Morgunblaðið - 20.01.1974, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 20.01.1974, Qupperneq 12
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JANUAR 1974 í fgumöréUm Sagt Vladimir Ashkenazy: Áður en Vladimir Ashkenazy fór utan sl. sunnudag áttum við saman dálítið málþing um föður hans, en þó einkum um nokkur önnur atriði í lífi hans, sem við höfðum ekki rætt áður í samtölum okkar. Við sátum í æfingasal Ashkenazys í nýja húsinu þeirra Þórunnar að Brekkugerði 8. Þar er mynd af Solzhenitsyn, auk ýmissa annarra mynda og persónulegra muna. Með- fram veggjunum eru bekkir. Uppi á palli stendur flygill- inn. Húsið er stórt og það er ekki á allra færi að breyta svona stórum og köldum veggjum í hlýlegt heimili, en það hefur Þórunni tekizt. Fyrsti áfangastaður þeirra nú er London, þar sem Ashkenazy heldur tónleika og leikur píanókonserta eftir Prokofjeff inn á plötu. „Það er athyglisverð tilviljun," sagði Ashkenazy, „að Prokofjeff samdi 5 konserta eins og Beethoven. Nú ætla ég aðleika tvo þeirra, en síðar á árinu hina þrjá, og verða svo allir konsertarnir gefnir út á einni plötu. Ég lék alla píanókonserta Beethovens i fyrra og þeir komu á plötu i september sl.“ Sú plata þykir gersemi eins og sjá má í heimsblöðunum. Þegar Ashkenazy hefur lokið erindum sínum i Lundún- um fara þau Þórunn til Ameríku, þar sem hann leikur i fjölda borga, einkum á austurströndinni, en þó einnig í Miami, Chicago og Houston, svo að eitthvað sé nefnt. Ég spurði, hvað hann hefði haldið marga tónleika um ævina. Hann sagðist geta gefið mér nákvæmar upplýsingar um það, gekk að hillu við pianóið, tók fram stóra bók, blaðaði í henni um stund, leit svo á mig og sagði: „Ef ég tel með sfðustu tónleikana, sem ég stjórnaði hér, hef ég haldið 1462 tónleika frá fyrsta fari. Það er ekki svo ýkja mikið,“ bætti hann við. En mundi það ekki vera nokkuð vel af sér vikið, þegar haft er í hnga, að Ashkenazy er aðeins 36 ára gamall? Á þessu nýbyrjaða ferðalagi heldur hann um 40 tón- leika í London og Bandaríkjunum. Ferðalagið stendur yfir fram í aprilbyrjun, en þá koma þau Þórunn heim til íslands. Ashkenazy leikur nú svipuð verk og áður, eftir Beethoven, Chopin, Prokofjeff o.fl. Þegar þau koma aftur heim ætlar Ashkenazy að snúa sér heldur betur að málefnum föður síns og gera enn eina tilraun til að hann komi í heimsókn til íslands. Þá dveljast þau hjón hálfa þriðju viku hér á landi, og hann gerir ráð fyrir að hafa einhvern tima aflögu. Hann sagði: „Ég hef skrifað föður mínum nýtt bréf og boðið honum til íslands, því að boðið frá síðasta ári féll úr gildi við áramótin, og þar með einnig umsóknir hans um að skreppa til íslands. Eg ætla ekki nú að fara að rifja upp, hvernig yfirvöld hafa hunzað þessar óskir hans, en plöggin frá því í fyrra eru öll úrelt, svo að þau verður að endurnýja. Bréf mitt til föður míns var áritað af íslenzka utanríkisráðuneytinu. Faðir minn getur ekki beðið um fararleyfi til útlanda nema honum sé boðið. í maí eða júní verða liðin 7 ár frá því við hittumst sfðast. Það var í London. Hann hefur alltaf sagt mér, að hann langaði til að heimsækja okkur. Ég talaði við hann í síma fyrir nokkrum dögum, og þá spurði hann að fyrra bragði, hvort ég hefði gert eitthvað í hans málum og ég sagði, að ég gerði auðvitað allt, sem unnt væri til að fá hann hingað. Ég er mjög þakklátur fyrir þá hjálp, sem ég hef fengið hér á Iandi. Eg þekki nú landið og fólkið miklu betur en áður.“ Ég spurði hann, hvort honum fyndist hann kannski versi orðinn íslendingur. Hann brosti, lagðist endilangur upp á bekkinn, hugsaði sig um: „Ef ég segði, að mér fyndist ég vera íslendingur, segði ég ósatt. Mér finnst einungis það, sem er: að ég sé Rússi, serri býr erlendis. En aðalatriðið er að hafa tilfinn- ingu fyrir manneskjunni fremur en þjóðerninu. Ég er mjög hamingjusamur hér, gleðst yfir þvi að vera islenzkur ríkisborgari og finnst stórkostlegt að eiga heimili á ís- landi. Og börnin mín eru íslenzk. Þau tala íslenzku og eru hamingjusöm hér. Sú vinátta, sem við höfum mætt hér á landi, er aðmínu áliti einstök." Við snerum okkur aftur að síðasta samtali þeirra feðga. Ashkenazy sagði: „Faðir minn sagði mér í simtalinu, að kennari minn við konservatorfið í Moskvu, prófessor Lev Oborin, væri dáinn. Hann var aðeins 64 ára gamall og lézt úr hjartaslagi. Hann var góður kennari. Ég bar yirðingu fyrir honum. Hann var einstök manneskja.“ Nú var komið að hjartanu og þess vegna leiddi ég talið að móður Ashkenazys, sagði: „Sumir spyrja af hverju móðir þín vilji ekki koma í heimsókn?