Morgunblaðið - 23.05.1974, Síða 12

Morgunblaðið - 23.05.1974, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. MAl 1974 I ÞEIM miklu umræöum, sem orðið hafa síðustu vikur bæði á Alþingi og utan þess, hefur athyglin beinzt fyrst og fremst að stjórnmálalegum og stjórnarfarslegum atriðum. Þau mál, sem voru upphafið að stjórnarkrepp- unni, efnahagsmálin, hafa hins vegar horfið í skuggann. Mér virðist það skipta miklu, að þessi mál séu að nýju dregin inn í umræðurnar og tengsl þeirra við stjórnmál og stjórnarfarsmál rakin. Af þeirri ástæðu er þessi grein rituð. Meginatriði þess frumvarps, er ríkisstjórnin lagði fyrir Alþingi f byrjun maí var launa- og verðstöðvun, er gilda átti til loka nóvember, jafnframt því, sem launa- hækkanir umfram 20% skyldu ganga til baka. Þá fól frumvarpið í sér heimild til að lækka fjárveitingar úr ríkissjóði um 1.500 m.kr. og nota það fé til aukningar niðurgreiðslna vöruverðs og bótagreiðslna almanna- trygginga. Önnur atriði frumvarpsins voru lögfesting skyldusparnaóar af tekjum einstaklinga og skuldbind- ingar fjármálastofnana til að verja hluta af ráðstöfunar- fé sínu til kaupa skuldabréfa ríkisins eða opinberra sjóða. í sambandi við þetta skyldi ríkisstjórnin fá heim- ild til að setja reglur um lánskjör opinberra fjárfest- ingarlánasjóða. 1 athugasemdum^við frumvarpið birti ríkisstjórnin yfirlit um stöðu og horfur í efnahagsmálum, sem Hagrannsóknadeild og Seðlabankinn höfðu samið að hennar tilhlutan. í þessu yfirliti er ástandið framundan nefnt ,,hættuástand“. Sagt er, að sjávarútvegurinn standi frammi fyrir stórkostlegum rekstrarerfiðleikum og rekstrargrundvöllur útflutningsiðnaðar sé í þann veginn að bresta. Búizt er við þreföldun viðskiptahalla frá 1973 til 1974 og minnkun gjaldeyrisforða um meir en helming, þrátt fyrir það, að erlendar lántökur séu svo miklar, að um sé að ræða „mestu skuldaaukningu, sem átt hefur sér stað á einu ári til þessa“. Talið er, að greiðsluhalli ríkissjóðs muni nema allt að 2 milljörðum króna og óleyst fjárvöntun opinberra sjóða enn hærri upphæðum. Þá segir, að við blasi „háskaleg verðbólgu- þróun, sem stefnir atvinnuöryggi, lánstrausti þjóðar- innar erlendis og hagvexti í framtíðinni í hættu". 1 niðurlagi athugasemdanna segir ríkisstjórnin sjálf, að efnahagsvandinn, sem við sé að fást, sé „svo mikill og margþættur, að hann verður ekki leystur nema með róttækum, alhliða ráðstöfunum, sem margar hverjar þola ekki bið“. Viðurkenning á alvöru vandans I þeim ummælum, sem hér hafa verið tilgreind, felst svo hiklaus viðurkenning ríkisstjórnarinnar sjálfrar á alvöru þess vanda, sem við blasir, og á nauðsyn rót- tækra, aihliða ráðstafana, að ástæðulaust er að fara um þetta frekari orðum. Það, sem meginmáli skiptir, er hins vegar, hvort í frumvarpi ríkisstjórnarinnar og öðrum ráðagerðum hafi f raun og veru falizt þær alhliða ráðstafanir, sem nauðsynlegar voru. Spurningin er með öórum orðum, hvort um hafi verið að ræða raunveru- legt viðnám gegn verðbólgu eða ekki. Það er alkunnugt, að engin stefna í efnahagsmálum getur náð tilætluðum árangri nema hún nái til allra megingreina þeirra mála. Framkvæmd stefnunnar verður að byggjast á samræmdum aðgerðum í peninga- málum, fjármálum og launa- og verðlagsmálum. Það, sem vekur fyrst athygli i sambandi við frumvarpið, er því einmitt, að hinar fyrirhuguðu aðgerðir þess beinast að langmestu leyti að launa- og verðlagsmálum einum. Ætla mætti, að