Morgunblaðið - 19.12.1973, Qupperneq 42
42
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 1973
USA-ferðinni
Frá Kristni Jörundssyni.
KEPPNISFÖR íslenzka körfu-
knattleikslandsliðsins í Banda-
ríkjunum er nú á enda. Síðasti
leikur landsliðsins var gegn Luth-
er College s.l. sunnudag og lauk
þeim leik með sigri Bandaríkja-
mannanna 103 — 77, eftir að þeir
höfðu haft yfir 53 — 33 í hálfleik.
Sem kunnugt er, þá er lið Luther
College væntanlegt hingað um
jólin og mun leika hér nokkra
leiki.
11. desember s.l. lék landsliðið
við Wartburg háskólann í
Waverly, og segir svo frá þeim
leik í bréfi frá Kristni Jörunds-
syni:
Warburg keppir í sömu deild og
flest liðin, sem við leikum við hér
i' Iowa. Og síðustu sjö árin hefur
Wartburg liðið unnið þessa
keppni. Þeir hafa ekki marga
stóra Ieikmenn, en þeir hafa hins
vegar mjög agað lið og leika
kerfisbundinn körfuknattleik.
Wartburg hafði forystu allan
fyrri hálfleikinn, en við fylgdum
fast á eftir og var munurinn
aldrei meiri en 6 —8 stig fyrr en
undir lokhálfleiksins. Þá sigu
þeir framúr og höfðu 46 — 31
forystu í hálfleik.
Seinni hálfleikurinn var mjög
svipaður þeim fyrri. Munurinn
jókst heldur, en varð aldrei neitt
mjög mikill. Snemma í seinni
hálfleiknum misstum við báða
miðverðina út af með fimm villur
og háði það okkur nokkuð. Lauk
leiknum með sigri Wartburg 82
— 58, sem verður að teljast mjög
góður árangur hjá okkur, enda
átti íslenzka liðið einn sinn bezta
leik í ferðinni, hingaðtil.
Kínverjar
viðurkenndir
í FYRSTA sinn i 25 ár tekur
Kína þátt í Asíuleikunum í
íþróttum, er háðir verða í
Teheran næsta sumar. Á fundi
íþróttaleiðtoga Asíuþjóða, sem
haldinn var i Teheran í siðustu
viku, var ákveðið með 20 at-
kvæðum gegn 2 að veita Kína
aðild að leikunum en útiioka
Formósu. Það voru aðeins full-
trúar ísrael og Suður-Kóreu
sem greiddu atkvæði gegn
kinverskri þátttöku.
Akvörðun þessi er talin mjög
þýðingarmikil fyrir Kínverja,
og næsta skref þeirra verður
örugglega að sækja um aðild að
Olympíuleikunum. Vitað er þó.
að þar muni þeir mæta tölu-
verðri andspyrnu og hefur t.d.
alþjóðlega Olympíunefndin lýst
yfir óánægju sinni með úrslit
atkvæðagreiðslunnar í Teher-
an þar sem hún telur
óhæfu að vísa Formósu frá.
Nokkur alþjóðleg sambönd:
borðtennis, róður, bogfimi, ís-
knattleikur og skautaíþróttin,
hafa viðurkennt Kínverja og
visað Formósu úr samtökum
sinum, en önnur sambönd,, t.d.
fyrir frjálsar íþróttir, sund,
knattspyrnu og fimleika, hafa
ekki viljað viðurkenna Kín-
verjana á kostnað Formósu.
3000 fyrir 9 rétta
VINNINGURINN I Getraunum
skiptist nokkuð í síðustu viku, er
farið var yfir seðlana fundust 5
með 10 leiki rétta og 50 með 9
leikjum réttum. 10 réttar lausnir
gefa af sér 74.600 krónur í hlut og
9 réttar 3.100 krónur. IVIörg úrslit
komu á óvart í ensku knattspyrn-
unni á laugardaginn og kom það
niður á spámönnum dagblaðanna,
sem gekk óvenju illa að þessu
sinni, en tölum ekki meira um
það.
