Morgunblaðið - 20.01.1974, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JANUAR 1974
21
HELZTU niðurstöður Rómar-
klúbbsins, sem bókin Takmörk
vaxtar var b.vsgð á, er eins ob
áður hefur verið minnzt á hér,
þær, að ef mannfjölgun. iðn-
væðing, mengun, marvæla-
framleiðsla og notkun auðlinda
heldur áfram í sama mæli og
nú, þá nær þróunin hámarki
einhvern tfma áður en 100 ár
eru liðin. Líklegast endar hún
með fremur skyndilegri og
óviðráðanlegri hningnun bæði í
fólksfjölda og iðnaðarmögu-
leikum.
Lester R. Brown, sem lengi
hefur unnið að rannsóknum á
vanda þróunarlandanna og
skrifað kunnar bækur, svo sem
Græna byltingin, Maðurinn,
landið og fæðan og nú síðast
Heimur án landamæra, finnst
Takmörk vaxtar yfirleitt traust
og sannfærandi bók, en hefur
ýmislegt við hana að athuga.
Hann segir m.a.
„Við skulum líta stuttlega á
tvö atriði i niðurstöðunum, ann
ars vegar hvers eðlis þróun
vaxtar er og hins vegar hvaða
afleiðingar það hefur að ná tak-
mörkun þróunarinnar. í fyrsta
lagi, hversu raunsæ eru hin
ýmsu mörk, sem vextinum eru
sett? Við getum fengið hug-
mynd um næstu átatugi með
þvi að líta á undangengna sögu.
Frá 1950-1970 óx heildarfram-
leiðsla heimsins úr eitthvað um
1.250.000 milljón dollara virði í
nærri 3.000.000 milljón dollara.
Um 1950 sáust tiltölulega fá
merki um umhverfisstreitu.
Umhverfiskreppa vakti ekki al
mennar áhyggjur fyrr en seint
á sjöunda áratugnum. Og á ár-
inu 1970 voru fjölmiðlar um
allan heim farnir að birta nær
daglega fregnir af nýjum
merkjum um umhverfishrofn-
un.
Líta verður sögulega séð, frá
tveimur sjónarhornum á þenn-
an geysilega vöxt, sem tiltölu-
lega nýlega hefur hlaupið í
efnahagslíf heimsins. Annars
vegar er magn þess vaxtar.
Hins vegar eru tengsli hverrar
vaxandi aukningar við hámark
á ýmsum sviðum. Augljóst virð
ist, að þessi þriðja milljón millj
óndollaraer'bætiSt við heildar-
framleiðsluna. hefur valdið
miklu meira umhverfisstreitu
en önnur milljón milljónanna
gerði. Hvaða áhrif mun þá
fjoraða milljón milljóna, eða
tvöfalda núverandi heildar-
framleiðslu á næstu 18 árum,
hafa á vistikerfi .heimsins? Ef
við gerum ráð fyrir áframhald-
andi 5% árlegum hagvextif ver-
öldinni, þá verður afleiðingin
13.000.000 milljóna dollara
helldarframleiðsa i heiminum
árið 2000. í hvernig ástandi
verður lífheimur jarðarinnar
þá?
Efnahagslegar framfarir
hvila á hæfni jarðarinnar til að
leggja til nægilegar birgðir af
fersku vatni, orkugefandi efn-
um og hráefnum til iðnaðar; til
að framleiða viðarskóga og
eggjahvftuefni úr hafinu; til að
sjá fyrir lffsrými, ræktanlegu
landi og endurhæfingarstöðum
fyrir nátturuna; og til að vinna
ins á undanförnum árum.
Aukning á heimsafla af mann-
eldisfiski (laxi, túnfiski, ýsu
o.s.frv.) sem hefur ' farið
minnkandi i mörg ár, er orðinn
minni en mannfjöldaaukingin.
Margir sjávarlíffræðingar telja
að heimsafli vinsælustu mann-
eldisfiska sé nú alveg kominn
að hámarksaflamagni, sem
hægt sé að halda við. (Aftur á
móti er ágætt útlit fyrir, að
hægt sé að auka veiði minna
vinsælla tegunda, sem nú eru
notaðar í fiskimjöl — en þá
auðvitað með þeim fyrirvara að
mengun hafsins fari ekki mjög
vaxandi).