skýringin á þessu væri sú, að í fjármál- um og peningamálum væri ekki þörf sérstakrar laga- setningar, heldur unnt að framkvæma nauðsynlegar aðgerðir á grundvelli gildandi laga. En þá bar jafnframt brýna nauðsyn til þess, að áætlun um þessar samræmdu aðgerðir væri fyrir hendi, og að hún væri lögð fram jafnhliða frumvarpinu, svo að unnt væri að mynda sér skoðun á aðgerðunum f heild. Engin slík áætlun var lögð fram og því alls ekki ljóst, hverjar fyrirætlanir ríkisstjórnin hafði í þessum efnum. Vrnsar ályktanir má þó draga um þessi atriði, bæði af frumvarpinu sjálfu og athugasemdum við það, af ummælum einstakra ráð- herra og því, sem almennt er vitað um ástand og þróun þessara mála. Hver er afstaðan til vaxtahækkunar? Á s.l. ári greip Seðlabankinn, með samþykki ríkis- stjórnarinnar, til verulegra aðgerða til viðnáms í pen- ingamálum. Voru vextir hækkaðir almennt um 2 til 3% og innlánsbinding aukin tvívegis. Á þessu ári hefur þessum aðgerðum verið fylgt eftir með samkomulagi við viðskiptabankana um hámarksaukningu útlána í hverri atvinnugrein. Jafnframt gerði Seðlabankinn ákveðnar tillögur um verulega vaxtahækkun í því skyni að hamla gegn óhóflegri þenslu útlána og til að vernda hag sparifjáreigenda. Frá þessu öllu er skýrt í athuga- semdum við frumvarpið. Hins vegar kemur ekkert fram um það meginatriði, hver sé afstaða ríkisstjórnarinnar í vaxtamálum. Ekki er það heldur ljóst, þrátt fyrir heim- ildarákvæði frumvarpsins um þetta efni, hverjar séu fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar um breytingu á láns- kjörum opinberra sjóða. Fullkomin óvissa var því rikj- andi og er raunar enn, þegar þetta er skrifað, um meginatriði stefnunnar f peningamálum, en það verða vaxtamálin tvfmælalaust að teljast eins og nú horfir við. Um fjármál rfkis og opinberra sjóða gegnir að sínu leyti svipuðu máli og um peningamálin. í athuga- semdunum við frumvarpið er gerð grein fyrir þeim mikla greiðsluhalla, sem framundan sé hjá þessum aðilum. Frumvarpið sjálft gerir tillögur um fjáröflun til sjóðanna, sem nemur einum þriðja hluta af fjárvöntun þeirra. Þetta fé átti þó að taka af öðrum fjármálastofn- unum, og hefði þetta því orðið til að auka vanda þeirra stofnana, ekki sízt vanda viðskiptabankanna við að afla atvinnulífinu nægilegs rekstrarfjár. I fjármálum ríkis- ins hafði frumvarpið ekki fram að færa neinar úrbætur. Lækkun fjárveitinga átti að öllu leyti að ganga til aukinna útgjalda af öðru tagi, niðurgreiðslna og trygg- ingabóta. Áætluð upphæð fyrirhugaðs skyldusparnaðar var um 100 m.kr., eða svo lítilfjörleg, að engu máli skipti. Að öðru leyti en þessu hafði frumvarpið og athugasemdir þess ekkert um fjármálin að geyma. Ekki er minnzt á þann stórfellda vanda, sem blasir við mörgum stofnunum ríkis og sveitarfélaga, sem ekki hefur verið leyft að hækka afnotagjöld til samræmis við sívaxandi tilkostnað. I yfirliti Hagrannsóknadeildar og Seðlabanka er sagt, að augljóst sé, að leysa verði veru- legan hluta fjármálavandans með niðurskurði útgjalda og útlánafyrirætlana. Á hinn bóginn er ekki vitað, að ríkisstjórnin hafi haft neina slíka endurskoðun fyrir- ætlana á prjónunum. Óvissa í yerðla^s- og launamálum Jafnvel á því sviði, sem frumvarpið fyrst og fremst fjallaði um, launa- og verðlagsmálum, gegnir að veru- legu leyti sama máli og í peninga- og fjármálunum, að óvissa ríkti um það, hverjar raunverulegar fyrirætlanir væru. Þannig átti ríkisstjórninni að