Morgunblaðið - 19.12.1973, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 1973
.orgttnT’Trötti
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Eyjólfur Konráð Jónsson,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6, sími 10-100.
Aðalstræti 6, sími 22-4-80.
Áskriftargjald 360,00 kr á mánuði innanlands.
í lausasölu 22, 00 kr. eintakið
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjóm og afgreiðsla
Agqlýsingar
Samningar Bandalags
starfsmanna ríkis og
bæja við fjármálaráðherra
hafa vakið mikla athygli.
Ekki vegna þess, að í þeim
felist miklar kjarabætur
fyrir ríkisstarfsmenn held-
ur vegna hins, aðsamning-
ar þessir sýnast þýða um-
talsverða kjaraskerðingu
fyrír stóran hóp ríkis-
starfsmanna. Félagsmenn
BSRB munu nú vera um
9000, þar af eru ríkisstarfs-
menn milli 6 og 7 þús. For-
svarsmenn BSRB og ríkis-
ins hafa gumað talsvert
af því, að samningar
þessir þýði verulega
kjarabót fyrir hina lægst-
Iaunuðu hjá ríkinu.
Þegar athugað er, um
hve marga starfsmenn þar
er aðræða, kemur í ljós, að
í 7., 8. og 9. launaflokki,
sem nú hafa verið felldir
niður hafa verið um 300
starfsmenn og í 10. launa-
flokki, sem nú verður
lægsti flokkurinn hafa vTer-
ið um 300 starfsmenn.
Þannig er augljóst, að sú
25% kjarabót til hinna
lægstlaunuðu, sem mjög er
státað af í þessum samning-
um nær til mjög fámenns
hóps ríkisstarfsmanna.
Sú launhækkun, sem
velflestir ríkisstarfsmenn
verða að sætta sig við eftir
þessa samninga nemur kr.
2883,00 á mánuði og er það
launahækkun, sem t.d. vel
flestir kennarar landsins
fá í sinn hlut eftir þessa
samninga.
í forystugrein, sem
birtist í Þjóðviljanum hinn
8. des. s.l. sagði m.a.: ,,Við
söfnum ekki meðal
annarra þjóða til að bæta
okkur olíutjónið. Við
verðum að gjalda olíuskatt-
inn sjálfir og hjálparlaust,
því að allar viðskiptaþjóðir
okkar eru jafnvel verr á
vegi staddar en við íslend-
ingar sjálfir. En þegar á
reynir, sést hvað í einni
þjóð býr. Nú er komið að
þvf, að við verðum að axla
byrðar, jafnvel þyngri en
nokkru sinni á eftirstríðs-
tímanum.“ Forsíðufyrir-
sögn þessa annars aðalmál-
gagns ríkisstjórnarinnar í
gær um BSRB hljóðaði
svo: „Kom í hlut BSRB að
ríða á vaðið.“ Ljóst er, að
það er mat Þjóðviljans, að
það hafi komið í hlut opin-
berra starfsmanna að ríða
á vaðið og taka á sig þær
byrðar, „jafnvel þyngri en
nokkru sinni á eftirstríðs-
tímanum", sem þeir Al-
þýðubandalagsmenn telja
nauðsynlegt að þjóðin axli
að loknu 254 árs stjórnar-
tímabili vinstri stjórnar-
innar.
Þegar núverandi rfkis-
stjórn tók við völdum, var
það hennar mat, að staða
rfkissjóðs væri svo góð, að
hægt væri að hækka þegar
í stað bætur almannatrygg-
inga, sem Viðreisnarstjórn-
in hafði ekki ætlað að
hækka fyrr en hálfu ári
síðar. Það var líka skoðun
vinstri stjórnarinnar, að
staða atvinnuveganna og
þjóðarbúsins í heild væri
svo góð, að nokkrum
mánuðum eftir að hún tók
við völdum væri hægt að
bæta kjör launþega um
20% á tveimur árum,
stytta vinnutíma ög lengja
orlof, og kjarasamningar
þeir, sem gerðir voru í des-
ember 1971, byggðust á
þessu mati stjórnarinnar.
