Morgunblaðið - 20.01.1974, Page 10

Morgunblaðið - 20.01.1974, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JANÚAR 1974 Gísli J. Astþórsson: Mvndir frá Gulag-iandi eru aldrei skýrar. Þær eru teknarí flýti og í lauini. Þessi sýnlr f angabúðir í Arehangelsk. Solzhenitsyn, sannleikurinn og Gulag Bók Alexanders Solzh- enitsyn, Gulag eyjahafið, er saga ógnarstjórnarinnar i Sovétríkjunum á árunum 1918 til 19ö(j. Hún segir frá fórnar- lómhum þessa tímabils og frá miinnunuin, sem háru áhyrgó á ódæðisverkunum og frá mönn- unum. sem voru verkf.eri þeirra og frainkvæindu vilja þeirra — þangaó til ógnaraldan sópaói þeim líka út á hid enda- lausa „eyjahaf ', sem ekki var fátítt, út í þann hafsjó fanga- húða stórra og smárra. sem skáldið á vió meó nafninu á hók sinni. Þetta er ófögur hók. einatt hroóaleg, alltaf hörmuleg. ilún er saga hlóóhaós og „hreins- ana": hlóóhaðs, sem linnti ekki um áratugi, hreinsana. sem aldrei tóku enda. Solzhenitsvn er miskunnarlaus í lýsingum sínum á hryójuverkunum, þó aó kærleíkur hans til fórnar- lambanna eigi sér heldur engin takmörk. En liann segir allan sannleikann eins og hann sá hann og lifði hann af. Bók hans er jafn nauðsynleg og sannleik- urinn sjálfur. Hún hlaut aó koma. Hún lýsir því öllu, rekur slóð böðlanna inn í innstu afkima íikis þeirra. Hún segir frá fangelsuntun og fanga.vögnunum pg fanga- húóunum'. Þegar fangelsin þraut. voru klaustrin gerð að fangagevmslum en fangavagn- ar járnhrautanna voru arfur frá keísaratímanum. Hún segir frá aftökunuin og misþyrmingunum og barsmíð- inni á dyrnar, sem helst þurfti að hera að um miðja nótt og var forboði handtökunnar. Hún segir frá yfirheyrslun- um, sem lauk nær alltaf meó „játningu" sakhorningsins. Þá lögóu rannsöknardómararnir nótt við dag — já, og svo fang- inn. Hún sýnir okkur hörn bakvið gaddavír og inæóur þeirra komnar að niðurlotum hakvið gaddavírinn í annarrri stíu. en íaðirinn er „horfinn". Hún lýsir angist þessa fölks á meðan þaó beió eftir nætur- heimsókninni og örvæntiirgu þess. þegar kallió kom og þján- ingunum og hörmungunum, sem beið þess þá i fangabúaveld inu Gulag, sem sýnist hafa ver- ið stytting Sovétmanna sjálfra (fremur en skammstöfunin) á heiti þeirrar stofnunar i landi þeirra. sem réð yfir „eyjahaf- Morgunblaðið mun birta útdrátt úr bók Solzhenit- syns og kemur fyrsti kafli af þremur á þriðju- dag. inu". Því að Gulag var ríki í ríkinu — og er það víst ennþá. Gulag sá um rekstur fangahúó- anna og um skiptingu þeirra útskúfuðu á milii þeirra og um nýtingu vinnuafls þeirra — gjörnýtingu þess — allt frá Murmansk og austur til Kamts- jatka: víð námagröftinn, við skógarhöggið, við vegageró og lagningu járnhrauta. eða í eðj- unni ofan í einhverjum þeirra risavöxnu skipa- og áveitu- sktiróa. sem Stalin hreykti sér af. Yagoda, sem var einn af íllræmdustu lögreglustjórum hans, vai' líka hreykinn af þess- um skuröum. Hann reyndi að milda Stalin með því aö minna hann á þá. þegar einræðisherr- ann hafði illu heilli komist að þeirri niöurstöóu, aö hann — hinn ötuli og sívakandi Yagoda — væri því miður „svikari og landráðamaður" rétt eins og allir hinír. Hnakkaskotið og ömerkt gröf beið lögreglustjór- ans, og liann var gr'ati næst. „Hvað