Morgunblaðið - 19.12.1973, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 1973
23
DRÖG AÐ
HEIMSLISTARSÖGU
Björn Th. Björnsson:
ALDATEIKN.
Mál og menning 1973.
STUNDUM er verið að finna að
„skrúðmælgi" Björns Th. Björns-
sonar í kynningarþáttum hans um
myndlist i sjónvarpi. Satt er það
að Björn getur verið hátíðlegur og
dálítið uppskrúfaður. Ilann gerir
sér far um að varpa fræðilegu
Ijósi á viðfangsefni sín og þess
vegna verða orð hans stundum
torskilin alþýðu manna. En hitt er
engu að siður ljóst að á það er
held ég of sjaldan bent að Björn
Th. Björnsson er einmitt sá mað-
ur, sem með hvað aðgengilegust-
um hætti fjallar um myndlist —
og hann gerir það menningarlega.
Til kynningar innlendrar og er-
lendrar myndlistar hefur hann
lagt mikið af mörkum og það er
þakkarvert.
Efnið í bók sína Aldateikn hef-
ur Björn Th. Björnsson sótt í fyr-
irlestra sina við Myndlistaskóla
Islands. List i árdaga nefnist
fyrsti kafli bókarinnar og lýsir
steinaldarlist; síðasti kaflinn
Handmáluð ljósmynd af draunii
f jallar um súrrealisma. í bókinni
eru 400 myndir og skýrir Björn
sögu listanna með tilvísun til
þeirra. Bókin er þess vegna öðr-
um þræði myndabók og eykur það
mjög gildi hennar.
Eg sé ekki betur en með bók
Björns Th. Björnssonar sé komin
út á islensku gagnleg skilgreining
á sögu heimslistarinnar, eða að
minnsta kosti vissum þáttum
hennar. Þetta er ekki bók handa
sérfræðingum heldur almenningi.
Það er furðu mikið efni, sem rúm-
ast i ekki stærri bók, en að sjálf-
sögðu hefur sú leið verið farin að
velja og hafna; ekki er reynt að
koma allri listasögu heimsins fyr-
ir á síðunum!
Einna skemmtilegasti kafli bók-
arinnar nefnist Einfari á Signu-
bökkum og fjallar að mestu um
teiknarann Ilonoré Daumier.sem
i list sinni afhjúpar mannlega
lesti og spillta yfirstétt. List hans
var vörn lítilmagnans á byltingar-
timum nitjándu aldar. En náttúr-
lega lifir list Daumiers vegna þess
hve frábær teiknari hann var, en
ekki einungis fyrir ádeilu sfna.
Birni Th. Björnssyni tekst á
snjallan hátt að sýna okkur inn i
hugarheim teiknarans og lýsa því
andrúmslofti, sem hann lifði f.
Annar kafli, sem vekur sér-
staka athygli, er Bænda-Bruegel,
sem fjallar um sextándu aldar
málarann Pieter Bruegel, en lýs-
ingar hans á lifi bændastétta Nið-
urlanda hafa löngum þótt meðal
hátinda listrænnar sköpunar.
Þeir Daumier og Breugel eru báð-
ir listamenn, sem höfða til nútim-
ans, bæði hvað snertir vinnu-
brögðog viðfangsefni.
Urn naivista eins og Henri
Rousseau og Edward Hicks fjallar
Björn ítarlega. Sama er að segja
um Bauhaus-skólann og abstrakt-
list brautryðjanda eins og Piets
Mondrians. Björn heldur þvi
fram að málverk Mondrians eigi
sér félagslegan tilgang og varar
við einhliða skilgreiningu á póli-
tískri list. Björn segir að því hafi
verið „komið inn, að þau listaverk
ein séu þjóðfélagsleg, sem feli
beint áróðursgildi i myndefni
sinu. í þá veru er talað um
pólitíska list, um þjóðfélagsraun-
sæi, og listin þannig flokkuðeftir
hinu „læsilega" yfirborði einu, en
hvorki af hvötunum sem til henn-
ar liggja né áhrifunum sem hún
veldur '. Myndir Mondrians eru í
augum margra röð flata í ýmsum
litum, en aðsjálfsögðu áttu mynd-
ir hans þátt í listrænu endurmati
og urðu þannig pólitískar. Aftur á
móti held ég að hin einstreng-
ingslega flokkun á pólitískri og
ópólitískri (af sumurn kölluð
óvirk) list sé einkum runnin und-
an rifjum vinstri róttæklinga.
Auðvitað er öll list meira og
minna pólitísk. Samfélagið, um-
hverfi listamannsins, er alltar
nærverandi.
Orðin „handmáluð ljósmynd af
draumi" eru fengin að láni hjá
Salvador Dali. Hann var spurður
að því hvernig bæri að líta á mynd
eftir hann og svaraði með þessari
glöggu og skáldlegu skilgrein-
ingu. Undanfara súrrealismans,
dadaismanum, lýsir Björn Th.
