Morgunblaðið - 20.01.1974, Síða 18

Morgunblaðið - 20.01.1974, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JANUAR 1974 Dr. theol Jakob Jónsson — Sjötugur — Frá Hæstarétti Ég trúi því tæplega, að dr. Jakob Jónsson sé sjötugur orðinn. Ég héldi, að hér væri skekkja í kirkjubókum á ferð, ef hann væri ekki sjálfur sonur hins mætasta klerks, svo ungur er hann í anda, svo ferskur og frjór í hugsun, að ellimörkin finnast engin. Kynni okkar hófust, er ég stundaði nám í guðfræðideild Há- skólans fyrir rúmum tveim ára- tugum. Á þeim árum hafði hann töluvert samband við guðfræðinema, bauð þeim að kynnast starfi sóknar- prests í fjölmennu prestakalli, en hann var þá sóknarprestur orðinn í Hallgrímssókn, hann lagði mikla áherzlu á sálgæzlu, og tók nem- endur með sér til guðsþjónustu- halds á Landspitalanum, svo að þeir mættu kynnast kjörum sjúkra, en hann hefir þjónað á Landspitalanum i sjálfboðastarfi á fjórða áratug. Þessi kynni okkar guðfræðinema af dr. Jakobi voru meiri en þau kynni, er við höfðum af flestum öðrum prestum hér í borg, og sú fræðsla, sem hann veitti okkur óbeðinn og ólaunað, var vissulega hagnýt fyrir okkur síðar, þegar út í starfið var komið. Löngu síðar áttu leiðir okkar eftir að liggja betur saman, þegar ég varð sóknarprestur við Hall- grimskirkju, og að sjálfsögðu ná- inn samstarfsmaður hans. I því starfi hefi ég kynnzt honum náið og vel. Ég hefi metið áhuga hans og eldmóð fyrir byggingu Hall- grímskirkju, ég er sérstaklega minnugur bjartsýni hans i því máli. Alltaf átti hann uppörvun til okkar samstarfsmannanna, ef illa gekk. alltaf góðar vonir, og þær vonir sem hann gaf, rættust STC ótrúlegt sem það kann að virðast, þá fer vist ekki á milli mála, að hún Þórhiidur mín, kona Asmundar Eirikssonar, sem flest- ir kannast við ef með fylgir heiti þess trúarsamfélags, sem þessi elskulegu hjón tilheyra, en það er söfnuður hvítasunnumanna í Reykjavík „Filadelfía-'. Það mun fyrst hafa verið í kringutn árið 1960, sem ég átti því ómetanlega láni að fagna að k.vnnast þessari sérstæðu höfðingskonu, sem við fyrstu tillít kemur manni til þess að forvitnast ttm ætt hennar og uppruna. Ketnur þar þá fyrst til, að konan ber með sér i framkomu sínni og háttum flest það, sem í gegnum söguna, hefir hvað helzt sett svip sinn á það fólk, sem fengíð hefir í vöggugjöf sanna íslenzka ættgöfgi, sérstæðan þokka í öllu dagfari, samfara fjöl- breyttum gáfum og alhliða mann- kostum, sem jafnan hafa fylgt þeim þingeysku bænda- og presta- ættum, sem hún á til að telja. Ung að árum og reynslulítil réðst þessi öndvegiskona til starfa á berkla- hælið að Kristsnesi í Eyjafirði og þar má segja, að örlög hennar hafi farsællega ráðizt, til heilla og gæfu þeim ótölulega fjölda manna og kvenna, sem síðar á ævi hennar áttu eftir að fá að kynnast og njóta hennar fágætu mann- kosta. Þetta var á þeim árunum, sein hin „livíti dauði-' herjaði hvað fnest okkar annars lang- ótrúlega oft. „Peningarnir koma, ef við byggjum áfram,-- sagði hann oft. Dr. Jakob