Yagoda viðvíkur (skrifar Solzhenítsyn kulda- lega) gat þessi milljónamæring- ur og morðingi einfaldlega ekki gert sér í hugarlund, að mikil- mennið, sem var honum fremra sem morðingi, mundi ekki taka málstað hans, halda yfir honum hlífiskildi, þegar öll sund virt- ust lokuð . . . Yagoda þráhað hann að sýna sér miskun: Ég sárbæni þig! Það var fyrir þig, sem ég h.vggði tvo óviðjafnan- lega skipaskurði." En Yagoda „hvarf", eins og faðirinn, sem sá konu sína og hörn hverfa inn f gaddavírsríki Gulags. Solzhenitsyn leiðir okkur um land Gulags þar sem fangaþjóð- in himir undir varðturnunum. Aðdragandinn að fangavistinni þar er oft óskiljanlegur mennskum manni. Hversvegna varð þriðjungurinn af íbúuin Leningrad að halda út i „eyja- hafið" — þriðji hver borgarbúi! — i hreinsuninni, sem fylgdi í kjölfar Kirov-málsins 1934 —'35? Var þriðji hver karl og kona, sein hyggði þessa sögu- frægu horg virkilega „svikari og landráðamaður" eins og höð- ullinn Yagoda? „Látilin þá af- sanna þessa tölu, sem eiga að- gang að skýrslunum (skrifar Solzhenitsyn) og sem treysta sér til að hirta þær.” A öðrum stað áætlar hann eftir þeim heimildum, sem hann hefur hestar, að 500.000 pólitískir fangar hafi verið skotnir í Sov- étríkjunum á árunum 1937 og 1938 — auk 480.000 svokallaðra síhrotamanna. Hve margirgistu þá „eyjahaf- ið" þegar veldi Gulags var mest? Solzhenitsyn revnir að svara þeirri spurningu — og er háðskur: „Það er ekki líklegt, að þar hafi verið fleiri en tiilf mílljón- ir í senn ... Og af þessuin fjölda var naumast meira en helming- urinn piilitískir fangar. Sex milljónir? Nú, jæja. Það er þá svipað og fliiiatalan hjá lítilli þjóð, svo sem eins og í Svfþjóð eða Grikklandi." „Vélin", upplýsir skáldið, fyllti samt jafnöðum í skörðin eftir því sem fangarnir vesluð- ust upp og dóu. „Vélin" var ríkið og Gulag fiír ineð uinhoð þess. Og hverja gleypti þá þessi vél „til þess að fylla í skörðin"? Nánast alla. Satt að segja var hún einn alþýðlegasti ógnvald- urínn, sem sögur fara af. Sér- grein Hitlersvélarinnar var út- rýming Gyðinga. Stalin vélin gleypti allt, hraut það og fjar- lægði. Enginn var óhultur. Hvort er nú brjóstumkennan- legra þegar gildran smellur f lás: maðurinn i valdastöðunni, sem er kominn milli tannhjól- anna á vélinni eða nafnlaus hversdagskona, sem hún hremmir nánast af tilviljun? Solzhenitsyn lýsir þeim báð- um. FN'rst er það byltingarkemp- an, flokksbróðir og baráttufé- lagi sjálfs einræðisherrans: „A desemberfundi miðstjórn- arinnar 1937 komu þeir inn ineð Pyatakov. Það var búið að mölva úr honum tennurnar og hánn var hreint ekkert líkur sjálfum sér. Fyrir aftan liann stóðu þögulir menn úr öryggis- iögreglunni . . Framburðtir hans gegn Bukharin og Rykov var ógeðslegur. Ordzhonikidze har höndina upp að eyranu (hann var hevrnarsljór) og spurði: Er allur þessi vitnis- hurðurþinn látinn í té af frjáls- um vifja? (En takið samt eftir: Ordzhonikicze á sjálfur eftir að hljóta sína hyssukúlu!) Algjör- lega af frjálsum vilja, svaraði Pj atakovog riðaði á fótunum.” Þetta var gamli holsivjkinn, einn af þeiln stóru. Og þá er það konan, þessi nafnlausa, meinleysislega kona, sem í fáfræði sinni aumk- aðist yfir vöggubarn: „Árið 1937 (skrifar