Björnsson ágætlega. Hann sýnir
fram á hvernig hinar byltingar-
kenndu listastefnur spruttu upp
úr samvinnu myndlistarmanna og
skálda. Eg hefði kosið að hann
hefði freistað þess að skýra
súrrealismann betur, til dæinis
veita lesandanum innsýn í
Súrrealistaávarp André Bretons
og birta dæmi um súrreliska ljóð-
list. En vel má vera að slíkar
vangaveltur og innskot hefðu
íþyngt bókinni.
Prentun bókarinnar hefur tek-
ist sæmilega þótt sumar mynd-
anna séu í daufara lagi. Ástæðan
er einfaldlega sú að ljósmyndir af
málverkum verða aldrei annað en
svipur hjá sjón. Ekki hefur verið
lagt út í það dýra fyrirtæki að
prenta nokkrar myndir i lit, sem
óneitanlega hefði verið til mikill-
ar prýði. Kápumyndin, sem er í
lit, og sýnir hluta af málverkinu
Ilungraða ljóninu eftir Henri
Rousseau, styður þá skoðun. Um-
brot og útlit Þrastar Magnússonar
er til fyrirmyndar.
Þessi bók skal að lokum þökk-
uð. Um leið og hún gefur okkur
glögga mynd af myndlistarkynn-
ingu Björns Th. Björnssonar er
hún drög að heimslistarsögu.
Björn Th. Björnsson
Cervantes og
Guðbergur
Cervantes:
KRÓKSI OG SKERÐIR.
Guðbergur Bergsson
þýddi.
Bókaútgáfa Menningar-
sjóðs 1973.
KROKSI og Skerðir eftir Miguel
de Gervantes Saavedra, höfund
Don Quijotes, er að sögn þýðand-
ans Guðbergs Bergssonar „um-
vöndunarsaga", tekin úr bókinni
Novelas Ejemplares (Viðvörunar-
sögur), sem kom út 1613. Tilgang-
ur sögunnar er að vara unga
menn viðglapstigum borganna.
Sagan kynnir okkur lif afbrota-
manna i Sevilla og tengsl þeirra
við yfirvöld borgarinnar, semsagt
spillingu, sem alltaf gengur erfið-
lega að uppræta. Króksi og Skerð-
ir eru hinir verstu prakkarar,
enda fljótt boðnir velkomnir í
samfélag bófanna. Sagan er ör-
stutt og þótt siðaboðskapur sé
markmið hennar er hún mark-
verðust fyrir það af hve miklu
fjöri og imyndunarafli Cervantes
lýsir þeim félögum og hrekkjum
þeirra.
I bókarlok fræðir Guðbergur
Bergsson okkur urn Cervantes.
Það er hin skemmtilegasta lesn-
ing. Með þvi að taka upp hansk-
ann fyrir snillinginn Cervantes,
sem skorti bæði nákvæmni og
það, sem Guðbergur kallar „rað-
hugsun", þ. e. a. s. að hugsa i
samhengi, og skrifaði síður en svo
hnökralaust mál, er Guðbergur að
minni hyggju að verja sjálfan sig.
„En innan alls þessa ósamræmis
er eins konar samræmi ósamræm-
isins," segir Guðbergur um Cer-
vantes.
Um þýðingu Guðbergs, sem er
hin læsilegasta, er það annars að
segja, að hún vitnar um aukið
vald hans á íslenzku máli. Aftur á
móti er ég fús til að játa, að mál
Guðbergs hef ég alltaf kunnað
ágætlega við; það hefur sinn
sjarma í afbrigðileik sínum-frá
hinum ströngu reglum málfræð-
inganna.
Króksi og Skerðir er fyrsta bók-
in í nýjum smábókaf lokki Bókaút-
gáfu Menningarsjóðs. Byrjunin er
frábær. Áfram með smjörið!
Haukur Ingibergsson:
HUÓMPLÖTUR
Þuríður Sigurðardóttir
LP, Mono
SG-hljómplötur
Um þessi jól koma út tvær stór-
ar plötur með Þuríði Sigurðar-
dóttur — sín hjá hvoru hljöm
plötufyrirtækinu — og er það all
óvenjulegt. A plötunni frá SG-
hljómplötum er að finna öll þau
lög, sem Þúríður hefur sungiðinn
á plötur hjá fyrirtækinu, og er
elzta lagið hátt f 10 ára gamalt,
Elskaðu mig, sem Þuríður söng
kornung með Lúdósextettinum.