Langtima horfur eru ekki
góðar um olíu- og gasbirgðir
heimsins. Reiknað er með, að
heimsframleiðslan fari yfir há-
mark á allra næstu áratugum,
Allt hvílir á hæf • • \ m jarð-
arinnar til endu rnýjunar
á úrgangsefnunum. Á sumum
sviðum er jörðin fær um að
halda áfram efnahagslegri út-
þenslu með sama hraða í marg-
ar aldir áður en komið er að
lokamarkinu. Þar má sérstak-
lega benda á álið. En möguleik-
ar á öðrum sviðum eru þegar
óðum aðtæmast, annaðhvort á
einstökum stöðum eða í heimin-
um öllum. Til dæmis hefur
viðarframleiðsla fyrir löngu
farið úr endurhæfingunni f
heiminum, með þeim afleiðing-
um aðskógar fara síminnkandi.
Um eggjahvítuefni hafsins er
það að segja, að maðurinn
nálgast óðum takmörkin, þar
sem heimshöfin geta ekki leng-
ur haldið við. Ofveiði á hvölum
hefur þegar minnkað helztu
hvalastofnana, svo að afli fer
minnkandi, þrátt fyrir mikla
aukningu á tilkostnaði iðnaðar-
e.t.v. fyrir lok þessarar aldar.
Hæfni jarðarinnar til að
vinna úr ýmsum úrgangsefnum
er þegar ofboðið á vissum stöð-
um og í sumum tilvikum jafn-
vel lika í heiminum öllum. Af-
leiðingin er aukning á um-
hverfisvaldandi sjúkdómum,
svo sem öndunarsjúkdómum í
iðnaðarlöndum, mengunar
sjúkdómum í vötnum og ám um
allan heim og sífellt bætist við
listann yfir tegundir, sem eru
að hverfa af jörðinni".
Flestar tilraunir til að auka
matvælaframleiðslu heimsins
hafa i för með sér eitthvert álag
á lifheiminn. Það hefur verið í
tízku meðal vistfræðinga og
blaðamanna að tiunda hin
mörgu andstæðu vistfræðilegu
áhrif af byggingu Aswanstífl-
unnar. Við það, að hin árvissa
framburðarleðja árinnar kem-
ur ekki lengur í neðri hluta
Nilardalsins með flóðunum, þá
neyðast egypzku bændurnir til
að nota meira af tilbúnum
áburði. Missir næringarefna í
árvatninu hefur einnig dregið
mjög úr dýnnæfum fiskafla í
Nílarósum. Uppgufun er líka
miklu meiri úr Aswanlöninu en
áætlað var og minnkar auðvitað
vatnsbirðignar.
En við verðum að leggja fyrir
okkur þá spurningu, hverra
annarra kosta er völ til að
brauðfæða vaxandi mannfjölda
í Egyptalandi, þar sem bætist
við ein milljón manna á ári?
Séu ekki framleidd mát.væli til
viðbótar f landinu, þá verður að
flytja þau inn. Á kannski að
taka méira af for-landi Sahara-
eyðimerkurinnar og ganga þar-
með meira á lendur villtra
dýra? Ætti að plægja og sá
meira hveiti í gresjur Argen-
tinu? Eða ættu bændur í Mið-
vesturríkjum Bandaríkjanna
að nota meira af tilbúnum
áburði, þegar afleiðingin gæti
orðið hættulega hátt nitrat-
magn i vatni nærliggjandi
byggðarlaga?
Hvert land heimsins setndur
nú andspænis viðstfræðilegúm
hömlum á tilraunir aukinnar
matvælaframleiðslu. Sovétrík-
in börðust gegn þessum höml-
um í fjölda ára. Undir stjórn
Krúsjeffs keyptu Rússar 100
milljón ekrur af óræktuðu
landi til plægingar, til þess eins
að finna fáum árum síðar, að
mikinn hluta þess skorti raka
til að geta staðið undir ræktun.
Þegar hætt var við þetta við-
fangsefni, ákváðu þeir að auka
í staðinn framleiðsluna á sínu
gamalræktaða landi, en komust
að raun um að til þess þurfti
meira vatn.
