Morgunblaðið - 19.12.1973, Síða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 1973
BSRB-samninguriim
Framhald af bls. 44
eftir kerfisbreytingu, eins og
sumir halda.
Samningar BSRB eru hag-
kvæmir fyrir þann hóp ríkis-
starfsmanna, sem voru í þrem
lægstu launaflokkunum, er
felldir voru niður, og er fólkið,
sem í þeim flokkum var, fært
upp í 10. flokk.
En það ber að hafa í huga, að
láglaunafólkið, sem samkvæmt
samningum BSRB er einnig allt
upp í 18. — 19. flokk, fær sára-
litlar kjarabætur með þessum
samningum miðað við ríkjandi
verðbólguástand f landinu og
óbreytta skattalöggjöf. Þá er
það alvarlegt mál út af fyrirsig,
að BSRB skuli hafa undirritað
samninga áður en nokkrar
raunhæfar tillögur um skatta-
lækkanir hafa komið fram.
Eg get ekki séð, hvernig
verkalýðshreifingin geturgeng
ið til samninga um eitt eða
neitt, eins og nú er komið, fyrr
en fyrir liggja skuldbindandi
loforðaf hálfu ríkisvaldsins eða
samþykkt lög á Alþingi, sem
fela i sér verulega skatta-
lækkanir. Það er krafa al-
mennings í landinu," sagði
Guðmundur.
Þá snéri Morgunblaðið sér til
dr. Jónasar Bjarnasonar for-
manns launamálanefndar
Bandalags háskólamanna og
bar samninginn undir hann.
Jónas kvaðst að svo stöddu
aðeins vilja ræða um launahlið
samningsins, en tók um leið
fram, að hann teldi hann ekki á
neinn hátt bindandi fyrir
Bandalag háskólamanna. Jónas
taldi, að með þessum samningi
hefðu aðeins fengizt mjög
óverulegar kjarabætur, ef
nokkrar. Hann benti á í því
sambandi, að á samningstíman-
um kæmi til takmörkun á verð-
lagsuppbótum vegna launaliðs
búvöru og breytts innheimtu-
kerfis sjúkrasamlags, er fælu í
sér um 10 kaupgjaldsstig, eða
sem næst 7% skerðingu á verð-
lagsuppbótum. Það mætti því
segja, að hækkun BSRB-samn
ingsins væri aðeins leiðrétting
á því. :
Það kvaðst hann telja alrangt
að blanda olíumálinu inn í
þessa samninga, eins og gert
hefði verið. Hann minntiá.að
yfirleitt hefðu ríkisstarfsmenn
verið töluvert á eftir í kjarabar-
áttu sinni, en nú tækju þeir
skyndilega frumkvæðið með
því að fara að spá fram í
tímann. Taldi Jónas alls ekki
einsýnt um áhrif olíukreppunn-
ar á afkomu þjóðarbúsins, þó að
hún væri að vísu verðbólgu-
valdur.
Hann var þá spurður að því,
hvort ekki mætti telja víst, að
kjaradómur myndi í úrskurði
sínum um deilu BH hafa BSRB-
samninginn að leiðarljósi.
Hann taldi fráleitt, að svo
þyrfti að verða — í fyrsta lagi
fengist þá staðfesting á því, að
kjaradómur væri algjörlega
ósjálfstæður, og í öðru lagi væri
samningsréttur Bandalags
háskólamanna þar með að engu
hafður.
Óskar Garibaldsson verka-
lýðsleiðtogi á Siglufirði sagði,
að hann teldi af og frá, að
BSRB-samningurinn hefði nein
áhrif á samningagerð verka-
lýðsfélaganna norðanlands, „þó
að það sé kannski ætlazt til, að
hann hafi það hjá hinum“.
Hermann Guðmundsson í Hlíf,
Hafnarfirði, kvað hins vegar
BSRB-samninginn mundu hafa
einhver áhrif á samningagerð
ASÍ, en verkalýðshreyfingin
myndi eftir sem áður ganga
sína eigin götu og stefnu-
markandi gæti samningurinn
varla talizt.
— Flugfreyjur
Framhald af bls. 44
ur á móti 49,495 kr. f byrjunar-
Iaun; eftir7 ár 60.053 kr.
Á DC-8 fær 2. freyja 40.007 í
byrjunarlaun; eftir4 ár 50.176 kr.
Fyrsta freyja þar fær aftur á móti
50.921 kr. í byrjunarlaun en eftir
7 ár í starfi kr. 61. 785.
