Morgunblaðið - 23.05.1974, Side 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 1974
Borgarfulltrúar
eru ekki
atvinnusijórnmálamenn
MARKÚS Örn Antonsson borgarfulltrúi, býður sig nú fram til borgar-
stjórnar öðru sinni fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Er hann einn af fjórum
fráfarandi aðalmönnum f borgarstjórn, sem aftur gefa kost á sér og
eru meðai átta efstu manna á listanum; því má segja, að endurnýjun f
efstu sætum framboðslista sjálfstæðismanna sé um 50%. Þetta sama
hlutfall kemur og í ljós, þegar tekið er tillit til alls borgarstjórnar-
flokksins, þ.e.a.s. bæði aðal- og varafulltrúa 16 talsins. Þá hafa 9
frambjóðendur verið áður f borgarstjórnarflokknum, en aðrir fram-
bjóðendur eru nýir. Þannig má segja, að góð endurnýjun eigi sér stað á
listanum. Morgunblaðið spjaliaði nýlega við Markús um hann sjálfan
og störfin í borgarstjórn.
Markús Örn, ritstjóri Frjálsrar verzlunar ræðir um útlit blaðsins vio
prentara f Félagsprentsmiðjunni, Ólaf Pétursson.
• •
Samtal við Markús Orn Antonsson, fjórða mann á
framboðslista sjálfstœðismanna til borgarstjórnar
Markús Örn Antonsson og kona hans Steinunn Ármannsdóttir ásamt
börnum sfnum, Sigrúnu Ástu og Ántoni Birni, að heimili þeirra að
Ásgarði 77. — Ljósm. Mbl. ÓI.K.M.
Markús Örn er borinn og barn-
fæddur Reykvikingur, fæddur
1943 og gerist þaó æ fátiðara nú á
dögum, að menn á hans aldri geti
rakið ættir sínar mann fram af
manni í Reykjavík sjálfri. En þeir
stofnar, sem standa að Markúsi í
báðar ættir, eru reykvískir og sem
dæmi má nefna, að langafi hans
var Markús Þorsteinsson söðla-
smiður, sem fluttist ásamt konu
sinni til Reykjavíkur á síðustu
öld. Byggði hann hús á horni
Laugavegar og Frakkastígs, sem í
þá tíð var á endimörkum Reykja-
víkur. Síðar byggði Markús Þor-
steinsson annað hús við Frakka-
stíg númer 9 og þar ólst móðir
Markúsar upp. Hann segist minn-
ast bernskuheimsóknar á það
heimili, svo og til ömmu sinnar í
föðurætt, er bjó á Sólvallagöt-
unni. Þar fékk hann gjarnan að
sofa í rúmfataskúffu nótt og nótt
og þótti ekkert tiltökumál, þótt
börn 7 og 8 ára ferðuðust borgina
á enda í strætisvagni í heimsókn
til ættingja og vina eða jafnvel til
að sækja skóla. Þótt Markús sé í
raun ekki nema rúmlega þrítug-
ur, hefur borgin þó á þessum ár-
um tekið miklum stakkaskiptum,
breytzt úr allstóru bæjarfélagi í
víðáttumikla borg og ekki er ólík-
legt, að foreldrum ói nú tilhugs-
unin um að börn þeirra, jafnvel á
unglingsaldri, flækist borgarenda
á milli.
Markús segir, að sér hafi fund-
izt sá vettvangur, sem hann ólst
upp á, einkar skemmtilegur, hafi
víðáttan verið mikil og ánægju-
legur leikvöllur fyrir dreng af
hans kynslóð. Hann fluttist ungur
með móður sinni og fósturföður í
Bústaðahverfið, sem þá var ekki
tengt öðrum hverfum borgarinn-
ar, Sogamýrin var næstum óbyggð
með öllu. Markús segir, að því
miður eigi börn nú á dögum ekki
leikvettvang í slikri víðáttu sem
hann átti og því telur hann, að
borgarbörn fari ef til vill mikils á
mis. 1 Fossvogsdalnum voru þá
sumarbústaðalönd og gróður-
reitir, sem gaman var að leika sér
í.