Soizhen- itsyn) kom kona i skrifstofu leynilögreglunnar í Novocher- kassk til þess að sp.vrja þá þar hvað hún ætti að gera við svelt- andi ungabarn nágrannakonu sinnar, sem hafi verið handtek- in. Þeir svöruðu henni: Tylltu þér, við skulum sjá um þetta. Hún sat þarna i tvo klukku- tíma. Þá tóku þeir hana og fleygðu henni inn í fanga- klefa." Bókin um Gulag eyjahafið er liðlega 600 blaðsíður, um 260.000 orð. Hún er bvggð á reynslu Solzhenitsyns sjálfs (hann sat ellefu ár í fangabúð- um), framburði og frásögnum 227 karla og kvenna, sein lifðu fangavist sína af, bréfum frá föngum, rituðum endunninn- ingum fanga og svo rannsókn- um og gagnasöfnun skáldsins um tuttugu ára skeið. Solzhen- itsyn lauk við bókina fyrir fimm árum, en ákvað að fresta útgáfu hennar (þ.e. að smygla henni ekki úr landi) um óákveðinn tíma til þess aðkoma ekki því fólki i vandræði, sem er nafngreint í hókinni, og svo ættingjum þess og vinum. í ágúst í fyrra komst leynilög- reglan hinsvegar yfir afrit af handritinu þegar kona að nafni Yelizaveta Voroyanaskaya vís- aði á það eftir fimm daga stans- lausar yfirheyrslur; fékk þá að fara og komst heim til sín og hengdi sig. Þar með var hrostin forsendan fyrir geymslu liand- ritsins og feluleiknum ineð það. Það er þ\rí fyrir árvekni leyni- lögreglunnar, sem hókin sér dagsins Ijós fyrr en ráðgert var — og kann Solzhenitsyn að finnast sú staðreynd kaidhæðn- isleg. Aðförin, sem nú er gerð að honum, talar og sínu máli. Hún er vitfirringsleg i ofstopa sín- um, ómanneskjuleg í hatri sínu. Enginn mannsharki getur þó gefið frá sér þvílík org; það er „vélin", sem framleiðir þau. Sumir óttast nú jafnvel, að bók- in um Gulag evjahafið — sann- leikurinn um fangaþjóðina — kunni að kosta höfundinn lffið. Hann opnar þessa veröld upp á gátt, sviptir gaddavírstjaldinu frá þessum vítis- og smánar- hletti þar sem gráar manneskj- ur í gráum tötrum erfiða og deyja. Það er ein af ráðgátunum, sem fylgir einræðisstefnunni hvernig valdhafarnir halda að þeir geti meðhöndlað sannleik- ann. Ég er sannleikurinn, segja þeir. En það sem er „opinher sannleikur" i dag getur allt eins heitið „lygi og áróður" á morgun. Það er það furðulega. Þeir vilja geta tekið sannleik- ann úr sambandi eins og þvotta- vél! Þeir segja, að sannleikur- inn þurfi að hafa opinberan stimpil, eins og dilkakjötið i sláturhúsunum okkar. Fangabúðirnar voru ekki „opinber sannleikur" á meðan Stalin lifði. Þær voru ekki til. Milljónirnar, sem týndu lífi sin- u i þeim, höfðu heldur aldrei verið til, Þá gerist það á tuttug- asta flokksþingi kommúnista- flokks Sovétríkjanna, aðkomm- únistaforinginn Nikita Khrushchev veifar vendi sínum — og fangabúðirnar eru til. Það er „opinber sannleikur". Þaðer svo ágætur, stálklæddur, eitt þúsund karata úrvalssannleik- ur, að meira að segja fyrrver- andi fangabúðalimur að nafni Alexander Solzhenitsyn fær að lýsa þeim nokkuð í bók, sem hann nefnir: Dagur í lífi Ivans Denisovitch. Nú eru þær ekki til. Það hentar ekki í svipinn að þær hafi verið til. Og fyrir að vilja ekki játa þann nýsann- leika er nóbelsverðlaunaskáld- ið Alexander Solzhenitsyn út- hrópað sem svikari og landráða- maður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.