í sambandi við 18. leikviku er
rétt að geta þess, að á getrauna-
seðlum hefur misritazt til-
kynningadagur til Getrauna um
11 eða 12 leiki rétta. Þannig að
ekki á að hringja í síma Getrauna
á aðfangadag eins og beðiðer um
á seðlinum, þann dag taka starfs-
menn Getrauna sér frí eins og
aðrir. Heldur er fólki bent á að
hafa samband við skrifstofu Get-
rauna 27. desember eða þriðja I
jólum.
Þaðer Iff og fjör f þcssari mynd, sem tekin er á leik Crystal Palace og
Miwail á dögunum. Ekki er vitað, hvernig þessum f imleikaæf ingum
lauk en leikurinn endaði með jafntefli, 1-1.
lokið
Stigahæstir voru Kristinn með
19 stig og Þórir með 12 stig.
Þann 8. desember síðastiiðinn
lékum við gegn Simpson-háskólan
um I Iowa, en í þeim skóla eru um
1200 nemendur. Við byrjuðum
leikinn mjög vel og komumst I
7:2, en þeir sigu á og jöfnuðu
fljótlega. Sigu þeir sfðan hægt og
sígandi fram úr og höfðu yfir í
hálfleik 49:40. Simpson byrjaði
síðari hálfleikinn mjög vel og jók
muninn f 67:46, á þessum tíma
átti fslenzka liðið mjög slæman
leik. En við sóttum f okkur veðrið
og minnkuðum muninn i 9 stig,
74:65 er 7 mínútur voru eftir.
Aftur jókst munurinn og lokatöl-
ur urðu 97:77, Simpson-liðinu i
vil.
Stigahæstir voru Kristinn með
18 stig og Þórir með 17 stig.
Haukar
EINN leikur fór fram í Islands-
mótinu í körfuknattleik um
síðustu helgi, UMFG vann Hauka
65:55 í 2. deild, í hálfleik var
staðan, 34:24. Þó að ekki hafi
munað nema 10 stigum í lokin,
var lið Grindvíkinga áberandi
sterkari aðilinn og verðskuldaði
sigurinn. Eirfkur Jónsson.UMFG,
var áberandi bezti maður vallar-
jns og réðu Haukarnir engan veg-
inn við hann. Eiríkur skoraði 35
stig, flest með langskotum. Jó-
hannes Edvaldsson var beztur
Haukanna og jafnframt stiga-
hæstur með 29 stig.
GK.
Kristinn Jörundsson.
Jólamót
í frjálsum
Reykjavfkurfélögin og Breiða-
blik gangast fyrir jólamóti í
frjálsum fþróttum nk. fimmtudag
og föstudag. Mótið fer fram í
Baldurshaga og hefst klukkan
19.00 báða dagana. Fyrri daginn
verður keppt í 50 m grindahlaupi,
þrfstökki og hástökki karla, 50 m
grindahlaupi og langstökki
kvenna. Síðari daginn verður
keppt f langstökki og 50 m hlaupi
karla og hástökki og 50 m hlaupi
kvenna.
Banda-
ríkja-
menn
1 heim-
sókn
MILLI jóla og nýárs kemur hing-
að til lands körfuknattleikslið frá
Luther College f Iowa í Banda-
rfkjunum. Liðið leikur hér alls 7
leiki, f Reykjavík, Akureyri og
Kef lavfkurflugvelli.
Leikjaniðurröðun verður sem
hér segir:
28. desember gegn Reykjavík-
urmeisturum KR í Laugardals-
höll.
29. desember gegn landsliðinu í
Hafnarfirði.
30. desember gegn úrvali á
Keflavíkurflugvelli.
2. og 3. janúar tekur liðið þátt í
f jögurra liða keppni f Laugardals-
höll, þátt í mótinu taka Luther
College, a og b landslið og lið af
Keflavíkurflugvelli.
4. janúar verður leikið gegn Þór
á Akureyri.
6. janúar gegn úrvali á Kefla-
vfkurflugveíli.
7. janúar gegn landsliði í Laúg-
ardalshöll.
