Morgunblaðið - 28.06.1974, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. JÚNl 1974
3
Frambjóðendur Framsókn-
ar hér vilja óvarið land
— segir Ingólfur
Jónsson í sam-
tali um kosn-
ingabaráttuna
í Suðurlands-
kjördæmi
1 STUTTU samtali við Morgun-
blaðið um hádegisbilið I gærdag
sagði Ingólfur Jónsson, að greini-
legt væri, að fólkið f Suðurlands-
kjördæmi hefði þungar áhyggjur
af þjóðmálum, glundroða I efna-
hagsmálum og fyrirhyggjuleysi
og ábyrgðarleysi rfkisstórnarinn-
ar í varnarmálum. Fólkið vill at-
vinnuöryggi. Til þess þarf trausta
stjórn og fólkið veit, að Sjálf-
stæðisflokkurinn einn getur veitt
hana eins og sakir standa.
— Þegar við inntum Ingólf eft-
ir þvf, hvernig kosningabaráttan
hefði gengið fyrir sig í Suður-
landskjördæmi sagði hann:
— Jú þessi kosningabarátta
hefur farið fram með hefðbundn-
um hætti. Við höfum haldið fundi
eins og venjulega og þeir hafa
verið ágætlega sóttir og fólk hef-
ur einnig fylgzt með útvarpi frá
þessum fundum.
Kjósendur hér hafa greinilega
þungar áhyggjur af þjóðmálum,
glundroðanum og óstjórn efna-
hagsmála og ekki sízt fyrirhyggju-
leysi og ábyrgðaleysi ríkis-
stjórnarinnar í varnarmálum.
— Hvaða afstöðu hafa fram-
bjóðendur Framsóknar á Suður-
landi til varnarmálanna?
— Þrír efstu menn á lista Fram-
sóknarflokksins hafa allir lýst
þeim vilja sínum, að landið verði
óvarið. Þeir vilja varnarliðið burt
og segja, að nú sé svo ákaflega
friðvænlegt í heiminum.
— Er landhelgismálið mikið
rætt f rótgrðnum landbúnaðar-
byggðum á Suðurlandi?
— Jú, það hefur verið talsvert
rætt. Sjálfstæðisflokkurinn hefur
einn markað skýra stefnu að þvf
er varðar 200 sjómílna fiskveiði-
lögsögu. Á hafréttarráðstefnunni
eru 50 sjómílurnar ekki til um-
ræðu. Þar er rætt um 200 sjó-
mflna efnahagslögsögu.
— Unga fólkið virðist vera
óánægt með rfkisstjórnina. Verð-
ur þú var við þessa óánægju I
þfnu kjördæmi?
— Já, hún fer ekki framhjá
neinum. Unga fólkið, sem er að
koma þaki yfir höfuð sér þarf
ekki einungis að bíða eftir útborg
un lána mánuðum saman, heldur
fær það nú hlutfallslega miklum
mun minna lánað en í tíð við-
reisnarstjórnarinnar. Og nú hafa
lánskjörin verið þyngd til muna.
Síðustu ákvarðanir rfkisstjórnar-
innar í þeim efnum þýða að raun-
verulegir vextir af húsnæðismála-
stjórnarlánum verða 17 til 20%,
ef verðlagsþróunin heldur áfram
eins og verið hefur.
Lán úr Stofnlánadeild landbún-
aðarins hafa einnig dregizt saman
og lánskjör versnað vegna vísi-
tölutryggingar. Ungir bændur
eiga þvf erfiðara um vik að hefja
búskap og reisa ný hús en áður
var.
— Ölafur forsætisráðherra nýt-
ur þá ekki almenns trausts á
Suðurlandi?
— Nei, ég held að það sé af og
frá. Fólkið gerir sér fyllilega
grein fyrir, að hann hefur misst
öll tök á stjórn efnahagsmálanna.
Hann lét ekki ljúka fyrstu um-
ræðu um frumvarpið um viðnám
gegn verðbólgu. Hann vissi ein-
faldlega, að um það var ekki sam-
staða innan ríkisstjórnarinnar, og
í raun réttri var þar alls ekki
gripið á vandanum af þeirri festu,
sem nauðsynleg er. Þetta vildi
hann ekki, að kjósendur fengju
að vita. Þess vegna valdi hann
þann kost að rjúfa þing. Fólkið
sér í gegnum svona vinnubrögð.
— Telur þú, að Sjálfstæðis-
flokkurinn vinni á f kjördæminu?