vera heimiit að ákveða hækkun verðlagsuppbótar á laun undir 36 þús. kr. á mánuði, en ekkert var um það vitað, hver ætlunin var varðandi þessa greiðslu. Þá var heldur ekki vitað, hversu miklu aukning niðurgreiðslna myndi nema. I frumvarpinu voru víðtæk heimildarákvæði í verðlags- málum, sem raunar voru óþörf, þar sem sams konar ákvæði er að finna í gildandi lögum. Á hinn bóginn hafði hvorki frumvarpið né athugasemdir þess neitt að geyma um stefnuna í verðlagsmálum. Sú stefna skiptir þó meginmáli. Viðhorfin eru ekki svo einföld, að ein- göngu sé um það að ræða að koma í veg fyrir verð- hækkanir. Á undanförnum árum hefur verðlagseftir- litið leitt til alvarlegrar skekkju og misræmis í verð- myndun, sem aftur á móti hefur leitt til hallarekstrar eða greiðsluerfiðleika hjá opinberum stofnunum og hjá mörgum fyrirtækjum. Sérhverjar raunhæfar aðgerðir gegn verðbólgunni, verða einnig að ráðast gegn þessum vanda. Þá er þess einnig að geta, sem ekki skiptir minnstu máli, að í frumvarpinu var ekki að finna neinar ráð- stafanir til að tryggja rekstur atvinnuveganna. Stöðvun vfsitöluhækkunar á laun, eða lækkun hennar frá því, sem ella hefði verið, gat að sjálfsögðu ekki dregið úr þeim hallarekstri, sem þegar var til staðar og grein er gerð fyrir í athugasemdum við frumvarpið. Svo virðist sem ríkisstjórnin hafi ætlað sér að leysa þennan vanda með gengislækkun 1 áföngum, en ekkert lá fyrir um það, hversu mikil sú gengisfelling ætti að vera né hverjar afleiðingar hennar yrðu. Stefnt að lausn stjórnmála- vanda - ekki efnahagsvanda Af því, sem hér að framan hefur verið sagt, má ljóst vera, að frumvarp ríkisstjórnarinnar og aðrar fyrir- ætlanir hennar, sem kunnugt var um, fólu alls ekki í sér þær róttæku, alhliða ráðstafanir, sem athuga- semdirnar við frumvarpið töldu nauðsynlegar. Astæða er til að spyrja, hvernig á því standi, að ríkisstjórn, sem er að fullu kunnugt um alla mála- vexti og ljós brým nauðsyn alhliða ráðstafana, skuli, að loknum margra mánaða undirbúningi, láta frá sér fara tillögur f efnahagsmálum af því tagi, sem að framan er lýst. Svarið við þessari spurningu getur varla verið annað en það, að stefnt hafi verið að því að leysa stjórnmálavanda en ekki efnahags- vanda. Tillögurnar fólu í sér þau atriði sem ríkisstjórn- in hafði getað komið sér saman um, þó með fyrirvara stjórnarflokkanna um einstök atriði. Hins vegar var alls ekki um að ræða það viðnám gegn verðbólgu, sem látið var í veðri vaka. í erindi, sem ég hélt fyrir um tveimur mánuðum síðan og birt var í Morgunblaðinu, lét ég svo um mælt, að of mikið væri nú í húfi til þess að einstakir stjórnmála- flokkar eða hagsmunasamtök gætu vænzt þess að skara eld að sinni köku. Hagsmunir heildarinnar, framtið lands og þjóðar, yrðu að sitja í fyrirrúmi. Því miður hefur farið svo, að þröng stjórnmálaviðhorf og stjórn- málahagsmunir hafa enn einu sinni setið f fyrirrúmi. Dýrmætur tími hefur glatazt og af þeim sökum er nú gripið til óyndisúrraeða. Annars vegar er hér um að ræða stórauknar niðurgreiðslur úr tómum rfkissjóði, hins vegar um innborganir f sambandi við innflutning, sem hljóta að valda margvíslegum truflunum í fram- leiðslu og viðskiptum. Vandinn í heild sinni bíður óleystur fram yfir kosningar. Þá skiptir öllu máli, að loksins verði á honum tekið á þann hátt, sem leitt getur til árangurs. Fyrir því verða öll önnur sjónarmið að víkja.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.