Morgunblaðið - 19.12.1973, Síða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 1973
Magnús Jónsson, varaformaður Sjálfstæðisflokksins:
30,2% verðbólguaukning, 20 milljarðar
erlendra skulda, 30 milljarða fjárlög
Við aðra umræðu fjárlaga flutti
Magnús Jónsson, varaformaður
Sjálfstæðisflokksins, ræðu um
ástandið í fjármálum rikisins og 1
efnahagsmálum þjóðarinnar, sem '
ástæða er til að vekja athygli á.
Snemma í ræðunni vék Magnús
Jónsson að þeirri fullyrðingu
rikisstjórnarinnar, að hún hefði
haldið uppi stórkostlegri byggðar-
stefnu og komið fram stórkostleg-
um umbótum í tryggingamálum.
Þetta eru auðvitað glamuryrði,
sagði Magnús Jónsson. Flest af
þessu var búið að lögfesta áður en
ríkisstjórnin tók við völdum. En
það sem hún hefði getað gert
gagnlegt hefði verið að gera þessa
fjármuni einhvers virði fyrir fólk-
ið. Allar þessar hækkanir eru
nefnilega fyrst og fremst til að
vega upp á móti þeirri óhemju-
legu rýrnum peninga, sem orðið
hefur í tíð núverandi rikis-
stjórnar. Það er óskaplega fallegt
að tala um það, að byggður hafi
verið upp togarafloti. sem hefur
verið dreift um landið, en hvernig
lítur það dæmi út i dag, þegar
allar horfur eru á, að byggðarlag
eftir byggðarlag komist í algjör
fjárþrot eða jafnvel gjaldþrot
fyrir það, að verðbólgan hefur svo
verið aukin af ríkisstjórninni og
fyrir hennar tilstilli að ekki er
hægt að gera þessi skip út. Og
hvarvetna um landið berast
kveinstafir og þeir háværir um
það, hvað eigi að gera við þessi
skip, vegna þess, að þau gangi
ekki einu sinni, þótt þau hafi
verið gefin.
Er það
lofsvert?
Vafalaust gleður það marga að
lesa þetta fallega bréf fjármála-
ráðherra í niðurlagi greinargerð-
ar fjárveitingarnefndar um það,
að ákveðið hafi verið að nota ekki
þá heimild um 15% niðurskurð
fjárveitinga, sem átti að fram-
kvæma á árinu 1973. Ég efast um,
að þetta sé nokkuð lofsvert miðað
við það ástand, sem er í efnahags-
málum þjóðarinnar. Vel má vera,
að það sé óvinsælt að segja það,
en mér er sama, hvort það er
óvinsælt eða ekki, menn verða að
horfast í augu við staðreyndír.
Það er ofþensla í opinberum
framkvæmdum og það hefur eng-
in tilraun verið gerð til þess að
þeirri stofnun, sem sett var til
þess að raða framkvæmdum eftir
þýðingu þeirra og gildi til þess að
hafa stjórn á þróun efnahagsmála
og framkvæmda í þjóðfélaginu.
Ég ætla ekki að fara að lýsa störf-
um Framkvæmdastofnunar ríkis-
ins. Kannski má segja, að það sé
skást að hún geri sem minnst, en
þó hefði hún á þessu sviði getað
gert eitthvert gagn, en það var
ekki fyrr en ég leyfði mér það
fyrir nokkru síðan, þegar var
verið að ræða um það, að öll
vandamál þjóðfélagsins stöfuðu
af byggingu seðlabankahússins,
að spyrjast fyrir um það hjá
þeirri stofnun, hvað væri að segja
um heildarfjárfestingar í
landinu, fyrst og fremst á vegum
hins opinbera, og hvað stofnunin
hygðist gera eða hefði gert til
þess að athuga, hverjum af þess-
um framkvæmdum mætti fresta.