“ „Hún vill ekki skrifa mér,“ sagði hann dapur. „Hún vill ekki tala' við mig i síma. Við höfum rifizt. Faðir minn hefur þó sagt mér, að hún hafi eitthvað verið að hugsa um að heimsækja mig þrátt fyrir þetta, en svo er það notað, að einhverjir læknar í Sovétríkjunum segja, að hún megi ekki fljúga vegna hjartasjúkdöms, sem hún gengur með. Ég hef spurt lækna í Bandaríkjunum, hvort þetta sé rétt, en þeir fullyrða, að fráleitt sé, að fólk með slíkan hjarta- sjúkdóm megi ekki fljúga. Sumir segja, að móðir min megi ekki hitta mig, af því að það geti komið henni í geðshrær- ingu og haft slæm áhrif á sjúkdóminn. En það getur varla talizt frambærileg ástæða. Satt að segja er mér afstaða móður minnar hulin ráðgáta. En ég held, að raunveruleg ástæða þess, að við höfum rifizt, sé sú, að ég er búsettur erlendis.“ Svo horfði hann í gaupnir sér og á flygilinn og minning- in var komin í heimsókn, það leyndi sér ekki. Hann hafði gefið mér enska þýðingu á Ijóðum rússneska skáldsins Osips Mandelstams, sem kemur út nú í janúar. Við höfum áður þýtt saman eitt ljóð eftir hann, þegar ég skrifaði um hrikalega ævisögu ekkju Mandelstams, og mér komu í hug ljóðlínur eftir Osip meðan ég beið þess, að Ashkenazy ætti frumkvæðið að áframhaldandi samtali: „Hann getur ekki talað og við getum ekki þolað það. Það er eins og að horfa upp á sálina sundurkramda." En innra þrek Vladimirs Ashkenazys er meira en gengur og gerist. Húmanismi hans er borinn uppi af raunsæi. Veru- leiki hans er ekki afskræmt hatur. En þögn hans var næsta óþolandi. Svo sagði hann: „Móðir mfn gaf mér alla sína ást og orku og ég get aldrei fullþakkað henni. En ég get ekki skilið hana. Þegar ég hugsa um börnin min, hvarflar aldrei að mér neitt annað en hamingja þeirra, og mér dettur ekki í hug, að þau eigi að vera þar, sem ég óska eða krefst. Ég ætlast ekki til, að þau lifi mfnu lífi, geri mig hamingjusaman. Ég er ham- ingjusamur, ef þau eru það. Ef þau verða ánægð, þar sem þau ber að landi í lífinu, verð ég hamingjusamur. Ég mundi aldrei rífast við þau út af því, hvar þau byggju, fyndist það fánýtt. Lífið er of stutt, heimurinn of lítill, nánast eins og eitt lítið herbergi, til að ástæða sé að eyða ævinni í rifrildi. Ef börnin mín væru ánægð á tunglinu, yrði ég líka hamingjusamur." Ég spurði, hvort hann héldi, að afstaða móður hans mótaðist kannski af pólitískum þrýstingi yfirvalda, en augljóst var, að sú spurning leysti enga gátu. „Ég get aðeins sagt, að afstaða hennar gæti verið hennar eigin vilji,“ sagði hann. „En ef þetta er þrýstingur frá stjórn- völdum, þá er allt svo vel í pottinn búið, að engin leið er að merkja annað en þetta sé hennar eigin bjargföst sannfær- ing.“ Faðir Vladimirs, David Ashkenazy, er af Gyðingaætt- um, eins og nafnið bendir til: „En hann er fyrst og sfðast rússneskur,“ sagði sonur hans. Og móðirin er rússnesk í húð og hár: Ég var alinn upp af móður minni og drakk í mig rússneska menningu, sögu og listir, ekki sízt tónlist. Hún sleppti aldrei af mér hendinni, hún gerði mig að píanóleikara. Ég hugsaði aldrei um, að ég væri með Gyðingablóð, nema þegar það olli mér óþægindum. Þegar ég kom til Israels, spurðu þeir mig, hvort mér fyndist ég ekki vera Gyðingur. Ég sagði nei. Ég sagðist vera Rússi. Ég væri alinn upp og menntaður sem Rússi. En þeir gátu varla ímyndað sér, að maður með nafninu Ashkenazy fyndist hann ekki fyrst og fremst vera Gyðingur. Ég sagði þeim, að einu skiptin, sem ég hugsaði um það heima í Rússlandi, að ég væri Gyðingur, hefðu verið bundin óþægilegum atvikum vegna nafnsins. Þegar ég var dreng- ur, kölluðu félagar mínir mig alltaf: yid, þ.e. Gyðinginn. Ungur drengur gleymir aldrei, að hann var kallaður yid, ekki frekar en negri gleymir því, ef hann er kallaður nigger. En ef yiddinn eða niggarinn eru einhvers virði, líður þeim ekkert ver vegna þessara uppnefna, a.m.k. leið mér aldrei neitt illa. En þetta brenndi sig inn í sál mína og ég gleymdi því aldrei. Einu sinni var ég lagður í sjúkrahús og teknir úr mér hálskirtlarnir, þá var ég 12—15 ára gamall. Ég var eitt- hvað tíu daga í sjúkrahúsinu. í sömu stofu og ég lá voru nokkrir aðrir strákar á minum aldri. Foreldrar mínir gátu gefið mér meira sælgæti og ávexti en foreldrar hinna strákanna komu með handa þeim. Foreldrar minir voru efnaðri en foreldrar þeirra, því að þeir voru af verkafólki. Ég gat ekki hugsað mér að borða sælgætið og ávextina einn, svo ég skipti því niður á milli allra drengjanna i stofunni. Þeir voru mjög ánægðir með það og við urðum „Ef börnln mín væru ánægð á lungiinu yrði ég llka hamingiusamur”

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.