Morgunblaðið - 19.12.1973, Blaðsíða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 1973
ÚRVAL JÓLAGJAFA
ALLT TIL LJÓSMYNDUNAR
VERZLIÐ I STÆRSTU
LJÓSMYNDAVÖRUVERZLUN
BORGARINNAR _____
AUSTURSTRÆTI
Utgáfubækur Menn-
ingarsjóðs og Þjóð-
vinafélagsins 1973
Gtgáfustarfsemi Menningar-
sjóðs og Þjóðvinafélagsins hefur
verið með miklum blóma nú í ár.
Eins og áður hefur komið fram
hór f hlaðinu fór Menningarsjóð-
ur inn á nýjar brautir með útgáfu
á hljómplötu með pfanóverkum
eftir fslenzk tónskáld. I bókaút-
gáfu hefur einnig verið bryddað
upp á ferskum hugmyndum, og
má f þvf samhandi nefna röð þýð-
inga úr heimsbókmenntum,
aukna pappfrski Ijuútgáfu, auk
þess sem útgáfan sér um dreif-
ingu á 20 mfnútna langri litkvik-
mvnd um landhelgismálið.
Þegar eru komnar þrjár bækur
í þýðingaröð heimsbókmennt-
anna. Þessar bækur eru Faust
eftir Goethe og Kviður Hómers,
sem eru gefnar út á þessu ári. í
þessari röð eru svo væntanleg 3
leikrit eftir Evripídes, sem dr.
Jón Gíslason þýðir og Safn suður-
amerískra smásagna í þýðingu
Guðbergs Bergssonar. Auk þess
hefur Menningarsjóður ráðið Kol-
bein Sæmundsson til þess að þýða
19. aldar skáldsögu úr frönsku
þ.e. La Oiartrense de Parnce eft-
ir Stendhal. Vinnur Kolbeinn við
þýðingu I húsnæði Menningar-
sjóðs.
— Islenzkt skáldatal I eftir
Hannes Pétursson og Helga
Sæmundsson er nýtt rit í Alfræð-
um Menningarsjöðs. Er þetta I
þriðja bókin í þessum flokki en
áður eru komnar Stjörnufræði
eftir Þorstein Sæmundsson og
Bókmenntir eftir Ilannes Péturs-
son. A næsta ári eru væntanlegar
í þessum flokki Skáldatal II,
Tónmenntir I og II eftir
dr. Hallgrím Helgason, Hag-
fræði eftir prófessor Ölaf
Björnsson, Læknisfræði eft-
ir Guðstein Þengilsson og ís-
landssaga eftir Einar Laxness.
A þessu ári hófst nýr smábóka-
flokkur og komu út tvær fyrstu
bækurnar Króksi og Skerðir eftir|
Cervantes í þýðingu Guðbergs
Bergssonar og Ljóð og sagnamál
eftir séra Jón Þorleifsson frá
„Vestmannaeyja-1
höfn ein bezta
höfn landsins”
SAMEIGINLEGUR fundur
bæjarstjórnar Vestmannaeyja og
hafnarstjórnar Vestmannaeyja |
haldinn á skrifstofu bæjarstjóra
miðvikudaginn 12. desember 1973
ályktar:
„Aðloknu eldgosinu á Heimaey |
er Vestmannaeyjahöfn að okkar
áliti ein bezta og öruggasta höfn
landsins og mun hún hér eftir
þjóna hlutverki sínu sem lífhöfn
sjómanna við suðurströnd lands-
ins enn betur en hingað til.
Við álftum nauðsynlegt að bæta
aðrar hafnir á suðurströndinni en
hörmum, að stjórnvöld landsins
skuli hafa notað þá atburði, sem
hér hafa orðið, til að afla fjár til
annarra hafna án þess að hafa um
leið hugað að áframhaldandi upp-
byggingu Vestmannaeyjahafnar.
