Morgunblaðið - 23.05.1974, Síða 23
22
23
Sérstæðasta
uppbygging
1 sögu landsins
í MARZMÁNUÐI lauk Reykja-
vfkurborg við gerð Breiðholts-
áætlunar sinnar, en þar er um að
ræða framkvæmdaáætlun borgar-
innar fyrir Breiðholtshverfi
1974—1980.
Byggingaframkvæmdir f Breið-
holti hafa algjöra sérstöðu f bygg
ingamálum landsins, þvf að þar
hafa risið upp á örskömmum
tfma fbúðahverfi, sem eru á við
stærstu bæi á islandi. Stærst-
ur hluti framkvæmdafjármagns
borgarinnar fer i hinar f jölmörgu
framkvæmdir, sem nauðsynlegt
er að gera f svo ungum bæjar-
hluta. Miðað við þær fjölmörgu
framkvæmdir, sem borgin stend-
ur ávallt f, hefur framkvæmda-
geta hennar f Breiðholti þvf verið
L' furðulega mikil. Þegar maður
l leggur fyrir sig, hvað
1 raunverulega þarf að gera til þess
1 að hægt sé að b.vggja upp slfk
hverfi þá er þar um að ræða
i feikna f jölþætt verksvið.
i Að sjálfsögðu tekur nokkur ár
1 að fullgera slfk hverfi, en miðað
við það, sem þekkist erlendis, er
framkvæmdahraðinn þarna með
L þvf mesta sem þekkist í heim-
i inum f dag og þess má geta, að
Breiðholt hefur byggzt upp á mun
skemmri tíma en ráð var fyrir
gert.
Borgin hefur unnið mjög mark-
visst að þvf að fullgera það í
Breiðholti, sem henni ber, en auð-
vitað er ekki hægt að gera allt
fyrir alla f einu. Með hinni nýju
Breiðholtsáætiun getur fðlk nú
séð, hvað verður tekið fyrir á
hverjum tfma og munum við hér f
stórum dráttum greina frá því
Það kemur fram í viðtölum hér
í blaðinu við íbúa úr Breiðholti,
að fólki líkar geysivel að búa þar.
Kona, sem var ein af fyrstu
íbúum i Breiðholti, sagði okkur,
að hún væri mikið vör við það, að
þegar fólk flyttist upp i Breiðholt,
þá talaði það i upphafi um að búa
ekki þar til frambúðar. Svo til
undantekningalaust kvað hún
fólk skipta um skoðun, svo vel
likaði þvi að búa i þessum bæjar-
hluta, þar væri friðsælt og fallegt
og skemmtilegt á margan hátt,
þótt ekki væri lokið við fram-
kvæmdir alls þess, sem skiptir
máli.
Tónn mannlífsins I Breiðholti
er að setja svip á þetta unga
hverfi, það er að festa rætur.
Ýmis félög hafa verið stofnuð,
íþróttafélög og fleiri félög og
unnið er að þvi að skapa aðstöðu
fyrir margs konar félagsaðstöðu.
Þannig er sýnt, að Breiðholt, ekki
síður en önnur hverfi borgar-
innar mun bera sinn sérstaka svip
og útlit er fyrir, að þar verði á
ýmsan hátt fjölskrúðugri tilþrif i
félagsmálum en víða annars
staðar og þess ber að geta, að
þegar Breiðholt verður fullbyggt
miðað við núverandi skipulag,
munu milli 20 og 30 þús. manns
búa þar. Víkjum þá að fram-
kvæmdaáætlun Breiðholts fyrir
timabilið 1974—1980.
Um hvað er að ræða?
Áætlun þessi er unnin i sam-
vinnu borgarverkfræðings og
hagsýsluskrifstofu. Lýsir hún
framkvæmdahraða og kostnaði
við framkvæmdir borgarsjóðs á
þessu tímabili í Breiðholti.
Höfuðþættirnir, sem eru teknir
fyrir, eru: Gatna- og holræsagerð,
göngustígar, hjólreíðastígar og
gangstéttír, ræktun vegna gatna-
gerðar, leikvellir, dagheimili,
leikskólar, skóladagheimili, úti-
vistarsvæði, skólabyggingar,
æskulýðsheimili og heilsugæzlu-
stöð.