er bjartsýnismaður, hann finnur alltaf einhverjar góð- ar hliðará hverju máliog hverjum manni, enda er sjóndeildarhring- ur hans víður, og gáfur og mennt- un í allra bezta lagi. Hann lætur sér ekkert mannlegt óviðkomandi og hefir, skoðun á öllum hlutum, og getur um allt rætt, og flest brotið til mergjar. Eg held, að næstum væri sama um hvað hann væri beðínn að tala, hann gæti gert það og gert málinu góð skil. í Biblíunni er talað um Jakobs- brunn, mér hefur stundum komið i hug, að mikill er sá brunnur, sem dr. Jakob eys af, þar er naumast þrot á frjóvgandi vatni, lifandi vatni. Þá hefur það og hjálpað i erfiðu og annasömu lífs- starfi, sem hann hefur gegnt, að hann á til að bera létta lund og góða kfmnigáfu, sem alltaf gefur hrjáðu þjóð. Margt var þarna af ungu ogglaðværu fólki, sem, eins og altítt er með æskufólk, skynjaði ekki til fullsþann háska, sem í því fólst að vera á þessum árum kominn ann á hæli fyrir berklasjúklinga, því sannast að segja tók fólk úrskúrði um vist á berklahæli sem dauðadóm því þótt beitt væri allri þeirri þekkingu, sem læknavísindin þá réðu yfir, voru þeir næsta fáir, sem aftur sneru út í hið miskunnarlausa brauðstrit þeirra ára. A meðal sjúklinga þarna á Kristnesi var um þessar mundir ungur og þokkafullur Fljóta- maður, frá Reykhóli í Fljótum, og á ég þar við Asmund Eiríksson, sein þá þegar, þótt ungur væri að árum, hafði eignazt lifandi trú á Jesú Krist og að vonum mótaði sú lífsreynsla allt dagfar þessa unga manns. Hann fór ekki þá, frekar en siðar á ævi sínni, i launkofa með skoðanir sínar og því fór ekki hjá þvi, að hann skæri sig allveru- lega út úr hópi þeirra, sem þarna voru með honum á vist. Eftir andlát fyrri unnustu Asmundar þar á hælinu, tókust síðar kynni með þeim Ásmundi og Þórhildi, sem leiddi til farsæls hjónabands þeirra. Það hefir vafalaust ekki þótt vænlegur ráð- hagur fyrír velættaða þingeyska heímasætu að ganga útí hjúskap með sjúkum Fljötapilti, en mjög er mér til efs, að í annan tíma hafi valizt sainan til hjúskapar sain- hentari og gæfumeiri ungmenni en þarna höfðu staðfest ráð sitt. Fyrir sterka trú sína og kærleiks- ríka umönnun hinnai- ungu unnustu, útskrifaðist Asmundur frá Kristsnesi og hóf þá þegar trúboðsstörf, sem upp frá þessu urðu svo hans aðal ævistarf og jafnan var Þörhildur hans fasti fylginautur og veitti honum allt það lið, er hún mátti, í misvirtum og erfiðum trúboðsstörfum, þvi þótt Ásmundur væri útskrifaður frá Kristsnesi áttí hann enn um margra ára skeið í hinu sárasta sjúkdömsstriði og naut þá jafnan lífinu og samfylgdarmönnunum sitt nauðsynlega krydd. Ætíð er þó kimni hans af góðum toga spunnin. Dr. Jakob er mjög mikilvirkur rithöfundur, hefur hann samið fjölda ritgerða og bóka um guð- fræðileg efni, auk doktorsritgerð- ar, leikrita og fleira. Hér er ekki vettvangur til að rekja rithöfund- arferil hans, það væri efni i langt mál. Ég veit því, að hann mun ekki sitja auðum höndum eftir að hann lætur af prestskap, verkefn- in á vettvangi rithöfundar