Morgunblaðið - 23.05.1974, Side 28

Morgunblaðið - 23.05.1974, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. MAl 1974 Matráðskona óskast strax eða síðar í frekar litla veitingastofu, aðeins hádegisverður, frí um helgar. Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir 27. maí merkt ,,Góð vinnuskilyrði 1468". Atvinnurekendur athugið Óska eftir vel launaðri atvinnu í sumar. Margt kemur til greina. Hef Samvinnu- skólapróf, þungavinnuvélapróf og með- mæli. Hringið í síma 26468. Stúlka óskast til starfa í veitingahúsi. Góður vinnutími. Frí um helgar. Uppl. í síma 38533 fyrir hádegi á morg- un og næstu daga. Hafnarfjörður Óskum að ráða bifvélavirkja eða vélvirkja á þungavinnuverkstæði, sem getur ann- ast verkstjórn. Tilboð óskast send afgr. Mbl. fyrir 1 . júní merkt: „632". DAS Hrafnista óskar eftir að fastráða 2 lækna til starfa við heimilið þann 1 . júlí n.k. 1 . Yfirlækni, sem verði jafnframt með fasta viðtalstíma alla virka daga fyrir há- degi. 2. Heimilislækni með fasta viðtalstíma alla virka daga eftir hádegi. Auk þess skipti þeir með sér bakvöktum og leysa hvorn annan af í sumarleyfum. Aðstaða verður fyrir læknana til að taka á móti einkasjúklingum. Laun eftir sam- komulagi. Skriflegar umsóknir sendist formanni stjórnar Pétri Sigurðssyni fyrir 31. maí n.k., og verður farið með þær sem trún- aðarmál. Stjórn Hrafnistu Tæknimaður Tæknimenntaður maður óskast til starfa frá miðju næsta ári (1975) til ársloka 1 978. Aðalverkefni er uppsetning og eftirlit með mælingastöðvum úti á landi I sambandi við fjölþjóðlega rannsóknaáætlun á ofangreindu tímabili. Kunnátta i útvarpstækni æskilea. Launakjör samkvæmt launakerfi opinberra starfsmanna. Skrif- legar umsóknir ásamt upplýsingum um menntun, aldur og fyrri störf sendist Raunvisindastofnun Háskólans, Dunhaga 3, Reykjavik, fyrir 20. júni n k Keflvíkingar — Suðurnesjamenn Ungur vélstjóri með full réttindi óskar eftir góðu starfi í landi frá og með 15. okt. n.k. Tilboð sendist afgr. Mbl. merkt: „Vélstjóri — 1 059" fyrir 5. júní. Stýrimann 3 vana beitingamenn og matsvein vantar á Árna Kristjánsson B.A. 100. Siglt verður með aflann. Uppl. í síma 94-2164. Málmtækni s.f. Óskum eftir að ráða járnsmiði og menn vana járnsmíði. Einnig óskast bilstjóri með meirapróf. Upplýsingar í síma 3691 0 á kvöldin í síma 84139. Málmætkni s. f. Súðarvogi 28—30. Sími 369 10. Viljum ráða jarðniðnaðarmenn og aðstoðarmenn, menn í sandblástur og zinkhúðun. Stálver h. f., Funahöfða 1 7, Reykjavík Símar 33270 og 30540. Okkur vantar saumastúlkur. Uppl. ! verksmiðjunni. Solido, Bolholti 4, 4. hæð. Ráðgjafarfyrirtæki óskar að ráða 2 viðskiptafræðinga rekstrarhagfræðinga eða þjóðhagfræðinga á næstu mánuðum til framtíðarstarfa. Æskilegt er að umsækjendur — séu yngri en 35 ára og hafi nokkra starfsreynslu, sem þó er ekki skilyrði; — hafi hæfileika og áhuga á að kljást við og leysa raunhæf verkefni á sviði rekstrar og hagrannsókna; — hafi hæfileika til þess að tjá sig skipulega í töluðu máli og rituðu; — geti starfað sjálfstætt. Þeir, sem kynnu að hafa áhuga á að sækja um starf, leggi nöfn sín og upplýs- ingar um menntunar- og starfsferil inn á auglýsingaskrifstofu Morgunblaðsins, merkt — 1047. Farið verður með allar upplýsingar sem trúnaðarmál. Kaffiumsjónarkona Lögreglustjóraembættið óskar að ráða kaffiumsjónarkonu frá 1 . júní n.k., vakta- vinna. Umsóknir, ásamt upplýsingum um fyrri störf, sendist fyrir 27. þ.m. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 20. maí 19 74. Staða ólöglærðs fulltrúa við bæjarfógetaembættið í Ólafsfirði er laus til umsóknar. Laun samkvæmt kjara- samningi starfsmanna ríkisins. Umsóknarfrestur er til 15. júní 1 974. Bæjarfógetinn í Ólafsfirði. Eldri maður óskast nú þegar til léttra hreinsunarstarfa í bifreiðaverkstæði okkar. Upplýsingar gefur forstöðumaður verk- stæðis, ekki í síma. Hekla h. f. Laugvegi 1 70— 7 72. Bókarastarf Viljum ráða ungan, röskan, mann til bók- arastarfa. Verzlunarskóla eða hliðstæð menntun nauðsynleg. h.f. Eimskipafé/ag íslands Kaupfélagsstjóri óskast Starf kaupfélagsstjóra við Kaupfélag Súg- firðinga Suðureyri er laust til umsóknar. Starfið er laust frá miðjum ágúst n.k. Skriflegar umsóknir, ásamt nauðsynleg- um upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist formanni félagsins Ólafi Þórðarsyni, Suðureyri, eða Gunnari Grímssyni starfsmannastjóra Sambands- ins fyrir 1 0. júní n.k. Kaupfélag Súgfirðinga Bifreiðasmiði — lærlinga — aðstoðar- og vana menn vantar okkur nú þegar á réttingarverk- stæði vort að Hyrjarhöfða 4. Góð aðstaða. Uppl. veitir Stefán Stefánsson sími 35200 virka daga kl. 9 — 5. VELTIR H/F Blikksmíði Viljum ráða til starfa eftir talda starfs- menn: 1. blikksmiði 2. nema í blikksmíði 3. járniðnaðarmenn 4. aðstoðarmenn í blikksmíða 5. verkamenn BHkk og stá/ h. f., Dugguvogi 23, símar 3664 1 og 383 75.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.