Morgunblaðið - 19.12.1973, Side 25

Morgunblaðið - 19.12.1973, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 1973 25 Yngri l>örnin una sér vel f leik á nýja staðnum Vænta árásar skæruliða Saigon, 17. des., NTB—AP. Haft er eftirstjórnarheimildum f Saigon, aðkomið hafi til harðra átaka um helgina í námunda við bæina Cai Lay og Cai Be um 80 km suðvestur af Saigon. Gerast átök í S-Vietnam æ tíðari svo og í Kambódfu, þar sem herstjórnin hefur fyrirskipað íbúum Phnom Penh að grafa skurði við hús sín til að nota sem hæli, ef og þegar skæruliðar hefja árás þá, sem búizt er við, þegar þurrkatímar hefjast. Regntíminn er nú að enda í Kambódíu og hefur stjórnin gert ýmiss konar ráðstafanir til varnar gegn hugsanlegri árás. Vopnaðir verðir eru við allar opinberar byggingar í borginni og útgöngu- bann milli kl. 21.00 að kvöldi lil sólarupprásar. Jafnframt hefur verið innleidd ströng ritsktrðun. Góðar jólagjafir Pierpont dömu- og herraúr í miklu úrvali. Barna- heimilið brann — Börnin í Neskirkju VESTURBORG, eitt af elztu barnaheimilunum í Reykjavík, brann nýlega. Það gerðist á laugardegi. Og nú voru góð ráð dýr. 29 börn yrðu vegalaus á mánudeginum, þvf foreldrar fara f vinnu og nám og gert er ráð fyrir að börnin eigi sér vfsan samastuð á barnaheimilinu. For- ráðamenn Sumargjafar og for- stöðukona Vesturborgar, Ingi- björg Kristjánsdöttir, brugðu skjótt við og létu alla vita. Tvö önnur barnaheimili ætluðu að taka við börnunum fyrstu 1—2 dagana. Vesturborg var í gömlu húsi, sem er ónýtt eftir brunann. Mest af því, sem þar var inni, m.a. alls konar dót fyrir börnin, eyðilagð- ist. Hæsta'lagi að hægt sé að bjarga einhverjum bókum, að því er Ingibjörg sagði okkur. En eftir fyrstu dagana var búið að útvega heimilinu samastað til bráðabirgða — í félagsheitn- ilirrfj í kjallara Neskirkju. þar sem Vestmannaeyjabörnin fengu sitt dagheimili eftir gosið í Eyjum. Sýndi sóknarnefndin mik- inn velvilja og skilning með þvf að lána húsnæðið. Þegar fréttamaður Mbl. og ljós- myndari litu inn í „Vesturborg" í Neskirkju virtust allir hinir ánægðustu. Yngri börnin voru að leika sér með það dót, sem dregið hafði verið saman fyrir þau f fremra herberginu og eldri börn- in hlustuðu á fóstruna Sigríði Einarsdóttur lesa þulu. Þau sögð- ust kunna ýmsar jólavísur, svo sem jólasveinar ganga um gólf og fleira. Þegar börnin geta verið úti, þarf að fara með þau á leikvöllinn í Hagaborg. — Þetta er ágæt lausn til að byrja með sagði Ingibjörg Kristjánsdóttir forstöðukona. En ég vona að rætist úr og við fáum aftur hentugt húsnæði áður en langt um líður. MORGUNBLADSHÚSINU

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.