Morgunblaðið - 19.12.1973, Side 2

Morgunblaðið - 19.12.1973, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 1973 Vignir Guðmundsson. „Hesturinn þinn,> Samgöngur við Neskaup- stað lamaðar Ný bók eftir Vigni Guðmundsson Komin er út bókin „Hesturinn | þinn“, eftir Vigni Guðmundsson með frásögnum og samtölum um hesta og menn. Gunnar Bjarna- son ritar formála að hókinni og segir þar m.a.: „Eg veit að bókin verður vinsæl og vel þegin, því aðefni hennar á margra hugi, og auk þess er hún í letur færðaf manni, sem mætavel kann til verka. Greinar Vignis í Morgunblaðinu af „Hestinum okkar" um hestaferðalög og hestamennsku vöktu mikla at- hygli á sínum tíma. Þegar hann sagði frá gangnaferðum eða lang- ferðum á öræfum landsins, var auðfundið, að þar mælti maður með næma skynjun á þennan merkilega og menningarsögulega þátt í þjóðlifi Islendinga, hesta- mennskuna, bæði sem listræna í- þrótt og sem hlut af striti og karl- mennskuraunum þjóðarinnar um aldir“. í bókinni eru 15 þættir. Hún er 180 bls. að stærð með yfir 20 heilsíðumyndum. — Utgefandi er Bókaútgáfan Skjaldborg. Þessa mynd tók Öl. K.M. f gær frá Tollstöðinni og sézt m.a. hvernig fs er að leggja I Reykjavfkurhöfn, en hann olli meðal annars erfiðleikum fyrir Akraborgina við að leggjast að bryggju f gær. sem áttu að ná hingað fyrir jól, munu enn liggja I haugum f Reykjavík. Það virðist þvf vera ríkjandi algjört skipulagsleysi I samgöngumálum okkar um þess- ar mundir UNDANFARIÐ hefur verið unn- ið að endurskipulagningu og stækkun Dósagerðarinnar h.f. og mun hún í framtíðinni geta boðið f lestar gerðir dósa, sem þörf verð- ur fyrir í fslenzkum lagmetisiðn- aði. Þá er ákveðið, að Sölustofnun lagmetis gerist einnig eignaraðili að Dósagerðinni. Fyrir því er heimild í lögum og nú er búið að gera samning á milli Dósagerðar- innar og S.L. um, að S. L. kaupi 25% hlutafjár I Dósagerðinni, þ.e. hlutafé að upphæð 5 millj. kr. í fréttabréfi Söiustofnunar lag- metis segir, að eitt af þeim vanda málum, sem S.L. þurfi að glíma við, sé að tryggja framleiðendum hentugar og ódýrar umbúðir. S.L. muni skipa 2 menn af 5 í stjórn verksmiðjunnar. Nú þegar eru S.L. og Dósagerð- in h.f. með hugmyndir um um- fangsmikið samstarf. I samningi þeim, sem undirritaður verður á næstunni, eru m.a. ákvæði um, að S.L. fái geymslu- og afgreiðsluað- stöðu í húsakynnum Dósagerðar- innar h.f. fyrir innfluttar umbúð- ir, að fyrirtækin ráði sameiginleg- an tæknimann, sem annist þjón- ustu við lagmetisverksmiðjurnar og að aðildarverksmiðjur S.L. njóti góðs af þeim tækni- og þjón- ustusamningi, sem Dósagerðin h.f. hefur gert við fyrirtækið Moblikk-Sannem í Noregi. Neskaupstað 16. desember. SAMGÖNGUR við Neskaupstað eru nú alveg lamaðar, og hefur fólk hvorki komizt frá né til Nes- kaupstaðar f langan tfma. Að sjálfsögðu er það sama að segja af póstmálum, hér hefur póstur ekki sézt í háa herrans tíð og vörur, Króaði þjóf af við „Steininn” HVAÐ á lögregluþjónn að gera, sem er einn á ferð i lög reglubifreið í miðbænum um miðja nótt í slæmu vetrarveðri og sér framundan grunsamleg- an mann með fangið fullt af fatnaði? Kristján Árnason lögreglu- þjónn varð að svara sjálfum sér þessari spurningu um kl. 03:20 aðfararnótt þriðjudags- ins, er hann ók niður Skóla- vörðustiginn, eftir að hafa ekið heim nokkrum lögregluþjón- um, sem voru búnir með sína næturvakt. Maðurinn með flík- urnar tók á rás, er bifreiðin birtist, og ákvað Kristján að elta hann uppi á bifreiðinni. Barst eltingaleikurinn um nokkrar götur, þar til Kristján náði að króa manninn af með bifreiðinni uppi við Hegning- arhúsið á Skólavörðustíg. Handtók hann manninn og ætl- aði að aka með hann niður á lögreglustöð, en á horni Bankastrætis og Ingólfsstrætis sá hann, hvar brotizt hafði ver- ið inn í tízkuverzlunina Casa- nova. Gekk dæmið þá upp: Maðurinn var með flíkur að verðmæti um 76 þús. kr., sem hann hafði verið að stela þar. Fengu fálkaorðuna FORSETI Islands hefur