Morgunblaðið - 23.05.1974, Síða 43

Morgunblaðið - 23.05.1974, Síða 43
MORGUNBLAÐIt), FIMMTUDAGUR 2,'I. MAI 1974 43 Björn Arason Örn Símonarson Geir Björnsson Málfrlöur Sigurðardöttir Eyjólfur Torfi Geirsson Þórir Ormsson. Framboðslistinn í Borgarnesi FRAMBOÐSLISTI sjálfstæðis- manna við hreppsnefndarkosn- ingarnar f Borgarnesi er þannig skipaður: 1. Björn Arason, framkvæmda- stjðri 2. Örn Símonarson, bifvélavirkja- meistari 3. Geir Björnsson, hótelstjóri 4. Málfrfður SigurðardóUiijfrú 5. Eyjólfur Torfi Geirsson, fram- kvæmdast jöri. 6. Þörir Ormsson, byggingar- meistari. 7. Sigrún Guðbjarnadóttir 8. Sigurgeir Ingimarsson, bygg- ingameistari 9. Aslaug Björnsdóttir 10. Sigurður Jóhannsson, hús- gangnasmíðameistari 11. Hörður Jóhannesson, lög- regluvarðst jóri 12. Sæmundur Sigfússon, sérleyf- ishafi 13. Jón Eggertsson, kaupmaður 14. Símon Teitsson, járnsmfða- meistari. — Páll V. Daníelsson Framhald af bls. 39 og þar með leiðist fólkið til meiri og meiri hópmótunar. Qg einstaklingar viljum við öll vera. Ekki bara númer í þjóðskrá eða einn af hópi, sem metinn er á tölfræðilegan hátt. Við viljum hafa bein áhrif á það, sem gerist í umhverfi okkar. Við viljum ekki þurfa að sækja alla hluti í gegn- um ráð og nefndir. Við viljum tala beint um málin, en ekki skýra hvern hluta með skriffinsku eyðublaða og tölvukorta. Frelsi til orða og athafna innan marka lýð- ræðisþjóðfélags er okkar aðals- merki. Enga yfirstétt miðstýring- armanna. Eini vegurinn til að þetta megi nást er leið sjálfstæðisstefnunn- ar. xD. — Kjör sjómanna Framhald af bls. 44 honum til þess að úrskurða fisk- verð með eðlilegum hætti, heldur gripur fram fyrir hendur hans með því að ákveða verðið með lögum." Pétur Sigurðsson ritari Sjómannafélags Reykjavfkur sagði: ,,Ég tek undir mótmæli verka- lýðssamtakanna og þar með mið- stjórnar Alþýðusambands ÍS; lands. Þar með dæmi ég ekki úr leik einstakar aðgerir ríkis- stjórnarinnar, því að ég veit hvernig hún hefur farið með efnahagskerfi þjóðarinnar og að grípa þarf til róttækra ráðstafana. Ég tel það hins vegar grundvallar- nauðsyn, að samráð sé haft við fjöldasamtök, sem eru jafnsterk og raun ber vitni — verkalýðs- hreyfinguna i landinu. Þar á ég ekki aðeins við ASl heldur og Bandalag starfsmanna ríkis og bæja, Farmanna- og fiskimanna- samband Islands og Bandalag háskólamanna. Þessir aðilar eru stærstir á vinnumarkaðinum og við þá þarf að hafa samráð áður en gripið er til ráðstafana. Vel getur verið, að ekki sé unnt að ná samstöðu við þessa aðila, en þá verður ríkisstjórnin að sjálfsögðu, hafi hún þinglegan meirihluta að baki sér, að gera sfnar ráðstafan- ir. En fram að því ber henni skil- yrðislaust að reyna að ná sam- komulagi við þessa aðila. Þessar aðgerðir koma auðvitað allar illa við almenning. Sérstak- lega.er eftirtektarvert, að þeir aðilar, sem nú gefa sinn góða vilja og samþykki til þess að breyta vísitölugrundvellinum enn einu sinni, eru hinir sömu og gátu ekki hugsað sér og