Þá fá flugfreyjur nú greidda
fulla dagpeninga nema hvað flug-
freyjur með innan við hálfs árs
reynslu f starfi fá greidd 70%
dagpeninga. í innanlandsflugi fá
hins vegar allar flugfreyjur
greidd 100% dagpeninga.
Einnig sagði Erla, að flugfreyj-
ur fengju nú umtalsverða lag-
færingu á orlofsmálum, þannig að
í stað þess, að frídagar verði tald-
ir 28 almanaksdagar, eins og gilt
hefur, verða orlofsdagarnir nú
taldir í virkum dögum. Sam-
kvæmt því fá flugfreyjur nú 27
daga orlof eftir 1 árs starf, eftir 2
ár 30 daga, eftir 10 ár 33 daga og
eftir 15 ár 37 daga.
Þá náðist samkomulag um, að
flugfreviur fengju eftirleiðis kr.
28 þúsund á ári í bílapeninga svo
kallaða, og er sú upphæð miðuð
við hámark 60 ferðir. Verði farið
umfram það fá flugfreyjur sér-
staka aukagreiðslu, eða kr. 500 á
ferð.
Ennfremur fengu flugfreyjur
það fram, að þær halda 3ja
mánaða Iaunum í fæðingarfríum
og jafnframt fengu þær það við-
urkennt, að þær geta sjálfkrafa
gengið inn í starf sitt aftur, verðí
frí þetta ekki lengra en sex mán-
uðir. Þetta gildir um allar flug-
freyjur, svo fremi þær hafi eins
árs starf að baki. Jafnframt var
því Iýst yfir af hálfu flugfélag-
anna, að 35 ára aldurstakmarkið
væri úr sögunni. Þá varð sam-
komulag um, að slysatrygging
flugfreyja skuli hækkuð úr 1,8
milljón kr. í 3 milljónir. Loks
sagði Erla, að náðst hefðu fram
ýmsar þýðingarmiklar leiðrétting-
ar á félagslegum atriðum.
Erla var að lokum spurð að því,
hvort flugfreyjur myndu gera al-
vöru úr þeirri hótun sinni að setja
menn þá, sem störfuðu á vegum
Loftleiða f verkfallinu sem
öryggisverðir, á svartan lista, en
ein flugvél Lofteliða kom hingað
til lands með slíka öryggisverði
ínnan borðs. Sagði Erla, að það
mál yrði rætt á fundi flugfreyja
og ákvörðun um þetta atriði tekin
þar. í þessu sambandi er rétt að
fram komi, að Alfreð Elíasson for-
stjóri Loftleiða hafði samband við
Morgunblaðið í gær og bar til
baka upplýsingar blaðsins i frétt í
gær um laun þessara öryggis-
varða Kvaðst hann geta staðhæft,
að ekkert hefði verið farið að
semja við þessa menn um laun
eða hlunnindi.
* KOSTAR TUGI MILLJÓNA
Eftir að fyrrgreindur samning-
ur hafði verið undirritaður náði
Morgunblaðið einnig tali af Krist-
jáni Guðlaugssyni stjórnarfor-
manni Loftleiða og spurði
hann álits á samningnum.
Kristján sagði að þeir flug-
félagsmenn væru ánægð-
ir með. að þessi deila skvldi
leyst. ,',Þessi samningur kemur að
vísu til með að kosta okkur mik-
ið,“ sagði hann, „Tugi milljóna
króna gæti ég trúað, erfmiðað við
allar aðstæður held ég, að við
fö»num allir þessu samkomu-
lagi.“
Sem fyrr segir var Björn Jóns-
son samgönguráðherra viðstadd-
ur undirritun samningsins og
ávarpaði þar viðstadda. Hann
þakkaði öllum, sem unnu að lausn
þessarar „erfiðu og viðkvæmu
vinnudeilu“. Sérstakleea þakkaði
hann sáttasemjara ríkisins, Torfa
Hjartarsyni, fyrir hans þátt í
lausn deilunnar og aðstoðar-
mönnum hans, þeim Benedikt
Sigurjónssyni og Brynjólfi
Ingólfssyni, svo og samninga-
nefndum deiluaðila, sem hann
kvað hafa sýnt mikinn samnings-
vilja undir lokin og komið þannig
í veg fyrir, að hér skapaðist
háskalegt ástand.
