Morgunblaðið - 28.06.1974, Side 7

Morgunblaðið - 28.06.1974, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. JUNt 1974 7 sprang Eftír Arna Johnsen Að efla tón r Islands Ljóðskáld lásu upp Ijóð sln við mjög góðar undirtektir og góða aðsókn á Kjarvalsstöðum. Á myndinni er Kristinn Reyr að lesa upp, en Ási í Bæ er til hægri. ÞEIR fjölmörgu menn úti á lands- byggðinni, sem ár hvert vinna að margs konar menningarstarfsemi og uppbyggingarstarfi i félagsmál- um og listum eru ekki oft í sviðs- Ijósinu. Þetta starf er unnið þannig, að það er eins og hluti af umhverfinu á hverjum stað, en svo þegar á reynir, r!s það eins og gafl úr mannlífinu og gerir tilefnið að hátíð. Þetta fólk, sem yfirleitt fell- ur ekki inn i neina sérhagsmuna- hópa, stækkar fsland með starfi sinu og laðar fram eiginlegan tón okkar menningar. Oft á tiðum hefur það verið lenzka hér að hneigja sig fyrir hvaða erlendum listatilþrífum, sem sjást hér og gleyma þvi, að við eigum okkar eigin menningu til að hlúa að og styrkja með þvi að veita henni rás i daglegu lifi þjóðarinnar. Minna má nú gagn gera en hossa hverjum útlendingi sem i garð kemur, bara vegna þess að hann er útlendingur. Kurteisi er allt annað og i því efni skulum við ekki gefa höggstað á okkur, þvi að auðvitað getum við svo margt lært af öðrum og við verðum að gæta þess að nota alla möguleika til að kynnast því bezta, sem völ er á. Listahátiðin er gott dæmi um þetta, en við verðum umfram allt að gæta þess að efla okkar eigin menningu, okkar eigin tón. Það *gerum við bezt með því að sýna áræði og athafnir, þar sem áherzl- an er lögð á sérkenni og fas ís- lenzks þjóðlifs. Nú á þjóðhátiðarárinu hefur þessi hljóðláti styrkur okkar kom- ið vel upp á yfirborðið. Um allt land er mergð fólks, sem hefur lagt mikla vinnu i að undirbúa vegleg hátiðarhöld i tilefni þjóð- hátiðarársins. Margir hafa haft á orði. að allt of mikið sé af þessum hátiðarhöldum, en auðvitað eigum við að halda hátið þegar tilefni er til þess. Hátiðir eru nauðsynlegar öliu fólki og öllum þjóðum. Þá lyftum við okkur upp úr hvers- dagsþrasinu og það verkar hvetjandi á allt venjulegt fólk. Til- efnið kallar á sköpun á sviði lista og mannlifs og það verður okkar gróði á slikum hátíðum. Það er smiði. sem við megum ekki láta liggja í láginni þótt við mælum hana ekki I rúmmetrum eða röð- um upp í hagskýrslur, þar er um sál þjóðarinnar að ræða. Að undanförnu höfum við heyrt um tilþrif fólks i öllum landshlut- um og hvarvetna eru fréttir af þvi að til sóma sé. Þúsundir lands- manna hafa lagt hönd á plóginn í söng, íþróttum, dansi, ýmis konar listasýningum og fleira og fleira. tg tel mikinn styrk fyrir byggðir landsins að halda slikar hátiðir á heimaslóðum, en mér finnst und- arlegt hvað sumir eru að hrópa, að ekki sé hægt að halda þær, vegna þess að það sé svo mikil hætta á drykkjuskap og skammarlegu at- hæfi. Hægt er að treysta íslend- ingum miklu betur en svo. þvl að þegar vel er vandað til má treysta þvi, að fólk fer vel með. Þetta hefur lika sannazt á þeim hátíð- um, sem þegar hafa verið haldnar. Þó tel ég mistök að halda ekki veglegri hátið fyrir allt landið á Þingvöllum. Tveggja til þriggja daga vel skipulögð hátið hefði get- að orðið sú glæsilegasta i sögu landsins, ef veður hamlaði ekki um of, en ekki tjáir fyrir okkur að hætta við slikt vegna þess mögu- leika. Fólk á öllum aldri hefur lagt hönd á plóginn, elztu menn og þeir yngstu. Til dæmis var mjög ánægjulegt að hlusta á unga fólk- ið i Hliðaskóla flytja sina þjóð- hátiðardagskrá. Ekkert hef ég heyrt frá yngsta fólkinu, sem sýnir eins vel hvaða efnivið við eigum I landinu. Einnig má nefna nýtt verk, söngmessu, sem flutt var á presta- stefnu í Reykjavik, eftir séra Hauk Ágústsson á Vopnafirði. Verkið heitir Þjóðin og sagan