mótmæltu með öll- um ráðum því, að ríkisstjórn Jó- hanns Hafstein vildi á sínum tima fresta greiðslu rúmlega2ja kaup greiðsluvísitölustiga í þeirri verð- stöðvun, sem þáverandi stjórnar- flokkar ákváðu. Nú hefur vísi- tölugrundvellinum hins vegar enn einu sinni verið breytt svo sem margoft í tíð núverandi ríkis- stjórnar. Og alltaf sitja þeir og halda kjafti, sem mest rifu kjaft- inn á sínum tíma, mennirnir, sem sæti eiga i stjórnum verkalýðs- félaga og stjórn ASÍ. Vegna fiskverðsins má ekki gleyma því, að áhafnir toppskipa, sem hafa miklar tekjur, mega ekki villa mönnum sýn. Mikill fjöldi áhafna hefur orðið að búa við kauptryggingu eftir þessa vertíð og kauptrygging er aðeins lítill hluti launa, sem greidd eru í landi. Ef hafa á áhrif á launa- greiðslur fiskimanna, þá finnst mér, að um leið verði að taka til endurskoðunar, hvað sumir aðrir aðilar í þjóðfélaginu hafa í laun. Það hafa menn eins og Magnús Kjartansson og Lúðvík Jósepsson lýst yfir, að þeir séu ekki hræddir við að gera, en laun sumra stétta móta margt af því, sem nú er að gerast i þjóðfélaginu i sambandi við verðbólguna. Ég tel, að á meðan svo horfir, að flotinn okk- ar mannast ekki og fólk fæst ekki til þess að starfa á honum, sé einhver maðkur í mysunni og hugsa þarf fyrst um þessa at- vinnugrein og tryggja, að flotinn sé starfhæfur. Þegar það hefur verið tryggt, er unnt að snúa sér að vandamálum annarra, svo sem byggingaiðnaðarins, viðskipta, þjónustu o.s.frv." — 1000 milljónir Framhald af bls. 44 grundvöllur vísitölunnar falsaður ineð því að taka út úr honum hækkun á áfengi og tóhaki (Inn- skot Mbl.: Þetta gerði Magnús sjálfur í vetur og hefur nú tekið hílinn út úr vísitölunni til viðhót- ar!) og væntanlega hækkun á al- mannatryggingagjöldum, en þau eru sem kunnugt er orðin mjög tilfinnanlegur nefskattur og eiga að hækka til muna um næstu ára- inót. Þessi fölsun á grundvelli vísitölunnar jafngildir 1 vísitölu- stigi. Þannig á án hóta að taka af launamönnum 3 vfsitölustig, en það jafngildir rúmum 700 millj- ónum króna (Innskot Mbl.: Að- gerð Magnúsar nú jafngildir á ári rúmlega 4000 milljónum króna!). Hér er um að ræða algert brot á kjarasamningum þeim, sem gerð- ir voru í vor, árás, sem verkalýðs- hreyfingin hlýtur að líta mjög al- varlegum augum." Um svipað leyti hafði Þjóðvilj- inn eftirfarandi eftir Lúðvik Jósepssyni á Alþingi um sama mál: ,,Lúðvik Jósepsson mót- mælti harðlega á Alþingi í gær fvrirætlun ríkisstjórnarinnar aö rjúfa með þvingunarlögutn kjara- samninga verkalýðsfélaganna frá sl. sumri og raska einhliöa visi- tölugrundvelli, sem ríkisstjórnin sjálf hafði gert samkomulag um við verkalýðshreyfinguna og at- ■vinnurekendur. Varaði Lúðvík við afleiðingum þessa siðlausa framferðis og lýsti andstöðu Al- þýðubandalagsins við stjórnar- frumvarpiö að þvingunarlögun- um.