★ FLUG HAFIÐ
Flug hófst strax í gær, en þó
aðeins í litlum mæli. Þannig
komu tvær Loftleiðavélar til
landsins í gær frá Bandaríkjun-
um og á vegum Flugfélagsins var
flogið til Glasgow og London og
aftur til baka, svo var flogið hing-
að frá Kaupmannahöfn um Osló í
gær. Innanlands var hins vegar
aðeins flogið meðfragt. í dag ætti
hins vegar allt áætlunarflug að
vera komið í eðlilegt horf.
— Aðstöðugjöld
Framhald af bls. 20
skipa og af fiskiðnaði. c. Allt
að 1% af hvers konar iðnaðar-
rekstri öðrum. d. allt að 1,3%
af öðrum atvinnurekstri
Var frumvarpið eins og áður
greinir samþykkt með þessum
breytingum og afgreitt við 3.
umræðu á laugardag til neðri
deildar. Hefur 1. umræða um
frumvarpið þar, þegar farið
fram, enda mun ætlunin að
afgreiða þaðfyrir jól.
-----♦ » ♦---—
— Tollskrár-
frumvarp
Framhald af bls. 20
ógerlegt fyrir stjórnarandstöðuna
að flytja breytingartillögur við
frumvarpið. Til þess hefði enginn
tími unnizt.
Að lokinni 3. umræðu var frum-
varpið afgreitt til neðri deildar,
en það virðist liggja fyrir, að um-
rætt bráðabirgðaákvæði um
hækkun söluskattsins verði fellt
þar, þar sem Bjarni Guðnason
hefur lýst því yfir, að hann sé
andvígur hækkun söluskattsins.
Leiðrétting
1 gær birtist auglýsing i Mbl.
frá Mjólkursamsölunni í
Reykjavík um ístertur, sem
ekki átti að birtast. Verðin í
auglýsingunni voru röng. Rétt
verð eru sem hér segir: 6
manna terta kr. 225.-, 9 manna
terta kr. 275.-, 12 manna terta
kr. 375.-, 6 manna kaffiterta
kr. 265.-, og 12 manna kaffi-
terta kr.450.-,
— Ræða Magn-
úsar Jónssonar
Framhald af bls. 18
að setja svo þessi framleiðslutæki
á hausinn. Ekki verður betur séð
en svoverði. Ríkisstjórnin hlustar
ekki á þær raddir, sem hvarvetna
berast af iandinu um, að það sé
sennilega milljón króna halli á
mánuði á skuttogurunum nýju,
enda þótt ekkert sé reiknað í
fyrningar og vexti. Nei, nei það er
bara beðið. Það á að bíða eftir
skýrslum og bíða eftir rannsókn-
um og Guð má vita hverju bíða á
eftir.
Röng ályktun
ríkisstjórnarinnar.
Síðan vék Magnús Jónsson að
því, að þær geysilegu hækkanir,
sem hefðu orðiðá útflutningsfram
leiðslu okkar hefðu villt mönnum
sýn um hið raunverulega ástand
efnahagsmála. Og ríkisstjórnin
hefur dregið algerlega rangar
ályktanir, eða öllu heldur hefur
hún engar ályktanir dregið af því
eða gert tílraun til að nota þessa
einstæðu gjöf, sem þjóðinni hefur
hlotnazt á skynsamlegan hátt og
tií þess að undirbyggja framtíð-
ina. Þetta er alvarlegasta fordæm-
ingin á núverandi rfkisstjórn og
raunar alveg nægileg til þess að
henni beri skylda til þess að biðj-
ast lausnar. Það á að afgreiða nú
rétt fyrir jólin 30 milljarða fjár-
lög, án þess að sjá fyrir tekjuöfl-
un. Við slfkt er ekki hægt að una
og ríkisstjórnin getur ekki leyft
sér að bjóða þjóðinni upp á þau
vinnubrögð, ef henni sk.vldi detta
það í hug. Ég segi þetta nú við
aðra umræðu, ef það kynni að
geta leitt huga hæstvirts fjár-
málaráðherra að því, hversu al-
varleg áhrif það kann að hafa að
reka nú í gegn með handjárnuðu
stjórnarliði fjárlög með milljarða
halla og alla enda lausa á öllum
sviðum. Ég leyfi mér að vara stór-
kostlega við því að knýja f járlögin
fram með þessum hætti og tel
skylt að láta það liggja hér skjal-
lega fyrir, að sú ákvörðun hafi
komið fram.
