Morgunblaðið - 19.12.1973, Side 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 1973
Ift'wll
Þýtur ískóginum ass-
5. kafli
ÆVINTÝRI FROSKS
„Já, alveg rétt, ég var búinn að gleyma þeim. Hvað
er orðið af þeim, blessuðum?“
„Það er von þú spyrjir," sagði rottan í umvöndun-
artón. „Á meðan þú flengist um landið í dýrum
bifreiðum og lifir góðu lífi, hafa þau greifinginn og
moldvarpan verið í hálfgerðri útilegu, átt napra
daga og kaldar nætur á verði við hús þitt til að
Keppni jólasveinanna
Getur þú séS hver af þessum se\ jólasveinum kemur fyrstur í
mark, þegar þú færð þessar upplýsingar?
II VNN HEFUR EKKI TRÉSKÓ A FÓTUM
HANN ER EKKI I VESTI
IIANN ER í RÓNDÓTTRI TREYJU
HANN ER DÓKKH ERÐUR
•\os ’ju issocj :jbas
fylgjast með mörðunum og hreysiköttunum og lagt á
ráðin um, hvernig eigi að endurheimta eignir þínar
fyri þig. Þú átt ekki skilið að eiga svo dygga vini,
froskur, þaðsegi ég satt. Einhvern tíma áttu eftir að
iðrast þess að hafa ekki metið vináttu þeirra meira á
meðan kostur var.“
„Ég veit, að ég er vanþakklát skepna,“ sagði
froskur og tárfelldi. „Ég ætla að fara og leita þau
uppi, út í kuldann og dimma nóttina og deila með
þeim súru og . . . heyrðu, . . . mér fannst ég heyra
glamur í diskum. Húrra, kvöldmaturinn er tilbúinn.
Komdu, rotturófa ... “
Rottan minntist þess, aðfroskur hafði veriðlengi í
fangelsi og þess vegna varð að fyrirgefa honum
ýmislegt. Hún fór því með honum að matarborðinu
og hvatti hann til aðnjóta þess, sem fram var borið.
Þau höfðu nýlokið snæðingi, þegar barið var að
dyrum.
Froskur varð skelfdur, en rottan kinkaði hug-
hreystandi kolli til hans og opnaði . . . og inn gekk
greifinginn.
Útlit hans allt bar það með sér, að hann hafði búið
lengi fjarri heimili sínu og þægindum þess. Skórnir
hans voru forugir og útgangurinn allur var ekki
burðugur. En hann hafði svo sem heldur aldrei verið
nein tildurrófa. Nú gekk hann hátíðlega til frosks og
heilsaði honum: „Velkominn heim, froskur. . . . æ,
fyrigefðu annars, hvernig læt ég. Þetta er heldur
ömurleg heimkoma, vesalings froskur.“
Svo sneri hann sér undan, dró stól að borðinu og
fékk sér væna sneið af köldum kjötbúðingi.
oAJonni ogcTVIanni
Hann benti okkur, að við skyldum skoða hana.
Síðan fór hann út.
Þegar við vorum orðnir einir, sagði ég við Manna:
„Þetta er undarlegt. Það er alveg eins og það, sem
við höfum lesið um í Þúsund og einni nótt“.
„Já“, sagði Manni. „Mér finnst vera farið ennþá
betur með okkur en kóngssynina, sem sagt er frá í Þús-
und og einni nótt“.
„Það er satt, Manni. En livað heldurðu, að þeir
ætli að gera við okkur?“
„Ég veit ekki“, sagði Manni. „Kannske þeir ætli
með okkur til Frakklands, eins og þegar Tyrkirnir
fluttu íslendinga til Algier forðum“.
Ég hló að þessu og sagði:
„Við skulum nú vona, að þeir geri það ekki. Þú
manst, að Tyrkir gerðu alía Islendinga, sem þeir tóku
Freysteinn eft||.
Gunnarsson Jón gveinsson
býddi
að þrælum. Mér finnst Frakkarnir fara betur að okkur
en svo, að þeir ætli að gera okkur að þræliun“.
„Það er satt, Nonni. Ég vildi ekki heldur fara í
þrældóm til Frakklands, annars hefði ég ekkert á
móti því að koma þangað einhvern tíma.
„Það væri gaman, Manni“.
Þá vissum við ekki, að þessi ósk okkar átti eftir
að rætast, fyrr en okkur varði.
Við fórum nú að blaða í myndabókinni.
En brátt voru dyrnar opnaðar, og inn kom maður
í snjóhvítum klæðum.
Það var brytinn á skipinu.
Hann heilsaði okkur glaðlega og setti diska með
kökum og öðru lostæti á borðið. Síðan fyllti hann tvö
lítil glös af hvítu víni og gerði okkur skiljanlegt, að
við skyldum gæða okkur á þessu. Síðan fór hann út.
a__
nte&fnorgunkaffimi
Afsakið, en get ég nokk
uð hjálpað ...?
— Allt í einu uppgötvaði ég, að
þetta var flugfiskur.
— Hef ég látið þig bfða lengi.
elskan...?
— Nei, ég giftist honum ekki
vegna peninganna, inín kæra.
Ég hef ekki huginynd um, hve
margar milljúnir hann á...