Morgunblaðið - 16.10.1973, Side 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 1973
SAI B Al N 1 Ed McBain: 1 ó hdjorþiöm
VERKSMIDJU
ÚTSALAl
Opn þriðjudaga kl.2-7e.h. og
föstudaga kl.2-9e.h.
Á LTTSÖUUNNI:
Flækjulopi Vefnaöarbútar
Hespulopi Bílateppabútar
Flækjuband Teppabútar
Endaband Teppamottur
Prjónaband
Reykvikingar reyntí nýju hradbrautina
upp i Mosfellssveit og verzlið á útsolunni.
ÁLAFOSS HF
MOSFELLSSVEIT
13
„Ég vil ekki heyra meira af
þessu,“ hvæsti Virginia.
„Haldið þér, að Frank hafi vilj-
að þetta? Að þér kæmuð yður í öll
þessi vandræði út af honum?“
„Já. Frank vildi Carella dauð-
an. Hann sagði það. Hann hataði
Carella."
„En þér? Hatið þér líka Car-
ella? Þekkið þér hann?“
„Mér er alveg sama um hann.
Ég elska manninn minn. Það er
nóg.“
„En maðurinn yðar var að
brjóta lög, þegar hann vartekinn.
Þér gátuð varla búizt við, að Steve
sæmdi hann orðu fyrir það eða
hvað? Svona nú, frú Dodge, notið
skynsemina.“
„Ég elskaði manninn minn,“
sagði Virginia af sama þráanum.
„Frú Dodge, þá ætla ég að
f ræða yður um dálítið. Þér verðið
að gera upp hug yðar. Annað-
-hvort eruð þér kona, sem vitið í
hverju sönn ást er fólgin, eða þér
eruð aðeins kaldrifjað flagð, til-
búin að sprengja þennan stað
hérna til helvítis. Þér getið ekki
leikið tveim skjöldum. Hvort eruð
þér?“
„Ég er kona! Ég er hérna af því
að ég er kona.“
„Sýnið það þá! Látið þessa
byssu frá yður og hypjið yður
héðan út áður en þér lendið í
mesta klandri, sem þér hafið upp-
lifað á lífsleiðinni.“
„Nei, nei!“
„Svona frú Dodge."
Virginia stifnaði þar sem hún
sat i stólnum. „Svona, svona,“
hvæsti hún, „þú skalt hætta þessu
strax.“
„Hverj . . .„ byrjaði Kling.
„Þessu sakleysisumtölu
kjaftæði. Þú getur sleppt því. Þaf
tókst ekki.“
„Ég varekkert að . . .“
„Nú er nóg komið!“ hrópaði
Virginia, „fjandinn, þetta nægir
Þú getur fundið einhver önnui
brjóst að sjúga."
„Frú Dodge, ég . . .“
„Ertu ekki hættur?“
Það varð hljóð í salnum. Vegg-
klukkan, með hvíta og ofurlítið
óskammfeilna ásjónu, steypti
líðandi mínútum niður á gólfið,
þar sem þær lognuðust út af; urðu
að vofum framliðinna lögreglu-
manna. Fyrir utan rimlagluggana
f þýóingu
Björns Vignis.
GLÆSILEG \ J
NORSK FRAMLEIÐSLA. \ J \ SÉRFLOKKI
E. TH. MATHIESEN H.F.
SUÐURGOTU 23 — HAFNARFIRÐI — SÍMI 50152
velvakandi
Velvakandi svarar í síma 10-
100 kl. 10.30—11.30, frá
mánudegi til föstudags.
% Dýraspftali og
þarfasti þjónninn
Hér er bréf um dýraspítalann
og fleira f sambandi við umgengni
við dýr á landi voru;
„Með hjálp hestsins tókst'foi
feðrum okkar að byggja þetta
land. An hans hefði menningar-
þjóðfélag aldrei getað þróazt. Þó
að hestsins sé ekki lengur þörf
sem atvinnu- og samgöngutækis,
gegnir hann enn mikilvægu hlut-
verki.
Keiðmennska og umgengni við
dýr er ákjósanleg leið til að losa
fólk við spennu og þreytu, sem
herjar á andlega og líkamlega
heilsu einstaklingsins í íslenzku
nútimaþjóðfélagi — ekki sterkari
og heilsteyptari en hann nú er, ef
dæma má eftir ýmsu í daglegu
fari og hegðun.
Hestamennska er viðurkennd
íþróttagrein víða um lönd, og
keppnisatriði á Ólympíuleikum.