Varla gæti vandinn verið svo
lítill, að það væri aðeins spurning
um eitt hús. Þá væru allir sálu-
hólpnir, ef hætt væri við að
byggja seðlabanka. Þótt égsé eng-
inn sérstakur talsmaður þess
húss, þá er það of barnalegt og
fjarstætt að taka það mál út af
fyrir sig. En þegar ég spurðist
fyrir um þetta, kom það á daginn,
að slíkar upplýsíngar voru ekki
fyrir hendi, og þá var ákveðíð að
hefjast handa um að safna þeim
og því ekki illa tekið. Þess vegna
verð ég að segja það eins og er, að
ég tel það ekki neitt sérstakt
gleðiefni þetta bréf fjármálaráð-
herra. Það hefur vafalaust sparað
honum og þeim í ráðuneytinu
talsverða vinnu og kannski
komizt hjá því að valda einhverj-
um óvinsældum, en það er nú það,
sem virðist fyrst og fremst verið
að hugsa um, að allir geti fengið
allt, sem þeir biðja um, en það er.
stefna, sem ég held að geti aldrei
leitt til neins góðs.
Lítil fyrir-
hyggja.
Fjármálaráðherra taldí það
blóm i hnappagat rikisstjórnar-
innar, að gerð hefði verið mikil
breyting á nefsköttum og yfir-
tekin útgjöld frá sveitarfélögum
að uþphæð 3,3 milljarðar. Þetta er
nú ekkert sérstakt til að dást að. 1
fyrsta lagi held ég að það sé
hæpið mál að fara út á þá braut,
að létta lögreglukostnaði af
sveitarfélögum, ef enginn
lögregluþjónn fæst til þess að
vinna hjá ríkinu. En það sýnist
ekki vera svo, að þeir kæri sig
mikið um að vera í þjónustu fjár-
málaráðherra og ríkisstjórnarinn-
ar, heldur vilji þeir vera hjá
sveitarfélögunum. Og ég veit nú
ekki, nema þetta stökk hafi verið
tekið af litilli fyrirhyggju og í
litlu samræmi við þann boðskap
rikisstjórnarinnar í upphafi að
auka áhrif sveitarfélaganna.
Þegar þess er gætt, að tekjuauki
ríkissjóðs til þess að mæta þessari
yfirtöku hefur numið 15—16
milljörðum króna, þá verður lítið
úr þessum 3,3 milljörðum.
Fjármálaráðherra sagði, að það
sem þyrfti að leggja til grund-
vallar mati á þvi, hvort um væri
að ræða skattahækkun eða
hækkun álaga í þjóðfélaginu,
væri hvað hátt hlutfall það væri
af þjóðarframleiðslu. Þetta er
vissulega rétt. Ég hef undir hönd-
um bók, sem sýnir, hvernig skatt-
þunginn hefur breytzt. Hann var
á árinu 1971 31,8% af þjóðarfram-
leiðslu, 1972 er áætlað, að hann
verði 33,5 %, ’73 er spáin 34,1 % og_
1974 miðað við það, að Vest-
mannaeyjaskattarnir verði fram-
lengdir, þá verður skattþunginn
um 35,5% af þjóðarframleiðslu.
Þannig að hér hefur verið um
stöðuga hækkun að ræða og á
erfiðleikaárunum 1967 og 1968,
þar sem þessar álögur hafa hæst
komizt áður sem var eðlilegt
míðað við það ástand, sem þá var í
þjóðfélaginu, nam þetta þó ekki
nema 32%. Hefur því orðið um að
ræða stórfelldar auknar skatta-
álögur miðað við þjóðarfram-
leiðslu og hefði'maður þó haldið,
þar sem þjóðarframleiðslan hefur
vaxið jafn gífurlega og raun ber
vitni um, að það hefði átt að vera
auðið að komast af með sömu
prósentutölu. Eg vil taka undir
það, sem hér hefur komið fram
hjá öðrum talsmönnum Sjálf-
stæðisflokksins, að það er höfuð-
nauðsyn að setja sér það mark, að
útgjöld ríkissjóðs fari ekki um-
fram ákveðna prósentu af þjóðar-
framleiðslu. Það þýðir ekki að
hafa þann máta lengur á, þegar
svona stefnir með ríkisútgjöldin
og slíkt aðhaldsleysi er ríkjandi
eins og allir hljóta að sjá og ekki
þarf að lýsa nánar, þá verður að
setja sér mörk um það, hvað ríkið
megi eyða, en ekki fylla alltaf í
skörðin með nýjum sköttum.
