðir okkar, tengdamóðir og dóttir,
ERLA HARALDSDÓTTIR
Hjarðarhaga 1 1,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju, miðvikudaginn, 17. október kl.
13.30
Þeim, sem vildu minnast hennar er vinsamlega bent á Krabbameins-
félagið.
Helgi Bachmann,
Edda H. Bachmann, Kristján Svansson,
Sjöfn H. Bachmann, Vilhelmina Einarsdóttir.
Hrönn H. Bachmann,
Sif H. Bachmann.
t
Faðir minn, tengdafaðir, afi og bróðir,
MAGNÚS BL. JÓHANNESSON,
verkstjóri,
Nýlendugötu 24.
verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni, miðvikudaginn 1 7. okt. kl 1 3.30.
Erna Magnúsdóttir, Sigurbjörn Kristinsson,
Magnhildur Sigurbjörnsdóttir, Magnús Bl, Sigurbjörnssin,
Laufey B. Jóhannesdóttir.
t
Maðurinn minn
EIRÍKUR BJÖRNSSON.
Vesturbraut 8,
Hafnarfirði,
verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju miðvikudagínn 1 7. október
n k kl 2 srðdegis
Blóm vinsamlegast afþökkuð
Fyrir hönd vandamanna
Guðfinna Jónsdóttir.
t
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi
KONRÁÐ ÞORSTEINSSON,
Háaleitisbraut 1 8,
Reykjavik,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju, þriðjudaginn 16 okt. kl.
1 3,30. Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hins
látna er bent á kristniboðið i Konsó.
Fyrir hönd barna, tengdabarna og barnabarna
Sigríður Skúladóttir.
Martein, maðurinn varð mér sér-
staklega minnisstæður. Hafi ég
ekki vitað það áður, þá varð mér
það fyllilega ljóst, er ég ferðaðist
um þessar slóðir, eftir að
Marteinn fluttist til Reykjavíkur,
að hann hafði um áratuga skeið
staðið f fremstu röð þeirra manna,
er settu svip sinn á Búðakauptún
á fyrrihluta þessarar aldar. Hann
var að mínu mati tvímælalaust
einn af kjölfestumönnum sinnar
samtíðar.
Friðrik Steinsson.
í dag er til moldar borinn
Marteinn Þorsteinsson, fyrrum
kaupmaður á Fáskrúðsfirði. Hann
er fæddur 23. apríl 1877, að Stafa-
felli i Lóni. Tveggja ára gamall
fluttist hann með foreldrum sfn-
um að Steinaborg á Berufjarðar-
strönd, og þar ólst hann upp.
RUmlega tvítugur hóf hann nám í
Búnaðarskóla Torfa í Ólafsdal og
lauk þar námi 1901. Árið 1903
gerðist hann verzlunarmaður hjá
Örum & Wulff á Fáskrúðsfirði.
1920 stofnaði hann ásamt mági
sínum verzlunina Martein Þor-
steinsson & Co., sem þeir ráku
ásamt útgerð og fiskverkun til
ársins 1951, er hann fluttist til
Reykjavíkur.
Á Fáskrúðsfirði gegndi hann
margvíslegum trúnaðarstörfum.
4. júní 1905 steig hann mikið
gæfuspor, er hann kvæntist Rósu
Þorsteinsdóttur frá Hóli i
Stöðvarfirði. Hjónaband þeirra
var einstaklega farsælt. Gesta-
komur á heimili þeirra tíðar og
gestirnir kvaddir með orðunum:
þakka þér fyrir að þú komst. Rósa
lézt 14. ágúst 1956. Þau hjónin
eignuðust fjögur börn. Barna-
börnin eru 13 og barnabarna-
börnin um 20. Ég, er þessar fá-
tæklegu Iínur skrifa, á þvi láni að
fagna að vera barnabarn þessa
merkismanns. Umhyggja hans
fyrir okkur öllum var slik, að það
var sem hvert okkar væri hans
einasta, með hverju okkar
fylgdist hann, allt fram á síðasta
dag, af þvilíkri alúð að einsdæmi
er, hann ræddi við okkur um líf
sinnar kynslóðar, sagði okkur frá
dvöl sinni hjá Torfa I Ölafsdal,
sem hann minntist með mikilli
ánægju, sagði frá ætt okkar og
uppruna, en hann var mjög
fróður um austfirzka ættfræði, en
umfram allt lifði hann lífinu með
okkur, vildi á allan hátt styðja
okkur og styrkja í lífsbaráttunni.
Barnabarnabörnin voru umvafin
sömu ástúðinni, öll urðu þau að fá
mola við heimsóknir og öll fengu
þau afmælispakka, umslag, áritað
til viðkomandi yngismeyjar eða
yngissveins, með kveðju frá
gamla afa M.Þ., í umslaginu var
peningaseðill, súkkulaðistykki og
Framhald á bls. 30.
t
Systir okkar
HALLDÓRA KRISTÍN
JÓNSDÓTTIR,
Snorrabraut 40,
verður jarðsungin frá Fossvogs-
kirkju, miðvikudaginn 17. okt
kl. 10:30 f.h.
Fyrir hönd systkina og annarra
vandamanna
Eiríkur Jónsson
t
Alúðar þakkir fyrir auðsýndan
vinarhug við andlát og jarðarför
REIMARS EYJÓLFSSONAR.
Læknum og hjúkrunarliði Borg-
arspítalans þökkum við innilega
góða umönnun.
Börn, systkini
og aðrir vandamenn.