Morgunblaðið - 23.05.1974, Síða 20
Utgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og afgreiðsla
Auglýsingar
Minnihlutastjórn Ólafs
Jóhannessonar hefur
nú á örfáum dögum
framkvæmt gengislækkun,
tekið af launþegum vísi-
töluhækkun kaupgjalds,
sem þeir áttu að fá 1. júní
n.k., vísitölubundið hús-
næðismáiastjórnarlán, sett
á innflutningshömlur,
hækkað verð á áfengi,
tóbaki og bensíni og hækk-
að innflutr.ingsgjald á bíl-
um, jafnframt því að gefa
út gúmmítékka að upphæð
2000 milljónir króna á inn-
stæðulausan reikning ríkis-
sjóðs í Seðlabankanum til
þess að lækka verð á bú-
vöru, svo myndarlega, að
kílóið af kartöflum kostar
nú svipaða upphæð og einn
eldspýtustokkur!
Þetta eru mikil afrek,
ekki sízt i ljósi þess, að
Framsóknarflokkur og Al-
þýðubandalag lofuðu því
að lækka aldrei gengi krón-
unnar,(!) kölluðu frestun
á greiðslu tveggja vísitölu-
stiga haustið 1970 vísitölu-
hf. Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Eyjólfur Konráð Jónsson,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6, sfmi 10 100.
Aðalstræti 6, sími 22 4 80.
rán(!) og létu það verða
sitt fyrsta verk sumarið
1971 að láta greiða þau tvö
stig, afnámu vísitölubind-
ingu húsnæðislána þegar
þeir komu til valda en hafa
nú sett hana á aftur og
hafa því gert allt það, sem
þeir skömmuðu Viðreisnar-
stjórnina fyrir að gera og
lofuðu að þeir sjálfir
mundu aldrei gera!!
Verkalýðssamtökin hafa
jafnan talið vísitölubind-
ingu kaupgjalds undir-
stöðuatriði í öllum kjara-
samningum. Þegar vísi-
tölubinding verðlags og
kaupgjalds var afnumin á
fyrstu árum Viðreisnarinn-
ar, barðist verkalýðshreyf-
ingin mjög eindregið gegn
þeirri ákvörðun með þeim
árangri, að með júnisam-
komulaginu 1964 var
ákveðið að taka upp verð-
tryggingu launa á ný, enda
hafði reynslan sýnt, að hið
fyrra ástand hafði skapað
óskaplegan óróa á vinnu-
markaðnum. Vinstri flokk-
arnir svonefndu hafa
aldrei mátt heyra á það
minnzt, að verðtrygging
launa væri afnumin eða
skert eins og bezt mátti sjá
á þvf upphlaupi, sem Al-
þýðubandalagið sérstak-
lega efndi til haustið 1970,
er frestað var greiðslu vísi-
tölustiga f nokkra mánuði.
Nú hafa kommúnistar
skipt um skoðun, nú hafa
þeir staðið að útgáfu bráða-
birgðalaga, sem fela í sér,
að launþegar eru rændir
nokkrum vísitölustigum,
svo notað sé orðalag komm-
únista sjálfra. En þeir
gæta þess, að ekki komi
fram um hve mörg vísitölu-
stig er að ræða. Með
gúmmítékkunum voru
greidd niður 8 vísitölustig
og má þá telja, að um 7 hafi
verið eftir, sem greiða átti
á öll laun í næstu viku. Þá
gera þessir herrar sér lítið
fyrir og taka bílinn út úr
vísitölunni, sem mun nema
um 2 vísitölustigum, (slíkt
kölluðu þeir áður fölsun),
þannig að þá eru 5 eftir. Og
þau eru alveg tekin af
launþegum, a.m.k. næstu
mánuði. Menn taki eftir
því að þetta eru verk Al-
þýðubandalagsins.
Engum þarf að koma á
óvart, þótt forystumenn
verkalýðssamtakanna hafi
þegar mótmælt þessum að-
gerðum. 1 viðtali við Morg-
unblaðið í gær segir Björn
Jónsson, forseti Alþýðu-
sambands Islands um þessa
ákvörðun, að hann telji
þetta „þverbrot á gildandi
kjarasamningum". Og
Eðvarð Sigurðsson, for-
maður Dagsbrúnar, tók í
sama streng og mótmælti
afnámi vísitöluhækkun-
arinnar. Hann kvaðst
heldur ekki sjá tilgang
þess að taka bílinn út úr
vísitölunni og taldi „ákaf-
r
lega slæmt“ að vísitölu-
binda húsnæðislán til
hinna lægstlaunuðu. Guð-
mundur Garðarsson, for-
maður stærsta launþegafé-
lags landsins, sagði, að all-
ar aðgerðir núverandi
ríkisstjórnar væru „hreint
kák“ og til þess fallnar að
vekja falskar vonir hjá al-
menningi.
Af þessu má Ijóst vera,
að ríkisstjórn „hinna vinn-
andi stétta“ er nú komin í
þá aðstöðu, að helztu for-
ystumenn verkalýðssam-
takanna hafa eindregið
mótmælt aðgerðum hennar
og hún hefur ráðizt á þann
þátt kjaranna, sem verka-
lýðshreyfingin hefur jafn-
an talið heilagan, þ.e. verð-
tryggingu launa.
I viðtali við Þjóðviljann í
gær sagði einn af fram-
bjóðendum kommúnista
við borgarstjórnarkosning-
arnar í Reykjavík, að hvert
atkvæði greitt G-listanum
væri krafa um vinstri
stjórn. Þessu ættu Reyk-
víkingar að taka vel eftir.