— Ég er hvorki bjartsýnn né
svartsýnn, og ég spái aldrei um
úrslit kosninga. Það fer bezt á því
að láta atkvæðin tala, þegar þar
að kemur. Andstæðingarnir eru
sundraðir innbyrðis, en þeir eru
sameinaðir í baráttunni gegn
Sjálfstæðisflokknum. Við treyst-
um hins vegar dómgreind fólks-
ins. Kjósendur eru ekki jafn
flokksbundnir og oft áður. Fjöld-
inn gerir sér grein fyrir því, að nú
verður að skipta um stjórn. Fólkið
vill atvinnuöryggi. Til þess þarf
trausta stjórn og mönnum er ljóst,
að Sjálfstæðisflokkurinn einn
getur veitt hana eins og sakir
standa.
Ingólfur Jónsson: Fólkið veit, að
Sjálfstæðisflokkurinn einn getur
veitt sterka stjórn eins og sakir
standa.
Hvernig Þjóðviljinn talar virV nnga fólkifl
Asta Briem, nemi:
Ég veit ekki, þaö er erfitt að
spá. En ég vona aft þaft verfti
vinstri stjórn. Og ég tek fram,
aft ég vil alls ekki stjórn
Framsóknar og Sjálfstæftis-
flokksins.
— Heldur Sjálfstæftisflokk-
urinn fylginu frá bæjár- og
sveitarstjórnarkosningunum?
— Nei, þaft er af og frá. Og
ég held aft augu fólks opnist
m.a. vegna hinna fáránlegu
ofsókna vl-manna.
Úrklippan hér að ofan birtist á 1 3.
slðu Þjóðviljans I gær I myndskreytt-
um uppsláttarramma með „viðtöl-
um" við ungt fólk.
Ásta Briem, sem er nemandi I
MR, hafði samband við Morgun-
blaðið i gærmorgun og óskaði að
koma eftirfarandi á framfæri:
Ásta Briem
Á miðvikudaginn var hitti ég niðri
á Laugavegi skólafélaga minn,
Gunnar Stein Pálsson, sem mun
starfa við Ijósmyndun á Þjóðvilj-
anum Hann var þar I fylgd með
manni, sem ég þekki ekki. Við
Gunnar tókum tal saman, og meðal
annars, sem á góma bar I þvt sam-
tali, voru kosningarnar á sunnudag-
inn. Þegar ég bjóst til að halda
áfram ferðinni, sagði fylgdarmaður
Gunnars við hann: „Taktu mynd af
henni", en ég sagði, að hann skyldi
ekkert vera að þvl, vegna þess að
hann gæti hvort sem er ekki haft
neitt gagn af mér I Þjóðviljanum, —
ég væri hægri manneskja og vildi
endilega fá hægri stjórn eftir kosn-
ingar.
Ég vil, að það komi skýrt fram, að
það eina, sem er sannleikanum sam-
kvæmt I Þjóðvilja-klausunni erfyrsta
setningin, þar sem ég segi. að erfitt
sé að spá Hvert einasta orð af þvl,
sem mér hefur verið lagt I munn
þarna I Þjóðviljanum er hreinn upp-
spuni og ósannindi."
Síðan sagði Ásta:
„Það er kannski ágætt að geta
þess I leiðinni, að þvl miður hef ég
ekki enn öðlast kosningarétt, en ef
ég hefði tækifæri til þá myndi ég
hiklaust Ijá Sjálfstæðisflokknum
fylgi mitt, og ég er raunar sannfærð
um, að hann sigrar I þessum kosn-
ingum. Vinstri öflin hafa verið býsna
iðin við að halda þvi fram, að þorri
ungs fólks sé vinstrisinnað, en það
tel ég vera fjarstæðu.
Það getur verið fróðlegt að sjá,
hvernig vinnubrögð Þjóðviljans eru
þegar kosningaáróðurinn er annars
vegar, og hér hefur þeim aldeilis
orðið á I messunni," sagði Ásta að
lokum.
Vinstri samvinna í verki
Lúðvfk Jósepsson: Samþykkti
„úrslitakosti“ Breta gegn þvf,
að Ólafur og Einar féllust
endanlega á kröfuna um. brott-
vfsun varnarliðsins.
FORMAÐUR þingflokks Fram-
sóknarflokksins upplýsti fyrir
skömmu, að ráðherrar Alþýðu-
bandalagsins hefðu fyrst og
fremst notað landhelgisút-
færsluna til þess að ala á úlfúð
f garð Atlantshafsbandalagsins
og plægja með þvf móti jarð-
veginn fyrir brottför varnar-
liðsins.
