Morgunblaðið - 20.01.1974, Page 40
LESIfl
|R0mvmMaÍ*i&
DflGLEGR
JW«r0unt»tat)tJ>
RUGIVSinGllR
íg.^22480
LAUGARDAGUR 19. JANUAR 1974
VARNARMALIN:
Kommúnistar setja sam-
starfsmönnum sínum úrslitakosti
KOMMÚNISTAR hafa setl sam-
starfsf lokkum sínum i ríkis-
stjórninni úrslitakosti varðandi
brottför varnarliðsins. A fundi
ríkisstjórnarinnar sl. þriðjudag
lögðu ráðherrar Alþýðubanda-
lagsins fram álvktun þingflokks
og framkvæmdastjórnar flokks
síns, þar sem þess er krafizt. að
ríkisstjórnin leggi fvrir Alþingi
tillögu um uppsögn varnar-
samningsins ella verði að lita svo
á, að forsendum stjórnarsam-
starfsins séu brostnar.
Ólafur Jóhannesson neitaði að
ræða þessa tillögu á síðasta rfkis-
stjórnarfundi engera má ráðfyr
ir, að hún verði rædd á ráðherra-
fundi næstkomandi þriðjudag.
Þessi afstaða Alþýðubandalags-
ins bendir til þess, að tilraunir
sex manna nefndar Framsóknar-
flokksins til þess að fá samstöðú í
stjórnarflokkunum um mikla
fækkun í varnarliðinu hafi farið
út um þúfur.
I desembermánuði mun þing-
flokkur Framsóknarf lokksins
hafa skipað nefnd sex manna til
þess að móta stefnu flokksins í
varnarmálum. I nefndinni eru:
Ólafur Jóhannesson, Finar
Agústsson, Eysteinn Jónsson,
Steingrimur Hermansson,
Þórarinn Þórarinsson og Jön
Skaftason.
Nefnd þessi hefur siðustu vikur
unnið að þvi að ná samstöðu i
stjórnarflokkunum um gagntil-
lögur, sem Einar Ágústsson utan-
rikisráðherra gæti lagt fram á
næsta viðræðufundi með full-
trúum Bandaríkjastjórnar.
Á fundi þeim, sem hingað til
hafa verið haldnir, hefur utan-
ríkisráðherra Islands í raun og
veru ekkert getað sagt um afstöðu
stjórnar sinnar til ýmiss konar
hugmynda Bandaríkjamanna um
breytingu á fyrirkomulagi
varnanna.
I nóvembermánuði var gert ráð
fyrir, að næsti viðræðufundur
með Bandaríkjastjórn yrði um
miðjan desember, en að ósk
Einars Ágústssonar var þeim
fundi frestað til 7. janúar. Þá
óskaði ráðherrann enn eftir frest-
un til 14. janúar og aftur óskaði
hann eftir fresti til mánaða-
mótanna.
Þær hugmyndir, sem sex
manna nefnd Framsóknarflokks-
ins hefur reifað við samstarfs-
flokkana, eru i stuttu máli þær. að
af 3.300 manna varnarliði, sem nú
er í landinu, hverfi 2000 menn á
brott á næstu þremur árum en
eftir verði um 1300 manna lið.
Umskeiðríkti mikilbjartsýni með
al framsóknarmanna um það, að
samstaða tækist um þessi áform.
Því var haldið fram, að Lúðvík
Jósepsson, Kagnar Arnalds og Jón
as Árnason væru búnir að sam-
þykkja þessar tillögur, aðeins
víeri eftir að tryggja stuðning
Magnúsar Kjartanssonar. Hefði
það að sjálfsögðu þýtt
grundvallarbreytingu á afstöðu
Alþýðubandalagsins til varnar-
liðsins þar sem kommúnistar
myndu þá í fyrsta skipti sam-
þvkkja dvöl bandarísks varnar-
Iiðs þótt fámennt væri.
Hugsanlegt er, að einnver fótur
hafi verið fyrir þessari bjartsýni
framsóknarmanna og að þar sé
komin skýringin á ítrekuðum
kröfum Magnúsar Kjartanssonar
um þingrof og kosningar og yfir-
lýsingum hans í einkaviðræðum
og á lokuðum fundum þess efnis
að hann kynní að segja af sér
ráðherradómi, yrði ekki fallizt á
uppsögn varnarsamningsins.