Þetta er stefna, sem verður að
taka upp og er í rauninni eðlilegt,
að sett sé ákveðín hlutdeild af
þjóðartekjum. Eg tala nú ekki
um, þegar jafn stórkostleg aukn-
ing þeírra er eins og hér er
reyndin og halda sér við það og
Alþingi verður svo að ráðstafa
útgjöldum innan þeirra marka.
Þetta er þekkt meðal sumi'a þjóða
og hefur gefizt vel, og ég held, að
við höfum nú gott af því að taka
upp þessa starfshætti, þegar svo
er komið sem nú horfir, og stað-
reynd er, að fjárlög hafa hækkað
meira á þremur árum heldur en á
12 árum áður.
Skattar 9,5
milljarðar.
Síðan vék Magnús Jónsson að
því, að hann hefði til þess að sjá,
hvernig skattadæmið lítur út,
tekið öll álögð gjöld bæði til ríkis
og sveitarfélaga að frádregnum
hlunnindum, sem auðvitað ber að
taka tillit til varðandi það, að nef-
skattar hafa verið felldír riiður,
og þá hefði komið í ljós, að árið
1971 námu þessi gjöld samtals 1,5
milljarði, árið 1972 7,5 milljörð-
um og gert er ráð fyrir að 1973
nemi þessi fjárhæð 9,5 miiljörð-
um. Ég þarf ekki að skýra þessar
tölur, sagði Magnús Jónsson. Þær
sýna ljóst, hvert stefnir. Nú er svo
komið eftir skattalagabreytingu
rikisstjórnarinnar, þegar svo
mikið lá á að lögfesta, að ekki
reyndist unnt að rannsaka málið
til hlitar, og setja þurfti bráða-
birgðalög til þess að leiðrétta
mestu annmarkana, þar sem aðal-
þungi skattanna hafði verið lagð-
ur á gamalt fólk, að reynslan af
hinu nýja kerfi er sú, að aliir
heimta lækkun beinna skatta. Ég
held að það hefði verið skynsam-
legra fyrir ríkisstjórnina og fjár-
málaráðherra að láta gömlu skatt-
ana halda sér og reikna bara nógu
lága vísitölu og þá gat hún kennt
fyrrverandi ríkisstjórn um. En nú
hefur ríkisstjórninni orðið það á í
óðagotinu að setja ný skattalög,
þannig að nú verður fyrrverandi
ríkisstjórn ekki kennt um. Og
hvað segir nú skattamálanefndin
um þessi nýju skattalög? Hún
segir í því áliti, sem hún hefur
látið frá sér fara, að það verði að
telja, að nú séu beinir skattar
orðnir óeðlilega háir og það berí
brýna nauðsyn til þess að brevta
skattheimtunni. Þennan dóm er
að finna í ágætri skýrslu frá.fjár-
málaráðherra, sem samin er af
mætum og góðum mönnum,
endurskoðunarnefnd skattalaga.
Gjaldeyris-
varasjóðurinn.
Magnús Jónsson fjallaði síðan
um gjaldeyrisvarasjóðinn og
sagði, að það hefði komið greini-
lega fram í áliti sérfræðinga ríkis-
stjórnarinnar, að ekki mætti
ganga lengra í erlendum lántök-
um. Erlendar fastar lántökur
hafa aukizt í tið ríkisstjórnarinn-
ar um 7,5 milljarða. Þetta segir
fjármálaráðherra, og það er eitt
dæmið um það, að hann telur
þetta allt saman harla gott og
gerir ekkert til, að gjalde.vrisvara-
sjóðurinn hafi hækkað úr rúmum
4 milljörðum í rúma 7 milljarða.
og þannig sé i rauninni hægt að
verulegu leyti að ná saman end-
um með birgðaaukningu. Þetta er
algjör misskilningur. Það liggur
alveg ljóst fyrir, að kaupmáttur
gjaldeyrisvarasjóðsins er
minni í dag, en hann var 1971,
þannig að það sýnir sig enn einu
sinni, að tölur eru alger blekk-
ing eða geta verið það. Það er
verðlagsþróunin, sem
alltaf gildir, og þessi gjald-
eyrisvarasjóður nægir varla
til þess að kaupa andvirði þess
erlendis frá, sem hægt var að
kaupa fyrir gjaldeyrisvarasjóðinn
eins og hann var í byrjun ágúst-
mánaðar 1971. Þetta er
ákaflega veigamikil staðreynd.
