Morgunblaðið - 19.12.1973, Side 40

Morgunblaðið - 19.12.1973, Side 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 1973 HJUKRUN I BRENNIDEPLI HLAÐINU hefur hori/l eflirfar- andi frá Akurcyrardeild lljúkrunarff'laKS íslands: „HJUKRUN í brennidcpli" voru einkunnarorð samnorræna hjúkrunarkvennamótsins, sem haldíð var í Reykjavík sumarið 1970. — I>að má með sanni segja, að enn sé hjúkrun í brennidepli hér á landi, þeuar haft er í huga, að síðan-1970 hefur verið settur á stofn nýr ly úkrunarskóli, ný hjúkrunarnámsbraut við Háskóla Islands og lagt fram á Alþingi frumvarp til nýrra hjúkrunar- laga. Við hjúkrunarkonur fögnum því, að geta fylgzt með gangi hjúkrunarmála og gleðjumst inni- lega, þegar merkum áföngum er náð. Sérstaklega er ánægjulegt að fylgjast með, þegar eitthvað nýtt hefur gerzt í menntunarmálum hjúkrunarkvenna, því að áhugi okkar beinist fyrst og fremst að því, að opnaðar verði leiðir til meiri menntunar hér á landi. En ánægja okkar breyttist í undrun og síðan í vonbrigði, þeg- ar við komumst að raun um, að þrátt fyrir allt, sem gerzt hefur í menntunarmálum hjúkrunar- kvenna, er enn ógert það, sem að okkar áliti er mest aðkallandi, en það er að koma á fót framhalds- menntun (s.s. í heilsuvernd, geðhjúkrun, barnahjúkrun og öðrum sérgreinum hjúkrunar). Menntamálaráðherra lýsti yfir því í fyrirspurnartíma á Alþingi fyrir skömmu, að þegar ákveðið hefði verið að hefja framhalds- nám í hjúkrun við háskólann, hefði það sírandað á því, að há- skólinn veitti ekki öðrum viðtöku en stúdentum. Ennfremur sagði hann, að ekki mætti dragast að breyta lögum háskólans, til þess að hjúkrunarfólk gæti fengið að- gang að honum. Einnig var upp- lýst, að menntamálaráðuneytið hefur farið þess á leit við háskól- ann, að hann athugi, hvernig þessum breytingum verði bezt við komið. En hvernig ber að skilja þessar jákvæðu yfirlýsingar, þegar ein- mitt á sama tíma og þær eru gefn- ar, er verið að afgreiða ný lög á Alþingi um háskólann, án þess að nokkuð sé minnzt á ákvæði er varðar hjúkrunarfólk? Að visu var sett á stofn við háskölann ný námsbraut í hjúkr- un, en það er hjúkrunargrunn- nám og eingöngu ætlað stúdent- um. Þrátt fyrir þessa nýju náms- braut stöndum við í sömu sporum, hvað snertir framhaldsmenntun- ina, þvi að í reynd hefur einungis þriðji hjúkrunarskólinn verið stofnaður. Vonandi dettur engum í hug, að hjúkrunargrunnnám við há- skóla jafngildi framhaldsmennt- un í hjúkrun eða veiti réttindi sem slík. Hve lengi á að draga okkur á aðgerðum í framhaldsmenntunar- málum eftir svona jákvæðar und- irtektir ráðamanna? — Það hefur sýnt sig, að þegar aðgerða er þörf, þá er hægt að hraða framkvæmd- um, það kom í ljós, þegar nýi hjúkrunarskólinn var stofnaður. Væri ekki einnig hægt að láta til skarar skríða með framhalds- menntunina? Nýtt frumvarp til hjúkrunar- laga liggur nú fyrir Alþingi og verður væntanlega afgreitt á næstunni. I athugasemdum við 1. gr. frumvarpsins, sem fjallar um það, hverjir hafa rétt til að kalla sig hjúkrunarkonu eða mann, er sagt frá því, aðtillögur hafikomið fram um nýtt samheiti fyrir þá, sem lokið hafa hjúkrunarnámi. Rætt hafi verið um orðin hjúkrir, hjúkri, hjúkrari og hjúkrunar- fræðingur. Einnig segir í athuga- semdinni, að vonazt sé til, að Hjúkrunarfélag íslands hafi kom- ið fram með ákveðna tillögu utn slíkt heiti, áður en meðferð frum- varpsins á Alþingi sé lokið. Mikill hluti hjúkrunarkvenna er mót- fallinn slíku samheiti og myndi aldrei taka það upp. I reynd yrði því ekki um samheiti að ræða, heldur sérheiti einhvers hóps hjúkrunarfólks. Islenzka hjúkrunarstéttin er fá- menn og verður því að vera á verði gagnvart öllum breytingum, er leitt geta til sundrungar. Okk- ur er nú þegar ærinn vandi á höndum að eiga að standa saman sem ein stétt, þegar við höfum fengið þrenns konar grunnnám. Slikt gæti blessazt meðal stjór- þjóða, en er varhugavert hjá okk- ur vegna smæðar okkar. Við vilj- um því lýsa andúð okkar á nafn- breytingunni og vonumst til, að henni verði ekki komið á gegn vilja mikils hluta hjúkrunarstétt- arinnar. Ennfremur viljum við ítreka beiðni okkar um framhalds- menntun og skorum á ráðamenn að hefjast nú þegar handa um það brýna verkefni, þvi að við álítum, að allír, sem lokið hafa viður- kenndu grunnnámi í hjúkrun, eigi að hafa jafnan rétt og mögu- leika til framhaldsmenntunar. Hjúkrunarkonur Akureyrardeildar H.F.Í. fHttgtutHafrUi margfaldnr markað yðar Æ6IFÖ6UR Eldar í Heimaey Vestmannaeyingarnir,Árni Johnsen, blaðamaður, og Sigurgeir Jónasson, ljósmyndari, taka höndum saman og lýsa baráttu Eyjamanna við náttúruöflin á ógleymanlegan hátt. Eldar í Heimaey er einstæð lýsing Árna Johnsen á baráttu mannsins við elda og ösku, hraun og hita, og þeirri óbif- anlegu bjartsýni, sem Eyja- menn sýndu, þótt óvíst væri um örlög heimabyggðar þeirra. Árni rekur einnig höf- uðþætti hins mikla endur- reisnarstarfs í Eyjum á þann hátt, sem þeim einum er lagið, sem þekkt hefur Eyjar og íbúa 'þeirra ailt sitt líf. 300 myndir Árni Johnsen t VESTMAN Meginþorri þeirra 300 mynda, sem prýða bókina, er tekinn af hinum kunna ljósmyndara Sigurgeir Jónassyni, sem dvaldist í Eyjum allan gostím- ann. Frábærar atburðamynd- ir Sigurgeirs og 15 annarra ljósmyndara draga upp raun- sanna 'lýsingu á hinum stór- brotnu og hörmulegu atburð- um, sem gerðust, þegar eldar komu upp í Heimaey. VESTMANNAEYJABÓK AB

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.