Úndirstaðan að framkvæmda-
röð og framkvæmdahraða er sam-
setning byggðar í Breiðholti,
fjöldi fólks í hverfinu fullbyggðu,
spá um úthlutun lóða og það, að
gatna- og holræsagerð sé lokið
áður en byggingaframkvæmdir
hefjast. Framkvæmdahraði ann-
arra verkefna miðast við þann
tíma, sem ætla má, að flutt sé i
íbúðir. Við frágang grænna svæða
og annarra útivistarsvæða er
miðað við þann tíma, sem ein-
staklingum er ætlaður til að full-
gera hús sín að utan og ganga frá
lóðum, þ.e. 4 ár.
I ársbyrjun 1974 var óúthlutað í
Breiðholti II og III alls 2077 íbúð-
um. 1257 í Breiðholti II og 820
lóðum í Breiðholti III.
Breiðholt I er fullbyggt, en
miðað við þróun undanfarinna
ára ættu byggingarsvæði í Breið-
holti II og III að endast fram á
árið 1977, þ.e. fullbyggjast á
næstu 3—4 árum. I umrædda
áætlun vantar nokkra þætti, sem
verið er að vinna að, t.d. íþrótta-
svæði í Suður-Mjódd, fleiri æsku-
lýðsmiðstöðvar og aðra heilsu-
gæzlustöð í Breiðholt III, en gert
er ráð fyrir glæsilegri heilsu-
gæzlustöð i Mjóddinni. Búið er að
—„stórbœir”á íslenzkan mœlikvarða hafa þotið upp
Hluti af Breiðholti
III, sem hefur þotið
upp á síðustu 4 ár-
um.
Barnaheimili og
útivistarsvæði
Skóladagheimili:
Áætlað er að festa kaup á hús-
eign til þessarar starfsemi.
Dagheimili og leikskóli:
Staðsetning hefur ekki verið
ákveðin, en eins og fram kemur í
heiti verkþáttar er um að ræða
byggingu, sem rúmar hvort
tveggja, dagheimili og leikskóla.
Samsetning byggðarinnar í
Breiðholti fullbyggðu er þessi:
Breiðholt I Breiðholt II Breiðholt III Samtals
Fj. % Fj. % Fj. % Fj. %
Einbýli 120 8.84 396 19.49 137 4.06 653 9.66
Raðh., keðjuh. 120 8.84 490 24.11 457 13.56 1067 15.78
Fjölbýli 1118 82.32 1146 56.40 2776 82.38 5040 74.56
Samtals 1358 100 2032 100 3370 100 6760 100
teikna hana og stefnt að þvi, að
framkvæmdir hefjist i haust.
Heildarkostnaður við þær fram-
kvæmdir, sem borgin hefur gert
áætlun um i Breiðholti, er um
4000 millj. kr. miðað við gengið í
janúar sl. Er þar yfirleitt um að
ræða framkvæmdir fyrir
500—600 millj. kr. árlega.
Framkvæmdaáætlun:
Breiðholt I.
Gatna og holræsagerð
1 ár (1974) er áætlað að setja
malbiksyfirlag á Arnarbakka og
malbika Ósabakka, Prestbakka og
Réttarbakka. Árið 1975 eru
áætlaðar gatna- og holræsafram-
kvæmdir í Norður-Mjódd. Árin
1976—1978 er áætlað að setja
malbiksyfirlag á íbúðargötur.
Vellir á vegum leik-
vallanefndar
Þegar er lokið við leikvöll við
Fremristekk, gæzluvöll, sparkvöll
og handboltavöll við Arnarbakka.
Opið leiksvæði við Arnarbakka er
að hluta fullgert og lokafrá-
gangur fer fram á þessu ári
(1974).
Á þessu ári (1974) verður
gerður starfsvöllur við Blöndu-
bakka.
Leikvallanefnd ákveður siðan
röð framkvæmda fyrir hvert ár í
senn, en miðað er við, að leik-
svæðum á vegum leikvalla-
nefndar verði lokið í árslok 1976.
Framkvæmdir við göngu- og
hjólreiðastiga verða unnar i ár og
næsta ár og ræktun vegna gatna-
gerðar verður lokið á næstu
tveimur árum.
