Morgunblaðið - 23.05.1974, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 23.05.1974, Qupperneq 1
44 SIÐUR í dag fylsii' Mórgunblað- inu hlaðauki, sem sér staklega er helgaðui Breiðholtshverfi. 82. tbl. 61. árg. FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 1974 Prentsmiðja Morgunblaðsins. A síðustu 4 árum hefur meginhluti Breiðholts III risið af grunni, en á myndinni sést yfir hið nýja hverfi. Ofar á myndinni sést í Breiðholt I og enn ofar blasir við hluti af Reykjavík og útsýni yfir sundin, en víða úr Breiðholtshverfi er mjög fagurt útsýni. Ljósmvnd Mbl. Ól. K. M. Gunnar Thoroddsen: Forðumst ábyrgðarlaust ævintýri Þær raddir heyrast, að skipta þurfi um stjórn höfuð- borgarinnar vegna þess, að sami flokkur hafi svo lengi farið með völd. Varhugavert sé að fela þau einum og sama flokki um langan aldur. Þessi röksemd væri frambærileg, ef meirihlutinn væri staðnaður flokkur eða meðferð borgarmála hefði farið honum illa úr hendi. Hvorugu er til að dreifa. Sjálfstæðisflokkurinn er gróskumikill flokkur, sem stendur föstum fótum í íslenzkri arfleifð, en er jafnframt í stöðugri endur- nýjun bæði varðandi menn og málefni. Af átta efstu mönnum á lista flokksins eru fjórir nýir. Hér eru því reynsla, samhengi í störfum og nýir kraftar ofin saman. Og varðandi vandamál borgarinnar fylgjast sjálfstæðismenn jafnan með þróun og þörfum tímans, viðbúnir að glíma við ný viðfangsefni og leysa þau verk, er við blasa. Þess vegna hafa sjálfstæðismenn í borgarstjórn Reykjavíkur til dæmis verið braut- ryðjendur um nýmæli og umbætur í skólamálum og félagsmálum. Reykjavík stendur þar í flestum grein- um framar ýmsum öðrum byggðarlögum og ríkinu sjálfu. En ekki er hægt að gera allt í einu. í stjórn borgarinnar er það oft eitt erfiðasta verkið að ákveða, hvaða framkvæmdir skuli ganga fyrir öðrum, í hvaða röð þær skuli teknar. Þegar Reykvíkingar líta yfir stjórn, framkvæmdir og framfarir í borginni. sjá þeir flestir og viður- kenna, að margt hefur verið stórvel gert. Meirihlutinn hefur vakandi auga á þeim verkefnum, sem enn hefur ekki verið unnt að leysa, en sem ráðizt verður í, svo fljótt sem fært þykir með hliðsjón af öðrum vandamál- um og fjárhag borgarinnar og borgaranna. Sparkliðið „vinstri samvinna" En hver er þá hinn kosturinn, sem borgarbúum er boðið upp á í stað hinnar styrku stjórnar sjálfstæðis- manna? Er það samhentur, stefnufastur hópur, sem hægt er að treysta og trúa fyrir fjöregginu? Þvi fer svo fjarri sem frekast má vera. Helzt má líkja því liði vió fótboltaflokk, sem aldrei hefur tekizt að æfa og þjálfa til samleiks, en leikmönnum er það efst í huga að gera samherjum sínum allt það til miska, sem þeir mega. Heldur þætti það óbjörgulegt lið á leikvelli. enda óþekkt fyrirbæri í öðrum íþróttum en þeim sparkleik, sem heitir vinstri samvinna á Islandi. Frainhald á hls. 43

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.