Morgunblaðið - 23.05.1974, Page 42

Morgunblaðið - 23.05.1974, Page 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. MAl 1974 | ÍÞRdTTAFRíniB MOBGUllADSIIIIS Vængbrotið úrvalslið heppið að ná jöfnuvið York Teitur Þórðarson f baráttu við einn ensku leikmannanna, ekki verður annað séð en brotið sé á Teiti. Magnús Pétursson dóniari fylgist vel með og virðist ekki sérlega ánægður með aðfarir þess enska. URSLITIN í fyrsta leik landsliðs- úrvarlsins á keppnistímabilinu urðu 1:1 gegn enska atvinnu- mannaliðinu York. Leikur lands- liðsins var lélegur, enda áhugi meðal leikmanna í algjöru lág- marki. Að ná þessu jafntefli getur ekki kallazt annað en heppni þar sem leikmenn York höfðu undir- tökin í leiknum nær allan tímann og sýndu mun meiri knattspyrnu en landinn. Mark sitt skoruðu Englending- arnir á 15. mínútu leiksins og það var hinn fyrrverandi leikmaður Manchester City Chris Jones, sem það gerði. York fékk aukaspyrnu nokkru fyrir utan vítateig og upp úr henni skaut Jones að markinu, knötturinn fór í varnarleikmann, breytti um stefnu og hafnaði í markinu. 15 mínútum síðar kom bezta tækifæri íslenzka liðsins í leiknum, liðið náði skemmtilegri sókn upp vinstri vænginn, þar sem þeir unnu vel saman Magnús, Gisli, Hörður og Ásgeir. Gefið var síðan fyrir markið og Matthías fékk knöttinn óvaldaður dauða- færi á markteig. Matthíasi brást þó hrapalega bogalistin og skot hans fór framhjá markinu. Litlu áður hafði Teitur fengið svipað marktækifæri en hnaut við er hann ætlaði að láta skotið ríða af. Það var lítið um tækifæri í síð- ari hálfleiknum og íslenzka liðið hafði ekki átt nema eitt sæmilegt markfæri þar til kom að markinu. Rúnar Gíslason gaf fyrir frá hægri, GIsli skaut að markinu/ knötturinn fór í varnarmann, gjörbreytti stefnunni og lenti í netinu. Annað sjálfsmarkið í leiknum varð staðreynd og úrslit- in urðu 1:1. Landslið það, sem hin nýskip- aða landsliðsnefnd stillti upp að þessu sinni, var skipað eftirtöld- um leikmönnum: Sigurði Har- aldssyni, Val, Marteini Geirssyni, Fram, Magnúsi Þorvaldssyni, Vfk- ingi, Jóni Péturssyni, Fram, Jó- hannesi Eðvaldssyni, Val, Gísla Torfasyni, IBK, Herði Hilmars- syni, Val, Guðgeiri Leifssyni, Fram, Matthfasi Hallgrímssyni, IA, Teiti Þórðarsyni, IA, Ásgeiri Elíassyni, Fram. I síðari hálfleiknum komu eftir- taldir leikmenn inn á; Arsæll Sveinsson, IBV, í stað Sigurðar, Eíríkur Þorsteinsson, Víkingi, í stað Magnúsar, Ólafur Sigurvins- NU að loknu keppnistímabili körfuknattleiksmanna hefur það heyrzt, að margir körfuboltamenn hyggist skipta um félag. Þröstur Guðmundsson, bezti maður HSK, er ákveðinn í að fara frá því liði og mun að öllum lík- indum ganga yfir í KR. Bragi Jónsson, bezti maður UMFS, sem féll í 2. deild, gengur einnig I KR. Þá er vitað, að Stefán Bjarkason í Val ætlar að fara yfir til UMFN, en hann er búsettur í Njarðvík. Stúdentum bætist að öllum lík- indum góður liðsmaður þar sem er Jón Héðinsson (I.M.A.), en son, IBV, í stað Marteins og Rún- ar Gíslason, Fram, í stað Matthías- ar. Fæstur léku þessir leikmanna vel, það var helzt að Magnús Þor- valdsson stæði fyrir sínu og hann gætti hins hættulega Barry Lyons mjög vel. Ásgeir gerði ýmsa hluti lagiega í fyrri hálfleiknum, en var saltaður í þeim siðari. Gísli dapr- aðist mjög er leið á leikinn, en var góður framan af. Eiríkur, Jóhann- es, Ólafur og Marteinn sluppu skammlaust frá leiknum. „Geta bara átt sig“ Sex Keflvíkingar áttu að leika þennan leik, en aðeins einn þeirra mætti, Gfsli Torfason. 