eru jafn óþrotleg. Ég vil á þessum tímamótum árna honum heilla og blessunar, svo og konu hans, frú Þóru Einarsdóttur, sem með óvenju dyggum hætti hefir staðið við hlið manns sins og stutt hann með ráðum og dáð i starfi hans. Þau hjónin eru að minurn dómi óvenju samhent. Frú Þóra hefir um langt skeið veitt forystu Kvenfélagi Hallgrímskirkju og hafa störf hennar, ekki síður en manns hennar, í þágu uppbyggingar Hall grímskirkju, verið mikilog heilla- rík. Gjarnan vildi ég, og eflaust fleiri í þessari sókn, að lög um starfsaldur opinberra starfs- manna væri svolitjð rýmri en raun ber vitni. Ungur maður, eins og dr. Jakob er, ætti enn um sinn að fá að þjóna sinni kæru sókn og fá í embætti að sjá öskabarn sitt, Hallgrímskirkju, risa full- búna. Það hefir um langan aldur ver- ið hans bjartsýni draumur, að á þjóðhátíðarári og þrjúhundruð- ustu ártið sr. Hallgríms mætti kirkjan fullbúin verða. Svo verð- ur vist ekki. En ég vona, að dr. Jakob eigi þó eftir að sjá þann draum sinn rætast. Ég þakka ágætt samstarf og bið afmælisbarninu og fjölskyldu þess allrar blessunar Guðs í bráð og lengd. Ragnar Fjalar Lárusson. kærleiksrikrar umönnunar sinn- ar ungu eiginkonu, sem nú hafði einnig eignazt lifandi trú og starfaði ótrauð við hiið manns síns að útbreiðslu „fagn- aðarerindisins" og ferðaðist með honum um hinar ýinsu byggðir þessa lands þeirra erinda að boða þá trú, sem megnar að fylla líf okkar sönnum og varnar- legum friði, þeim firði, sem öllum tímanlegum gæðum er æðri og meiri og einn megnar að fylla líf manns sannri og varanlegri gleði, trúarinnar innri gleði, sem aldrei verður með orðum útskýrð heldur aðeins upplifuð sem æðsta hnoss þessa hverfula jarðlífs. Meðþessu iatæklega afmælisrabbi vakir einungis fyrir mér, Þórhildur mín, að ílytja þér og ykkur hjón- um báðum mínar hjartanlegustu þakkir fyrir fágætan kærleika, sem þú einatt hefir sýnt mér, þegar sviptivindar hins margslungna mannlífs hafa leikið mig hvað harðast og engu viljað þyrma, já, hversu oft hafði ég ekki misboðið hjartagæzku þinni og fórnfýsi, en svo mikil var trú þin og fórnarlund, að þú gafst aldrei upp vonina um að ég um síðir næði þvi marki aðeignastþá trú, sem þú á þessum merkisdegi veizt, að er mér i dag sá horn- steinn, sem öll min tímanleg og eilíf velferð byggist á. Þórhildur min, ég þakka þér af hrærðum huga allt hið góða og fagra, sem ég alls óverðugur hefi fengið að njóta á þínu yndislega heimili, Guð einn veit hversu oft þú tókst á móta mér sjúkum og sárum, veittir mér hjúkrun og kærleika, sem ég fær aldrei full- þakkað. Þú tókst mig sem væri ég sonur þinn, settir mig tal borðs með þínu heimafólki, þar fékk ég að upplifa svo ótalmargt, sem ég vona að aldrei falli mér úr minni og siðast mun ég gleyma því, sem þú gjörðir þeim, sem heimilislaus- Ér reikuðu um götur og torg svangir og kaldir og áttu flestír ekki von um saðningu nema hún kæmi í formí mjólkur og brauðs, setn þeír gengu að í gegnum bak- dyrnar á þinu yndislega heimili að Hverfisgötu 