Nú hefur ríkisstjórn
Ólafs Jóhannessonar setið
að völdum í 2V4 ár, og
fyrstu meiriháttar kjara-
samningar, sem gerðir eru
eftir að nokkur reynsla
hefur fengizt af stjórnar-
háttum hennar, eru á því
byggðir, að um kjaraskerð-
ingu er að ræða fyrir vel-
flesta ríkisstarfsmenn, því
að engum getur blandazt
hugur um, að samningar
þeir, sem BSRB hefur gert
við fjármálaráðherra fela i
sér verulega kjaraskerð-
ingu fyrir stærstu hópa
ríkisstarfsmanna. Þetta er
þungur áfellisdómur yfir
vinstri stjórninni. Á valda-
tíma hennar hafa ytri að-
stæður verið mjög hag-
stæðar, verð á sjávarafurð-
um okkar erlendis hefur
margfaldazt, landburður
verið að loðnu, svo að
verðmæti loðnuaflans hef-
ur sexfaldazt á tveimur
árum, og þannig mætti
lengi telja. Nú er því
haldið fram, að ástandið í
olíumálum valdi því, að
skerða þurfi kjörin. Olíu-
málin eru svo óljós enn, að
með engu móti er hægt að
byggja kjarasamninga
6—7 þús. ríkisstarfsmanna
á þeim óvissu horfum.
Þess vegna hljóta þessir
kjaraskerðingarsamningar
BSRB að hafa byggzt á því
inati, aðeftir 254 árs vinstri
stjórn væri ekki annað
fært en skerða kjörin. Hitt
er svo íhugunarefni fyrir
félagsmenn í BSRB, hvers
vegna framsóknarmannin-
um Kristjáni Thorlacius
var svo umhugað um að
gera þessa samninga í stað
þess að láta á það reyna,
hvað út úr kjaradómi
mundi koma. Því getur
hver og einn svarað fyrir
sig.
OLÍU S AMNING ARNIR
Sig. Haukur Guðjónsson
skrifar um barna-
og unglingabækur
N iður um strompinn
Höfundur: Ármann Kr.
Einarsson
Teikningar: Baltasar
Prentun: Prentverk Odds
Bj ömssonar h.f.
Útgefandi: Bókaforlag
Odds Björnssonar.
Fáir munu líta hlutverk sitt
sem höfundur barna- og unglinga-
b<5ka alvarlegri augum en Ar-
mann Kr. Eínarsson. Hann á
metnað fyrir hönd rithöfunda, er
hafa sérhæft sig á þessu sviði, á
draum um, að I vitund almenn-
ings og á þingum rithiifunda verði
þeir ekkí áiitnir annars flokks
höfundar. Að þessu hefir hann
unnið af eiju, og víst sér hilla
undir,- að fólk geri sér þess grein,
að getulitlum einstaklingum hæfi
betur að evða úr blekþyttunni
fyrir fultorðið fólk en unglinga.
Alla vega fylgir þyí meirí ábyrgð
að skrifa fyrir þá. sem enn hafa
ekki festst í neti stöðnunarinnar.
Þetta veit Annáhn og mér finnst
hann skrifa betur og betur. Bökin
þessi finnst mér véra betri en
flest sem ég hefi frá honum séð
áður. Uppbyggingin er snjöll, per-
sónur fáar. en skýrar, atburðarás-
in hröð, og höfundi hefirtekizt að
gæða bókina þeirri spennu, að
næsta síða geynn hátind frásagn-
arinnar.
Söguhetjurnar eru tvær, Siggi
og fnga Stína. Þau eiga heima að
Sólbergi í Véstmannaeyjum og
sögusvíðið eru eldsumbrotin þar
sl vetur og fyrstu dagar fóksins
hér í borginni eftir flóttann. Lftill
hvolpur verður spennuvaldur í
lífi krakkanna og Siggi vinnur
dáð, sem margur drengur öfundar
hann sjálfsagt af.
Einhver skemmtilegasta per-
sónan er þö Dómhildur gamla, 95
ára hró, sem höfundur notar sem
tengingu við gamla tímann. A
fyrstu síðum bókarinn segir kon-
an draum, hann er ráðinn sem
vísbending umlanglífi hennar, en
síðar kemur í Ijós, að annað vakti
fyrir þeim, er drauminn gaf.
Þetta minnir skemmtilega á frá-
sagnarhátt sumra íslendingasagn-
anna, efnið kynnt í nokkrum setn-
ingum, í gervi draums. Þegar ó-
sköpin eru dunin vfir, hræðslan
tekin við völdum, þá hrópar
gamla konan um ógnir Tyrkjans,
henni kom ekki til hugar, að það
væri fjallið hennar, sem væri að
hræða hana, en bannsettur Tyrk-
inn, hann var sko til alls vís. Ilún
á forkunnarfagra festi gamla kon-
an, grip, sem hún hafði bundið
gleði sína við. Ilún lapar henni og
er lögð á spítala. Mér finnst höf-
undur leggja festina og hvolpinn
að líku. Kannski á hann við, að
hamingja mannsíns er fólgin í að
eiga eitthvað, sem hann getur
gefið ást sína og umhyggju.
Stíll höfundar er mjög góður á
þessari bók, virðulegur, hreinn og
laus við allt tildur. Já, hann er
rithöfundi samboðinn. Allur frá-
gangur bókarinnar og frá hendi
teiknara og prentsmiðju er frá-
bærilþga góður. Þökk fyrir góða
bók, hún á skilið að vera mikið
lesin.
