Morgunblaðið - 20.01.1974, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JANUAR 1974
tgy
Doppa og Dlll á ferðalagl
eftir
Hugrúnu
Díla leiddist þegar Doppa var farin og hljóp þá á
eftir henni og beið fyrir utan dyrnar, þangað til hún
kom út aftur. Einu sinni þegar þau voru að hvíla sig
eftir einn sprettinn, sagði Díli. — Þætti þér ekki
gaman að fara út í víða veröld? — Nei, sagði Doppa,
hún er svo hættuleg fyrir hvolpa eins og okkur. Við
kunnum ekki fótum okkar forráð. — Hvað er nú
það? sagði Díli. — Ég veit það nú ekki vel, sagði
Doppa, en hún mamma segir þetta stundum, þegar
hún er að áminna mig um að fara ekki langt í burtu.
Það hlýtur að vera eitthvað sem er mjög athyglis-
vert, úr því að hún mamma mín segir það.
— Við erum nú að verða stórir hvolpar, sagði Díli,
og ættum að geta bjargað okkur sjálf án þess að
þurfa alltaf að hanga í mömmunum okkar. Þær
mættu þó sannarlega verða fegnar að losna við
okkur um tíma. Svo komum við heim aftur forfram-
aðir hundar, og þá verða þær hrifnar af að eiga
svona dugleg börn. — Það er auðheyrt, að þú ert
óviti ennþá, sagði Doppa. Einu sinni fór ég með
henni mömmu minni í kaupstaðinn. Ég var fegnust
þegar ég komst heim aftur. Þar er hætta við hvert
DRATTHAGIBLYANTURINN
fótmál. þar eru líka til svo stórir hundar, að þeir
gætu gleypt okkur í heilu lagi. Mamma sagði mér að
þeir væru útlendir og mjög hættulegir, ef þeir
reiðast. Hún sagði mér líka, að þeir gætu dregið litla
hvolpa á tálar. Svo væru þar líka til litlir og hégóm-
legir hundar, sem væru stundum klæddir í föt og
lægju uppi í rúmum og sófum eins og kettir. Held-
urðu að það sé ekki bezt að vera heima og láta sér
nægja það sem við höfum. Við höfum nóg landrými.
Við getum hlaupið alveg upp á fjall og niður að sjó.
Jú, við ættum að láta okkur nægja þetta sem við
höfum.
— Já, skárri var það ræðan, sagði Díli. Það er bara
eins og þú sért orðin gömul og reynd. Ég er ekki á
sama máli og þú. Mig langar til þess að kynnast
nýjungum og fljúgast á við risahundana. Heldurðu
að ég sé hræddur?
— Blessaður góði vertu ekki svona grobbinn. Ef þú
sæir hvað þeir eru voðalegir, myndirðu ekki tala
svona. Þú yrðir að gjalti.
— Hvað er nú það? sagð Díli. — Ég veit það ekki,
hún mamma veit það, sagði Doppa litla og hallaði
undir flatt. Henni leiddust þessar spurningar, af því
hún gat ekki svarað þeim. Hér eftir ætlaði hún að
spyrja mömmu sína um þýðingu á þessum dularfullu
orðum, sem hún heyrði daglega. Það mátti nú segja,
að heimurinn er flókinn. Það var víst nóg fyrir litla
hvolpa að læra hér heima, þótt þeir færu ekki að
flækjast eitthvað út í veröldina. — Ég vil sjá heim-
inn, sagði Díli. Ég óttast ekkert. Með það var hann
þotinn af stað á eftir hálffleygum lóuunga. Doppa
fékk þá eitt ógleðikastið og hljóp heim til mömmu
sinnar. Þar var alltaf svo öruggt og gott að vera.
Annar kapítuli.
Það leið varla sá dagur, að Díli minntist ekki á
ferðalag út í heim. — Þú getur ekki verið þekkt fyrir
að láta mig fara einan, sagði hann. Þá áttu engan vin.
Heldurðu að þér liði ekki illa ef þú fréttir aldrei neitt
af mér?
— Jú, sagði Doppa litla og leit í mógulu augun
hans Díla. Jú, það yrði alveg óbærilegt. — Komdu þá
með mér, sagði Díli. Ég er að hugsa um, að við
leggjum af stað þegar sumri tekur að halla og nóttin
fer að verða dimm. Við megum ekki láta grípa okkur
á miðri leið. Þá væri til einskis barizt.
— Ég þori ekki að fara, sagði Doppa, og hugsaði til
hennar mömmu sinnar, sem var alltaf svo góð við
hana. Það væri sárt að vita hana gráta og líða illa út
af henni. En hún þorði ekki að segja þetta upphátt.
<^Alonni ogcTManni
eftir
Jón Sveinsson
Freysteinn
Gunnarsson
þýddi
Ég varð hugfanginn af þessum draumi Manna og
sagði:
„Þetta var yndislegur draumur“.
„Já, hann var fallegur“, sagði Manni, „og ég get
ekki lýst því, hvað mér leið vel í faðmi frelsarans. Ég
var frá mér numinn“.
„Það skil ég, bróðir minn góður. Jesú þykir víst
mjög vænt um þig“.
„Já, það hugsa ég“, svaraði hann í barnslegri ein-
lægni. „Og nú er ég viss tun, að hann sendir okkur
hjálpina fljótt“.
Á franska herskipinu La Pandore
Þegar við vorum að tala þetta, þóttumst við allt í
einu heyra þungan og langdreginn óm í fjarska.
„Heyrirðu, Manni?“
„Já, ég heyrði það greinilega. Hvað getur það verið?“
„Ég veit ekki, hvað það er“, svaraði ég.
Við steinþögnuðum og hlustuðum.
Brátt heyrðum við sama hljóðið aftur.
Við horfðum hvor á annan hissa. En hvorugur okk-
ar hafði hugmynd iuu, hvað þetta gæti verið.
Við hlustuðum vel og lengi, því að þessi langdregnu
og kveinandi hljóð heyrðust aftur og aftur og færðust
nær.
Allt í einu skildi ég. „Það er skip, Manni, sem er
að koma í áttina til okkar í þokunni“.
„Skip? En hvaða hljóð er þetta?“
„Það er í þokulúðrinum“.
„Þá verður okkur bjargað“, kallaði Manni. „Við
skulum strax þakka guði, því að það er hann, sem
sendir okkur þessa hjálp“.
flkÍlnofguAkQffiiiu
— Herra Júlfus, ég Kef heyrt
að yður semji ekki við vinnu-
félaga þfna . ..
— Gleymdu ekki að skrifa
okkur...
— Ertu í stuði til að sleppa
þér núna, pabbi, eða á ég að
sýna þér einkunnabókina
seinna . . .
— Varðandi uppfinningu yð-
ar ... ja, ég veit ekki almenni-
lega hvernig ég á að segja það