I 1000 ár. Tónar og tal voru eftir séra Hauk. Kór Garðakirkju flutti verkið. en höfundur lék undir. Var gerður mjög góður rómur að þessu verki, sem þykir nýtizkulegt i sniðum. Höldum þessari stefnu. leggjum umfram allt áherzlu á að þroska islenzka tjáningu og islenzkan tón I menningu og þjóðlifi lands vors. Ýtum undir, að fólk í þéttbýli sem strjálbýli leggi sitt af mörkum. Maður á yztu annesjum getur skil- að meira en heil rikisstofnun ef þvi er að skipta. það er ekki spurn- ing um magn heldur gæði. Víða um land eru sýningar á listaverkum í tilefni þjóðhátfðarárs. Þessi mynd var tekin á Kjarvalsstöð- um. Keflavik Til sölu rúmgóð 4ra herb. ibúð ásamt bilskúr, sérinngangur. Fasteignasalan Hafnargötu 27, Keflavik, simi 1420. Ytri Njarðvík Til sölu nýtt einbýlishús að mestu fullgert. Fasteignasalan Hafnargötu 27, Keflavík, simi 1420. Barnakojur (hlaðrúm) til sölu. Drif ósamansett úr Volkswagen árg. 67 til sölu á sama stað. Upplýsingar í síma 92-6585, eftir kl. 7. Hagstætt verð Bilaloftnet (Fiber með gormi) Töskur og hylki fyrir átta rása spólur. Póstsendi. F. Björnsson Radioverslun Bergþórugötu 2 simi 23889. Ytri Njarðvik Til sölu 3ja herb. einbýlishús við Borgarveg, laust strax. Hagstæðir greiðsluskilmálar. Fasteignasalan Hafnargötu 2 7 Keflavik, simi 1420. Útihandrið og önnur létt járnsmíðavinna. Fljót afgreiðsla. Stáltæki s.f., Sími 42717. Vanur bifvélavirki óskar eftir góðri atvinnu sem fyrst. Tilboð sendist Mbl. fyrir miðvikud. 3. júlí merkt „101 9". Bátur til sölu Til sölu er 2,8 tonna opinn bátur með 8 —10 ha dieselvél. I bátn- um er línuspil. Upplýsingar gefur Jón Stefáns- son, Fáskrúðsfirði. Reiðhjól Ný og notuð reiðhjól til sölu. Reiðhjólaverkstæðið, Norðurveri, Hátúni 4 A. Keflavík Til sölu ódýr 2ja herb. ibúð, sér- inngangur. Fasteignasalan Hafnargötu 27, Keflavik, simi 1420. íbúðir óskast. Tveir starfsmenn Æskulýðsráðs Reykjavikur óska að taka 2. ibúðir á leigu. Upp. i sima 1 5937. Til leigu 3ja til 4ra herb. íbúð í Vesturbæn- um. Nafn og símanúmer leggist inn á afgr. Mbl. fyrir hádegi á laugardag merkt: Laus íbúð 5235. Til sölu Fiat 127 árg. 1973, ekinn ca 29 þús. km. Eldhúsborð og 4 kollar. Upplýs- ingar í síma 1 9847 e. hl. 20.00. Hjólhýsi til sölu. Uppl. i sima 42780. Ungur maður óskar eftir rúmgóðu herbergi. Upplýsingar i sima 21 673. Ung hjón með eitt barn óska eftir 2ja—3ja herb. ibúð í Kópav. eða Reykjav. Upplýsingar í síma 41 264. 10 lesta bátur til sölu. Útbúinn á dragnót eða rækjutroll. Upplýsingar i sima 96- 71165 eftirkl. 8. Sköfum og hreinsum hurðir Sími 85043 frá kl. 6—8 e.h. íbúð til leigu í Blikahólum (4 herb.) frá 1. júli. Tilb., sem tilgreini mánaðarleigu o.fl., sendist Mbl., merkt: „1 455". Marks blöðin 52, 55, 61 og 64 m.a.. með uppskriftum af gluggaskrauti. All- ar stærðir af hringjum. Úrval lita af heklugarni. Póstsendum. Hannyrðaverzlunin Erla, Snorrabraut. Puntuhandklæðin komin aftur gömlu góðu munstrin og tilheyr- andi hillur. Setjum upp flauels- púða. Úrvals Vestur-þýzkt flauel. Póstsendum. Hannyrðaverzlunin Erla FSmnRCFHlDRR I mflRKHfl VDHR Auglýsing til lyfjaverzlana, sjúkrahúsa og héraðslækna Frá og með 1. júlí 1 974 mun LYF sf. Síðumúla 33 Reykjavík taka við einkumboði á sölu lyfja frá UPJOHN S.A. Belgíu. Frá sama tíma verða lyf frá UPJHN S.A. aðeins afgreidd frá LYF sf. SímÍ 81011 LYF sf Síðumúla 33 Reykjavík Sími 81011. LOFTPRESSUR GBÖFVR Leigjum út traktorsgröfur, pressubíla. vélsópara, traktorsgröfu, og Bröit X 2 gröfu. Tökum að okkur að grafa grúnna, fjarlægja uppgröft o.fl. Einnig hverskonar múrbrot, fleyga- borvinnu og sprengingar. Kappkostum að veita góða þjónustu, með góðum tækjum og vönum mönnum. UERKFRM1U HF Verktakar — Vélaleiga. Skeifunni 5 9 86030 og 85085.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.