Morgunblaðið - 20.01.1974, Síða 15

Morgunblaðið - 20.01.1974, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JANUAR 1974 15 Ef mennirnir syngju í stað þess að tala, væri ekki heimurinn allur annar? NÝLEGA heí'ur hafið göngu sína í útvarpinu þátturinn Kristallar í umsjá Magnúsar Þrándar Þórðarsonar og Sigurjóns Sighvats- sonar. Þættinum er ætlað að vera ívaf tónlistar og hugleiðinga um allt milli himins og jarðar. Sérstök athygli skal vakin á þættinum í dag, en þar er viðtal við enska gitarleikarann John McLaughlin, höfuðpaur hljómsveitarinnar Mahavishnu Orchertra, sem stadd- ur var hér á landi ekki alls fyrir löngu. Að sögn Sigurjóns Sighvatssonar hafa þeir félagar valið þessum sérstaka þætti \ einkunnarorðin: „Ef mennirnir syngju í stað þess að tala, væri þá i ekki heimurinn allur annar?“ en þetta eru lokaorð McLaughlins í i þættinum EMERSON, iLAKE OG PALMER til Islands í sumar? EINS og fram koin í frétt Morgunhlaðsins í gær, standa vonir til, að hin heiinsfræga hljómsveit EMERSON. LAKE OG PALMER koini fram á listahátíð- inni í júní á þessu ári. Aðdragandi málsins, að sögn Jóns Steinars Gunnlaugssonar framkvæmdastjóra listahátíðar- innar, er sá, að í haust fór Magnús Þrándur Þórðarson utan til að kanna möguleika á komu hljóm- sveitarinnar hingað. Þá var ljóst, að félagarnir í hljómsveitinni höfðu áhuga á að koma. Siðan hefur Jasper Fai-rott umboðsmað- ur Viadimir Ashkenazys haft milligöngu fyrir hönd listahátíðar urn að afla upplýsinga um kostnað og tímasetningu, en gert er ráð fyrir, að hljómleikahaldið verði Um miðjan júnímánuð. Sagði Jón Steinai', að um mánaðamótin jan- febr. ætti að liggja ljóst fyrir, hvort af komu hljómsveitarinnar yrði. Seint á árinu 1969 fóru þeir Keith Emerson, sem þá var organisti og píanóleikari hljóm- sveitarinnar Nice, og Greg Lake söngvari og bassaleikari King Grimson, aðræða þann möguleika að mynda saman hljómsveit. Trommuleikara fundu þeir, þar sem Carl Palmer var. Palmer hafði þá, frá 16 ára aldri, leikið í ýmsum þekktum hljómsveitum svo sem Chris Farlowe's Thunderbirds, Arthur Brown og síðast Atomic Rooster. Trióið ELP kom fyrst fram á popp-hátíð á eyjunni Isle of Wight árið 1970, og var þá öllum ljóst, að hér var komin fram á sjónarsviðið einhver frábærasta hijómsveit i sögu popptónlistar- innar. Það álit hefur ekkert breytzt síðan. Hljómsveitin virðist gædd öllum þeim kostum, sem þarf að hafa til að komast á æðri svið i popp-tónlist, og fer þar allt saman — frábærir tónlistarhæfi- leikar, háþróuð tækni, æsandi sviðsframkoma ásamt þröttmikl- um og vönduðum flutningi, hvort heldúr sem er á hljómleikum eða hljómplötum. Koma þeirra yrði þvi einhver hinn stærsti viðburð- ur i íslenzku popp-tónlistarlífi hangaðtil. Haukar gera hreint fyrir sínum dyrum: Það var hress hópur og „hauk- fránn“, sem ruddist inn á rit- stjórnarskrifstofur Morgunblaðs- ins í síðustu viku. Hér voru á ferðinni liðsmenn hljómsveitar- innar HAUKA ásamt Engilbert Jensen fyrrverandi Hauki og Rúnari Georgssyni, sem nú er í þann veginn að yfirgefa hljöm- sveitina. Tilgangurinn var að leið- rétta misskilning, sem virðist hafa sprottið upp vegna ummæla Rúnars í Alþýðubiaðinu 12. þ.in. Töldu Haukar, að heldur hefði andað köldu til hljómsveitarinn- ar í umra-ddri grein og lögðu fram athugasemdáJ liöum. 1. Brottför Rúnars stafar fyrst og fremst af ólíkum venjum og vinnubrögðum í sambandi vð tón- listarflutning, en ekki af því að annar aðilinn telji hinn ekki full- nægja ákveðnum gæðakröfum. Haukar eru vanir að æfa og flytja tónlist sína eftir eyranu, en Rún- ar er hins vegar vanur skrifuðum útsetningum. Af þessuní sökum kom fljótlega upp misræmi, sem leiddi til þess, að þeir náðu ekki saman sem skyldi, þ.e. Rúnar féll ekki almennilega inn í hin frjáls- legu vinnubrögð Hauka 2. Haukar telja, að í umræddri grein hafi verið vegið að hljóm- sveitinni og gæði hennar dregin í efa, þótt taka hefði mátt ummæli Rúnars á tvennan hátt. Kom þetta því flatt upp á þá, því sízt höfðu M r 'Jm Ekki verður annað séð að vel fari á með sumum. T.f.v. Rabbi, Gulli, Sven, Jensen, Helgi og Rúnar. Vinnan fer fram á sviðinu þeir búizt við rógi af hendi Rún- ars, enda hefur hann síðan sagt, að slíkt hafi verið mjög fjarri sér. Lagði Rúnar mikla áherzlu á það, að ummæli sin í Alþýðublaðinu væru byggð á misskilningi og rangri túlkun. 