Næsta skref var að gera áætl-
anir um að breyta stefnu fjög-
urra fljóta, sem nú renna í
Norður-íshafið, og nota vatns-
Framhald á bls. 26
st í vesturbænum“ að vetrarlagi.
étrfkjanna. Á öryggismálaráð-
stefnu Evrópu, sem miklar vonir
eru bundnar við, um bætt sam-
skipti Austur-Evröpuríkjanna og
Vesturlanda hefur af hálfu vest-
rænna ríkja einmitt verið lögð
mikil áherzla á frjálsræði í sam-
skiptum fólks og einstaklinga
beggja vegna járntjaldsins og
frelsi í skoðanaskiptum. Verði
Solzhenitsyn beittur einhvers
konar ofbeldi í Sovétríkjunum er
fyrirsjáanlegt, að það getur haft
hinar afdrifaríkustu afleiðingar
fyrir þessa ráðstefnu.
Þýzka Nóbelsskáldið Heinrich
Böll hefur hvatt til þess, að hin
nýja bók Solzhenitsyns verði gef-
in út í Sovétríkjunum. En meðal
annarra orða: Hvar eru nú hinir
vinstri sinnuðu menningarvitar á
íslandi, sem risið hafa upp til að
mótmæla aöild Bandarfkjanna að
Vietnamstríðinu, herforingja-
stjórninni í Grikklandi og bylting-
unni í Chile. Hafa þeir engan
áhuga á þeim atburðum, sem nú
eru að gerast í Sovétríkjunum?
Hvers vegna láta hin háværu
vinstri öfl svo lítið i sér heyra,
þegai’ einn maður verður nú fyrir
aðkasti af hálfu hins volduga app-
arats kommúnistaflokksins í Sov-
étríkjunum, þegar öllum áróðurs-
mætti annars mesta risaveldis í
heimi er beint gegn einum manni,
manni, sem þótt einn fari, hefur
slíkan andlegan styrk til að bera,
að hann býður hinu kommúníska
einræði í Sovétríkjunum byrginn
og er svo sterkur, að Sovétstjórn-
in hefur enn ekki treyst sér til
róttækari aðgerða en óhróðurs-
herferðar. Því láta þessi vinstri
sinnuðu öfl hér uppi á íslandi
ekki til sín heyra? Hvers vegna er
nú ekki farið I mótmælagöngur og
h ald ni r mót mælaf u nd i r?
Rógsherferðin
teygir sig
til Islands
En rógsherferð Sovétstjórnar-
innarteygir sig einnig til íslands.
Hér á landi er starfandi svokölluð
sovézk fréttastofnun Novosti, sem
hefur því hlutverki að gegna að
dreifa út sovézkum áróðri á Is-
landi. íslenzkir fjölmiðlar fá dag-
lega yfir sig skæðadrffu af áróð-
ursgögnum frá þessari sovézku
stofnun og þvf miður hefur henni
orðið alltof mikið ágengt við að
ryðja sér braut inn í islenzk dag-
blöð. Má til dæmis furðu gegna,
hvað dagblaðið Tfminn birtir mik-
ið af áróðursgreinum, sem blað-
inu eru sendar frá Novostjáróð-
ursstofnúnni í Reykjavík.
I fréttabréfi, sem Morgunblað-
inu barst fyrir nokkrum dögum
frá Novosti í Reykjavík er fjallað
um hina nýju bók Solzhenitsyns
og þar segir m.a.: „Einhver kann
að segja: En Solzhenitsyn er Nó-
belsverðlaunahöfundur? Já, en
ekki á sviði hókmennta heldur á
sviði sovétfjandskapar." Og síðar
segir í sömu grein: „Hvaða póli-
tísk öfl nútímans þarfnast
Solzhenitsyns? Fyrst og .fremst
þau, sem eru alvarlega hrædd við
virka framkvæmd sovézku friðar-
áætlunarinnaf, sem leitt hefur til
þess, að dregið hefur úr spennu í
alþjóðamálum. Ætlunarverk frið-
arandstæðinga er að koma í veg
fyrir, að friðurinn sé efldur og að
hindra þróun samvinnu milli
ríkja með ólíkt þjóðskipulag.