Sé mannskepnan ekki alveg
sálar- og tilfinningalaus mun sú
ferfætta ráða hraðanum í sam-
skiptunum af meðfæddu og eðlis-
lægu viti.
Að ári á að minnast 1100 ára
búsetu á hólmanum. Miklu er til-
kostað í skrautmunagerð og
skrum. Pylsur, Prins Póló og kók
verður selt í Almannagjá, en við
Aðalstræti er gruflað í gömlu
skrani, sem undirstrikað gæti til-
verurétt hátíðarinnar. Það, sem
þar finnst verður svo til sýnis
undir slfpuðu gleri suður á Mel-
um til þess að auka stolt okkar —
afkomenda Ingólfs Arnarsonar,
bónda í Reykjavík.
Með brú yfir Skeiðará á að
Ijúka hringvegi um landið — sem
þarfasti þjónninn og félaginn hef-
ur ótrauður haldið opnum með
íslenzku þjóðina á bakinu í ellefu
hundruð ár.
Hesturinn á Islandi hafði verið
undirstaða tilveru okkar og þess
menningararfs, sem við' raupum
mest af í 900 ár, þegar fyrsti hest-
urinn kom til Ástralfu. Þarlendir
þakka hestinum uppbyggingu
yngstu álfunnar. Nú þurfa þeir
hans ekki lengur með, frekar en
við. Munurinn á Ástralíumönnum
og okkur í þessu tilviki er sá, að
þeir sýna minningu hestsins heið-
ur í verki. Þeir láta sér ekki
nægja orðagjálfur og fundahald,
þar sem hver státar af sínu og veit
bezt, heldur hafa þeir þegar reist
honum minningarsafn í þakk
lætisskyni fyrir 200 ára dýrmæta
þjónustu. Þetta, sem hér hefur
verið bent á, er ærið efni í aðra
hugvekju.
Oft hafa erlendir gestir séð
aumur á okkur mörlöndum og
hyglað að okkur af gnægð sinni,
þótt aðrir hafi líka í burtu borið
auð, sem við höfðum ekki gæfu til
þ ess að nýta sjálfir.
Enn hefur góður gestur riðið í
hlað, færandi hendi. Hverjar eru
þá móttökurnar hjá arftökum
víkinganna, sem gengu hnakka-
kertir á fund kónga og jarla,
sníkjandi gull, vopn og skip
hlaðin alls kyns krami? Hvað er
orðið af ungmennafélagsandan-
um og öllum heitstrengingum
aldamótamanna? Hvað er að baki
stóru orðunum á tyllidögum eða í
afmælis- og minningargreinum
um forystu- og framámenn?
Erum við slíkir veraldar
aumingjar, þrátt fyrir allt montið,
að við treystum okkur ekki til
þess að taka við góðri gjöf. Á
Sumarhúsakarlinn að verða alls-
herjar samnefnari fyrir íslenzkan
höfðingsskap?
# Aðstaða til dýralækn-
inga nánast engin.
Vinnuaðstaða okkar
velmenntuðu dýralækna er ekki í
æskilegu hlutfalli við starfsskil-
yrði t.d. presta, þegar þeir boða
okkur mannkærleika og mildi
gagnvart dýrum merkurinnar.
Hún er ekki heldur í réttum hlut-
föllum við hvítkölkuðu, krómuðu
og flísalögðu sláturhúsin, þar sem
miskunnsemi og mildi mannanna
gagnvart skepnum jarðarinnar ná
hámarki sínu.
Á Suðvesturlandi eru fleiri
reiðhestar og annar búfénaður en
í öðrum landsfjórðungum. Þar
eru líka meiri auraráð. Þar er
heldur ekki óalgengt, þegar gera
þarf meiriháttar aðgerð á húsdýr-
um að vetrarlagi, að eina aðstaðan
sé kaldur skaflinn með himin-
hvelfinguna eina yfir höfði.
Ástandið er nú ekki skárra þrátt
fyrir ótal nýbyggð hesthús í
einkaeign og hótel fyrir hesta,
sem rekið er af stærsta hesta-
mannafélaginu.
Hvergi getur dýralæknir haft
greiðan aðgang að hentugu skýli
til þess að veita sjúkum eða
slösuðum gripum stöðugt eftirlit
og umhyggju. Hann ferðast um
eins og sigauni eða farandsali
með allt sitt hafurtask frá einu
kotinu eða kofanum til annars, og
á ekki annars kost en að stunda
sín lækningastörf á víðavangi eða
I ofsetnum gripahúsum, mis-
jöfnum að gæðum og illa lýstum.