Viðskiptahallinn við útlönd hefur^
verið mikill, allt frá árinu 1970.
en 1970 og 1969 var ekki við-
skiptahalli, heldur var þá tölu-
verður afgangur, en nú hefur
reyndin orðin sú, að þessi síðustu
ár hefur orðið gevsilegur við-
skiptahalli við útlönd, og dæini
um þetta er að finna í síðustu bók
Hagrannsóknastofnunar, en þar
kemur í ljós, að þessi viðskipta-
halli nemur stórkostlegum fjár-
hæðum á hverju ári. Og það er
engin skýring á þessum viðskipta-
halla, að halda því fram. að það
hafi verið meira um skipakaup á
þessu ári heldur en áður hafði
verið. Það er algerlega rangt.
Skipakaupin hafa ekki haft nokk-
ur áhrif í sambandi við hinar er-
lendu lántökur. Þegar talað er um
þessi kaup, þá verður að sjálf-
sögðu að taka bæði skip og flug-
vélar, og þau kaup hafa orðið
minni í ár eða árið 1973 heldur en
var orðið áður, þannig að einnig
þessi fullyrðing fjármálaráðherra
fær ekki staðizt. Eg hef einnig
tölur Seðlabankans um þetta
atriði, og þær sýna það glöggt, að
hér er ekki um stórkostlegan mun
að ræða. Fiskiskipalánin urðu 854
milljónir 1972, eru áætlað 995
milljónir 1973. voru 716 milljónir
1970 og 556 milljónir 1971. Önnur
skipalán urðu mjög svipuð. en ef
við tökum flugvélalánin, sem eru
alltaf tekin með í þessum tölum.
þegar þær eru dregnar út úr
greiðslujöfnuðinum, þá kemur á
daginn, að flugvélakaupin hafa
numið rúmum 2 milljörðum árið
1971, en ekki nema 1,3 milljörð-
um árið 1973. Þannig að ekkert af
þessu fær skýrt skuldasöfnun er-
íendi's eða viðskiptahalla, sem
ráðherrann vildi gera lítið úr.
Þessi viðskiptahalli er mikill og
aðeins tii að nefna tölu, þá er
hann óhagstæður árið 1971 um3,8
milljarða, 1972 um 1,8 milljarða
og 1973 er viðskiptahallinn áætl-
aður 3,6 milljarða. Þetta er nú
búskapurinn. Fjármálaráðherra
hélt því fram, að V estmannaeyja-
gosið hefði haft óheillavænleg
áhrif á efnahagslíf þjóðarinnar á
þessu ári. Hér er talað svo alger-
lega út í hött, að furðulegt má
teljast, aðmaður.semþekkirjafn
vel inn á þessi mál og ráðherrann
noti svona rök. Aætlað er, að verð
á útflutningsvörum muni hækka
vfir 40% frá árinu áður. Yfir
40%, sem aldrei hefur gerzt áður
1 sögu þjóðarinnar að þvf er ég
bezt veit. Þegar talað er um gjald-
eyrisvarasjóðinn ber að hafa í
huga, að á þessu ári voru okkur
gefnir hvorki meira né minna en
2 miljarðar króna, sem hafa kom-
ið til góða gjaldeyrismegin hjá
okkur. Ofan á þetta má geta þess,
að nýlega var afgreitt hér lán frá
Alþjóðabankanum að upphæð 700
millj. kr. til umbóta hér innan-
lands, þannig að ekkí skal ég gera
lítið úrþví tjóni, sem Vestmanna-
eyjagosið hefur valdið, en það
hefur ekki valdið þjóðarbúinu
miklu tjóni. Það hefur valdið stór-
kostlegum erfiðleikum og vanda-
máium fvrir fólkið, sem bjó í
Vestmannaeyjum. Það er allt önn-
ur saga, en í öllum hamingju bæn-
um, ég vona að ríkisstjórnin hætti
að bera þennan skjöld fyrir sig,
Vestmannaeyingana, það er ekki
réttog ekki sanngjarnt."
