Morgunblaðið - 20.01.1974, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 20.01.1974, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JANUAR 1974 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjór Ritstjórn og afgreiðsló Auglýsingar Áskriftargjald 360,00 í lausasölu 22,00 hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sími 10-100. Aðaistræti 6, sími 22-4-80. kr. á mánuði innanlands. kr. eintakið. BSRB gerðu ríkis- stjórninni það viðvik að falla frá þessum kröfum við samningagerð fyrir áramótin og gengu til samninga við ríkisvaldið, án þess að knýja fram þessar úr- bætur, sem þó hefðu ver- ið megin kjarabót alls fjöld opinberra starfs- manna, en einmitt þeir kvarta sáran undan skattránsstefnu ríkis- stjórnarinnar, og er ekki að furða, því að fjöldi þeirra lendir í hátekju- skatti. Ríkisstjórnin af- greiddi f járlög fyrir jól, án þess að þar væri gert ráð fyrir lækkun beinna skatta. Hún knýr nú mjög á, að verkalýðsfélögin falli frá þeirri meginkröfu sinni og semji við vinnuveitend- ur, án þess að ríkið geri þær umbætur, sem krafizt ustu um að gera þær úr- bætur, sem liðkað gætu samninga. En nú bendir allt til þess, að stjórnvöld hyggist sitja hjá og láta arka að auðnu um það, hvernig samningamálin þróast. Raunar gera ráð- herrarnir sér vonir um, að forusta verkalýðssamtak- anna muni eins og forusta BSRB falla frá meginkröf- um um úrbætur í skatta- málum og húsnæðismálum til að þóknast ríkisstjórn- inni. En þá standa samn- inganefndirnar í rauninni frammi fyrir þeirri stað- reynd, að einungis er unnt að gera kjarasamninga, sem staðfesta þá kjara- skerðingu, sem launþegar hafa orðið fyrir að undan- förnu vegna skattráns- stefnunnar og versnandi kjara á húsnæðismarkaði, af þeirri einföldu ástæðu að atvinnuvegirnir rísa ekki undir stórauknum út- KJARASAMNINGARNIR Eins og kunnugt er af fréttum sitja samn- inganefndir launþega og vinnuveitenda á stöðugum fundum til að leitast við að ná samkomulagi um nýja kjarasamninga, en segja má, að allir kjarasamning- ar á hinum almenna vinnu- markaði í landinu séu nú lausir. Frarn til þessa hefur lítill árangur náðst í samn ingaþófinu, og eru á þvi eðlilegar skýringar. Þegar verkalýðsfélögin settu fram kröfur sínar á s.l. hausti, var tveim meg- inkröfum beint til ríkis- valdsins. Annars vegar var þess krafizt, að leiðrétting yrði gerð á skattalögum, þannig að meginþorri manna lenti ekki í hátekju- skatti eins og nú er. Og hins vegar var krafizt úr- bóta í húsnæðismálum, þannig að lán Húsnæðis- málastjórnar yrðu stórlega hækkuð. Frá upphafi var ljóst, að illmögulegt eða ógjörlegt yrði að ná endum saman í samningum verkalýðsfé- laga og vinnuveitenda, nema úrbætur yrðu gerðar í báðum þessum mála- flokkum. Sannleikurinn er líka sá, að þær kjarabæt- ur og kaupmáttaraukning, sem af er státað, er allt tekið aftur með hinum þungu sköttum — og raun- ar vel það hjá allflestum launþegum. Skattrán- stefna ríkisstjórnarinnar hefur þannig beinlínis leitt til þess, að kjör manna hafa verið skert, gagnstætt því sem lofað var, þegar ríkis- stjórnin var mynduð, en þá áttu kjör manna að batna stórlega samkvæmt stjórn- arsamningnum. Jafnframt hefur byggingarkostnaður hækkað gífurlega að und- anförnu. Á 2'A ári vinstri stjórnar hefur byggingar- vísitala hækkað um jafn mörg stig og á ÍO'Æ ári Við- reisnarstjórnar, enda læt- ur nú nærri, að íbúðaverð og húsaleiga hafi verið tvö- földuð á vinstri stjórnar tímanum, en Húsnæðis- málastjórnararlán hins vegar lítið verið hækkuð, þannig að þau eru nú miklu minni hluti bygg- ingarkostnaðarins en þau áður voru. Er í þeim aðgerðum eða aðgerðarleysi fólgin stór- felld kjaraskerðing, sem ríkisvaldið að sjálfsögðu ber ábyrgð á. Þess er að vísu að gæta, að Kristján Thorlacius og aðstoðarmenn hans í hefur verið og áður er