Morgunblaðið - 28.06.1974, Page 1
40 SIÐUR
109. tbl. 61. árg.
FÖSTUDAGUR 28. JUNl 1974
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Þessi mynd, sem Ó1.K.M. tók á útifundinum í gær, sýnir hluta fundarmanna á hinum glæsilega útifundi sjálfstæðismanna,
& ' 1 1\ !
i WM riH Jl* m ÉiJ
i s I llffllPPi
D ~~ IppL®* ifuyibðdLil
Geir Hallgrímsson formaður Sjálfstæðisflokksins á geysifjölmennum útifundi á Lækiartorgi:
9 í lok ræðu sinnar á geysifjölmennum útifundi sjálfstæðis-
manna, sem haldinn var á Lækjartorgi síðdegis í gær í fögru
veðri, sagði Geir Hallgrímsson formaður Sjálfstæðisflokksins:
„Sundruð og sundurlaus vinstri öfl ráða ekki við lausn
vandans. Reykvíkingar skildu það og sýndu í borgarstjórnar-
kosningunum. í alþingiskosningunum munu Reykvíkingar
ekki síður ganga á undan öðrum landsmönnum með góðu
fordæmi og efla Sjálfstæðisflokkinn.
Trúir þeirri arfleifð, sem feður Reykjavíkur hafa skilað
borgarbúum og landsmönnum öllum í hendur til varðveizlu og
ávöxtunar, munu Reykvíkingar fylkja liði og eiga samleið á
sunnudaginn kemur til að tryggja sjálfstæði landsins, frelsi
einstaklinganna og lýðræðið í landinu."
4) Hinum glæsilega útifundi sjálfstæðismanna lauk með
þessum orðum borgarstjórans í Reykjavík, Birgis ísl Gunnars
sonar, sem var fundarstjóri á útifundinum: „Þúsundir Reyk-
víkinga hafa safnazt saman hér á Lækjartorgi í dag á þennan
útifund Sjálfstæðisflokksins. Það var bjart yfir borginni í dag
— og ég finn, að það er hugur í þeim borgarbúum, sem hér
eru saman komnir. Við skulum öll, sem hér erum, ungir
sem gamlir, karlar og konur, hver á sinum vettvangi leggja allt
af mörkum, sem við megum, til að hrinda af okkur vinstri
óstjórninni og vinna að glæsilegum sigri Sjálfstæðisflokksins.
Það getum við, og ef við leggjumst öll á eitt, þá verður bjart
yfir íslandi á mánudag."
Hér fer á eftir ræða Geirs Hallgrimssonar á útifundinum:
Vi8 erum staddir t stórum fundar
sal á kærum stað, þar sem hjarta
Reykjavíkur slær.
Yfir okkur hvelfist sá himinn og
umhverfis er sá fagri fjallahringur,
sem fyrsti faðir Reykjavíkur, Ingólfur
Arnarson, leit fyrir ellefu hundruð
árum.
Þeim Vtfli og Karla, sem fundu
öndvegissúlurnar, fannst Ittið til
bæjarstæðisins koma og sögðu:
„Til ills fórum vér um góð hóruð,
er vér skulum byggja utnes þetta."
En margt er stðan breytt t aldanna
rás fyrir kynslóðanna starf.
Nú þykir hvort tveggja guðleg for
sjón og mannleg forsjálni vel hafa
ráðið fyrsta bæjarstæði landsins.
Annar faðir Reykjavfkur, Skúli
Magnússon fógeti, lagði grundvöll
að atvinnulffinu t bænum og barðist
fyrir frjálsri verzlun. Það var upphaf
þéttbýlismyndunar, fólksfjölgunar
og lifskjarabóta.
Þriðji faðir Reykjavíkur, Jón
Sigurðsson, sem við Íslendingar eig-
um stjómarfarslegt sjálfstæði okkar
mest að þakka, réð úrslitum um. að
Alþingi fslendinga yrði háð hér og
staðfesti þannig hlutverk Reykja-
vtkur sem höfuðborgar landsins.
Nú á 1100 ára afmæli fslands
byggðar göngum við til alþingiskosn-
inga.
Atkvæði okkar getur ráðið úrslit-
um um það, hvort tryggt verði I
framtíðinni tilkall okkar fslendinga
einna til landsins, sem við byggjum t
samræmi við arfleifð fyrsta land-
námsmannsins.
Atkvæði okkar getur ráðið úrslit-
um um það, hvort landið verði varið t
þeim tilgangi, að stjórnarfarslegu
sjálfstæði þess sé borgið í samræmi
við hugsjónir Jóns Sigurðssonar.
Atkvæði okkar getur ráðið úrslit-
um um það, hvort frjáls verzlun og
atvinnufrelsi fái notið sfn t samræmi
við baráttu Skúla fógeta.
Saga Reykjavfkur sýnir, að vöxtur
og viðgangur borgarinnar og velltðan
borgarbúa byggist á stjórnarfarslegu
sjálfstæði þjóðarinnar og atvinnu-
frelsi einstaklinganna.
Framtak einstaklinganna og
félagssamtaka þeirra hefur byggt
þessa borg.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur borið
gæfu til að skilja þetta og skapa þau
skilyrði. að einstaklingarnir fái notið
hæfileika sinna sjálfum sér og heild-
inni til hagsbóta samfara þeirri
félagslegu samhjálp, sem nauðsyn-
leg er öldruðum, öryrkjum og þeim,
sem fyrir áföllum verða.
Þetta er skýringin á þvi, að Reyk-
vtkingar hafa áratugum saman falið
sjálfstæðismönnum forsjá sinna
mála.
Þetta eru rök fyrir þvi, að lands-
menn feli Sjálfstæðisflokknum einn-
ig forustu f landsstjórn.
Verði vinstri stjórn mynduð á ný
eftir kosningar verða atvinnufrelsi
og frjáls verzlun drepin f dróma.
Styrkja- og uppbótakerfi verður inn-
leitt með þeirri spillingu. sem þvf er
samfara Höft og hömlur verða leidd
Framhald á bls. 39