Morgunblaðið - 23.05.1974, Page 39

Morgunblaðið - 23.05.1974, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 1974 39 s <uggamync iif inrSKn FRAMHALDSSAGA EFTIR MARIULANG, ÞÝÐANDI: JÓHANNA KRISTJÓNSDÓTTIR. 19 sem ég veitbezt var enginn þeirra ástfanginn af henni. Ég var ekki alveg viss um, að hún segði ósatt, en aftur á móti var ég viss um, að einkennileg framkoma hennar stafaði af hræðslu. Frá því andartaki, sem Christer byrjaði að yfirheyra hana, hafði hún verið hrædd — hrædd við að koma upp um dána vinkonu sína — eða segja of mikið um sjálfa sig. Hrædd við að leiða hann inn á braut, sem aðeins hún þekkti. Eg óskaði heitt og innilega að Christer tæki hana reglulega í karphúsið, en hann lét sér nægja að yppta öxlum og sagði alúðlega: — Jæja, við skulum ekki angra yður frekar í bili, ungfrú Ryd. En kannski þér leyfið okkur að sjá herbergi Evu áður en við förum ? Hún gekk á undan okkur eftir ganginum, framhjá tveimur lok- uðum dyrum og opnaði inn í her- bergið, sem var ólæst. Herbergið var minna en hennar sjálfrar og enda þótt Jan kæmi ekki inn og stæði kyrr f ganginum fannst mér við næstum fylla her- bergið. Þarna voru líka fleiri hús- gögn en í hinu herberginu. Það hvarflaði að mér, að Eva hlyti að hafa tekið þau húsgögn úr bernskuheimili sínu, sem hún hafði haft mestar mætur á. Hús- gögnin voru gömul, en vönduð og á veggjum voru bæði vatnslita- myndirog veggspjöld og auk þess málverk af hjónum, sem ég gat mér til um, að væru foreldrar hennar. Herbergið var mjög snyrtilegt. En hér voru áreiðanlega engin falin leyndarmál. Christer dró annars hugar út skúffu í skrif- borðinu. Allt í einu benti hann ofan á skatthol, sem var þarna við hliðina áskrifborðinu. — Hvaða lyklar eru þetta? Kersti beygði sig fram, svo að dökkt hár hennar snerti axlir Christers. Siðan rak hún upp undrunaróp. — Þetta eru lyklarnir hennar Evu að íbúðinni. . . En þá. . þá hlýtur hún að hafa verið hér og gleymt þeim. ..í gær, þegar ég kom hingað inn, tók ég ekki eftir þessum lyklum. . . Það var svo mikil þögn í her- berginu, að við hefðum getað heyrt saumnál detta. Viðstörðum á Kersti, eins og naut á nývirki. — Eruð þér...sagði Christer' óstyrkri röddu. — Ég meina. . .gæti ekki verið, að yður skjátlaðist? Hún hristi höfuðið, alvarleg f bragði. — Ég kom hingað inn rétt fyrir klukkan sex í gær...áður en ég fór á fyrirlestur. Ég var búin með blekið mitt og við Eva fengum oft ýmislegt smálegt lánað hvor hjá annarri. Eg sat hér og veit upp á mína tfu f ingur, að það lá ekki hér þá. Hún hlýtur sem sagt að hafa skotizt hingað síðar... — Síðdegis í gærdag, sagði Christer seinmæltur — var Eva Claeson dáin og hafði verið það í tæpan sólarhring. . . Það var eins og kaldur gustur færi um herbergið. Kersti horfði á okkur upp- glenntum, skelfdum augum. — En. ..en hvernig hafa þá lyklarnir hennar lent hér?. . .Lítið á þá, þeir eru nákvæmlega eins og hún var vön að leggja þá sjálf. . . Ég sá, að Jan hafði fölnað lfka. Og enda þótt hann reyndi að herða sig upp, þá skalf rödd hens, þegar hann fór með lfnur úr Shakespeare, sem honum þóttu eiga við það, sem þarna var ræft. . . Sjöundi kafli En Christer Wijk