Morgunblaðið - 28.06.1974, Síða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. JÚNI 1974
Þór Vilhjálmsson, prófessor:
í GREIN hér I blaðinu í gær og
I fyrradag gerði ég stuttlega
grein fyrir því, sem ég tel mikil-
vægast varðandi viljayfirlýs-
ingu þjððarinnar um varnar-
málin, sem kennd er við Varið
land. Eins og flestir vita hafa
forgöngumenn undirskrifta-
söfnunarinnar nú höfðað meið-
yrðamál gegn nokkrum mönn-
um. Skal hér rætt um fáein
atriði, sem þetta snerta.
Hvers vegna
var farið í
meiðyrðamál?
1 Þjóðviljanum, f nokkrum
öðrum blöðum og á Alþingi
hafa verið gerðar svo harðar
árásir á forgöngumenn Varins
lands, að einsdæmi er. Þessar
árásir hafa verið I þremur aðal-
lotum, og stendur sú þriðja og
slðasta enn yfir og snýst um, að
við skulum hafa dirfst að fara
að landslögum og höfða meið-
yrðamál. Miðlotan snerist um
vinnuna til að tryggja vandað-
an frágang áskorunarskjal-
anna. Var þá ranglega fullyrt,
að við hefðum misfarið með
nafnalistana og beitt tölvu á
grunsamlegan hátt, svo að ekki
sé meira sagt. Fyrsta lotan stóð
yfir I janúar, eftir að undir-
skriftasöfnunin hófst. Það
skiptir meginmáli, að fólk rifji
upp þau orð, sem höfð voru um
forgöngumenn Varins lands.
Það er að vfsu ekki skemmti-
legt að taka þau hér upp, en
nauðsynlegt er að minna á
nokkur verstu skammaryrðin.
Forgöngumenn Varins lands
voru m.a. kallaðir í Þjóðviljan-
um:
hundflatur skrælingjalýður,
kanamellur,
Bandarfkjaleppar,
siðvilltur söfnuður,
afturhaldsmangarar,
menn, sem ekki geta vakið
annað en fyrirlitningu og ógeð
hjá hverjum sæmilega siðuðum
manni.
Þetta voru nokkrar af svæsn-
ustu skammaryrðunum. Til við-
bótar voru heilar setningar
með samhnýttum illyrðum
(... „svipmótið á fésunum á
þeim á myndinni, sem birtist I
Morgunblaðinu á miðvikudag,
ætti að segja næga sögu um
það, hvers konar tegund er hér
að ferð“ ...) og gífuryrtar ásak-
anir um misnotkun á trúnaði.
Hefur verið fullyrt, að við hefð-
um afhent stjórnmálaflokkum
tölvugögn, og gefið I skyn, að
þau hefðu I upphafi verið unn-
in að frumkvæði „fagmanna frá
Watergate", enda að fullnuðu
verki farið I skjalasafn banda-
rísku leyniþjónustunnar. Þess-
ar ósönnu aðdróttanir eru
margorð'ari en svo, að rúm sé til
orðréttra tilvitnana. Ef einhver
nennir að líta I Þjóðviljann
seint í febrúar og síðar er af
nógu lesefni I þessum stil að
taka.
Þegar hópur einstaklinga
verður fyrir rógi eins og þess-
um, er um þrennt að ræða:
Eitt er að þegja og láta allt
sem vind um eyru þjóta. Viljið
þið, sem þessar lfnur lesið, láta
íslenska þjóðfélagið komast á
svo lágt stig, að þannig sé að'
farið? Það myndi til dæmis
leiða til enn frekari rógsher-
ferða síðar og þeirrar fullvissu
manna, sem þjóna geði sínu
með slíkum skrifum, að allt sé í
lagi og engin ástæða til að-
gæslu.
I annan stað mátti svara I
blöðum. Þetta var ófull-
nægjandi. I fyrsta lagi var
ljóst, að ýmis blöð myndu ekki
taka efni frá forgöngumönnum
Varins lands. Árangurslausar
tilraunir til að fá inni I Tíman-
um í janúar sýndu þetta. I öðru
lagi lætur Þjóðviljinn ekki af
ásökunum, þó að bent sé á hið
sanna I þessu máli. Það er
margbúið að skýra tölvu-
notkunina rækilega, en engu að
síður var hert á árásunum út af
henni. 1 þriðja lagi er engu að
svara nafngiftum eins og þeim,
sem taldar eru upp hér á und-
an. Þessi leið var því ekki full-
nægjandi ein út af fyrir sig.
Loks mátti fara I
meiðyrðamál. Þessa leið töld-
um við, sem beittum okkur fyr-
ir undirskriftasöfnun Varins
lands, eina fullnægjandi að at-
huguðu máli. Þetta er aðferðin,
sem landslög heimila og hafa
heimilað um margra alda skeið.
