Morgunblaðið - 20.01.1974, Page 16
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JANUAR 1974
Baldvin Þ. Kristjánsson:
Hitaveitumál
Reykjavíkur
og nágrennis
ÞÓTT almenningur eigi þess
jafnan heldur lítinn kost að fylgj-
ast gjörla með gangi mála í stjórn-
sýslu borgar og ríkis, getur það þó
komíð fyrir, að á döfinni sé mál,
sem fleiri en sérfræðingar og póli-
tíkusar leyfa sér að hafa skoðun
á; meíra að segja nokkuð
ákveðna. Svo er nú um eitt siíkt
mál, sem ber óvenju hátt og fær
ekki dulizt; hitaveitumál Revkja-
vfkur og nágrennis. Þetta mál er
svo áþreifaniegt og inngripandi i
daglegt lif fólks, að aliir þolendur
finnatil þess — ófáir sárlega.
Fyrir utan húsnæðisaðstöðuna
sjálfá, er það einkum eitt, sem
skiptir annars samborgurum í
nálega „tvær óákyldar þjóðir”,
sem mismunað er á hinn herfi-
legasta hátt og án nokkurra
jöfnunartilburða hins opinbera
eða „uppbóta" á þessuin ískyggi-
legu ríkisjötujarmstímum. Það
eru hitaveitumálin. Þær eru
ófáar tugþúsundirnar, sem
einungis að þessu eina leyti gera
ýmist að skapa fjölskyldum hag-
kvæm lífsskilyrði eða íþyngja
þeim gróflega. Mega undur heita,
-hversu lítinn gaum sjáff fórnar-
dýrin og forráðainenn al-
mennings virðast gefa þessu mjög
svo afgerandi misréttismáli. Og,
hvaða greinarmun gera skatta-
valdsmenn á þessu tvennu? Væri
það nú ekki til verðugrar
athugunar? Sannleikurinn er sá,
aðþetta mál orkar miklu meira á
lífsafkomu almennings en margt
það, sem mikið er þusað útaf og
líkatekið tillit til. Það er ótrúlega
hljótt yfir þessum vötnum að
jafnaði, og á víst að teljast til
tiðinda, ef bæjar- eða sveitar-
stjórnir gera stöku sinnum —
einkum auðvitað fyrir kosningar
— loðmollulegar samþykktir, sem
svo Iítt eða ekkert er fylgt eftir,
en er ætlað að vera einhver piást-
ur á eða dúsa upp í atkvæðin.
En nú er sem sagt hitaveitu-
málið heldur betur á dagskrá, og
undir áhrifaríkari og víðtækari
kringumstæðum en nokkru sinni
fyrr. Sviðsljósin eru að þessu
sinni óvenju skær.
Borgarstjórinn í Reykjavík upp-
lýsti fyrir hátíðar, aðsem stendur
greiði neytendur hitaveitunnar
um það bil 40% af upphitunar-
kostnaði þeirra, er við oliu þurfa
að notast, og eftir viðbúna olíu-
verðshækkun aðeins 27%. Má sjá
minna grand í mat sfnuin. Þessar
tölur tala óvefengjanlegu máli
um þann tilfinnanlega aðstöðu-
mun, er þó samborgarar búa við,
og mál er að linni.
„Fyrir skikkan skaparans" er-
um við, sem heima eigum hér í
mesta þéttbýliskjarna iandsins,
svo vel í sveit sett að búa við
yfirfljótanlegan jarðhita, sem
þegar er svo þekktur og haminn,
að nægja mun — utan sjálfs
höfuðstaðarins — til upphitunar
íbúðarhúsa í Kópavogi, Gai-ða-
hreppi og Hafnarfirði, fyrir það
fyrsta, og raunar búið að gera
a.m.k. „rammasamning" þar um.