i dag sæmt Ólaf Helgason bankastjóra, Pál Zóphoníasson bæjartækni- fræðing og Svein Eiríksson slökkviliðsstjóra riddarakrossi hinnar íslenzku fálkaorðu fyrir framlag þeirra til björgunarstarfa í sambandi við jarðelda í Vest- mannaeyjum. í fyrra gekk snjóbfll yfir Odds- skarð og var af því mikil sam- göngubót, en þessar ferðir hafa legið niðri f vetur. Ef veður batna, eiga samgöngur væntanlega eftir að lagast aftur, því að Flugfélag íslands hefur flogið hingað tvisvar í viku í vet- ur, en að sjálfsögðu hafa þessar ferðir legið niðri síðan flugfreyju- verkfallið hófst. Nokkrir Norðfirðingar, sem voru í Reykjavík í fyrradag, komu með leiguflugvél til Egilsstaða þá um kvöldið. Ekki lá fyrir þeim að komast til Neskaupstaðar sama dag. og eru þeir ekki komnir enn. Þeir þyrftu fyrst að brjótast með snjóbíl tímunum saman yfir Fjarðarheiði til Seyðisfjarðar. Á Seyðisfirði beið eftir þeim varð- skip, sem átti að koma með þá hingað i kvöld. Menn eru því ekki alltaf komnir heim, þó að þeir séu komnir austur í Egilsstaði. Jólafundur Ægisbúa SKÁTAFÉLAGIÐ Ægisbúar heldur sinn árlega jólafund f Nes- kirkju klukkan 20.00 I kvöld. Ljósálfar og ylfingar mæti f fé- lagsheimiii Neskirkju klukkan 19.00. Eftir helgistund koma skát- arnir saman í félagsheimilinu. Foreldrar og velunnarar skáta í Vesturbænum eru boðnir vel- komnir á samkomuna. h. SM i mynd var tekfn f ger i KefUvfkurriugvelll, þegar LoftleiSavél kom þangaS frí Luxemburg mefl öryggfsverSi, sem hðftu borlt fram mat og gegnt ötrum störfum flugfreyja á flugleltinnf. Konurnar á myndinni eru flugfreyjur, . sem mættu f flughöfnfnni I gaer. tóku á möti „öryggisvörtunum" og afhentu hverjum þeirra plasthlóm. Það er „öryggisvörtur", sem gengur fyrlr myndavélina, en svipur flugfreyjanna Italar f stað orta. Jólabókasalan fer seint af stað ovenju MORGUNBLAÐIÐ hafði í gær samband við nokkrar bókaverzl- anir I Reykjavfk og úti á lands- byggðinni og innti fráétta af sölu bóka og hvaða bækur væru mest eftirspurðar. Það kom fram, að bókasala fram að þessu hefur ver- ið mun minni en sl. ár og kenndu menn um slæmu veðri að undan- förnu. Bjuggust flestir við, að að- alsalan væri eftir. Þá kom einnig fram, að mjög fáar bækur eru sérlega mikið eftirspurðar, en margar ganga nokkuð jafnt f sölu, og töldu sumir bóksölumenn, að óvenjumargar bækur væru jafnar í talsverðri sölu. Fara héy á eftir upplýsingar frá bókaverzlununum, sem við höfð- um samband við. Hjá Bókaverzlun Sigfúsar Ey- mundssonar í Reykjavík fengum við þær upplýsingar, að talsverð hreyfing væri á bók Emils Jóns- sonar, Milli Moskva og Washing- ton, bók Guðmundar Hagalin, Stóð ég úti í tunglsljósi, Vest- mannaeyjabókunum, og þá sér- staklega bók Áma Johnsen, Eldar í Heimaey. Þá nefndu þeir einnig Skákbók Freysteins og Friðriks og þjóðsagnabók Sigurðar Nor- dals. Hjá Bókahúðinni Huld á Ákur- eyri fengum við þær upplýsingar, að í mörg ár hefði ekki verið eins dræm sala á bókum, enda væri veðrið skelfilegt og skammtað raf- magn. „Örfáar hræður voga sér út,“ sögðu þau í Huld, „og hinir Sölustofnun lagmetis eignast 25% hlutafjár í Dósagerðinni gæta þess, að vatnið frjósi ekki hjá þeirn." Annars sögðu þau, að meðal bóka, sem seldust vel, væri Mannleg náttúra Þórðar á Dag- verðará og Lofts Guðmundssonar. Mætti segja, að hún geystist á- fram og sama væri að segja um bókina um jómfrú Ragnheiði, en hins vegar kváðust þau vona, að veðrið lagaðist og það hlypi svolít- ið fjör í þetta. Hjá Bókabúð Lárusar Blöndal f Reykjavík var okkur sagt, að jól- bókasalan væri óvenju jöfn og færi mun hægara í gang en venju- lega, líklega vegna kuldanna. Þar hefur mikil hreyfing á verið á jómfrú Ragnheiði og svo Guðrúnu Á. Símonar, sem seldist upp, þá er mest hreyfing á bók Emils Jóns- sonar í flokki ævisagna, svo og Huldufólki Áma Óla og Mann- legri náttúru Þórðar á Dagverðará svoeitthvað sénefnt. Framhald á bls. 4 3

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.