1 viðtali við Morgunblaðið í gær sagði landsliðsnefndarmaðurinn Bjarni Felixson, að hinir Keflvík- inganna hefðu boðað forföll og ástæðurnar ýmist verið persónu- legar eða meiðsli. — Meira að segja hefði þjálfari IBK boðað forföll fyrir Gísla og sagt, að hann gæti ekki leikið, en er ég ræddi svo sjálfur við Gislá Torfason var honum ekkert að vanbúnaði og mætti eins og ég bað hann um, sagði Bjarni Felixson. — Það er vitanlega mjög slæmt geti leik- menn ekki sinnt landsliðsæfing- um, en hafi þeir ekki áhuga á að leika fyrir Isiand geta þeir bara átt sig. „Man ekki eftir öðrum eins meiðslum" — Ég man bara ekki eftir öðr- um eins meiðslum eins og þeim, sem leikmenn IBK hafa átt við að stríða i vor, sagði Hafsteinn Guð- mundsson formaður IBK í viðtali við Morgunblaðið í gær. — Einar, Þorsteinn, Ástráður, Guðni og Karl eru allir meiddir og óvist hvort þeir geta leikið gegn KR um helgina. Guðni Kjartansson, fyrir- liði IBK, tók í sama streng, en Guðni hefur sem kunnugt er lítið getað leikið það sem af er vorinu. — Það er af og frá, að það hafi verið samantekin ráð hjá okkur Keflvikingum að mæta ekki til leiksins, sagði Guðni. „Þeir standa ekki við gefin Ioforð“ Sex leikmenn ÍBK áttu að leika gegn York, Gísli Torfason mætti, meiðsli orsökuðu fjarveru fjög- urra þeirra, en sá sjötti Ólafur hann fer i Háskólann í haust. Lík- legt er, að Birgir Jakobsson leiki með IR næsta vetur eftir hvíld í ár. — Heyrzt hefur um nokkra aðra leikmenn 1. deildar, sem eru að hugsa um félagaskipti, en það hefur ekki verið staðfest. Þórsar- ar missa að öllum líkindum tvo af sínum beztu mönnum.þa Brynj ólf Markússon, sem hefur þjálfað og leikið með liðinu i vetur, og Eyþór Kristjánsson, sem fer í Há- skólann. Það má því búast við, að róðurinn verði þungur hjá liðinu næsta vetur í 2. deild. Næsta verkefni körfuknatt- Júlíusson hafði aðrar ástæður fyr- ir fjarveru sinni. — Þegar ég fór með landsliðinu til Hollands i fyrrasumar var talað um, að ég fengi greiddan hluta af vinnutapi eins og aðrir leikmenn, sem ekki voru á launum meðan á ferðinni stóð, sagði Ólafur í viðtali við Morgunblaðið í gær. — Við þetta hefur ekki enn verið staðið og ég hef ekki hugsað mér að mæta á æfingar hjá KSÍ eða leika lands- leik fyrr en Knattspyrnusam- bandið stendur við gefin loforð, sagði Ólafur. Áhorfendur sviknir I fjölmiðlum fyrir þennan leik var tilkynnt hvernig landsliðið yrði skipað og þá ekki tekið fram annað en að Keflvíkingarnir UM 300 íslenzk ungmenni munu verða meðal þátttak- enda á Partille Cup, hand- knattleiksmóti, sem fram fer í Svíþjóð í júlímánuði næstkomandi. Er þetta sennilega einn stærsti hóp- ur íslenzks íþróttafólks, leiksmanna verður í byrjun júlí, en þá verður borgakeppni við Helsinki í Reykjavik. Síðan taka við landsliðsæfingar, farið verður í æfingabúðir um miðjan ágúst og í lok þess mánaðar koma hingað til lands tveir þekkár bandarískir þjálfarar og dvelja hér í einhvern tíma. Þannig má segja, að lands- liðið verði stanzlaust á ferðinni fram að leikjunum, sem fyrir- Iiugaðir eru um mánaðamótin ágúst-september við íra, Skota, Englendinga og Walesbúa, tveir leikir við hvert lið. gk. myndu mæta. Þegar svo áhorf- endur mættu upp á Melavöll vant- aði 6 af þeim leikmönnum, sem auglýst hafði verið að