Sýnist fyrir löngu liggja ærin
ástæða til þess, að hitaveitumálið
hefði „algeran forgangsrétt" til
framkvæmda framyfir flestar, ef
ekki allar opinberar framkvæmd-
ir. En lítið er um að „heyrist
heiman frá vörum hraustmann-
lega "áratök" í þessu „lífshags-
munamáli" mikils hluta þjóðar-
innar. Og svona til uppbótar
eymdinni hefir það komið til, að
upphefst þras milli höfuðborgar
og ríkis, sem a.m.k. er hætta á að
geri sitt til þess að lengja töf á
umsömdum hitaveitufram-
kvæmdum, og hefir raunar þegar
gert, eftir því, sem opinberar
kvartanir herma. Já, þetta gerist
nú, þegar mikill hluti meginlands
álfunnar horfist í augu við alvar-
legri eldsneytisskort en áður
hefir þekkzt og ekki er séð fyrir
endann á — auk stórfelldra verð-
hækkana.
Væri nú ekki rétt og eðlilegt, að
viðkomandi stjórnarherrar gerðu
sér alvarlega grein fyrir því, og
heldur fyrr en seinna, hvað hver
biðdagurinn eftir jarðhitaveitu
kostar þegnana og þjóðfélagið; og
þá jafnframt, hvort þeir ennþá
hafa geðsmuni og einurð til þess
að draga hitaveituframkvæmdir á
langinn von úr viti, og láta sak-
lausan og ráðlítinn almenning
borga dýra olíubrúsa ósamkomu-
lagsins.
Það er vonandi ekki nema gott
eitt um það að~segja, að Magnús
Kjartansson ráðherra hefir nú
falið verkfræðistofu Sigurðar
Thoroddsen að kanna innlenda
orkugjafa og möguleika á að nýta
þá sem fyrst handa fólkinu f
landinu. Á því er brýn þörf, og
þetta tiltæki getur verið gott og
blessaðsvo langt sem það nær. En
nú ættu þeir báðir — ráðherrann
og verkfræðingurinn — að leggja
við refja- og undanbragðslausa
framkvæmd hitaveitumálsins það
bezta, sem við nöfn þeirra verður
tengt. Þá kynni svo að fara, að
brátt hlýnaði hjá mörgum þeim,
sem hingað til hafa frekar mátt
bera kulda en hita dagsins í ótrú-
legu aðgerðar- og afskiptaleysi
viðkomandi valdsmanna.
Ekki mun stofa hins kunna
verkfræðings lengi þurfa aðgrafa
eftir eða grufla yfir nærtækasta
verkefninu: að sjá til þess að
a.m.k. verði staðið við þá
samninga um hitavatnsvirkjun,
sem þegar eru gerðir og að sögn
ekkert skortir til framkvæmda á,
nema samkomulag viðkomandi
ráðamanna — og peninga. Hvort
tveggja ætti þó að geta verið fyrir
hendi, og það tafarlaust. Við ger-
um það, sem annað eins er!
Ég vona, að Sigurður
Thoroddsen falli ekki í þá freistni
að fara nú strax í byrjun að beita
„langtímasjónarmiðum" og hrúga
upp fyrir augum sér öllum
hugsanlegum vandamálum í sam-
bandi við innlenda orkugjafa um
alla framtíð, heldur snúi sér af
þrótti og karlmennsku að því, sem
allranæst liggur: að leggja f og
tengja hitaleiðslur f opna, tóma
og gapandi hitaveitustokkana f
Kópavogi, með bullandi hita-
vatnið á næstu grösum! Sam-
kvæmt gefnum upplýsingum og
fyrirheitum ráðamanna kaup-
staðarins áttu mörg hús í Kópa-
vogi að vera komin í hitaveitu-
samband á s.l. hausti, en „auðn og
tóm" grúfir ennþá yfir. Ef að
vanda lætur, ekur nú hver ótínd-
ur lágherrann af sér ábyrgðar-
leysi og vesaldómi yfir á annan,
en mér skilst, að orð og gerðir
þessa manns — Sig. Thoroddsen
— séu nú orðin eða geti a.m.k.
orðið þyngst á metunum og ráðið
úrslitum, lof sé Magnúsi. Láti
hann nú — Sigurður — engum
haldast uppi það hneyksli að tefja
framgang málsins. Ný reynir á
þrek og þor. Það hefir löngum
„kostað klof að ríða rafti", en
aldrei sem nú!