Heilsugæzlustöð í
Norður-Mjódd
Áætlað er, að uppdrættir verði
tilbúnir til útboðs I ágúst n.k.
Fyrri áfanga er ætlað að þjóna
heilsugæzlu í Breiðholti I, II og
III til 1980. Stærð fyrri áfanga er
1076 fm.
Borgarstjórn hefur ákveðið að
reisa aðra heilsugæzlustöð í
Breiðholti III og mun þá umrædd
heilsugæzlustöð i Mjóddinni
þjóna Breiðholti I og II. I síðari
áfanga heilsugæzlustöðvar, sem
byggður verður eftir 1980, er gert
ráð fyrir, auk heilsugæzlu, starf-
semi á vegum félagsmálaráðs og
annarri félagastarfsemi.
Skóladagheimili og
leikskóli
Áætlað er að festa kaup á hús-
eign til starfsemi skóladagheim-
ilis.
I Norður-Mjódd er fyrirhuguð
bygging leikskóla, sem þjóna á
Breiðholti I, staðsetning er ekki
endanlega ákveðin, en hann mun
rúma 80 börn, þ.e. 40 fyrir hádegi
og 40 eftir hádegi.
Utivistarsvæði,
uppgræðsla
og leiksvæði
Svæðin eru innan reits, sem af-
markast af Stekkjabakka að norð-
an og vestan, Breiðholtsbraut að
sunnan ogHöfðabakka að austan.
Breiðholt II.
Gatna og
holræsagerð
I Skógahverfi og Neðri-Fálkhól
eru framkvæmdir áætlaðar sem
hér segir: I ár verður unnið við
gatna- og holræsagerð í eftirtöld-
um götum, Seljaskógum, Ásaseli,
Akraseli og Brekkuseli.
Árin 1977 og 1978 verður sett
Þessi mynd var tekin fyrir u.þ.b. fjórum árum og sýnir
Breiðholt I risið af grunni. Á myndinni fyrir ofan sjáum við
samanburðinn, Breiðholt III. er risið, þúsundir nýrra íbúða á
aðeins örfáum árum.
malbiksyfirlag á götur í þessu
hverfi.
Göngu- og
hjólreiðastígar
Um er að ræða aðalstiga,
hverfisstíga og gangstéttir í
Skógahverfi og Neðri-Fálkhól.
Framkvæmd þessa verkþáttar
nær yfir árin 1975—’77. Þar sem
um fullnaðar frágang er að ræða á
öllum stigum i hverfinu þykir
ekki ástæða til að merkja stígana
sérstaklega inn á meðfylgjandi
kort.
Ræktun
Ræktun á þessu svæði verður
framkvæmd jafnhliða lagningu
stiganna, þ e. á árunum
1975— 1977.
Gatna- og holræsagerð
Gatna- og holræsagerð í Efri-
Fálkhól, Selhrygg og verka-
mannabústaðahverfi er áætluð
þannig:
Götur, sem unnið verður við
1974. Götur, sem unnið verður við
eftir 1974. Stærsti hluti þess, sem
eftir verður i árslok 1974, verður
unninn 1975. Á tímabilinu
1976— ’78 er að mestu um að ræða
að setja malbiksyfirlag á göt-
urnar.
Göngu- og
hjólreiðastígar
og ræktun
Framkvæmd þessa verkþáttar
nær yfir árin 1975—’78. Um fulln-
aðarfrágang er að ræða á öllum
stígum í hverfinu og þykir ekki
ástæða til að merkja stígana sér-
staklega inn á kortið.
Ræktunarframkvæmdir fara
fram jafnhliða lagningu stiganna,
þ.e. á árunum 1976—1978.
Vellir, dagheimili
og leikskólar
Á þessu ári verður lokið við
gæzluvöll í Seljahverfi (stærð
1200 fm). Leikvallanefnd ákveð-
ur siðan röð framkvæmda fyrir
hvert ár í senn, en áætlað er, að
leikvöllum í hverfinu verði lokið i
árslok 1978. Staðsetning vallanna
verður ákveðin i deiliskipulagi,
sem ekki liggur fyrir.
Á árunum 1975—’76 verður
reist dagheimili fyrir 74 börn í
hverfinu.