Síðan koma lög frá því tímabíli, er
Þun'ður söng með hljómsveit
Magnúsar Ingimarssonar auk
laga at tveim LP-plötum, sem hún
söng inn á ásamt Sigurði Ólafs-
syni og Pálma Gunnarssyni. Gef-
ur þessi plata þannig góða mynd
af ferli Þuríðar. Það er ekkert
efamál, að Þuríður er með beztu
dægurlagasöngkonum, sem starf-
að hafa á íslandi, og hjálpast þar
að góðir hæfileikar og mikil
re.vnsla. Að sjálfsögðu liggja lög
misjafnlega fyrir Þtuíði eins og
flestum söngvurum. Þannig er
„Elskaðu mig" augljóst byrjanda-
verk og „Ég vil, að þú komir"
hæfir Þuriði ekki. Henni tekst
bezt upp f rólegum, ljóðrænum
lögum, (sem flestum þykir erfitt
að syngja) og er lagið, „Eg ann
þér enn" e.t.v. það bezta, sem
Þuríður hefur enn sungið inn á
hljómplötu. Það er furðulegt, að
eftir nær áratugar starfsferil,
skuli ekki vera til fleiri lög með
Þurfði einni. Ástæðan er m.a. sú,
að hún hefur oftast staðið f skugg-
anum, ef svo má segja, fyrst af
Vilhjálmi Vilhjálmssyni síðan
föður sínum, Sigurði Ölafssyni, og
nú síðast Pálma Gunnarssyni.
Stafar þetta af ýmsum tilviljun-
um lifsins, því að sem söngvari
stendur Þuríður vel fyrir sfnu.
LúSrasveit Hafnarfjarðar
Stjórnandi: Hans Ploder
Stereo, EP.
Það er vissulega virðingarvert,
þegar út eru gefnar plötur með
lúðrasveitum, þar sem sala í slík-
um plötum mun oft á tíðum vera
lítil nema á starfsvæði viðkom-
andi lúðrasveitar og hjá áhuga-
mönnum um lúðrablástur. Þaðer
því augljóslega ekki gróðahugs-
unin, sem liggur að baki svona
útgáfu, heldur eitthvað annað,
sennilega löngunin til láta eitt-
hvað varanlegt eftir sig liggja.
Lúðrasveit Hafnarfjarðar hefur
greinilega lagt rnikla vinnu í að
gera þessa plötu sem bezt úr
garði. Samstilling hljómsveitarinn
ar er góð og hljómurinn allþéttur,
en það hvort tveggja ber vitni um
alúð jafnt hjá hljómsveit sem
hljómsveitarstjóranum, Hans
Ploder. Þá er lagavalið verulega
skemmtilegt. Eina íslenzka lagið
er Hafnarfjörður eftir Friðrik
Bjarnason, enda væri nú annað-
hvort að hljómsveitin léki þaðinn
á sína fyrstu plötu. Auk þess eru
fjögur lúðrasveitarlög, eins og
þau geta fjörugust orðið. Er eitt
þeirra allþekkt, Wunderland bei
Nacht, og leikur Lárus Sveinsson
einleikinn. Það er hins vegar
spurning, hvort ekki hefði verið
betra aðfá fleiri rythmahljóðfæri
með, s.s. gítar, en við það hefði
platan orðið enn nýtizkulegri,
s.br. Tijuana Brass. Þetta hefur
samt ekki verið gert og gömlu
lúðrasveitarskipuninni haldið.
Engu að síður er þetta ein sú
hressilegasta plata, sem islenzk
lúðrasveit hefur látið frá sér fara.
Lítið oitt
LP, SttM-eo
ÁA-reekords
Sú hljómlist, sem söngflokkur-
inn Lítið ei.tt flytur á þessari
plötu, lætur einkar þægilega í
eyrum. Raddirnar eru yfirleitt vel
samstilltar og daman í hópnum,
Berglind Bjarnadóttir, er rósin í
hnappagatinu. Það mun hafa ver-
ið markntið Lítið eitt að gera plöt-
una sem besta úr garði, hvað varð-
aði laga og textaval og þetta hefur
tekist. Textarnir eru áberandi
vandaðir og eiga Hörður
Zóphoníasson og Valur Öskarsson
mestan þátt i þvf. Lögin eru úr
ýmsum áttum. Tvö eru frá Peter,
Paul og Mai’v, eitt frá Dylan svo
og þjóðlög. Meðlimir kvartettsins
hafa einnig kornið við sögu. Gunn-
ar Gunnarsson á þrjú lög, þ.á.nt.
fallegt lag við Heilræðavísur Hall-
gríms Péturssonar, og Jón Arni
Þórisson hefur gert tvö lög, sem
allt eins gætu verið ævagamlir
húsgangar, og þetta er sagt til
hróss, þar sem það er ekki á allra
færi að semja á þennan hátt
Litið eitt leika yfirleitt undir á
gítara, en nokkur aukahljóðfæri
eru þó notuð á smekklegan hátt.
Það rná vera, aðeinhverjum muni
þykja þessi plata full nileg og
vissulega er hún rólegri en það
prógram. sem Litið eitt hefur
flutt á skemmtunum, en ntörg
rólegu lögin eru verulega falleg
og vel flutt svo sem Mánudagur.
sem kvartettinn hefur áður flutt i
sjónvarp, og 'IV ö ein. þar sem
einmanaleikinn er undirstrikaður
með eintnanalegum gítar á ann-
arri stereorásinni. Pressun plöt
ar er ágæt og kemst allt til skila.
sem á annað borð hefur farið inn
á segulbandið. Um látlaust útlit
umslags sá Egill Eðvarðsson.
Sem sagt; óvenju vel unnin plata
frá upphafi til enda.