Markús segir: „Smáfólkið í dag
hefur ef til vill ekki óskemmti-
legri tækifæri, þótt í annarri
mynd séu, en samkvæmt minni
eígin reynslu finnst mér að leggja
eigi áherzlu á að viðhalda slíkri
aðstöðu eftir fremsta megni. I því
efni má minna á svokallaða
„græna byltingu", sem borgar-
stjórnarmeirihlutinn hefur nú
lagt áherzlu á.“
„Þú fórst ungur að vinna,
Markús?"
„Já, svo atvikaðist, að ég fór
snemma að vinna sumarstörf í
bænum. Eg var að sjálfsögðu í
skóla á veturna og átti því láni að
fagna í Laugarnesskólanum, að
þar kenndi mér Skeggi As-
bjarnarson, sem lagði mikla rækt
við að ala nemendurna upp í
félagsmálastarfsemi og þar hlaut
ég fyrstu tilsögn, sem ég tel að
hafi orðið mér mjög dýrmæt.
Fjögur sumur var ég í sveit hjá
skyldfólki minu austur í Hruna-
mannahreppi, en síðan fór ég að
vinna hér í bænum og varð þegar
nokkuð gjaldgengur á vinnu-
markaði. Kynntist ég þar mér
eldra fólki og fékk tækifæri til
þess að ræða við það fram og
aftur um landsins gagn og nauð-
synjar. Um tíma var ég sendi-
sveinn hjá Flugfélaginu og fékk
ég þá brennandi áhug á flugmál-
um og flugi, sem m.a. hefur valdið
því, að ég stunda nú flugnám mér
til gamans, þegar tími og veður
leyfa. Ég minnist þess sérstaklega
að eitt sinn var ég sendur i bank-
ann að sækja 600 þús. kr. i reiðu-
fé. Þetta var árið 1956 og geta
menn rétt getið sér til um, hversu
mikil verðmæti þetta voru. Með
skjalatöskuna á stýrinu, fulla af
seðlum hjólaði ég suður á
Njarðargötu út á flugvöll eins og
ekkert væri. Þannig var borgar-
bragurinn í þá daga og 13 ára
stráklingur hjólaði í góða veðrinu
ábúðarmikill með gilda sendils-
tösku og öll vikulaun starfsmanna
Flugfélagsins í henni. Kannski er
þetta einhver sú mesta ábyrgð,
sem mér hefur verið falin um
dagana," segir Markús og hlær
við.
„En ungur ákvaðst þú að leggja
fyrir þig blaðamennsku. Hvernig
atvikaðist það?“
„Flugfélagið ákvað að fá sér
heilsárssendil. Þar með kom ég.
ekki lengur til greina, þar sem ég
varð að stunda skólann á veturna.
Ég réðst þvi til Morgunblaðsins
14 ára og hjólaði með svokallaðar
kvartanir fyrir Aðalstein Ottesen
til áskrifenda, sem ekki fengu
blaðið skilvíslega. Einnig leysti ég
af gamalkunnan starfsmann
Morgunblaðsins, Harald Richter,
við það að taka við blöðunum, er
þau komu út úr prentvélinni á
nóttunni. Þetta olli því, að ég fékk
smám saman áhuga á blaða-
mennsku og áður en varði var ég
farinn að aðstoða blaðamenn við
að taka á móti tilkynningum sem
fara áttu í Dagbók. Ég sat þarna
og pikkaði á ritvél og kannski
hefur þetta átt sinn þátt í því, að
ég lærði aldrei vélritun, heldur
hef ávallt lamið vélina með tveim-
ur fingrum. Ég hef þó náð tals-
verðum hraða með þvi. En þetta
gerði það að verkum, að ég tók
blaðamennskubakteríuna eins og
kallað er og við hana hef ég enn
ekki losnað og gerí sjáifsagt
aldrei.