Ráðið til þess að ná þessu marki
virðist þeim það eitt að ófrægja
sovét-skipulagið og það er einmitt
það, sem Solzhenitsyn gerir.
Gagnvart sósíalismanum er hann
eins og ormur i epli og grefur
undan sovét-skipulaginu innan-
frá. Ef hann fellur út úr eplinu
mun hann missa allt gildi fyrir
stuðningsmenn sína og hvétjend-
ur erlendis."
Og í annarri grein segir um
hina nýju bók Solzhenitsyns:
„Það er ekki valið á viðfangsefn-
inu, sem er glæpur, en ósiðlegt og
andfélagslegt eðli þess skrefs,
sem Solzhenitsyn hefur nú stigið,
ákvarðast af því, að i hvert skipti,
sem þessi rithöfundur mundar
pennan, kemur sjúklegt hatur
hans á öllu sovézku í ljós. Eins og
þeir segja í Rithöfundaklúbbnum
i Moskvu: Hatur hans er svo mik-
ið, að ef hann tæki að sér að semja
matreiðslubók væru arsenik og
potasiumcyanide ómissandi efni
í réttina."
Það er fróðlegt fyrir aimenning
á íslandi að vita það, að helzti
starfsmaður og þýðandi þessa sov-
ézka óhróðurs, sem Novosti
dreifir til íslenzkra fjölmiðla, er
Arni Bergmann blaðamaður á
Þjóðviljanum, sem árum saman
dvaldist í Moskvu og hefur það að
öðru aðalstarfi ásamt skrifum sin-
um f Þjóðviljann að þýða sov-
ézkan róg af þessu tagi.
Nú er tækifærið
Það er lærdómsrikt fyrir is-
lendinga, að umræður um fram-
tíðarvarnir á íslandi og þá fyrir-
ætlun rfkisstjórnarinnar að láta
varnarliðið hverfa af landi brott,
skuli komast á úrslitastig einmitt
á sama tíma og kommúnistaflokk-
urinn í Sovétríkjunum sýnir sitt
rétta eðli með rógsherferð gegn
einum sovézkum rithöfundi, sem
þorir að skrifa bækur um það
efni, sem honum sýnist.
Þeir eru margir, sem hafa talið,
að breytt viðmót Sovétstjórnar-
innar i samskiptum við vestræn
riki á undanförnum misserum
tákni grundvallarbreytingu í af-
stöðu kommúnista. En herferðin
gegn Solzhenitsyn og hótanir um
dauðaddin yfir honum sýna, að í
raun og veru hefur engin gi'und-
vallarbreyting orðið á hinu sov-
ézka þjóðskipulagi. Nú er svo
komið, að aðstæður hafa gjör-
brevtzt i okkar heimshluta frá
þvf sem var fyrir einum áratug.
Þá var ekki um að ræða nein
veruleg sovézk hernaðarumsvlf í
námunda við ísland. Nú er svo
komið, að gífurleg uppbygging
sovézka flotans hefur leitt til
þess, að sovézk herskip og kafbát-
ar sjást f æ ríkara ntæli við ís-
landsstrendur. í haust lá sovézkt
orrustuskip af fullkomnustu gerð
skámmt undan suðurströnd is-
lands, búið fullkomnum eldflaug-
um, og enginn veit, hvert verk-
efni þess var, en augljóst er, að
skipið var ekki á skemmtisiglingu
á þessum slöðum. Landhelgis-
gæzlan verður í vaxandi niæli vör
við sovézka kafbáta á ferð í kring-
um Island. Allt eru þetta kaldar
staðreyndir. sem við islendingar
hljótum að horfast í augu við, og
sú eina rökrétta ályktun. sem af
þeim má draga, er sú. að ekki er
hægt að sinni að slaka á þeim
varnarviðbúnaði, setn er á is-
landi. En til þess að koma í veg
fyrir, að sú vinstri stjórn, sem i
landinu situr, láti verða af áform-
um sínum, verða til að koma sterk
viðbrögð almeiinings á islandi.
Tækifærið er nú fyrir hendi með
þeirri undirskriftarsöfnun. sem
hle.vpt hefur verið af stokkunum.