3. Í sambandi við klausuna „leggja meira í músikina" vilja Haukar leggja áherzlu á það, að megnið af þeirri vinnu, sem þeir leggja fram í sambandi við tón- listarflutning sinn, sé á sviðinu sjálfu, meðan á dansleik stendur, en ekki í æfingarherbergjum úti i bæ, enda hafi slik vinnutilhögun reynzt hijómveitinni mjög vel fram að þessu. Haukar munu halda áfram fjór- ir, eins og ekkert hafi i skorizt, þar til á fjörur þeirra rekur mann, sem getur og vill starfa á þeim grundvelli, sem hljómsveit- ín hefur starfað á undanfarin 4 ár. Stendur þvi 5. staðan opin þeim manni, — toppmanni að sjálfsögðu —, sem gerir sér grein fyrir markmiði hljómsveitarinnar og mikilvægi þess, að halda góðu samandi við fólkið. Að lokum gátu Haukar þess, að ásetningur þeirra væri að gefa út plötu, — góða plötu, en í slíkar framkvæmdir yrði ekki ráðist fyrr en í fyllingu tímans, þégar þróun mála gæfi ástæðu til þ.ess. „SLAGSÍÐAN” MORGUNBLAÐIÐ PÓSTHÓLF 200 REYKJAVÍK DAGLEGA rignir bréfunum yfir SLAGSÍÐUNA — allt frá þremur og upp í tiu. Nánast hvert einasta hefur að geyma spurningar, sem beðið er um svör við, og umsjónarmenn SLAGSÍÐUNNAR eru komnir með blaðahrúgur upp fyrir haus i leit að svörunum. Þess vegna er aí'ar hressandi að fá bréf, sem hafa að geyma skoðanir á málunum eða upp- lýsingar — og við byrjum á að birta tvö slik, auk þess, sem því þriðja er gert nokkru ■liærra undir höfði og birt sér, annars staðar á síðunni. Putty á Akranesi skrifar: Ég undirrituð varð fyrir því óhappi (!) að lesa Slagsiðuna og rak augun í spurningu um það, hvort Marc Bolan væri kvæntur og hvort hann ætti barn, og verð ég að segja, að ég varð meira en litið undrandi, þegar þessu var svarað neitandi. Ég verð að segja, að sá, sem svaraði þessum spurningum, ætti að leiða það hjá sér að svara því, sem hann eða hún ekki veit, þvi Marc Bolan er kvæntur, var það síðast þegar ég vissi og að því er ég bezt veit er hann ekki skilinn, enda er hjónaband hans mjög gott. Og konan hans heitir June. Þar liafið þið það og ég vona. að þið leiðréttið það strax og þið táið þetta bréf. Svar: SLAGSIÐAN þakkar bréfið og upplýsingarnar. Að sjálfsögðu vill hún hafa það, sem sannara reynist, og því eru vel þegin öil bréf. sem hafa að geyma leiðréttingar eða endurbætur á þeim svör- um, sem birt eru hér. Að sjálf- sögðu er ekki hægt að búast við því, að SLAGSÍÐAN hafi svör á reíðum höndum við öll- um spurningum og þá sizt spurningum um einkalif popp- stjarnanna, s'vo sem hjóna- band, barneignir og eitthvað enn nánara. Heimilisföng er einnig erfitt fyrir SLAGSÍÐ- UNA að grafa upp, því að poppstjörnurnar reyna eftir megni að halda þeim leyndum. Hins vegar er næsta algengt, að erlend blöð birti heimilis- föng aðdáendaklúbba stjarn- anna eða hljómplötufyrir- tækjanna, sem gefa út plöturn- ar þeirra. og í mörgum tilvik- um getur SLAGSÍÐAN birt þau. En ef svo fer, að umsjónarmenn SLAGSIÐ- UNNAR finna ekki umbeðin svör i blaðafjalli sinu, neyðast þeir til að leita aðstoðar lesenda. Margir lesendur SLAGSÍÐUNNAR lesa að staðaldri erlend blöð og halda saman upplýsingum um uppáhaldslistamenn sina. Þessir lesendur ættu því að geta aðstoðað okkur við að fin-na svör við spurningum hinna, sem ekki vita. Nóg um það, næsta bréf, gjörið þið svo vel (klapp, klapp. klapp, klapp. .. ): Áslaug Karlsdóttir, Dunhaga 18. Re.vkjavík, spyr: Hvar búa félagarnir i Osibisa og hvað hafa þeir gefið út margar plötur? Svar: Þeir munu halda til í Bretlandi. Síðast þegar Slag- síðan vissi höfðu Osibisa gefið út eftirfarandi stórar plötur: Osibisa (1971), Woyaya (1972), Heads (1972) og Super Fly T.N.T. (1973). Sem sagt fjórar. ■***9&WÍ&1Í0 Ý-A-’

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.