Ég byrjaði þá þegar að búa mig
undir að verða blaðamaður og
réðst í það starf til Morgunblaðs-
ins sumarið 1959. Blaðamaður við
Morgunblaðið varð ég þó aldrei
heilt ár. Með mér á ritstjórn
Morgunblaðsins var gamall vinur
minn úr menntaskóla, Andrés
Indriðason, en við höfðum mikið
unnið saman, m.a. i leiklistar-
starfsemi Menntaskólans í
Reykjavík og tekið þátt í Herra-
nótt. Sáum við og saman um út-
varpsþátt „Með ungu fólki“.
Áhugi okkar á sjónvarpi var mik-
ill og árið 1963 gengum við báðir á
fund Vilhjálms Þ. Gislasonar út-
varpsstjóra og tjáðum honum, að
við hefðum mikinn áhuga á sjón-
varpi. Hann sagði okkur þá, að við
skyldum tala við sig eftir svo sem
10 ár, en þá bjóst enginn við þvi,
að sjónvarp væri í nánd. En
skyndilega er tekin ákvörðun og
sjónvarp varð að veruleika. Aug-
lýst var eftir tveimur fréttamönn-
um og mönnum í lista- og
skemmtideild. Við Andrés sóttum
um og ég var ráðinn í fræðslu- og
fréttadeild sem fréttamaður
ásamt Magnúsi Bjarnfreðssyni,
en Andrés var ráðinn í lista- og
skemmtideild, Og nú er Magnús
einnig kominn út í pólitíkina eins
og allir vita.“
„Það voru ekki margir, sem
sóttu um þessi störf
„Nei, aðalástæðan held ég að
hafi verið almenn bölsýni meðal
fréttamanna varðandi sjónvarpið
og framtið þess. Menn vildu ekki
taka þá áhættu sem fylgdi því að
yfirgefa stöður sfnar við blöðin á
meðan engin reynsla var fengin
af sjónvarpinu. Vissulega var
þetta ævintýramennska í upphafi,
en við höfðum brennandi áhuga.
Fyrstu árin á sjónvarpinu voru
geysiskemmtileg, enda starfsfólk-
ið ungt að árum yfirleitt, kátt og
liflegt.“
„Telurðu ekki, að sjónvarp hafi
auglýst þig og hjálpað þér við að
hasla þér völl í stjórnmálum borg-
arinnar?“
„Sjónvarp auglýsir þá, sem við
það starfa vel eða illa, vissulega,
en það veltir ekki á undan manni
rauðum dregli um ófyrirsjáanlega
framtíð, Störf mín við sjónvarpið
virtust verða jákvæð fyrir mig ef
litið er á úrslit prófkjörsins 1970,
en ég gerði mér grein fyrir því,
að sú kynning, sem ég hlaut þar,
myndi ekki endast mér lengi og
eitthvað annað þyrfti að koma til.
I raun leið mér ekki vel sem
fréttamanni við rfkisfjölmiðil er á
leið. Sjálfsagt hef ég verið of
Dólitískur í eðli mínu til þess að
svo gæti orðið. Þó gætti ég þess að
sjálfsögðu, að afstaða mín kæmi
hvergi fram í störfum mínum.
Andstæðingar mínir í stjórnmál-
um hafa kannski þótzt finna það.