“ — Danir vilja Framhald af bls. 19 flug milli landanna, hvorki með dönskum né islenzkum flugvélum og hætta á, að fjölmargir erlendir hópar, sem hingað ætluðu að koma með leiguflugi, og fjöl- mennir ráðstefnuhópar komi ekki, og hótelin .standi með her- bergi sín auð. Hér er um mikið hagsmunamál fyrir almenning að ræða, og leigu- flugið gerir almenningi kleift að komast ódýrt miili Islands og út- landa á tímum, sem engin skip eru lengur fyrir þá, sem ferðast vilja ódýrt. — Sameinast Framhald af bls. 25 markaðinn eða til uppeldisstarfa inni á heimilunum, en koma svo inn í skóla eða námskeið, þegar þeir eru reiðubúnir til slíks. Slfk náms- og menningarmiðstöð fyrir fullorðna gæti því orðið ómetan- lega gagnleg ekki hvað sízt til uppfyllingar i tómstundum og til uppbyggilegra mannlegra sam- skipta. — Afstaða blaðamanna til kosn- ingavafsturs hefur löngum verið svolítið kaldhæðnisleg. Hvernig liður þér að vera upp fyrir haus í slíku vafstri? — Mér liður, að því er ég get imyndað mér, líkt og veðhlaupa- hesti í starti og kann þvi heldur illa. Ég hef alltaf verið litil keppnismanneskja þó mér þyki gaman að reyna mig í ýmiss konar íþróttum, t.d. fara á skiði, skreppa á hestbak, synda, sigla o.s.frv. Ég kann heldur illa við mig f hvers konar samkeppni, en það líður hjá. Og er störfin taka við, er ég komin í réttan ham og hlakka til að leggja lið þeim málum, sem ég hef áhuga á. — Að lokum, Elin, svo þú fáir nú á þig hina klassisku spurn- ingu, hvernig leggjast kosning- arnar í þig? — Vel auðvitað. Eg er að vísu bjartsýnasta manneskja i heimi og skal segja þér dæmi um það. Eg var einu sinni uppi á fjöllum í fylgd með tveimur tveggja metra háum risum. Við komum að ár- sprænu og þeir tóku undir sig stökk og náðu rétt bakkanum hin- um megin. Ég tók auðvitað lika tilhlaupið og það var ekki fyrr en yfir miðri ánni að það hvarflaði að mér að ég væri mun skref- st.vttri en þeir og fór auðvitað i ána. En i þessu tilfelli er ég sann- færð um, að ekki sé nokkur hætta — við erum miklu betur búin til þess að ná bakkanum hinum meg- in en aðrir sem taka stökkið á móti okkur, og halda meirihlutan- um i Reykjavik. -ihj. — Dýrkeypt mistök Framhald af bls. 2 Reykjavfk 1972 með fjölmörgum ljósmyndum. en þó engin frá Reykjavík. Slík mvnd kostar pen- ing handa Mr. Fox." „Hvernig verða svo þessi mál levst?" „Tilboð Guðmundar G. Þórarinssonar um að stýra nefnd, sem áfram fjallaði um þessi mál. fékk ekki hljómgrunn hjá nú- verandi stjórn Skáksambandsins. heldur kaus hún þriggja manna nefnd til þess að freísta þess að kanna þessi mál ofan i kjölinn." „Hvað um fullyrðingu Gunnars Gunnarssonar um. að litið hafi verið i sjóðum Skáksambands- ins?" „I ávisanahefti Skáksambands- ins voru 17.000 krónur og ýmsir styrkir væntanlegir. Fuli- vrðinginn um 5.7 milljóna gróða af einviginu á ekki við rök að styðjast. Ekki situr á mér að gera lftið úr einviginu, en það var í raun kraftaverk að ná endum saman, en blekkingar af þessu tagi þjóna ekki hagsmunum skák- listarinnar. Sem dæmi má nefna. að til þess að ná þessari tölu. 5.7 milljönum króna, er talin til tekna eftirgjöf ríkisins á sölu- skatti. 