get- ið. Öllum er Ijóst, að hagur atvinnuveganna er ekki með þeim hætti, að þeir geti axlað verulega út- gjaldaaukningu. Þess vegna vonuðu menn, að ríkisvaldið mundi hafa for- gjöldum. Þetta er sú mynd, sem við blasir, og þess vegna er mikil hætta á því, að nú dragi til stórfelldra verk- falla, enda vart von að launþegar sætti sig við kjaraskerðingu í mesta göðæri, sem hér á landi hefur komið. Ríkisstjórnin, aumasta stjórn, sem við völd hefur setið hér á landi, ber ábyrgð á þessari þróun, og hún verður sótt til saka, þegar kjósendur fá tækifæri til að kveða upp dóm sinn. I Reykjayíkurbréf V♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦«Laugardagur 19. Undirskrifta- söfnunin Fátt hefur vakið jafn mikla athygli síðustu daga og sú ákvörð- un nokkurra einstaklinga að beita sér fyrir undirskriftasöfnun meðal þjóðarinnar, þar sem skor- að er á rfkisstjórn og Alþingi „að standa vörð um öryggi og sjálf- stæði islenzku þjóðarinnar með því að treysta samstarfið innan Atlantshafsbandalagsins, en leggja á hilluna ótímabær áform um uppsögn varn^rsamningsins við Bandaríkin og brottvísun varnarliðsins". Þetta framtak nokkurra einstaklinga hefur hlot- ið irieð fádæmum góðar undirtekt- ir og er nú þegar ljóst að hinn þögli meirihluti, sem Þorsteinn Sæmundsson stjarnfræðingur, einn af oddvitum undirskrifta- söfnunarinnar, gat um í sjón- varpsviðtali, að fengi nú tækifæri til að láta í sér heyra, ætlar ekki að láta þetta tækifæri sér úr greipum ganga. Hvarvetna á vinnu- stöðum eða mannamótum og á heimilum hefur undirskrifta- söfnunin vakið mikinn áhuga og umtal, enda er ljóst af viðbrögð- um kommúnista, að þeir óttast mjög þau áhrif, sem undirskrifta- söfnunin mun hafa á úrslit varn- armálanna. Ötti kommúnista kemur glögg- lega fram í þeirri óhróðursher- ferð, sem kommúnistablaðið hef- ur nú þegar hafið gegn þeim inönnum, sem fyrir undirskrifta- siifnuninni standa. Hér eru nokkrar tílvitnanir i Þjóðviljann, sem gefa lesendum Morgunlilaðs- ins nokkra hugmynd um það orð- bragð, sem skriffinnar kommún- ista nota til þess að lýsa forsvars- mönnum undirskriftasöfnunar- innar. í forystugrein kommún- istablaðsins sl. fimmtudag sagði m.a.: „Fáeinir ofstækisfyllstu flokksmenn Sjálfstæðisflokksins ásamt einum fvrrverandi vara- þingmanni Alþýðuflokksins hafa lagzt á fjórar fætur og flaðrandi vilja þeir biðja Bandaríkin um ævarandi hernám á islandi. Nú telst það varla til tiðinda, að fá- einir einstaklingar, brotabrot úr prósenti, hagi sér þannig og dilii rófunni á átakanlega undirgefinn hátt framan f húsbændur sína. . . Slíkír menn hafa ekki verið fúsir til þess að gefa sig fram til þess, sem ekki er von og varla Iáandi með tilliti tíl þeirrar sögu íslend- inga — ef nota má orðið „Íslend- ingur“ um slíka menn, — sem framtíðin á eftir að skrifa. Út- hurðurinn er greinilega skriðinn undan .Mogganum sínum eins og fyrri daginn uppvakinn af áróðri óþjóðlegasta blaðsnepils í heimi.“ í forsíðugrein í sama blaði er for- svarsmönnum undirskriftasöfn- unarinnar lýst á þann veg, að þeir séu „eins og trúir rakkar". í sama blaði er þessum einstaklingum einnig líkt við „hundflatan skrælingjalýð". Þá er þessum sömu einstaklingum lýst f Þjóð- viljanum sem „Bandaríkjalepp- um“, sem krefjist „ævarandi her- setu á Islandi" og sú furðulega kenning er borin á borð, aðgamla fólkið á Hrafnistu hafi minni rétt en aðrir íslendingar til þess að láta í ljós skoðun sína á því, hvort hér skuli vera varnireða ekki. Þessar tilvitnanir í óhröðurs- sknf kommúnistablaðsins um að- standendur undirskriftasöfn- unarinnar sýna, að kommúnistar eru skelfingu lostnir yfir því, að almenningur í landinu á nú kost á því að láta í Ijós með undirskrift sinni skoðun á varnarmálum. En fleira hefur vakið athygli en undirskriftasöfnunin og hin hatursfullu viðbrögð