Á árunum 1975—’76 verður
reistur leikskóli í hverfinu, sem
rúmar 120 börn, þ.e. 60 fyrir há-
degi og 60 eftir hádegi.
Utivistarsvæði:
Hér er um að ræða svæði innan
hverfisins, en þar sem deiliskipu-
lag liggur ekki fyrir er ekki hægt
að segja fyrir um staðsetningu
svæðanna. Framkvæmdir við þau
fara fram á árunum 1976—’78.
Skógaskóli og
Seljaskóli
Skógaskóli:
Heildarstærð 25 þús. rúmm.
(svipaður að gerð og Hólaskóli).
Stefnt að því, að I. áfangi verði
tilbúinn til kennslu haustið 1975
(stærð 3500 rúmm.). 2. og 3.
áfangi byggjast með jöfnum
hraða á framkvæmdatimabilinu
(1974 til og með 1979) og hver
hluti tekinn I notkun jafnóðum og
hann er nothæfur til kennslu.
Seljaskóli:
Mjög svipaður að stærð og gerð
og Skógaskóli. Framkvæmdamáti
sá sami að undanskildu þvi, að
framkvæmdir eru ári á eftir, þ.e.
I. áfangi tekinn til kennslu haust-
ið 1976.
Nákvæm staðsetning skólans
liggur ekki fyrir, þar sem hverfið
er óskipulagt. Reynt verður að
haga byggingu skólanna þannig,
að hægt verði að nýta þá saman
meðan á byggingu stendur, t.d.
verði iþróttahús annars skólans
byggt á undan og nýtt fyrir báða,
Séð yfir hluta Breiðholts I og fyrir ofan er Breiðholt III,
mesta hraðuppbygging í sögu íslands. Ljósmyndir Mbl.
ÓI.K.M.
en aftur á móti sérkennslustofur
hins byggðar á sama tima og nýtt-
ar fyrir báða skólana.
Breiðholt III.
Vesturberg, Fella- og
Hólahverfi:
Götur, rækturi, göngu-
og hjólreiðastígar.
Gatna- og holræsagerð er að
mestu lokið I þessum hverfum. I
ár (1974) verðursett malbiksyfir-
lag á eftirtaldar götur: Norður-
fell, Vesturberg og Vesturhóla.
Á árunum 1975—’78 vefður sett
sams konar yfirlag á íbúðagötur í
hverfunum.
I ár (1974) er gert ráð fyrir, að
meirihluti þeirrar ræktunar, sem
fylgir gatnagerð, verði unninn.
1975—’76, verður siðan endan-
lega gengið frá minniháttar gras-
reinum, sem ekki er unnt að ljúka
i ár vegna annarra framkvæmda
(t.d. gangstéttagerðar).
Hluti framkvæmda við göngu-
og hjólreiðastíga í þessu hverfi
verður unninn á þessu ári, en
áfram verður unnið við fram-
kvæmdir á næstu þremur árum.
Austurdeild og norð-
austurhluti.
Götur, stígar og rækt-
un.
I ár (1974) verður unnið við
gerð Austurbergs, eftirstöðvar i
Keilufelli og aðalræsi frá austur-
deild. Árin 1975—’76 verður unn-
ið að gatnagerð innan hverfanna.
Þar sem austurdeild er óskipu-
lögð og norðausturhluti er
skammt á veg kominn í skipulagi,
er ekki unnt að greina frá legu
stiganna, en ráðgert er að leggja
þá á árunum 1979—’80. Samhlíða
verður unnið að ræktun.
Leikvellir, dagheimili,
leikskólar.
Á þessu ári verður lokið við
eftirtalin verkefni: Gæzluvöll við
Suðurhóla (stærð 1600 fm), opinn
leikvöll við Suðurhóla (stærð
1000 fm), sparkvöll og sleða-
brekkur við Suðurhóla (stærð
8000 fm) og starfsvöll við Vestur-
berg (stærð 5800 fm).
Leikvallanefnd ákveður siðan
röð framkvæmda fyrir hvert ár I
senn, en áætlað er, að öllum leik-
svæðum verði lokið i ársiok 1978.
Þegar er ákveðin bygging
tveggja dagheimila, þ.e. við
Völvufell fyrir 50 börn og Suður-
hóla fyrir 74 börn.