var ekki trúaður á vofur. Aður en við fór- um bað hann Kersti að ljá sér lyklana að herbergi Evu og læsti dyrunum vandlega. _ — Strax ogþau heyra fréttina á bókasafninu koma þau öll saman. Þegar slíkt og þvílíkt gerist situr fólkekki hvert í sfnu horni; menn viija hafa aðra nálægt sér og menn vi ija tala. .. og þá verða það ósjálfráð viðbrögð að komið er á þann stað, sem þau setja í sam- band við Evu, sagði Jan, þegar við vorum komin niður og stóðum úti á gangstéttinni. Christer og ég borðuðum hádegisverð saman og ég gerði grein fyrír því, sem ég hafði fengið að vita um stúlkuna. Hann hlustaði af athygli og hrósaði mér sfðan upp í hástert. — Þú hefur staðið þig afbragðs vel. Ég vildi óska, að ég hefði haft tök á að fylgjast með viðbrögðum fólksins í eðlilegu umhverfi þess f stað þess að draga það upp á skrif- stofuna mína til endalausrar yfir- heyrslu ... Ég stakk upp á því, að hann kæmi með mér í óopinbera heim- sókn í Hug-B og hann tók uppá- stungu minni með hrifningu. — En er það óhætt? Ég hélt, að öllum óviðkemandi væri bann- aður aðgangur. — Ég býst ekki við, að lögreglu- menn falli undir svoleiðis reglur, eða hvað. Og ef Tiren yfirbóka- vörður ætlar að henda þér út, geturðu bara sagt, að þú sért kominn til að handtaka hann . . . Það gæti verið fróðlegt að sjá, hversu góða samvizku hann hef- ur. Ég pantaði mér kakólíkjör með kaffinu og sagði glaðlega: — Og nú er komin röðin að þér að segja mér hvað ÞU hefur verið að gera í dag! Hefurðu haft upp á Einari? Christer hætti við að dreypa á kaffinu og gat ekki leynt gremju sinni, þegar hann sagði: — Sfðast þegar ég hringdi tók símastelpan allt aftur, sem hún hafði sagt um Hróarskeldu. Nú hélt hún helzt, að þetta væri í Humlebæk eða Hindsgavl. En hún upplýsti mig þó um, að Bure dósent hefði komið til Kaup- mannahafnar á laugardagsmorg- uninn. Og það kemur heim við það, sem Kersti Ryd sagði. — En bæði Holmer prófessor og Lillemor sögðu, að hann hefði ekki ætlað að fara fyrr en á sunnudagskvöld. Hvað á maður að halda . .. — Hann hefur sjálfsagt bara skipt um skoðun og ákveðið að skreppa og skemmta sér í Kaup- mannahöfn yfir helgina. Ég bað stúlkuna við símaborðið að koma skilaboðum til hans, ef hann skyti upp kollinum, en ég hef ekki hug- mynd um, hvort hún náði þeim boðum áður en símasambandið rofnaði og ég veit ekki heldur hvort hún skildi, hvað ég var að biðja hana um. Ég sá á svip Christers, að hann hafði ekki skafið utan af því og ég spurði því nokkuð kvíðin, fyrir hvers konar boð hann hefði beðið. — Aðeins fáein orð. „ALLSNAKIÐ LlK FANNST I BAÐKARINU HEIMA HJÁ ÞÉR. VINSAMLEGAST GEFÐU SKÝRINGU." Ég stundi. — Þú hefur svei mér annar- legan skilning á þvi, hvernig á að fara að því að hlúa að norrænni samvinnu og fá Dani til að vera okkur hlynntari. .. Wijk brosti stríðnislega. En hann varð fljótlega alvarlegur. — Talandi nú um baðkarið þitt . . . Við höfum auðvitað fjarlægt líkið, en ég býst þó ekki við, að þú sért mjög áfjáð í að vera ein í íbúðinni í nótt? Ég þarf auðvitað ekki að taka fram, að þér er velkomið að vera hjá mér, þangað til Einar Þessi maður hefur veitt mér eftirför langa leiðir. VEL.VAKAIMOI Velvakandi svarar í síma 10-100 kl. 1 0.30 — 1 1 30. frá mánudegi til föstudags. 