Trilla, álfarnir og dvergur-
inn Túlli
Höfundur: Olga Guðrún
Árnadóttir.
Fjölritun: Letur
Myndir: Margrét Reykdal.
Próförk: Hjörtur Pálsson
Útgefandi: Höfundur.
LÍTIL, einmana telpa situr í sand
kassa fyrir utan hús, sem varla á
handa henni yl, hvað þá gleði. En
hún á opið brjóst og fersk augu.
Til hennar kemur lítill álfur og
eftir það fer sagan fram í heimi
ævintýrisins. Trilla leggur út í
heim að leita að heimkynnum
Dittu litlu og Davíðs, sem Túlla
trjábúi hafði villt þau frá. Þau
hitta hann, þau hitta Kobba
krumma, Skruggu skessu, já,
margt fleira undarlegt drífur á
daga þeirra. Fólk stækkar og
minnkar og ferðast um loftin blá
á fulgsbaki.
Þetta ef ákaflega geðþekkt
ævintýri og öll frásögnin yljuð
þrá höfundar eftir aðbæta þann,
er les. Kannski mætti ég orða það
þannig, að höfundur sé að ljóða
vegna kærleika i brjósti sér, lang-
ar til að gefa, af því að hann á
gleði í brjósti.
Olga Guðrún kann að segja frá,
og þegar hún hefir lært að forðast
hortitti eins og „agalega fallegir",
(76); ,,alveg met“ (73); „skít-
hrædd" (26) og slík krakka orð,
þá verður still henn ar góður
Þessi orð draga niður annars af-
bragðs stíl, og hún rná ekki gefast
upp, hún hefir allt til að verða
mjög góður höfundur.
Myndir Margrétar eru skemmti-
legar og virkilega vel gerðar. Það
er undarlegt viðþær, aðþær virka
erlendar á mig, t.d. síða 27; síða
55. Kannski eru það trén, er
valda, ég er alinn upp á flötu
mýrlendi.
Fjölritunin er hrein, en ég hefði
kosið meiri nákvæmni, t.d. síða 5
og þar skakkt er á síðum. Þær
hefði átt aðtaka upp aftur. Próf-
örk er alls ekki nógu vel lesin.
Mig grunar, aðhandritið hafi ver-
ið lesið áður en „stenslað" var og
þannig haf i villurnar komizt inn
Þetta er mjög eigulegt kver og
gaman að kynnast því.
/
/
Biblían, rit hennar í mynd-
um og texta.
Klippmyndir: Birte Dietz.
Umsjón: Magnús Már
Lárusson.
Aðstoð: Erla Jónsdóttir,
Sesselja Magnúsdóttir.
Myndprentun í Hollandi.
Birtingaréttur á íslandi:
Hilmir hf.
Þetta er alþjóðaútgáfa, sem
send var á markað hér 1969. Það
skal ekki orðlengt, að bókin er
með þeim fegurri, sem komið
hafa hér út. Henni er ætlað að
k.vnna rit Biblíunnar, varpa ljösi
á tilurð þeirra. Þetta er gert í
mjög stuttu máli, nokkrar setn-
ingar helgaðar hverju riti, af því
leiðir, að textinn varður stundum
þungur, saman rekinn. Ilitt er
víst, að hann laðar til nánari
kynna við ritin sjálf og það var
ætlunin.
Sum ritanna, sem grein er gerð
fyrir, er ekki að finna í okkar
Biblíu, tilheyra hinum svonefndu
apokryfuritum (ritum, sem hafn-
ap var, þegar í Biblíuna var safn-
að), Geti bók þessi orðið til þess,
að fólk taki niður úr hillum sinum
rykföllnu Biblíuna sína og lesi, þá
er hlutverk hennar vissulega mik-
ið. Bókin getur líka varpað ljósi I
hug þeirra, sem ætla, aðguð hafi
ritað Biblíuna sjálfur í einni
striklotu og sent til jarðar.
Aftan við meginmálið gerir um-
sjónarmaður grein fyrir söguút-
gáfu Biblíunnar á íslenzku. Það
er mjög vel gert, enda fer ekki
milli mála, að Magnús Már er
einn sögufróðasti tslendingur nú.
Myndirnar eru listaverk, sér-
kennilegarog mjögfagrar.
Nokkrar prentvillur eru f bók-
inni og lýtir þaðhana.
Þetta er bók, sem foreldrar geta
óhræddir lagt í hendur unglinga,
leitandi unglinga, hugsandi ungl-
inga.
Hafi Hilmirþökk fyrir framtak-
ið.
/
t