Morgunblaðið - 23.05.1974, Page 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. MAI 1974
Sjö sögur af Villa
Aldrei skyldi það bregðast, að Hans var skipað að
fara að hátta, þegar leikurinn var hvað skemmtilegast-
ur. Þó var hann orðinn svo stór, að hann var farinn að
ganga í skóla. Kennarinn hans sagði einu sinni: „Nú
getið þið bráðum farið að lesa blöðin alveg frá fyrstu
síðu aftur á þá öftustu. Nú, eða frá þeirri öftustu og
fram á fyrstu, ef þið viljið það heldur."
En Hans les ekki dagblöð, þegar hann er kominn upp
í rúm. Hann skoðar myndirnar í bók. Það er sérstök
bók og honum þykir afar vænt um hana. Það er
eftirlætisbókin hans. Eiginlega er þetta myndabók
fyrir yngri börn. Og mamma hans segir: „Viltu ekki
heldur lesa sögu?“ En þegar Hans leggst út af á
kvöldin segir hann alltaf: „Mamma, viltu sýna mér
myndabókina?"
Hann skoðar hverja myndina af annarri. Sjálfsagt
hefur hann skoðað þær tvö hundruð sinnum eða
meira. Og þetta eru alltaf sömu myndirnar. En þær
eru jafn skemmtilegar hvert sinn.
Móðir hans, sem situr við rúmstokkinn, segir:
„Svona, nú er nóg komið.“ En Hans segir: „Bara eina
til.“
Þá flettir mamma hans aftur á þrettándu síðu og
segir: „Fuss, fuss, sjáðu þennan vonda ræningja."
Hans skoðar ræningjann. Hann er með stóran fjað-
eftir
Rudolf 0. Wiemer
urhatt á höfðinu. Langt og mjótt nef. Lftil músaraugu.
Alskegg. Með leðurhanzka. Og í háum stígvélum með
sporum á hælunum.
Voðinn er vís þar sem Villi fer.
Vandar engum kveðjurnar.
Varast hann ber.
Þetta stendur undir myndinni. Hans kann það utan
bókar. Samt er hann ekkert hræddur. Og þegar móðir
hans leggur bókina til hliðar, segir Hans: „Er Villi
ræningi svona vondur?“
„Ræningjar eru alltaf vondir,“ segir mamma hans.
„Það fylgir þeirra grein.“
„Ef til vill er Villi góður ræningi."
„Nei,“ segir móðir hans. „Góðir ræningjar eru ekki
til.“
„Það er leitt,“ segir Hans.
Hann dregur sængina upp að höku og horfir á
myndabókina, sem liggur á stólnum. Móðir hans hefur
gleymt að loka bókinni, svo Hans getur enn virt fyrir
sér Villa ræningja. Hattinn. Nefið. Skeggið. Stígvélin.
Hann horfir á hann, þangað til móðir hans slekkur
ljósið og lokar hurðinni. Þá sofnar Hans. En hann veit
ekki, hvernig hann sofnar, enda þótt hann reyni að
Sá frœgi
Sherlock
Holmes
Sherlock Holmes er
frægastur leynilögreglu-
maður allra tíma. Aðalein-
kenni hans eru höfuðfatið
og pípan hans. Hér eru 8
teikningar af kappanum, í
fljótu bragði virðast þær
allar eins, en svo er þó
ekki, tvær eru eins og
hvaða númer hafa þær?
Lausnin er mynd 3 og 5.
(fJVönni ogcTVfanni Jón Sveinsson
Guð minn góður, hvað átti ég nú að taka til bragðs?
Atti ég að elta hann? Nei, ekki mátti ég það. Þá
hefði hann styggzt ennþá meir.
Eg hugsaði mig um. Líklega var hann hræddur við
hundinn.
Ég fór nú með Trygg að stórum steini. Þar lét ég
hann leggjast niður og skipaði honum með harðri
hendi að liggja þar, þangað til ég kallaði á hann.
En ekki var ég kominn lengra en tvö eða þrjú skref
frá honum, þegar hann laumaðist á eftir mér með
rófuna á milli afturfótanna.
Ég fór með hann að steininum aftur og hótaði hon-
um öllu illu, ef hann lægi nú ekki kyrr. Til þess að
sýna iðrun sína, velti hann sér um hrygg og teygði frá
sér lappirnar.
Ég labbaði af stað í annað sinn.
Þegar ég var kominn stuttan spotta, leit ég við.
Nú elti Tryggur ekki. Hann stóð eftir hjá steininum,
greyskinnið, og mændi eftir mér og ýlfraði ósköp lágt.
Freysteinn
Gunnarsson
þýddi
Ég bandaði til hans með hendinni, svo að hann
settist. Síðan hélt ég áfram.
Hesturinn hafði ekki hlaupið langt. Hann var farinn
að bíta aftur á grasbletti dálítið neðar í brekkunni.
Ég læddist hægt og gætilega niður að grasblettinum,
þar lagðist ég niður og skreið svo áfram á fjórum fót-
um. Allt í einu heyrði ég skrjáfa í grasinu fyrir aftan
mig. Það var Tryggur. En hann hafði hljótt um sig,
og ég lét hann fara sinna ferða.
Nú bað ég guð og allar góðar vættir að hjálpa mér.
Þegar ég átti skammt eftir að hestinum, fór ég að
blístra ósköp lágt, eins og oft er gert til þess að spekja
styggan hest. Ég blístraði í sífellu, alltaf jafnhátt, og
dró það eins lengi og ég gat.
Og mikið varð ég feginn, þegar ég sá, hvaða áhrif
þetta hafði. Hesturinn hætti að bíta, reisti höfuðið,
starði beint fram fyrir sig og stóð grafkyrr. Það var
eins og hann væri negldur niður.
— Það er maður hérna f rammi
sem heldur þv( fram að hann
geti fjarlægt axlabönd án þess
að menn taki eftir þvf...
— Pst.. fannstu þjölina sem
ég faldi f franskbrauðinu...
s
POLLUX
— Og svo læturðu mig halda á
þyngstu töskunni...
— Komið heim seint að kveldi.