0 Leiðrétting S.l. sunnudag var gerð að um- ræðuefni hér i dálkunum ályktun um varnarmál, sem kom frá um varnarmál, sem kom frá þingi Bandalags íslenzkra listamanna. Pennaglöp urðu á þann veg, að sagt var, að ályktunin hefði komið frá þingi rithöfunda, og er hér með beðið velvirðingar á mistök- um þessum. • Stolið úr sumarbústað Sigríður Hallerímsdóttir hringdi. Nú nýverið var brotizt inn i sumarbústað hennar við Elliðavatn og stolið þar ýrhsum munum, m.a. hafði verið stolið þarýmsum koparmunum. Þar á meðal voru olíulampar úr kopar, arinsett (skófla, skörung- ur og töng) og dyrahamar. Sigríöur sagðist hafa kært inn- brotið til lögreglunnar, og farið sérstaklega fram á, að fylgzt yrði með því hvort koparmunirnir yrðu einhvers staðar boðnir til sölu. Svar lögreglunnar hefði hins vegar verið á þá leið, að ógerlegt væri að fylgjast með því sérstak- lega. Þess vegna hafði Sigrfður samband við Velvakanda, sem kemur þessu hér með á framfæri. Jafnan mun talsvert vera um það, að brotizt sé inn í hús, sem standa auð, og þá verður oft meira tjón af skemmdarverkum en þjófnaði. Þetta hefur lengi ver- ið óleyst vandamál, enda ekki auðvelt að gera sér í hugarlund hvernig vörnum verði við komið. Hins vegar er sjálfsagt að reyna að ganga kyrfilega frá slikum húsum með læsingum, hlerum fyrir gluggum og öðru því er að gagni má koma. Hin siðari ár hefur notkun ýmiss konar viðvörunartækja, svo sem þjófabjallna, aukizt til muna hér á landi sem annars staðar. Almenn er notkun slíks útbún- aðar hins vegar ekki orðin, og má vera, að okkur finnist óþarfi að gera mikið af slikum varúðarráð- stöfunum, hér i okkar litla landi. Hægt er að fá ýmiss konar út- búnað hér og væri vert fyrir menn að kynna sér hvað á boðstól- um er í þessa veru. 0 Græn bylting er lífsnauðsyn Ingjaldur Tómasson skrifar, og hefur hann sjálfur sett sér fyrir- sögnina: „Það vekur óbeit og undrun hugsandi mönnum þegar mikil- virtir framámenn þjóðarinnar og heilir stjórnmálaflokkar reyna að ófrægja þá menn, sem vinna að því að auka fegrun umhverfisins og heilnæmi loftsins, og stuðla með þvi að betra heilsufari, bæði likamlegu og andlegu. Það er nú þegar viðurkennt af vaxandi fjölda víða um heim, að græn bylting sé eitt af frumskil yrðum þess, að líf haldist á þess- ari jörð. Ræktun grass og skóga vinnur gegn vaxándi mengun og eykur súrefni loftsins, sem er ómissandi öllu, sem lifsanda dregur. Það er heldur ömurlegt þegar hámenntað fólk lætur sig hafa það að lýsa því yfir i sjónvarpi sem helztu nýjársósk að banna með lögum ræktun sigrænna skóga á íslandi. Sú ágæta kona, sem þetta gerði, er nú í framboði, að þvi er mig minnir hjá Alþýðu- bandalaginu. Ég vil lika nefna hér sem dæmi um úrræðaleysi núverandi stjórn- valda, að þegar búið er að gefa þjóðinni stórvirka áburðarvél, þá er hún ekki notuð nema örstuttan tíma vegna fjárskorts til áburðar- og frækaupa. Hefting uppblásturs og ræktun eyðisanda, ræktun barr- og lauf- skóga, verndun og endurnýjun eldri skóga er einn veigamikill þáttur þess, að við getum lifað vel i þessu landi. Það er mjög óliklegt, að þeir menn og flokkar, sem stöðugt hnýta í þá menn, sem eru forystu- menn hinnagrænu byltinga, bæði hér í borg og viðs vegar á land- inu, fái út á það mörg atkvæði. 