Alls verða því leiknir 10 leikir í
sambandi við komu bandaríska
liðsins hingað og af þeim leikur
landsliðið 4 leiki og verður það
kærkomin æfing fyrir liðið, sem
leikur í Polar Cup í Finnlandi í
lok janúar.
Að sögn eins af leikmönnum
fslenzka landsliðsins, sem verið
hefur á keppnisferð um Banda-
ríkin undanfarið og meðal annars
leikið við Luther College, þá er
liðið, sem hingað kemur, nokkuð
gott en þó engan veginn ósigr-
andi, nái íslenzku liðin góðum
leikjum.
Pele hótað
BRASILlSKA knattspyrnustjarn-
an Pele hefur að undanförnu orð-
ið fyrir óskemmtilegri lífs-
reynslu. Honum hafa borizt bréf,
þar sem því er hótað, að börnum
hans verði rænt, greiði hann ekki
háa upphæð til hótunarmann-
anna. Þá var nýlega kastað
sprengju inn i garðinn við hús
Pele, en hún olli ekki miklum
skemmdum.
A-Evrójia einokaði HM kvenna
JUGÓSLAVÍA varð heimsmeist- Pólland og Tékkóslóvakia
ari í handknattleik kvenna, sigr- kepptu um fimmta sætið og sigr-
aði Rúmeníu í mjög skemmtileg-
um úrslitaleik með 16 mörkum
gegn 11, eftir að staðan hafði ver-
ið jöfn f hálfleik 7—7. Þótti lið
Júgóslavíu bera nokkuð af í
keppninni, ekki sízt fyrir mjög
vel útfærðan varnarleik.
Sovétríkin hlutu bronsverð-
launin í keppninni, sigruðu Ung-
verjaland í keppni um þau með 20
mörkum gegn 12. Staðan í hálf-
leik í þeim leik var 11—5.
UMFG —
aði Pólland í þeirri viðureign
15—13. Um sjöunda sætið kepptu
Norðurlandaþjóðirnar Danmörk
og Noregur og sigruðu dönsku
stúlkurnar 12—10. Báðar þjóðirn-
ar höfðu gert sér miklar vonir um
að lið þeirra stæðu sig betur í
keppninni, einkum þó Danir, en
fyrir keppnina hafði t.d. liðið
sungið lög inn á plötu, og hét
titillag plötunnar „Við sækjum
gull til Júgóslavíu". Austur-Þýzka
land varð í níunda sæti í keppn-
inni, Japan í tíunda sæti, Vestur-
Þýzkaland í ellefta sæti og Hol-
íand í tólfta sæti.
Getrauna- tafla nr. 18 leikir 22. des. •ÍO •H 40 CÖ rH £ 0 hC U o s G Ö •H E VH *H W VH > G c •H *fí 1—t •H > 40 \0 •rc A •H rC Ö •H -P •rz U) <D P 2 4C 3 m Sunday Mirror Sunday People News of the World 1 Sunday Express P CÖ p fc£ 0 i—1 0 EH 0 'O c 3 co SAMTALS.
1 X 2
Arsenal - Everton 1 1 1 i i 1 X 1 X 1 8 2 O
Goventr.y - Leicester 1 1 X i i X 1 X 1 1 7 ? O
Derb.y - Tottenham 1 X 1 i 2 1 1 1 X X 6 ? 1
Ipswich - BirminKham 1 1 1 i X 1 1 X 1 í 8 2 0
Leeds - Norwich 1 1 1 i 1 1 1 1 1 í 10 0 0
Liverpool - Man. Utd. 1 X 1 i 1 1 1 1 1 í 9 1 O
Man. Cit.y - Burnle.y X 1 X 2 1 X X 1 2 X ? 9 2
0PR - Newcastle X X 1 X 1 1 2 2 _ í 4 ? 2
Sheff. Utd. - Southampton X 2 X X X _ _ _ _ _ o; . 4 1
West Ham - Stoke í 1 1 1 2 2 x X X X 4 4 2
Wolves - Chelsea X 2 X 1 2 X o í— X 2 2 1 4 ?
Aston Villa - Notts Count.y 1 X 1 1 X 1 X X X 1 0