Úi'slítakostir þeir, sem
kommúnistar hafa sett i ríkis-
stjórninni benda til þess, að þetta
mat á stöðu Alþýðubandalagsins
hafi ekki reynzt rétt. Að auki
herma fregnir úr Framsóknar-
flokknum, að þar sé heldur engin
samstaða um þessar hugmyndir
um stórfellda fækkun varnarliðs-
ins og Samtök frjálslyndra og
vinstri manna hafa enga afstöðu
tekið til þess.
Menn greinir á um það i
stjórnarflokkunum hvort Alþýðu-
bandalagsmönnum sé alvara að
þessu sinni að fara úr ríkisstjórn-
inni verði varnarliðið ekki látið
hverfa af landi brott. Liklegt má
telja, að um það riki ágreiningúr í
Alþýðubandalaginu en ljóst er, að
til úrslíta mun draga innan ríkis-
stjórnarinnar í varnarmálunum á
næstunni og að kommúnistar
munu halda þar stíft fram kröfu
sinní um uppsögn, ella hverfi þeir
úr stjtírninni, hvort sem þeir láta
svo verða af þeirri hótun eða
ekki.
Hann sprangar um í þæf-
ingnum og virðir fyrir sér
borg og bæ. Hann kann að
búa sig í niuggunni enda lif-
að tímana tvenna og veit
hvað það gildir aö búa sig út.
Ljósmynd Mbl. Brynjólfur
Helgason.
Frystihús fyrir laus-
frystingu í Þorlákshöfn
HLUTAFÉLAG hefur verið stofn-
að um lausfrystingu á fiski og
öðru í Þorlákshöfn og verið er að
ganga frá vélum og húsnæði hins
nýja frystihúss. Samkvæmt upp-
lýsingum Sigmunds Jóharlnsson-
ar frá Vestmannaeyjum er reikn-
að með, að frysting hefjist innan
skamms. Tækni sú, sem notuð er
við lausfrystíngu, byggist á því,
að hráefnið fer í gegn um sérstök
írystigöng í stað þess að vera
pressað í pönnum. Þessi frystiað-
ferð er mjög að í-yðja sér til rúms
í heiminum og er notuð við margs
konar hráefni, svo sem grænmeti,
V E RÐLAG SRAÐ sj á varút vegsin s
sat á fundi f allan gærdag um
loðnumjölsverðið og lauk fundin-
um ekki fyrr en um kl. 2 aðfarar-
nótt laugardagsins. Samkomulag
náðist ekki innan ráðsins, og því
vísað til yfirnefndar. Þar var boð-
aður fundur kl. 4 í gær
Hótel Vestmannaeyjar:
Nærri fullbókað í
sumar—
Lundinn verður merki hótelsins
fuglakjöt og ýmis önnur matvæli,
sem geymd eru fryst. aikosl
frystitækja nýja hússins eru
'/i—1 tonn á klukkustund.
UNNIÐ er af miklum krafti við
lagfæringar og uppbvggingu höt-
els f Vestmannaeyjum og hefur
verið ákveðið að það heiti Hótel
Vestmannaeyjar. í þvf verða 30
herbergi og gistiaðstaða f.vrir 70
manns. Núverandi eigendur hót-
elsins er Birgir Viðar Halldórs
son, læröur kokkur og þjónn, og
Konráð Halldórsson þjónn. Þeir
eru báðir þrautreyndir hótel-
menn. Húsið hefur verið tekið all
kyrfilega,f gegn, en áður var þar
Varið land
Fundur á Hótel Sögu
kl. 17,30 á morgun
Á MORGUN, mánudag, verður
fundur í Súlnasal Hótel Sögy á
vegum þeirra, sem standa að und-
irskriftasöfnuninni til að mót-
mæla uppsögn varnarsamnings-
ins og brottvísun varnarliðsins.
Fundurinn hefst kl. 17.30 (hálf
sex). Verða þar ílutt stutt ávörp,
lagðir fram undirskriftalistar og
slíkir listar afhentir, ef fundar-
menn vilja taka að sér að fá fólk
til að standa að ávarpinu um Var-
ið land.
Hótel HB. Másegja, að húsið hafi
verið góðlega fokhelt, þegar þeir
bræður byrjuðu að bvggja upp
aftur.
Þann 23. janúar verður hótelið
opnað að hluta, 15 herbergi og
matsala, auk kaffistofu með mjög
nýtízkulegum útbúnaði og fjöl-
breytilegum matseðli. Merki hót-
elsins verður lundi og verður
mynd af lundanum brennd í diska
hótelsins og annan búnað, þar
sem slíkt heyrir til.
