Morgunblaðið - 23.05.1974, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.05.1974, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. MAl 1974 „Misrétti, sem sæmir ekki okkar lýðírjálsa landi” „Held þó mínu striki,” segir Eggert Guðmundsson listmálari, sem nú sýnir á Kjarvalsstöðum Hörpuljóð Eggert Guðmundsson listmálari sýnir um þessar mundir um 100 málverk og teikningar [ Kjarvalsstöð- um. en sýningu hans þar lýkur n.k. sunnudag. Hefur sýningin verið fjöl- stótt og margar myndir selzt. Eggert hefur ekki haft eins stóra sýningu f 15 ár, en mestan hluta þeirra verka, sem á sýningunni eru, hefur hann gert á s.l. 5 árum. ,.Þó eru hér verk allt frá fyrstu árum síðasta strfðs ", sagði Eggert. þegar við gengum um sýningarsalinn með honum og róbbuðum við hann. „Hér eru til dæmis teikningar frá 1936," segir hann, og bendir á nokkrar andlitsteikningar, „og það er svolitið skemmtilegt í sambandi við þær, að þrjár þeirra eru fyrstu myndir listamanns, sem sýndar hafa verið f sjónvarpi í heiminum. Ég var þá í Bretlandi með stóra sýningu og sjónvarpið þar, sem var það fyrsta f heiminum, var þá aðeins mánaðar- gamalt. Þá náði geislinn 10 mflur út og þannig skipaðist að myndir frá mér voru fyrstu listaverkin, sem sýnd voru í sjónvarpinu. Þau voru sýnd f prufuútsendingu og þeir brezku völdu mynd af Bjarna gamla hringjara, Snæbirni í Hergilsey og sofandi stúlku." Eggert hefur ávallt haldið sfnu striki f list sinni hvað sem gagnrýn- endur og aðrir, sem allt vita, hafa sagt um hann. Hann telur listamann ekki eiga samleið með einhverjum ismum vegna ismanna, því hann tel- ur þá vera eltifiska listarinnar og oft hættulegar afætur. „Allar stefnur," sagði hann, „eru afleiðingar af sjálf- stæðum verkum góðra listamanna, sem hafa verið sérstakir og stór- brotnir í sköpun verka sinna. Þeir smærri ætla sér að feta f fótspor meistaranna, en glata stundum um tfma eða alla framtíð eiginleikum sfnum. Þvf miður verður ástriðufull- um eltimönnum stefnanna það oft á að líta sjálfa sig sem fróðasta um allt, sem viðkemur iistum, enda sækjast þeir oft eftir því að láta Ijós sitt skína og veigra sér þá ekki við að fella dóm yfir sér betri listamönnum. Sjálfstæður listamaður leggur og brýtur alla isma undir mulnings- hamri sínum og skapar verk sitt f sinni eigin mynd, samanber f æðingu." Eggert túlkar oft þjóðsögur i verk- um sfnum og eru þjóðlifsmyndir snar þáttur f verkum hans. Huldar vættir, draugar og önnur fyrirbæri koma oft fram f myndum hans, en landslagið, fólk og náttúrustemmningar eru þó rfkjandi tónn. „Ég vinn mikið," sagði listamað- urinn, „er hraustur og fæ hreystina af vinnunni. Sá. sem vinnur vel, er í flestum tilvikum ávallt hraustur. j gegn um andstöðuna hef ég mfna stefnu og læt ekki trufla mig og f gegn um dulspekina hef ég oft svör við vandamálum, sem eiga eftir að koma upp. Oft í myndgerð minni, ferðast ég um minn eigin heim, með vættum og slíkum og ég hef alltaf haft einhvern lifandi dauðan i minu húsi. Þessi fyrirbæri, sem koma fyrir í myndum mfnum, eru margir vinir mfnir." Eggert hafði orð á þvf, að Listasafn Íslands hefði ekki keypt mynd af sér i 33 ár. „Það skal aldrei verða keypt verk af þér meðan ég má nokkru ráða," sagði Eggert að Selma Jónsdóttir hefði sagt við hann i eina tfð. Við spurðum hann því frekar um álit hans á innkaupum Listasafns islands. Hann svaraði: „Það má ekki góðri lukku stýra, þegar lýðræðisríki lætur ýmsar klfku- bundnar einræðisstefnur ráða lögum og lofum undir verndarvæng sfnum. — Þannig er þó ástatt f listmálum þjóðarinnar í dag. Það rikir algjört einræði í öllum innkaupum lista- verka til Listasafns ríkisins. Það er framkvæmt undir eftirliti listaráðs, fulltrúa menntamálaráðherra ásamt safnstjóra Listasafnsins. Fólk þetta misnotar aðstöðu sína. Það er víta- vert að það opinbera skuli ekki vera búið að taka í taumana. Misrétti það, sem mörgum listamönnum er boðið upp á, sem ekki eiga upp á pallborðið hjá þessu valdafólki, sæmir ekki okkar lýðf rjálsa landi." „Hvað um bandalag fslenzkra listamanna?" „Hvaða tilgang hefur bandalag islenzkra listmanna, ef listamönnum er meinuð virk þátttaka f samtökun- um. Eins og er, nær það ekki tilgangi sínum og ætti ekki að hafa rétt til þess að skreyta sig þessu nafni. Ég tel að bandalagið hefti frjálsa þróun islenzkrar listar. Meiningin með bandalaginu ætti að vera samstarf allra félaga og frjálsra listamanna í landinu. en svo er það þó ekki. Það má fremur telja, að þröngsýnar klík ur misnoti þar rétt sinn og aðstöðu til þessaðhalda félögum og einstakl- ingum niðri, sér og sinum til fram- dráttar. Auðsætt er, að öll félög og ófélagsbundnir listamenn ættu að hafa sinn fulla rétt, til þess að vera fullgildir meðlimir. Okkur er sagt, að við lifum í landi, þar sem frjálst lýðræði rfki og eigi að rfkja." I lok rabbs okkar spurðum við listamanninn hvaða verk veittu hon- um mesta ánægju: „Það er enginn vafi á þvi, að það eru verk þau, sem fæðast f minum eigin hugarheimi, mjög ! ætt við Ijóðlist. Þar fær sköpunargleði min að njóta sin óbundin öllum hömlum. Svo hefur athafnarlffið eignazt sterkan þátt i verkum mínum. islenzkt athafnarlíf er fullt af mótfv- um atvikum, sem eru bundin óbliðri náttúru og oft stórkostlegu um- hverfi, eru myndræn mótfv. Landslag verður alltaf og hefur verið lífgjafi fslenzkra listamanna enda úr fögrum fyrirmyndum að velja, bæði Ijóss og lita. Það hefur vafalaust borið uppi alla lifsafkomu islenzkrar myndlistar til þessa." Þegar við kvöddum iistamanninn spurðum við hann hvort hann málaði á meðan sýningin stæði yfir. Hann sagðist ætla að hvfla sig f mánuð, „en sfðan," sagði hann, „tek ég til óspilltra málanna í tjáningu minni." — á.j. Brimlending Þvottalaugarnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.