Það er okkar álit, að ódýrast yrði
fyrir íslenzka þjóðarbúið að full-
gera Vestmannaeyjahöfn sem
þjónustuhöfn fyrir fiskveiðiflota
landsmanna hér við suðurströnd
landsins og muni hún um ókomin
ár skapa sæfarendum meira ör
yggi en nokkur önnur höfn suður
strandarinnar.'*
Alyktun þessi var samþykkt
samhljóða af öllum fundarmönn-
um.
IHðrðunblöbib
fSmnRCFHDRR
f mflRKRfl VflflR
Ölafsvöllum. Hannes Pétursson
ritstýrir Smábókaflokknum.
Sögur 1940—1964 er smásagna-
safn eftir Jón Óskar, sem er aðal-
lega þekktur sem ljóðskáld. Eru
hér á ferðinni 22 smásögur eftir
hann, sem sumar hverjar hafa
ekki birzt í bókaformi fyrr.
Saga Hllðarenda I Fljótshlíð
eftir séra Jón Skagan er saga hins
inu eru þær þrjár bækur, sem
þegar eru komnar út f þýðingaröð
heimsbókmennta.
forna og fræga sunnlenzka höfuð-
bóls og færir höfundur rök fyrir
því, að þessari jörð beri að halda í
ábúð fremur mörgum öðrum sak-
ir merkrar sögu. Meðal ábúenda á
Hlíðarenda hafa verið margir
frægir menn í Islandssögunni,
enda garðurinn löngum víðkunn-
ur.
Raftækni og Ijósorðasafn II
bindi er tækniorðasafn, sem Al-
þjóðlega raftækninefndin hefur
samið, en Orðanefnd Rafmagns
verkfræðingadeildar þýddi á fs-
lenzku.
Þá ber að geta tveggja bóka,
sem unnar eru á nýstárlegan hátt
i stofnuninni sjálfri á þar til
gerða vél en þær koma út í fræði-
ritaútgáfunni. Þessar bækur eru
Eignarhald og ábúð á jörðum í
Suður-Þingeyjarsýslu 1703—1930
eftir Björn Teitsson sagnfræðing,
en höfundur dregur hér saman
mikinn og athyglisverðan fróðleik
um þingeyska sögu seinni tíma og
bók séra Jakobs Jónssonar Um
Nýja Testamentið.
Þrjú tímarit koma út þ.e. And-
vari á vegum Þjiiðvinafélagsins
undir ritstjórn dr. Finnboga Guð-
mundssonar, Acta Botanica
Islandica, tímarit um íslenzka
grasafræði undir ritstjórn Harðar
Kristinssonar og Myndamál
Passfusálmanna eftir Helga Skúla
Kjartansson, sem er nýtt hefti í
flokknum Studia Islandiea, þar
sem höfundur gerir stílfræðilegar
athuganir á Passfusálmum Hall-
gríms Péturssonar, en þeim er
ætlað að varpa Ijósi á tilurð sálm-
anna og samband þeirra við önn-
ur rit.
Almanak Hins fslenzka Þjóð-
vinafélags kemur út að vanda
með sama sniði og verið hefur
um langt áraskeið. Ritstjóri þess
erdr. Þorsteinn Sæmundsson.
Bókaútgáfa Menningarsjóðs sér
um dreifingu á kvikmyndinni 240
fiskar fyrir kú, sem gerð er af
Magnúsi Jónssyni. Er hér um að
ræða 20 mínúta langa litkvik-
mynd um landhelgismálið og bar-
áttu íslendinga fyrirtilveru sinni.
Þess má að lokum geta, að
Menntamálaráð tslands hefur
tekið upp þann ágæta sið að gefa
út ársskýrslu yfir starfsemi sína
og mættu fleiri opinberar nefndir
og ráð taka sér slfkt til fyrirmynd-
ar, svo að almenningur geti fylgst
með, hvaða starfsemi fer fram í
hinum ýmsu nefndum sem
skipaðar eru af hinu opinbera.
Formaður Menntamálaráðs er
Inga Birna Jónsdóttir.