15 manna starfslið verður í hót-
elinu, þaulæft hótelfólk sem hef-
ur unnið 1—15 ár við hótelþjón-
ustu. Flest er það úr Reykjavik,
en mun flytja til Eyja ásamt eig-
endum Hótels Vestmannaeyja.
Hótelið verður mjög vandlega
búið að tækjum og búnaðí, allt
nýtt f herbergjum og sölum og
ráðstefnu- og veizlusalur, ásamt
diskóteki verður í þvf. 1 neðri sal,
þar sem dans verður, er rúm fyrir
100 manns, en í efri sal, matsal, er
rúm fyrir 80 gesti í sæti.
Þá hefur hótelið sótt um leyfi
til vínveitinga.
Í mötuneyti verður fljótlega
hægt að afgreiða um 150—200
manns ef þörf krefur, en það leys-
ir brýna þörf. Hótelið verður rek-
ið sem fyrsta flokks hótel, en ekkí
Aldursflokkarnir fylgjast
að til Eyja
GAMLA FOLKINU HEFUR
ÞÓ EKKI VERIÐ SINNT
I LJÖS heíur komið við könnun,
sem gerð var í Vestmannaeyjum
um miðjan janúar, að flestir Vest-
mannaeyingar á aldrinum 20—24
ára eru komnir heim aftur eða
alls 235, en það er 50%. Fæstir
eru komnir á aldrinum 75—80 ára
eða 14 talsins, sem er 21% af
þeim fjölda sein var á sama tíma í
fyrra, en þess er að gæta að engin
aðstaða er fyrir gamla fólkið enn-
þá í Eyjum. Annars er hlutfallið
milli aldursflokka mjög jafnt, en
milli 40 og 50% fólksins er komið
aftur heim og fer dagfjölgandi.
Þó líður að því, að húsnæðiskost-
urinn verði algjörlega fullnýttur
og meira en það, en hægt gengur í
framkvæmdum við uppbyggingu
og fyrirgreiðslu opinberra aðila í
Eyjum. 1 rauninni hefur lítið ver-
ið gert þar af hinu opinbera í
framkvæmdum fyrir almenna
borgara Eyjanna, síðan hreins-
uninni lauk í sumar.
Um miðjan mánuðinn voru um
2200 manns komnir til Eyja aftur,
en voru á sama tíma í fyrra 5300( I
janúarlok er útlit fyrir, að um
3000 manns verði í Eyjum með
sjómönnum á Eyjaflotanum.
á neinn hátt í verbúðarformi.
Frá áramótum hafa um 15 iðn-
aðarmenn unnið feikimikið starf
við innréttingu hússins. Þeir
bræður kváðust þakklátir öllum,
sem þeir hefðu þurft að leita til,
því hvarvetna hefðu þeir fengið
góða fyrirgreiðslu, en mest kváð-
ust þeir ánægðir með að fá að
taka þátt í uppbyggingu Vest-
mannaeyja, en báðir eru þeir ætt-
aðir frá Eyjum.
Nú þegar eru komnar miklar
bókanir á hótelið í sumar m.a. allt
til okóberloka. I október eru t.d.
liðlega 200 manns búnir að láta
bóka sig og allt miðsumarið júní,
júlí ágúst er allt að því fúllbókað.
I vor verður Hótel Vestmanna-
eyjar málað að utan. Hótel Vest-
mannaeyjar er þegar komið í sam-
band við ýmsar ferðaskrifstofur,
en þeir bræður sögðust telja, að
aðstaða fyrir golf í Eyjum, fugla-
skoðun og sjóstangaveiði myndu
auka mjög ferðamannastraum til
Eyja með tilkomu nýrrar skipa-
ferju fyrir Vestmannaeyjar.
Þýzk útgáfa af
Gúlag til lands-
ins eftir mánuð
MORGUNBLAÐIÐ leitaði upplýs-
inga hjá Bókaverzlun Snæbjarnar
um hvort pantanir hefðu verið
gerðar á síðustu skáldsögu Solzh-
enitsyn — Eyjahafinu Gúlag.
Fékk blaðið þau svör, að fyrir
utan frönsku útgáfuna væri bókin
aðeins komin út á þýzku og yrðu
gerðar ráðstafanir til að fá hingað
fáein eintök af þeirri útgáfu.
Bækurnar yrðu þó naumast
komnar hingað fyrr en eftir um
mánaðartíma. Hins vegar er
skáldsagan enn ekki komin út í
enskri eða danskri þýðingu, og
því allt á huldu enn hvernær þær
útgáfur muni koma til landsins.