Já, ,,en hvar eru aurarnir,
Hannibal?" spurði Jón heitinn
Auðun. vestur á ísafirði forðum
daga. Svarið varðandi hitaveitu-
framkvæmdirnar ætti að liggja f
augum uppi, og það af ótalmörg-
um ástæðum. Sú þjóð, sem þykist
hafa ráð á þvi að haga sér eins og
við Íslendingar á mörgum svið-
um, ætti sannarlega ekki að
standa höggdofa og ráðalaus
frammi fyrir þessu „vandamáli".
Mætti benda á mörg dæmi um
f járöflunarmöguleika þessu til
sönnunar. Og a.m.k. eitt sýnist
einfalt og fljótframkvæmanlegt:
Hvers vegna má ekki með sæmi-
lega göðri samvizku leyfa Hita-
veitu Reykjavíkur að mjókka svo-
lítið bilið milli hitunartil-
kostnaðar borgaranna — þeirra,
sem svo lengi hafa verið lukkuleg-
ir í sinni aðstöðu — og svo hinna?
Ekki aðeins um 12% — eins og
upphaflega var um beðið og strax
mátti veita — heldur jafnvel tals-
vert meira, ef á þarf að halda?
Gagnvart hverjum væri þetta
glæpur, miðað við tilganginn, sem
vel má geirnegla betur og treysta,
ef ástæða þykir til? Það fæ ég
ekki séð! Borgarstjórn sjálf-
stæðismanna í Reykjavik verður
hvort eð er aldrei kennt að
„dirigera" höfuðborginni i anda
og að vilja Magnúsar Kjartans-
sonar gegn um stokka hita-
veitunnar eina saman — sízt
tóma!
Nei, hæstvirtu viðkomandi
ráðamenn! Rumskið ærlega!
Hefjist handa og látið þær nú
virkilega standa framúr ermun-
um. Það hefir verið og verður
fylgst með ykkur í þessu máli.
Verið vissir um það!
Arni Grétar Finnsson
hœstaréttarlögmaður:
FRÁ HÆSTARÉTTI
Nýlega er gengin i Hæstarétti
dómur í máli, sem eigendur hús-
eignar við Miklubraut í Reykjavík
höfðu á hendur manni nokkrum,
sem tekið hafði að sér að annast
nokkrar minniháttar viðgerðar á
húsi þeirra. Kröfðu húseigend-
urnir viðgerðarmanninn um að
greiða til baka þá peninga, sem
þeir höfðu greitt honum fyrir
vinnu kr. 11.55,00 þar sem þeir
töldu, að í ljós hefðu komið ýmsir
gallar á verkinu og jafnvel bein-
Iinis hlotizt af því skemmdir.
Málavextir.
Það er upphaf máls þessa, að í
júnimánuði 1969 sömdu húseig-
undirnir við viðgerðarmann um,
að hann annaðist eftirtaldar lag-
færingar á íbúðarhúsi þeirra við
Miklubraut: Steypa í kringum og
lagfæra rennur hússins, sem
teknar voru að brotna. Gera við
leka á þaki. Setja plastlista á
handrið á tröppum í stað trés, sem
þar var fyrir. Slá upp fyrir, steypa
og ganga frá neðstu útitröppu
hússins. Steypa plan undir sorp-
tunnur en það, sem var fyrir, var
orðið gamalt og sprungið.
Maður sá, sem tók að sér við-
gerðina, var ófaglærður. í nokkur
ár hafði hann unnið að ýmiss kon-
ar viðgerðunt á húsum, nieðal
annars málningarvinnu og flísa-
lögn, en þó aðallega að hreingern-
ingum. Hann auglýsti þessa starf-
semi sípa í dagblaði og i gegnum
það komst einn af húseigendum i
samband við hann og hafði, áður
en umrædd viðgerð átti sér stað,
fengið manninn til þess að hrein-
gera og vinna ýmislegt annað,
sem til féll, við íbúð sina í hús-
inu. Enginn skriflegur samning-
ur var gerður um verkið og ekki
minnzt á greiðslur. Sá af húseig-
endum, sem áður hafði átt við-
skipti við viðgerðarmanninn,
kvaðst af fyrri reynslu hafa gert
ráð fyrir, að maðurinn mundi
taka kaup hreingerningamanna,
en sjálfur kvaðst viðgerðarmaður-
inn hafa ætlað að bæta við það
15% álagni, vegna snúninga og
kostnaðar við bifreið.