44. Já, Þórhildur min, ég þakka fyrir hönd okkar allra og bið algóðan Guð um að varðveita þig og vernda um ókomna ævitfð. Þinn liróðir í Kristni, Þorvaldur Sigurðsson. Framhald af bls. 16 „Dómendur hafa gengið á vett- vang og skoðað verksummerki. Umrætt verk er að vfsu ekki af sérfræðikunnáttu af hendi leyst, en kemur þó aðgagni. Við úrlausn þess, hvort endur- gjaldskrafa stefnenda (húseig- enda) komi til álita, verður að líta til þess, hvort umrætt verk var gallað. Gögn málsins veita nægar líkur f.vrir því, að verk- heiðnin takmarkast við ýmsar minniháttar og kostnaðarlitlar lagfæringar. Stefnendum var auk þess um það kunnugt, að stefndi (viðgerðarmaðurinn) hafði ekki iönréttindi, og þeir sýnast hafa gengið út frá því, að stefndi mundi áskilja sér nokkru minni greiðslu en búast mátti við af kunnáttumanni, eins og kom á daginn. Umrædd handrið voru tekin niður að ófyrirs.vnju. Tjón af þeim sökum er þó smávægilegt. Þegar allt er virt, þá verður ekki á það fallizt, eins og hér stendur á, að umradt verk hafi verið svo gallað eða á annan hátt svo slælega af hendi leyst, að end- urgjaldskrafa verði á því reist. Þegar til þess er litið, að stefndi hefur nú fengið greiddar aðeins kr. 11.500,00 þar af kr. 845,00 fyr- ir útlagðan efniskostnað, þá verð- ur ekki fullyrt, að það endur- gjald, sem stefndi hefur þegar þannig fengið greitt, sem ósann- gjarnt miðað við framlag, það sem í verkinu felst. Samkvæmt ofanrituðu ber að sýkna stefnda af öllum kröfum stefnenda í ináli þessu. Rétt þyk- ir, að stefnendur greiði stefnda málskostnað. sem þ.vkir hæfilega ákveðinn kr. 5.000,00. Húseigendur sættu sig ekki við þessa niðurstöðu undirréttar og áfrýðjuðu því málinu til Hæstaréttar. Þar var kveðinn upp dómur í málinu þann 7. nóvember sl. Staðfesti Hæstiréttur dóm und- irréttar í einu og öllu og dæmdi ennfremur áfrýjendur til að greiða stefnda kr. 8.000,00 í málskostnað fyrir Hæstarétti. I forsendum Hæstaréttar ségir: „Héraðsdómur, sem var skipað- ur sérfróðum meðdómendum, fór á vettvang og skoðaði verk stefnda. Hefur niðurstöðu hans eigi verið hnekkt. Ber þvf að stað- festahinn áfrýjaða dóm.“ Fyrir Hæstarétti fluttu málið fyrir húseigendurnar Þorvaldur Lúðviksson hrl. og fyrir viðgerð- armanninn Jóhann Steinason hrl. Vetrarútsala Stórkostleg verölækkun Kapu- og dömubúðln. Laugavegl 46. Bátur tll sðlu m/b Njörður EA 108 10 lestir er til sölu. Báturinn er með nýju stýrishúsi. Ný lúkarinnrétting og hádekk. Upplýsingar i síma 96-21 829, Akureyri. Tll sðlu bíll eftir tjón Datsun 1 200 ekinn 2700 km (eftir veltu) til sölu og sýnis að Súðavogi 54 á morgun og næsta dag. Tilboð merkt „Datsun 2700" „3140" sendist afgr. Mbl. fyrir n.k. fimmtudag. Ræðumennska — Fundatækni Námskeið í ræðumennsku, fundarreglum, fundarstjórn og almennum félagsstörfum hefst miðvikudaginn 23. janúarkl. 7, síðd. í Lindargötuskóla. Þátttaka tilkynnist í síma 21430 frá kl. 1 —4. Námsflokkar Reykjavikur. 75 ára—Þórhild- ur Jóhannesdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.