Hinn stórkostlegi
hraði verðbólgunnar.
Þá vék M agnús Jónsson að verð-
bólgumálum og varpaði fram
þeirri spurningu, hvað hæft væri
í þeirri fullyrðingu rikisstjórn-
arinnar. að verðbólgan væri að
kenna erlendum verðhækkunum
fyrst og fremst. í júlímánuði var
rætt um. að hækkun á vísitölu
vöru og þjónustu á árinu 1973
mundi verða 22%, Þessi tala er
ekki 22% hún er 30,2%. Svona
hefur verðbólgan vaxið stórkost-
lega miklu hraðar en gert var ráð
fyrir. Það er alveg rétt. að hér
koma auðvitað til greina verð-
hækkanir. Eg skal játa. að ég hef
það ekki sundurliðað vegna þeSs,
að Hagrannsóknadeildin áætlaði
þegar hún spáði 22% verðbólgu-
aukningu, að breyting innflutn-
ingsverðs i erlendri mvnt mundi
verða um 4% af því. Það var allt
og sumt. En segjum. að það séu
10% og jafnvel 12% eins og ráð-
herrann heldur fram, og ég skal
ekki vefengja, þá verða það
18,2%, sem er að þakka ríkis-
stjórninni eða kenna. Og það eru
aðeins tvö dæmi þess, að verð-
bólgan hafi vaxið meira á Islandi
frá því um 1940. Ég hefi ekki
tölur lengra aftur í tímann, en
það eru aðeins tvö tilfelli, og þau
eru bæði sérstæð og eiga alls ekki
við í sambandi við það. sem nú er
að gerast. 30,2% verðbólguaukn-
ing, erlendar skuldir komnar yfir
20 milljarða, fjárlögin komin yfir
30 milljarða, allir samningar laus-
ir hjá verkalýssamtökum og stór-
kostleg óvissa framundan varð-
andi erlend viðskipti, sem að visu
eru okkur óviðráðanleg, en allt er
þetta harla gott að mati ríkis-
stjórnarinnar, og ekkert örlar á
tillögum í þá átt að mæta þessum
vanda. Og það er út af fyrir sig
alls ekki ógáfuleg röksemd og
hugmynd hjá háttvirtum þing-
manni Bjarna Guðnasvni, að það
væri kannski orðið tímabært í
sliku vandræðaástandi aðgerasér
grein fyrir því, að reyna þarf að
bjarga skipinu, áður en það
strandar svo algerlega, að ekki er
hægt að ná því út aftur. Það þarf
ekki þingmann til. Þetta sér hver
þjóðfélagsborgari. Hvarvetna, þar
sem maður mætir fólki, þá er það
ekki að dást að því, að það fái
hækkað kaup um 7% á þriggja
mánaða fresti, því fer fjarri. Það
er þrungið kvíða og eftir alla
þessa miklu uppbyggingu, sem
ríkisstjórnin stærir sig af, þá hef-
ur meginhluti allra þeirra, sem
fást við rekstur i þessu landi,
áhyggjur af því, hvernig í ósköp-
unum eigi að forðast stöðvun
atvinnulífsins vegna þeirrar ofsa
verðbólgu, ég kann ekkert nafn
yfir þetta, en segjum nú eins og
aðrir, þetta er gott og snjallt hjá
Tímanum að auglýsa eftir orði
yfir það, sem nú ríður húsum hér.
Þetta er nú öll uppbygging ríkis-
stjórnarinnar. Það er óskaplega
gaman að kaupa togara og það er
gaman að geta sagt, að iðnfyrir-
tæki hafi eflzt. Það er gaman að
geta haft þá stefnu, að-þrefalda
útflutning iðnaðarvara einsog
iðnaðarráðherra hefur lýst, en
fylgjast svo ekkí betur með en
það, að menn eru ginntir út f
framkvæmdir, ég segi ginntir,
með því að leggja eignir sínar í
framleiðslutæki kannski í stærri
stíl en nokkru sinni áður til þess
Framhald á bls. 24.