0 Fleiri byltingar en grænar En það eru fleiri byltingar til en grænar. Ég nefni aðeins þá miklu orkubyltingu, sem Sjálf- stæðisflokkurinn hefir fram- kvæmt af miklum stórhug og myndarbrag og mun gera af stór- efldum krafti í framtiðinni, ef hann fær stöðu til þess, bæði í borgar- og rikisstjórn. Það ntá segja, að Sjálfstæðisflokkurinn sé sífellt að framkvæma stórbylting- ar á öllum sviðum borgarmála. Ég nefni aðeins íþróttamál, heil- brigðismál, hafnarmál, orkumál og félagsmál. Þar tel ég bera hæst hina miklu aðstoð við aldraða og sjúka (heimilishjálp). Það er áreiðanlega hvergi á landinu gert eins mikið fyrir þá, sem minnst mega sín, eins og hér i Reykjavik. Það er ótrúlegt, að hinir mörgu sundurleitu vinstri flokkar geti flekað Reykvíkinga til að kjósa yfir sig svipaða fjármálaóstjórn eins og þá, sem ríkisstjórnin hef- ur framkvæmt. Allir skynsamir menn ættu nú að sjá i gegnum þann svikavef, sem hún hefur flækt þjóðina i og koma í veg fyrir að sams konar vandræði skapist í borgarmálum Reykjavikur. Kjósum því öll Sjálfstæðis- flokkinn, flokk hinna mörgu framfarabyltinga, sem þessi borg ber greinilega vott um, næstum hvert sent litið er. Ingjaldur Tómasson." Páll V. Daníelsson: Frá Hafnar- firði .» Varið land — varið sveitarfélag — Varið heimili — varinn einstaklingur í orðunum hér að ofan kemur fram grundvallarskoðun alls al- mennings á þjóðfélagsuppbygg- ingunni. Landi okkar og sjálfstæði þess viljum við ekki undir nokkrum kringumstæðum glata. Við vilj- um, að Island sé styrkur og virt- • ur aðili í samstarfi frjálsra rfkja og það geti ált virkan þátt í því að efla frelsið og bæta sambúðina i heiminum. Sveitarfélag okkar viljum við að sé sjálfstætt og sterkt og það fái að ráða þeim málum, sem sam- eiginleg eru fyrir borgara hvers byggðarlags. Við viljum verja það fyrir ágangi ríkisvalds, sem í sí- auknum mæli hefur ráðizt inn í landhelgi þess og herjað þar sveit- arfélaginu til aukins kostnaðar og tjóns á margan hátt. Ríkisvaldið hefur verið í stöðugum landvinn- ingum gagnvart sveitarfélögun- um og dregið þaðan völd og fjár- magn, þ.e. rekið nokkurs konar nýlendupólitík. Við viljum friðhelgi heimila okkar. Þau eigi áfram að vera hornsteinar þjóðfélagsuppbygg- ingarinnar. Upplausn þeirra leið- ir til vaxandi lausungar og rót- leysis. Þess vegna á ekki að taka völdin af heimilunum og færa til opinberra aðila. Þau eiga að hafa bein áhrif á og ábyrgð á stjórn þeirra mála, er heimilin varða. Opinbert kerfi, sem leysir heimil- in upp meira og minna eins og nú er gert, taka fé þeirra og nota það til að draga mál eins og dagvistun- armál, skólamál, málefni aldr- aðra, félagsmál o.m.fl. úr tengsl- um við heimilin, verður allt til að rýra gildi þeirra og smækka þau Framhald á bls. 43 Opin fimmtudaga frá kl.2-9 á útsölunni: Flækjulopi Hespulopi Flækjuband Endaband Prjónaband Vefnaðarbútar Bílateppabútar Teppabútar Teppamottur % ALAFOSS HF IMOSFELLSSVEIT

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.