yrðu með. Er þetta ekki í fyrsta skipti, sem áhorfendur kaupa köttinn í sekknum. Svo virðist sem ekkert sé hugsað um áhorfendur heldur aðeins að smala sem flestum krón- um í pyngjuna. Ef til vill hafa framkvæmdaaðilar leiksins í fyrrakvöld ekki vitað um forföll leikmannanna fyrr en of seint, en því miður er þessi leikur ekkert einsdæmi, svipuð mál komu upp oftar en einu sinni í sambandi við handknattleikinn í vetur sem Ieið og virðist oft sem talsvert skorti á sómatilfinningu hjá íþróttafor- kólfum. sem tekið hefur þátt í íþróttamóti erlendis. 10 ís lenzk félög eiga flokka í þessu móti, KR, FH og Fram eiga þrjá flokka hvert félag, Haukar, Ár- mann, Þróttur og KA senda 2 flokka, Valur, Vík- ingur og ÍR senda einn flokk hvert félag. Auk þess mun svo 2. flokkur karla frá Stjörnunni taka þátt í mótinu, en þeir eru ekki inni í fyrrnefndum hópi, heldur fara þeir fyrst í keppnisferð til Þýzkalands og koma svo til Svfþjóðar. Alls munu verða um 4000 þátttakendur á mótinu frá öllum Norðurlöndunum, V- Þýzkalandi, Júgóslavíu, Italíu, Sviss, Frakklandi og Hollandi. Síðastliðið ár sendu íslenzk félög nokkra flokka til keppni á þessu móti og sigruðu þá Ár- mannsstúlkur í elzta kvennaflokkinum, eftir úr- slitaleik við FH. Geir og Birgir þjálfa FH NÚ MUN afráðið, að Birgir Björnsson og Geir Hallgrfms- son muni f sameiningu sjá um þjálfun fslandsmeistara FH í handknattleik næsta vetur. Geir kemur heim alkominn frá Göppingen um miðjan júlf og mun hann samhliða þjálfun- inni næsta vetur leika með lið- inu. Golfmeist- arinn meðal snillinga í Svíþjóð fSLANDSMEISTARINN f golfi, Björgvin Þorsteinsson, hélt utan til Svfþjóðar f gær, þar sem hann mun taka þátt í einni stærstu og hörðustu golf- keppni, sem haldin er á Norð- urlöndum á sumri hverju. Það er Pierre Robert golfkeppnin, sem hér um ræðir, og fer hún að þessu sinni fram f Falster í Svíþjóð. Keppnin hefst á föstu- daginn og verða þá leiknar 18 holur og sömuleiðis daginn eftir. 48 þeir beztu halda svo áfram í 36 hola keppni á sunnudag. Lágmarksforgjöf til að komast inn f keppnina er 3, en Björgvin hefur 2 í forgjöf. Meðal þátttakenda í keppninni verða meistarar ftalfu, Spánar og Portúgals og fleiri Evrópu- landa, auk 4 beztu kylfinga frá Bretlandi og þeirra beztu frá Norðurlöndum. Það erfslenzk- amerfska verzlunarfélagið ásamt Flugfélagi tslands og Golfsambandinu, sem býður Björgvini f þessa ferð. Viðar þjálfar Hauka VIÐAR Símonarson hand- knattleiksmaður úr FH mun þjálfa sína gömlu félaga f Haukum næsta vetur. Viðar þjálfaði Hauka fyrir nokkrum árum og var þá jafnframt leik- maður með félaginu, sfðastlið- inn vetur hljóp hann svo f skarðið, þegar Haukar urðu þjálfaralausir á miðju keppn- istfmabilinu. Viðar mun senni- lega leika leika áfram með FH næsta vetur. Albert eftirlits- maður áleikBay- ern og Athletico ALBERT Guðmundsson er ný- kominn frá Belgíu, þar sem hann sat stjórnarfund Evrópu- knattspyrnusambandsins, UEFA. f sambandi við fund- inn var honum falið það ábyrgðarstarf að hafa fyrir hönd UEFA eftirlit með úr- slitaleikjum Evrópukeppninn- ar, milli Bayern Munchen og Athletico Madrid. Eins og menn muna, þurftu liðin að lcika tvo leiki. Þetta er mesta trúnaðarstarf sem fslendingi hefur verið falið af hálfu UEFA. Félagaskipti í körfunni — áij. 300 imgmenni á hand- knattleiksmót í Sviþjóð

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.