Það er skoðun frambjóð-
anda kommúnista að hvert
atkvæði, sem greitt er
framboðslista þeirra við
borgarstjórnarkosningarn-
ar sé jafnframt krafa
um þá vinstri stjórn, sem
hefur framkvæmt gengis-
lækkun, sem hún lofaði að
gera aldrei, sem hefur stað-
ið að vísitöluráni, sem hún
lofaði að gera aldrei, sem
hefur staðið að vísitölu-
bindingu húsnæðislána,
sem hún lofaði að gera
aldrei, sem hefur ráðizt á
lífskjör launafólks til þess
eins, að ráðherrarnir geti
hangið í valdastólunum
nokkrum vikum lengur.
Við þessum vinnubrögðum
er aðeins eitt svar og það
er, að tryggja Sjálfstæðis-
flokknum slíkan sigur
í borgarstjórnarkosning-
unum á sunnudaginn, að
um óumdeilanlega van-
traustsyfirlýsingu á ríkis-
stjórnina verði að ræða.
Áskriftargjald 600,00 kr á mánuði innanlands
I lausasolu 35,00 kr eintakið
VÍSITÖLURAN
VINSTRI STJÓRNAR
Græna byltingin . Græna byltingin
I
l
Unnið affullum krafti á
opnum svœðum borgarinnar
Byrjað er af fullum krafti að
snyrta og vinna á nýju svæðunum
í borginni, enda voraði um 5 vik-
um fyrr nú en venjulega. Það
eina, sem háir, er skortur á mann-
afla, þ.e. garðyrkjufólki og pilt-
um, því nægt framboð er af ung-
um stúlkum í garðvinnuna, sem
margar eru harðduglegar, en
þyrftu að vinna með fagfólki, að
því er Hafliði Jónsson, garðyrkju-
stjóri sagði, er við leituðum frétta
hjá honum af þeim nýsvæðum,
sem verið er að vinna.
Byrjað er á litlum garði við
Hringbraut og Kaplaskjólsveg, en
þar verða skjólbelti og hellulagn-
ir og hlýlegur útivistarreitur. Þá
er unnið í öðru svæði skammt frá,
við endann á Reynimel, þar sem
verið er að byrja á grasflötum.
Þá standa til dæmis yfir
ræktunarframkvæmdir við Skild-
inganeshóla og tekið verður fyrir
stórt svæði við endann á flug-
brautinni og víðar. Lokið er frá-
gangi í umhverfinu við fæðingar-
deildina við Eiríksgötu. Og byrjað
að vinna á lóð Borgarspítalans þar
sem m.a. verða fallegir trjálundir.
A Sogamýrarsvæöinu er hald-
ið áfram að planta trján, sem
byrjað var á í fyrra. Og undirbún-
ingur er hafinn neðan við Rafveit-
una á Suðurlandsbraut, þar sem
verður sáð grasfræði næstu daga.
Þá er jarðvinnsla að hefjast i
hólmanum neðan Elliðaárbrúa og
verður sáð f það svæði. Svo sem
menn hafa kannski veitt athygli,
hafa verið teknar niður girðingar
Rafveitunnar við Elliðaárnar og
verður gengið frá þvi svæði, sem
hefur verið geymslusvæði þar á
bökkunum. En á þeim slóðum
verður mjög rúmgott útivistar-
svæði, og sagði Hafliði að á þess-
um slóðum væri einn skjólsælasti
bletturinn i öllu lögsagnarum-
dæmi Reykjavíkur og verður það
áreiðanlega notað af borgarbúum
til útivistar.
Grœnu
svœðin
þegar
240 ha
í Arbæjarhverfi er verið að
planta í litla skrúðgarða við Rofa-
bæ, sem byrjað var á i fyrra. Og
næstu daga verða hafnar fram-
kvæmdir við mæðragarðana svo-
nefndu, en byrjað verður á garð-
inum við Rofabæ. En það eru leik-
vellir, þar sem bæði er leikrými
og gróður og ætlað fullorðnum til
útiveru jafnt sem börnum.
Langsamlega mesta átakið er í
Breiðholti, enda allt ógert þar I
ræktun. Nú er að hefjast ræktun
við Alfabakka í Breiðholti I og í
Breiðholti III er byrjað við Suður-
fell og víðar. Gróðursetning hefúr
verið við Stekkjarflöt.
Annað gífurlega mikið verkefni
í sumar liggur fyrir við Dalbraut-
ina og Sundlaugaveginn. Og
mikið verkefni liggur fyrir við
Kringlumýrarbraut, allt frá
Háaleitisbraut til sjávar, að því er
Hafliði sagði. En austan Héðins-
höfða á m.a. einnig að rækta upp
svæði í sumar.
Næg verkefni eru I uppræktun
og vinnslu, sem ekki er hægt að
telja öll upp. En grænu svæðin í
borginni eru nú orðin 240 hektar-
ar að stærð og viðhald þeirra
mikið, enda vlða tafsamt. Nú þeg-
ar eru um 100 manns í vinnu við
nýgerð og viðhald opinna svæða
og verða um 200, þegar mest er í
sumar.
— Það er ekki ætlunin að þessi
svæði verði svo fín og fáguð sagði
Hafliði. En þau þurfa að vera
hrein og aðgengileg, svo auðvelt
sé að hirða þau og halda við.
Þannig verðum við að ganga frá
þeim.
Sigríður Ingólfsdóttir stjórnar
einum vinnuflokkinum í garða-
vinnunni hjá borginni. Hún var
með flokk sinn að ræktunarstörf-
um við gatnamótin á Suðurlands-
braut og Elliðavogi, er ljósmynd-
arinn smellti af þessari mynd.
Ljósm. Sv. Þorm.
mTrr-rr-———