— Soyus
Framhald af bls.l
lýsingar verið gefnar um tilgang
tilraunarinnar og ekki verið upp-
lýst, hversu lengi mennirnir tveir
eiga að vera úti í geimnum, — en
getur eru að því leiddar, að til-
raun þessi sé liður í undirbúningi
sameiginlegrar tilraunar Banda-
ríkjamanna og Sovétmanna, sem
fyrirhuguðer árið 1975.
Haft er eftir sovézkum vísinda-
mönnum, að Soyuz geimförin hafi
verið endurbætt verulega frá
því, sem áður var, en í júní 1971
fórust þrír sovézkir geimarar í
slíku geimfari, er þeir voru á leið
til jarðar. I september sl. var hin
endurbætta gerð af Soyuz send á
loft og reyndist í alla staði ágæt-
lega, að þvf er sovézkir vísinda-
menn hafa tjáð bandarískum.
— Sýrlendingar
Framhald af bls.l
utanríkisráðherrann, en hvorug-
um tókst að tala um fyrir Assad.
Haft er eftir háttsettum emb-
ættismanni í bandaríska utan-
ríkisráðuneytinu, að friðarráð-
stefnan í Genf verði sett 21.
desember, svo sem ráð hafi verið
fyrir gert. Hafði hann sagt, að
Kissinger mundi leggja hart að
fulltrúum Israels og Egyptalands
að semja um deilur sínar, enda
þótt Sýrlendingar fengjust ekki
til þátttöku.
Af hálfu ísraelsstjórnar hefur
verið tilkynnt, að fulltrúar
hennar muni sækja ráðstefnuna
og setjast að samningum við
Egyptaland og Jórdaníu, þó að
Sýrlendingar verði þar hvergi
nærri. Abba Eban utanríkisráð-
herra verður formaður sendi-
nefndar ísraels.
— Dönsku
ráðherrarnir
Framhald af bls.l
Landbúnaðar- og fiskimálaráð-
herra Níels Anker Kofed.
Umhverfis- og Grænlandsmála-
ráðherra Holger Hansen.
Dóms- og menntamálaráðherra
Nathalie Lind.
Kennslumálaráðherra Tove
Nielsen.
Kirkjumálaráðherra, sem jafn-
framt fjallar um opinberan rekst-
ur verður Kresten Damsgaard.
Landvarnarráðherra Erling
Bröndum.
Innanríkis- og félagsmálaráð-
herra Jacob Sörensen.
Ove Guldberg utanríkisráð-
herra fjallaði um opinberan
rekstur í stjórn borgaraflokkanna
á árunum 1968 — ’71. Hann er
bæði verkfræði- og lögfræði-
menntaður og hefur haft mikinn
áhuga á aðild Danmerkur að EBE.
Fjármálaráðherrann, Anders
Andersen, hefur verið forseti
landbúnaðarráðsins frá því 1960.
Hann er einn af fremstu þing-
mönnum Venstre og keppti við
Hartling um formannsstöðuna í
f lokknum 1965.
Nyboe Andersen fær embætti
efnahags- og viðskiptamálaráð-
herra einkum vegna þess, að hann
er talinn öðrum hæfari til að
fjalla um orkumálin og afleiðing-
ar þeirra. Hann er fær hagfræð-
ingur og hefur verið prófessor við
viðskiptaháskólann. Hann var
efnahags og markaðsmálaráð-
herra, og fjallaði einnig um sam-
norræn málefni í stjórn borgara-
flokkanna 1968 — ’71.
Nathalie Lind var félagsmála-
ráðherra í þeirri stjórn og vann
sér þar mikið álit. Hún hefur stað-
ið framarlega í dönsku kvenna-
samtökunum.
Johan Philipsen, Niels Anker
Kofoed og Holger Hansen féllu
allir í kosningunum4. des. Holger
Hansen hefur verið í Grænlands-
málaráðinu frá 1968 og því sjálf-
kjörinn í ofangreint embætti.
Niels Aker Kofoed féll fyrir
mönnuin Glistrups á Borgundar-
hólmi, en er kunnur fyrir baráttu
sína fyrir málstað Borgundar-
hólmara í laxadeilu Dana og
Bandaríkjanna.
Nýi landvarnarráðherrann, Er-
ling Bröndum, er ritstjóri Hors-
ens Folkeblad, kunnur blaðamað-
ur og pólitískur fréttaskýrandi.
Hann varð ritstjóri 27 ára, yngst-
ur Dana, árið 1957, þá við Born-
holms Tidende.