Lúðvík: NATO
styður Breta
Eftir flotaíhlutun Breta f
fslenzka fiskveiðiiögsögu f maf
1973 hélt Lúðvfk Jósepsson þvf
fram, að Atlantshafsbandalagið
styddi við bakið á Bretum f
aðgerðum þeirra. I framhaldi
af þvf var krafizt tafarlausrar
brottvfsunar varnarliðsins.
Einar: NATO
styður ísland
Einar Agústsson svaraði Lúð-
vík 7. júnf 1973: „Ég hef ekki
viljað halda uppi gagnrýni á
NATO-ráðið enn þá, vegna þess
að ég veit, að þeir hafa verið að
reyna að fá Bretana til þess að
fara með herskipin út fyrir.“
Hannibal: Ráð
Lúðvíks eru ógæfa
t lok júnfmánaðar 1973 sagði
Hannihal: „Það væri ógæfa ts-
lendinga, ef landhelgismálinu
og afstöðunni til NATO væri
blandað saman.“
Ólafur: Ráð Lúð-
víks ekki lausnin
A afmælisdegi rfkisstjórnar-
innar sagði Ólafur Jóhannes-
son: „Ursögn úr Atlantshafs-
bandalaginu greiðir ekki fyrir
brottför flotans."
Lúðvík: NATO
hernaðaríhlutun
t júlf sagði Lúðvfk Jóseps-
son: „Brezku herskipin eru hér
með þegjandi samkomulagi
annarra NATO rfkja.“
Ólafur: Tökum
ekki við sjúkum
og særðum
Þegar komið var fram í
september 1973, sagði forsætis-
ráðherra: „Nú verður þvf að-
eins tekið á móti sjúkum og
særðum brezkum sjómönnum,
að skip það, sem viðkomandi er
skrásettur á, flytji hann til
lands.“
Björn: Tökum við
sjúkum og særðum
Björn Jónsson svaraði for-
sætisráðherra: „Það er skoðun
ráðherra SFV, að það eigi án
allra skilyrða að aðstoða sjúka
menn og slasaða.... Við
stöndum ekki f strfði við brezka
sjómenn.“
Lúðvík: NATO
fordæmir ekki
í september sendi Alþýðu-
bandalagið bréf til Luns:
„Stofnanir Atlantshafsbanda-
lagsins hafa ekki einu sinni séð
ástæðu til að fordæma
hernaðaraðgerðir Breta.“
Ólafur: NATO
fordæmir
Ólafur svaraði ráðherra
sfnum um hæl: „Við vitum af
þvf, að framkvæmdastjóri
NATO og önnur rfki þar hafa
sýnt mikinn áhuga á þvf undan-
farna daga að fá Breta til þess
að draga herskipin út fyrir 50
mflurnar."
Magnús: Semjum
við Breta
ef herinn fer
I nóvember 1973 hafnaði
þingflokkur Alþýðubandalags-
ins samningsdrögum við Breta
sem óaðgengilegum úrslita-
kostum. Kommúnistar létu þó
undan, þegar á hólminn var
komið. Skýringin kom fram f
fréttabréfi Alþýðubandalags-
ins mánuði sfðar: „Eftir að
Framsóknarflokkurinn hefur á
þennan hátt þvingað fram
samninga við Breta gegn hörð-
um mótmælum Alþýðubanda-
lagsins, ætti forsætisráðherra
að vera ljóst, að ekki þýðir að
bjóða samning við Bandarfkja-
menn, sem ekki uppfyllir
ákvæði stjórnarsáttmálans um
brottför hersins.“
Ólafur og Einar:
Herinn fer
Framsóknarflokkurinn gekk
að kröfu kommúnista gegn
stuðningi þeirra við Iandhelgis-
samningana. Mánuði eftir að
fréttabréf Alþýðubandalagsins
Einar Ágústsson féllst á kröfur
Magnúsar og Lúðvfks um brott-
för varnarliðsins gegn þvf, að
þeir samþykktu landhelgis-
samninginn við Breta.
kom út sagði Steingrfmur Her-
mannsson: „£g vil leysa þetta
mál á þann hátt, að herinn farí
og núverandi rfkisstjórn sitji.“
Eftir sfðustu áramót lagði
Einar svo fram tillögur um
brottför varnarliðsins, sem
kommúnistar gengu að.
Þannig tókst ráðherrum
Alþýðubandalagsins að nota
landhelgismálið og veiklund-
aða forystu Framsóknarflokks-
ins til þess að knýja fram kröf-
una um brottför varnarliðsins.
— Þetta er vinstra samstarf f
verki.