kommúnista við henni. Að undirskriftasöfnun- inni standa margir mætir menn, en alveg sérstaka athygli vekur, að Jónatan Þórmundsson prófessor í lögum við Háskóla ís- lands er einn í þeirra hópi. Astæðan til þess, að nafn hans vekur sérstaka athygli, er sú, að fyrir örfáum árum var hann einn helzti forystumaður i vinstri armi Framsóknarflokksins, en sagði skilið við flokkinn fyrir mokkrum misserum. Hann hefur nú skipað sér í raðir þeirra, sem ekki láta sér á sama standa umkiryggi lands og þjóðar og vekur það verð- skuldaða athygli. Grein, sem birt- ist hér í Morgunblaðinu fyrir nokkrum dögum eftir Sigurð Líndal prófessor og Valdimar Kristinsson viðskiptafræðing, hefur einnig vakið mikla eftir- tekt, ekki aðeins vegna tillögu þeirra um að flytja varnarstöðina á Melrakkasléttu, heldur og ekki síður vegna hins, að með þessari gi'ein lýsir Sigurður Líndal yfir þeirri skoðun sinni, að nauðsyn- legt sé að hafa varnarlið á íslandi og munu það þykja nokkur tíð- indi, enda þótt Sigurður Lindal hafi aldrei skipað sér í raðir her- stöðv ara nds tæði nga. Bersýnilegt er, aðmikil almenn hreyfing er að skapast í land- inu gegn brottför varnarliðsins, Um næstu nánaðamót koma hing- að nokkrir þjóðkunnir Norðmenn undir forystu Guttorms Hansen forseta norska stórþingsins, en þeir sitja hér ráðstefnu, sem Samstök um vestræna samvinnu og Varðberg efna til um öryggis- mál íslands og Noregs, en þessar tvær frændþjóðir eiga margvís- legra sameiginlegra hagsmuna að gæta í öryggismálum sinum. Sú þjóðlega hreyfing, sem er að rísa-í landinu gegn brottför varnarliðs- ins, er mikið fagnaðarefni, og er full ástæða til að hvetja alla þjóð- holla menn til þess að leggja henni lið. Aðförin gegn Solzhenitsyn Nær daglega berast nú fregnir frá Sovétríkjunum um aðför þá, sem er gerð aðsovézka rithöfund- inum Solzhenitsyn vegna bókar hans Archipelago Gulag, sem gef- in var út f París nú fyrir skömmu og fjallar um hinar illræmdu fangabúðir á tímum Stalíns. Sov- ézk blöð og tfmarit hafa haldið uppi samfelldri herferð gegn Solzhenitsyn. Sovézkt menningar- tímarit hefur líkt Solzhenitsyn við norska stórskáldið Knut Ham- sun, sem var leiddur fyrir rétt sem landráðamaður eftir síðari heimsstyrjöldina, vegna föður- landssvika og fylgispektar við nasista í Noregi á stríðsárunum. Sjálft málgagn kommúnistaflokks Sovétríkjanna, Pravda, hefurgert harkalega árás á Solzhenitsyn og sagt, að hann eigi skiiið örlög föð- urlandssvikara, en samkvæmt sovézkum lögum Iiggur dauða- refsing við föðurlandssvikum.. 1 Pravda sagði fyrir nokkrum dög- um: „Solzhenitsyn er svikari, sem hver vinnandi sovétborgaiú, hver heiðarleg manneskja á jörðinni hlýtur að snúa baki við í reiði og af fyrirlitningu." Vikurit, sem gefið er út af sov- ézku rithöfundasamtökunum, hefur einnig tekið þátt í rógsher- ferðinni á hendur Solzhenitsyn og segir f grein i nýútkoiiinu hefti tímaritsins: „Solzhenitsyn er óvinur lands síns, hann er óvinur Þannig er umhorfs „vesta: landa sinna, það eru engar ýkjur að segja, að hann sé í andlegu samfélagi við landráðamenn, sem beittu vopnum gegn eigin þjóð." í útvarpsþætti í sovézka útvarpinu sl. þriðjudagskvöld var látið að þvi liggja, að Solzhenitsyn ætti að fara úr landi til að búa í „þeim Iöndum, þar sem sköpunarverk- um hans er hampað sem sígildu dæmi um baráttuna gegn hug- myndum sósialismans". Þessi ofstækisfulla herferð gegn hinu sovézka Nóbelsskáldi hefur vakið gífurlega athygli um heim allan. Sök Solzhenitsyns er sú ein að hafa skrifað bækur, sem Sovétstjórninni eru ekki þóknan- legar og sem ekki fást gefnar út í Sovétríkjunum. Er fyrirsjáanlegt, að verði skert hár á höfði Solzhen- itsyns á beinan eða óbeinan hátt mun það hafa afgerandi áhrif á samskipti vestrænna ríkja og Sov-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.