Viðgerðarmaðurinn hóf nú
störf sín og fékk á verktímanum
greiddar kr. 11.500,00. Þegar að
þvi kom að setja plast á stiga-
handriðin, reif hann þau frá, þar
sem hann taldi, að í ljós hefði
komið, er tréð var tekið af hand-
riðunum, að járnið, sem hélt píl-
árunum saman, hefði verið gjör-
samlega ónýtt sökum ryðbruna.
Þessi vinnubrögð mislíkaði hús-
eigendum. Unt-s.vipað leyti krafði
viðgerðarmaðurinn húseigendur
um frekari greiðslur, en fékk
ekki. Hætti hann þá verkinu, án
þess að ljúka því.'
Við yfirheyrslur, sem síðar fóru
fram, töldu húseigendur upp
eftirfarandi ástæður fyrir því, að
viðgerðarmaðurinn lauk ekki
verkinu: 1. Þar sem plast á stiga-
handriðin fékkst aðeins í ákveðn-
um breiddum, þá höfðu hús-
eigendur beðið viðgerðarmann-
inn um að setja breiðara járn á
pílárana og skrúfa það ofan í
járnið, sem var fyrir. I stað þess
að gera það reif viðgerðarmað-
urinn handriðið af og braut upp
úr steypufestingunum. Leizt
húseigendum ekki á þessar að-
farir. 2. Eftir að viðgerðarmað-
urinn hafði lokið við að steypa
plan undir sorptunnur, rigndi
mikið og varð því sú vinna ónýt. 3.
Þá kváðu húseigendur, að
um þetta leyti hefði viðgerðar-
maðurinn gefið þeim til kynna, að
verkið myndi kosta miklu meira
heldur en þeir höfðu áætlað.
Skýrðu húseigendur síðan svo
frá, að þegar allt þetta hefði kom-
ið á svipuðum tíma, hefði þeir
farið á verða hræddir við viðgerð-
armanninn og því látið hann
hætta.
Matsmenn meta verk-
ið
Eftir að viðgerðarmaðurinn var
hættur störfum, fengu
húseigendur dómkvadda mats-
menn til að meta til fjár kostnað
við múrvinnuna og segja til um
galla á verkinu og kostnað við að
bæta úr þeim. Luku þeir störfum
þann 10. júlí 1969 og var ályktun
þeirra svohljöðandi:
„Niðurstaða matsmanna verður
sú, að öll vinna, sem þarna hefur
verið framkvæmd, er unnin af
fullkomnu kunnáttuleysi og er í
öllu ófrágengin og því ekki meira
virði en aukakostnaður við að
setja upp handrið að nýju, sem að
okkar dómi hefir verið tekið nið-
ur að óþörfu. Ber þvi „viðgerðar-
manninum" engin greiðsla fyrir
vinnu og efni við húsið."
Dómur
Að fenginni niðurstöðu mats-
manna, höfðuðu síðan húseigend-
ur mál á hendur viðgerðarmann-
inum, fyrst með sáttakæru, en síð-
an fyrir bæjarþingi Reykjavíkur
með stefnu útgefinni 16. október
1969. Gerðu þeir þar þá kröfu, að
honum yrði gert að endurgreiða
þeim þær kr. 11.500, sem þeir
höfðu greitt honum fyrir vinnuna
við lagfæringar á húsinu, auk
vaxta og málskostnaðar, og enn-
fremur auk kostnaðar við matið
kr. 2.640,00 Byggðu þeir kröfur
sinar einkum á niðurstöðum mats-
gjörðarinnar.
Viðgerðarmaðurinn krafðist
sýknu af kröfum stefnenda og
ennfremur málskostnaðar. Benti
hann m.a. á, að hann hefði ráðið
sig tii húseigenda sem ófaglærður
verkamaður til vinnu undir
þeirra stjórn og á þeirra ábyrgð.
Þá taldi hann matsgerðina sér
óviðkomandi.
Þann 8. júní 1971 kvað borgar-
dómur Reykjavikur upp dóm i
málinu I forsendum hanx segir
m.a.: Framhald á bls. 18
Um endurgreiðslu vinnu-
launa vegna meintra galla