Einnig er gert ráð fyrir dag-
heimili við Rjúpufell fyrir 50
börn, sem byggt verður árin 1975
og 1976.
Dagheimilið við Völvufell er
innflutt timburhús (norskt), sem
keypt er af Viðlagasjóði og verður
tekið i notkun á þessu ári, en
greiðslum vegna kaupanna jafnað
niður á 3 ár.
Áætlað er að ljúka dagheimili
við Suðurhóla 1976.
Eftir er lokafrágangur við lóð
og bilastæði leikskólans við
Völvufell, sem tekinn var í notk-
un á síðastliðnu hausti.
Ákveðin er bygging leikskóla
við Suðurhóla fyrir 120 börn, þ.e.
60 fyrir hádegi og 60 eftir hádegi,
verður hann tekinn í notkun á
fyrri hluta næsta árs.
Þá er áætlað að festa kaup á
tveimur húseignum til starfsemi
skóladagheimilis.
I Austurdeild er gert ráð fyrir
einum leikskóla og einu dagheim-
iii, en þar sem skipulag hverfisins
liggur ekki fyrir, er staðsetning
ekki ákveðin.
Samkvæmt byggingasamningi á
fullnaðarbyggingaframkvæmdum
að ljúka á þessu ári. Félagsmið-
stöð verður opnuð í kjallara skól-
ans í vor.
Hólaskóli I. áfangi.
Stærð I áfanga er 6000 rúmm.
og eru byggingaframkvæmdir
hafnar. Stefnt er að því, að þessi
áfangi verði tilbúinn til kennslu
I. sept. 1974. Kennslustofur eru
samtals 12 á tveim hæðum, ásamt
tveim hópkennslusölum.
II. og III. áfangi.
Hafizt verður handa um bygg-
ingu II og III áfanga 1975 og falla
framkvæmdir við þessa áfanga að
miklu leyti saman. Ráðgert er að
taka hvern hluta þeirra i notkun
jafnóðum og þeir eru tilbúnir til
kennslu.
Byggingaframkvæmdum lokið i
árslok 1979.
Fjölbrautaskóli.
Fjölbrautaskólinn verður sam-
einaður framhaldsskóli að loknu
skyldunámi fyrir 1400—1500
nemendur úr Breiðholtshverfum.
Framkvæmdir eru ákveðnar við
tvö byggingastig, sem falla að
mestu á sama tímabil, þ.e.
1974—’76 og 1974—77. Fram-
kvæmdir árin 1978—’80 verða við
aðalkennsluhús.
1. byggingastig:
I áfangi (1974—76): íþrótta-
völlur með áhorfendasvæðum,
lokið 1974. Kostnaður skv. verk-
samningi 17.150 þús.
II áfangi (1974—76): Úti- og
innisundlaug ásamt búningsher-
bergjum. Einnig snyrting og að-
staða fyrir áhorfendur. Samtals
stærð mannvirkja verður 9940
rúmm.
III áfangi (1975—76): Iþrótta-
hús 13060 rúmm. að stærð.
2. byggingastig (1974—1977).
Aðalkennsluhús I áfangi, 7000
rúmm. með 20 kennslustofum.
Aætlað er að hefja kennslu haust-
ið 1975 i hluta þessa húsnæðis.
Gert er ráð fyrir, að staðsetning
svæða innan hverfisins (nema
Austurdeild) verði lokið í árslok
1978.
Safnbrautir
Breiðholtshverfis,
Reykjanesbraut.
I ár verður brautin fullgerð frá
Miklubraut að Breiðholtsbraut.
I ár verður lokið ræktun með-
framþessum hluta.
Stekkjabakki —
Höfðabakki.
Á þessu ári verður lokið við
gerð brautar frá Stekkjabakka
upp í Vesturhóla. Árið 1977—78
verður lokið við gerð Höfðabakka
neðan Breiðholts III og frá
Stekkjarbakka að Vesturlands-
vegi. Einnig gerð Stekkjabakka
meðfram Mjódd.
Breiðholtsbraut.
í ár verður lokið gerð vestari
akbrautar frá Reykjanesbraut að
Suðurfelli. 1975 verður unnið við
framhald Breiðholtsbrautar og
lokið kaflanum frá Suðurfelli að
Flúðaseli.