Væri ekki t.d. hagkvæmara að
flytja sjúkan grip úr Kjósinni að
Keldnaholti og til baka heldur en
að ómaka mann margar ferðir í
bíl 50 km leið?
Nútíma Islendingur lætur sér
ekki nægja húsnæði það, fæði og
klæði, sem forfeðrum okkar
dugði. Honum á heldur ekki að
nægja sá aðbúnaður, sem afar
okkar og ömmur létu sér lynda
fyrir sig og þarfasta þjóninn síðan
árið874.
Við höfum lftið lært síðan
George H.F. Schrader sendi frá
sér bók sína, „Hestarogreiðmenn
á Islandi“, f ágúst 1913.
Þó að dýraspítali hr. Watsonssé
aðallega sniðinn fyrir minni hús-
dýr skulum við samt þiggja þessa
höfðinglegu gjöf með gleði — sem
vísi að stærra og fullkomnara
fyrirtæki — og þakka vel fyrir
okkur.
Ríki, bæjar- og sveitarfélög á
Suðvesturlandi eiga að sýna sóma
sinn í því að veita stofnun þeirri,
sem gjöf þessi hlyti að leiða af sér
ef þegin yrði, rúmt og gott land.
Allir þeir aðilar, einstaklingar og
félög, sem hafa dýr undir höndum
eða láta sig velferð þeirra ein-
hverju skipta, eiga að taka hönd-
um saman og tryggja dýra-
spítalanum örugga tilveru svo
honum geti vaxið fiskur um hrygg
og veitt öllum húsdýrum móttöku,
en ekki eingöngu gæludýrum og
kjölturökkum.
Rekstrarfjár á að afla á
svipaðan hátt og gert er f vrir sam-
bærilegar stofnanir í þágu mann-
kindarinnar — með gjaldi fyrir
veitta þjónustu og skatti, sem
miðast við gripaeign.
Alhliða dýraspítali, eins og
tíðkast, þar sem menning er fyrir
hendi, hlýtur að geta orðið raun-
veruleiki hér á tslandi alveg eins
og Þjóðleikhúsið, sinfónía, hunda-
vinafélög, listasöfn og Mallorca-
ferðir. Við getum tæplega talizt
sú menningarþjóð, sem viljum
vera láta, á meðan við stöndum
enn fastir með aðra löppina í and-
legum fjóshaugnum, en hina inni
á gljáfægðu parketinu.
„Hospitaller“.“
% Til lesenda
Enn sér Velvakandi sig til-
neyddan að minna lesendur sína á
að ganga þannig frá bréfum sfn-
um, að þau séu læsileg, skrifuð f
aðra hverja h'nu með breiðri
spássfu og helzt vélrituð, sé þess
nokkur kostur.
Bréfritarar eru ennfremur
minntir á, að fullt nafn og
heimilisfang verður að fylgja með
öllum bréfum, en nú liggja fyrir
mörg bréf, sem ekki er unnt að
birta, vegna þess að Velvakandi
veit engin deili á bréfriturum.
Mörg þessara bréfa eru um at-
hyglisverð málefni, sem svo
sannarlega ættu erindi á prent.
Er því skaði, að sumir bréfritarar
skuli skirrast við að láta svo sjálf-
sagðar upplýsingar fylgja með
bréfunum.
ÓDYRflR
HILLUUPPISTÖÐUR
í BÓKAHERBERGI, GEYMSLUR OFL.
VERZLUNIN BRYNJA
LAUGAVEGI 29
SÍMI 24320 24321
Áhugamenn um
norræna samvlnnu
Hér kemur ráflnlng á sunnuúagsgátunnl:
HÁTÍÐ FÉLAGA NOFSÐURLANDABÚA verður haldinn
föstudaginn 19. október n.k. I Súlnasal Hótel Sögu og
hefst kl. 1 9.30 með kvöldverði.
Ragnar Lassinantti, landshöfðingi frá Svíþjóð, skemmti-
legasti ræðumaður aldarinnar, verður gestur kvöldsins.
Etelka Tamminen, nýi finnski sendikennarinn, flytur
skemmtiþátt.
Fjöldasöngur.
DANS —
Komið og skemmtið ykkur með kátu og góðu fólki !!!!!!
Borðapantanir og aðgöngumiðasala að Hótel Sögu kl.
11—1 9 miðvikudag og fimmtudag.
Nefndin.