Morgunblaðið - 19.12.1973, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.12.1973, Blaðsíða 8
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 1973 Myndir og minn- ingabrot Ingveldar Gísladóttur Komin er dt bðkin „Mvndir og minningabrot" eftir Ing- veldi Gfsladóttur. Höfundur gefur bókina út í litlu upplagi og helgar hana hundrað ára minningu ntóður sinnar, Guð- rúnar Þorleifsdóttur, 10. októ- ber 1973. Á titilblaði bókarinnar segir höfundur: „Myndir og minningabrof. Sendibréf, ritað á þorra 1971, til móður minnar, Guðrúnar Þorleifsdóttur frá Vatnsholti f Flóa, sem fædd var 10. október 1873 í Rútsstaðasuðurhjáleigu, Flóa og dó f Reykjavík 26. janúar 1961. Bókin er 88 lesmálssíður og auk þess 13 myndasíður með 19 myndum, en þar á meðal er mynd af skólaspjaldi frá Flens- borgarskólanum í Hafnarfirði vetuiinn 1899—1900. Nöfn nær allra á myndinni eru þar. í bók- inni kemur fram, meðal annars, frásögn höfundar af hinum mikla húsbruna í Hafnarfirði 25. febrúar 1931, er Siglfirð- ingahúsið brann. en svo sem þar kemur fram, var hún ein þeirra, sem sluppu nauðulega úr þeim eldsvoða, þá 17 ára að aldri. „Myndir og minningabrot" er önnur bók Ingveldar Gfsladótt- ur, fyrri bók hennar „Lækning- in", sem rnargir munu kannast við, kom út sfðla árs 1951. Breiðholtsbúar - Breiðholtsbúar Höfum opnaÖ málningarvörudeiEd aÓ Leirubakka 36, i húsi MatvörumiÓstöÓvarinnar. — Opið til kl. 23:00 á laugardag. — ViÖ leiÓbeinum meÖ val lita. — LeitiÖ ekki langt yfir skammt. Verzlið í ykkar eigin hverfi. Byggingarvðruverzlun Breiðholls, Leirubakka 36 - Slmí 72160.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.