Ég aðhyllist vitaskuld vestræna
lýðræðishugsjón og vona að það
sé ekki talið hlutleysisbrot hjá
íslenzkum ríkisfjölmiðlum. En
flokkspólitík hafði aldrei áhrif á
störf min við Rikisútvarpið. Ég tel
heppilegast fyrir alla, að þeir sem
gefa kost á sér til stjórnmála-
starfa, segi algjörlega skilið við
störf, sem eru jafn viðkvæm og
störfifréttamanns. Ég valdi þann
kostinn sjálfur og tel mig hafa
sett fordæmi, sem Rikisútvarpið
megi gjarnan vitna i, því að það
hefur aldrei sett neinar ákveðnar
reglur um þessi mál. Ef viðkom-
andi ætlar að blanda saman
pólitísku starfi og fréttamennsku
veldur það bæði stofnuninni og
starfsmanninum sjálfum erfið-
leikum. Hann verður aldrei trú-
verðugur og á þetta vissulega við
um nokkra, sem starfa Við Ríkis-
útvarpið nú. Menn hafa haft á
orði, að um sé að ræða stjórnar-
skrárbrot og skerðingu á persónu-
frelsi, en ég tel, að hér sé ekkert
slikt á ferðinni, heldur einfald-
lega um tvo frjálsa valkosti að
ræða sem hvor tveggja geti aldrei
farið saman.“
„Hafa kynni þín af borgarstjórn
sem fulltrúa þar reynzt önnur en
þær hugmyndir, sem þú gerðir
þér áður um störfin þar?“
„Sem fréttamaður kynntist ég
störfunum þar óbeint og jafnan
var talað um störf borgarstjórnar-
fulltrúa sem væru þau fremur
fábrotin. Það má kannski til
sanns vegar færa, ef menn eru
borgarfulltrúar án nokkurra
annarra starfa fyrir borgina.
Haldnir eru fundir hálfsmánaðar-
lega, en þess á milli verða menn
vitaskuld að búa sig undir að
taka afstöðu til mála og kynna sér
þau. Að öðru leyti eru ekki gerðar
beinar kröfur til borgarfulltrúa,
en meirihluti sjálfstæðismanna
hefur haft með sér verkaskipt-
ingu á þann veg, að fulltrúarnir
hafa unnið í ráðum og nefndum
borgarinnar. Hefur þetta skapað
mjög þýðingarmikil tengsl milli
borgarstjórnar og þessara ráða og
nefnda. Þetta er og að því leyti
mjög gott, að frumkvæðið í
stefnumótun og framkvæmd ligg-
ur að verulegu leyti 1 þessum
starfsnefndum. Hef ég á kjör-
tímabilinu verið formaður Æsku-
lýðsráðs, formaður ferðamála-
nefndar og nú siðast átt sæti i
heilbrigðismálaráði og borgar-
ráði. Þegar verkefnin eru orðin
svo margvisleg, er starfið orðið
æði viðamikið, þó svo að maður
aðhyllist þá skoðun, að borgarfull-
trúar eigi að hafa einhvern aðal-
starfa, sem sé venjulegt starf í
tengslum við daglegt líf í borg-
inni. Alloft getur verið erfiðleik-
um háð að sameina þetta, en ég
hef verið mjög heppinn — hef
haft með höndum ritstjórn
Frjálsrar verzlunar — og nýt þar
velvildar frainkvæmdastjórans,
Jóhanns Briem, sem hefur mik-
inn skilning á störfum borgarfull-
trúans og sífelldum fundahöld-
um. Það er ekki hægt að fram-
fleyta fjölskyldu á launum
borgarfulltrúa. Þarna er og
kannski komið að talsverðu
vandamáli og sýnist kannski sum-
um sem borgarfulltrúastörf séu
aðeins á færi þeirra, sem hafa
algjört vald yfir vinnutíma sín-
um. Ég tel þó, að heppilegast sé,
að borgarfulltrúar fái ekki meiri
umbun, en játa, að við erfiðleika
er að etja í þeim efnum. Mér
finnst heldur ógeðfelld tilhugsun
að borgarráðsmenn í Reykjavík
verði atvinnupólitíkusar, þótt
reynslan kunni að leiða í ljós, að
annað sé ekki fært,“ sagði Markús
Örn Antonsson að lokum.
Markús Örn er kvæntur Stein-
unni Ármannsdóttur og eiga þau
2 börn, Sigrúnu Ásu, 8 ára, og
Anton Björn, 3ja ára. Þau búa f
fjölbýlishúsi við Ásgarð 77 í
Reykjavík.
- mf.