— Rafmagns-
skömmtun
Framhald af bls. 44
yrði sett upp í Neskaupstað. Var
áætlun skipsins breytt og kemur
það beint til Austurlands 22. des-
ember og á ekki að taka nema dag
að setja túrbínuna niður. Þessi
gastúrbína er af sömu gerð og sú,
sem var flutt frá Seyðisfirði til
Hornafjarðar, en sú túrbína kom
til landsins frá Noregi fyrir ein-
um mánuði.
— Olía frá írak
Framhald af bls.l
eina ríkið, sem ekki fellst á að
draga úr framleiðslu olíu. Hins
vegar dró verulega úr olíuútflutn-
ingi frá trak eftir að ísraelskar
flugvélar vörpuðu sprengjum á
olíubirgðastöðina í Banias í Sýr-
landi og ollu þar verulegum
spjöllum. Nú hefur útflutningur
aukizt á ný, þar sem lokið er við-
gerðum í Banias.
Eftir að styrjöldin við ísrael
hófst, tilkynnti stjórn landsins, að
hún mundi þjóðnýta 23.75% af
Basrah-olíufélaginu, sem Mobil
og Exxon eiga í sameiningu.
Hammadi sagði, að það væri
stjórnum Arabaríkjanna auðveld-
ur leikur að þjóðnýta eignir er-
lendra aðila i olíuiðnaðinum,
stóru olíufyrirtækin væru ekki i
neinni aðstöðu til að grípa til
gagnaðgerða.
— 33 í valnum
Framhald af bls.l
menn stjórnar Kuwaits segja hins
vegar, að þeir hafi gefizt upp skil-
yrðislaust, eftir að þeim var tjáð,
að hvorki yrði við þá talað né
samið og þeir myndu hvorki fá
vott né þurrt fyrr en þeir gæfust
upp. Minnt er á, að Palestínu-
Arabarnir fimm, sem gáfust upp í
Kuwait í september sl. eftir árás-
ina á sendiráð Saudi-Arabfu i
París, voru látnir lausir með
leynd, þegar októberstyrjöldin
hófst, og sendirtil vígstöðvanna.
Það var um tvöleytið í dag, að
fsl. tíma, sem Boeing 737 vélin
lenti í Kuwait eftir viðkomu i
Damaskus, þar sem húntók elds
neyti. Yfirvöld höfðu neitað vél-
ínni um lendingarleyfi og raðað
jeppabifreiðum og öðrum farar-
tækjum á flugbrautina. Ræningj-
arnir neyddu flugmanninn til
lendingar, sem tókst, þó að vélin
lenti á 1 — 2 bifreiðum og styngj-
ist á trjónuna í sandbing talsvert
fyrir utan flugbraut, þegar hún
stöðvaðist. Landvarnar- og innan-
ríkisráðherra Kuwait, Saad el
Abdulla fursti, kom til flugvallar-
ins, að beiðni ræningjanna, og
fékk þá til að gefast upp eftir 3
klst. þóf.
AIls fórust 33 manneskjur í
þessari hryðjuverkalotu Pale-
stínu-Araba. Fyrst tveir ítalskir
flugvallarstafsmenn i Rómaborg,
— þegar ræningjarnir skutu sér
leið út á flugvöllinn, síðan 30 far-
þegar í bandarisku Pan-Am þot-
unni, sem ræningjarnir vörpuðu
bensínsprengju inni í, og loks ein
kona, farþegi í Lufthanza-vélinni,
sem þeir rændu. Hún dó á leið-
inni til Aþenu og var skilin þar
eftir. Einn ræningjanna varð eftir
í Damaskus, hann hafði fengið
vélbyssuskot í magann og var
fluttur þar i sjúkrahús.
Þessar aðgerðir skæruliða hafa
verið harðlega fordæmdar bæði
af talsmönnum Araba og annarra
ríkja. Þær hafa stutt grunsemdir
um, að Palestínuskæruliðar sem
beina aðgerðum sínum gegn
Evrópumönnum, hafi aðalbæki-
stöðvar á ítalíu og hafa ýmsir
aðilar hvatt til þess, að gripið
verði til meiri háttar gagnað-
gerða.
------♦ ♦ ♦------
— EBE
Framhald af bls.21
ágreining, sem ríkir milli hinna
ýmsu aðildarríkja í máli þessu.
Þetta niðurstöðuleysi fundar
utanríkisráðherranna hefur f för
með sér frestun á framkvæmd
ákvörðunar fjármála- og við-
skiptamálaráðherra EBE, sem
tekin-var á mánudag.