2,6 milljónir. hagnaður af bókaútgáfu í Bandaríkjunum. sem allir raunsæir menn eru bún- ir af afskrifa. að upphæð 1.3 milljónir. 200 þúsund króna laun ti! Guðmundar G. Þórarinssonar frá árinu 1972, sem færð eru á rekstur þessa árs. og 460 þúsund frá World Chess Network. sem styrinn stendur um. Fleira mætti rekja. Þannig er raunverulegur peningalegur ágóði ekki veru- legur." Að lokum sagði Þráinn Guðmu ndsson: „Aðrar skuggahliðar einvigis- tns þola engan samanburð við samningagerðina erlendis, en þó hafa nokkur atriði komið á óvart. En þó að helzta tekjuöflunarleið Skáksainbands íslands í upphaf- legri áætlun hefði brugðizt svona hrapallega, brugðust íslenzkir velunnarar einvígisins ekki. heldur keyptu minjagripi Skák- sambandsins fvrir tugi milljóna og það bjargaði einvfginu fjár- hagslega. Sá þáttur fórnfúsra manna. sem hvorki spurðu um völd né frama. er önnur saga." — Gunnar Thoroddsen Framhald af hls. 1 Herópin um vinstra samstarf Þessir svokölluðu vinstri flokkar státa af því, að þeir hafi orðið sammála á síðasta kjörtímabili um nokkrar stefnuyfirlýsingar í borgarmálum. Ósköp lofar það nú litlu um það, hvort þeim tækist að stjórna borginni, ef þeir fengju völdin og ábyrgðina og þyrftu að ná sameiginlegri niðurstöðu um vandasöm og mikilvæg mál. Reynslan talar sínu máli. Herópin um vinstra samstarf hafa ómað í eyrum íslendinga árum saman. Niðurstaðan er þessi: Vinstri stjórnin sprungin. „Sam- tökin“, sem höfðu það höfuðmark að sameina alla jafnaðar- og samvinnumenn á vinstra vænt, eru sjálf- klofin í þrjá hluta. Sú vinstri hersing, sem nú býður Reykvíkingum að taka að sér stjórn borgarinnar, sækir fram í mörgum sundurleitum fylkingum: Fram- sóknarflokkurinn gengur ekki heill til skógar, því að Möðruvellingar eru fallnir frá. „Samtökin“ bjóða hér fram með Alþýðuflokknum, en flokksstjórn Samtak- anna er andvíg því samneyti. Margir Alþýðuflokks- menn eru því einnig mótsnúnir og munu ekki kjósa listann. „Frjálslyndir", flokkur Bjarna Guðnasonar, geta ekki og vilja ekki vinna með Hannibalsmönnum. Og um það getur hver kjósandi sæmt sjálfur, hvort Alþýðubandalagið er til þess líklegt að sameina þetta sómafólk og veita borginni ábyrga forystu eftir þá dýrkeyptu reynslu, sem af þeim flokki hefur fengizt í ríkisstjórn. Leggjum ekki út í ábyrgðarlaust ævintýri Því verður ekki trúað, að Reykvíkingar leggi út í slíkt ábyrgðarlaust ævintýri. Reykvíkingar munu ekki hafna hinni traustu, víðsýnu stjórn sjálfstæðismanna. Borgarstjórnarflokkur sjálfstæðismanna starfar þann- ig, að á flokksfundum eru mál rædd og undirbúin, og þá fundi sitja bæði aðalfulltrúar og jafn margir vara- fulltrúar, 15 menn hið fæsta. I þessum sætum er valinn maður í hverju rúmi. Og í fararbrjósti stendur borgarstjórinn, Birgir ísleifur Gunnarsson, sem hefur áunnið sér traust borgarbúa og vinsældir. Undir þess- ari forystu er málum Reykjavíkur vel borgið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.