Þetta er aðferð, sem notuð er I
tugum tilvika á ári hverju. Og
þetta er aðferð, sem menn úr
hópi áköfustu andstæðinga
Varins lands hafa sjálfir notað.
Að auki mælti það með þessari
aðferð, að helst er að vænta, að
fyrir dómstólunum komi fram
öruggar upplýsingar, sem
hnekkja röngum fullyrðingum
um misnotkun á undirskrifta-
listum og tölvugögnum.
Hvers vegna
voru málin þing-
fest rétt
fyrir kosningar?
Undirbúningur málssókn-
anna tók langan tíma. Hins
vegar var óhjákvæmilegt að
þingfesta málin fyrir réttarfrí,
sem hefst 1. júlí. Astæðan er sú,
Málsókn
vegna meiðyrða
að eftir 29. grein hegningarlag-
anna þurfi að höfða mál innan
6 mánaða frá því að hin átöldu
ummæli birtust.
Hvernig var
kröfugerðin
ákveðin?
Kröfugerð I meiðyrðamálun-
um er með venjulegum hætti,
en hafa verður I huga fjölda
ummælanna og fjölda þeirra
manna, sem þau bitnuðu á. Það
er hlálegt að telja þessa kröfu-
gerð fela I sér „ofsókn". Hvað á
hver þeirra 12 manna, sem ekki
vilja una nafngiftinni „kana-
mella", að fá í miskabætur? Og
hvað um allt hitt, móðganir og
aðdróttanir? Þessutan er það
augljóst, að það eru ekki stefn-
endur, sem að lokum dæma um
sekt eða sýknu og ákveða sektir
og bætur, heldur dómstólarnir.
Hvers vegna var
ritstjórum
Stúdentablaðsins
stefnt?
í febrúarblaði Stúdentablaðs-
ins birtust ummæli, sem há-
skólaráð veitti áminningu fyrir.
Þessari áminningu var ekki
sinnt, heldur var hert á harð-
yrðunum. Þvf var og hnýtt við
til áhersluauka I blaðinu, að nú
kynni að vera tími til kominn
að víkja mér og tilteknum
starfsbræðrum mfnum frá Há-
skólanum. Látum þetta vera.
Aðalatriðið er, að vinstri
stúdentar eru ekki slík forrétt-
ingastétt, að þeir séu undan-
þegnir landslögum. Það er
einnig fróðlegt að minnast þess,
að í sjónvarpsþætti um varnar-
málin í vor talaði einn úr þess-
um hópi um meiðyrðin um Var-
ið land. Virtist hann vilja verja
þau á þeim grundvelli, að meið-
yrði sem voru óviðkomandi
Vörðu landi, en voru um ein-
hverja vinstristúdenta hefðu
birst f Morgunblaðinu. Auðvit-
að skipti þessi vörn engu, en
athugum hugsunarganginn að
baki henni. Ummælin, sem við
var átt, munu vera úr einum
Velvakandadálki.Hver voru við-
brögð þeirra, sem fyrir þessu
urðu? Þeir fóru í meiðyrðamál
við Morgunblaðið. Og nú
hneykslast Þjóðviljinn á því, að
forgöngumenn Varins lands
skuli fara í meiðyraðmál, ekki
vegna ummæla í lesendadálki í
eitt sinn, heldur út af rógsher-
ferð sem staðið hefur í margar
vikur. Þetta er jafnréttishug-
sjón í lagi.
Hefur verið
ráðizt gegn
tjáningarfrelsinu?
Það er mitt álit, að það sé illa
samrýmanlegt virðingu fyrir
tjáningarfrelsi í landinu að ráð-
ast gegn undirskriftasöfnun
með því ofstæki, sem ráðist
hefur verið gegn Vörðu landi í
Þjóðviljanum og víðar. Með þvf
að kalla menn eftir á til ábyrgð-
ar fyrir hlut þeirra í rógsher-
ferðinni er ekki verið að vega
að tjáningarfrelsinu heldur að
halda uppi merki þeirra, sem
vilja hafa siðað þjóðfélag á Is-
landi.
Sýnishorn af kjörseðli við Alþingiskosningar í Reykjavik 30. júní 1974
A B xD F G K N R
UkU listi Usti listí listi Hsti lifl listt
Alþýðuflokksins Framsóknarflokksins SjálfstæóisflokkKÍns Samtaka frjálslyndra AlþýðubaodalaRsins Kommúnistasamtakanna Lýðræðisflokksins Fylkingarinnar
og vinstri manna marxistanna - leninistanna Baráttusamtaka sósialista
1. Gytfl Þ Glslason 1. Þórarinn Þórarlnsson 1. Gcii Hallgrímsson 1. Magnús Torfi ólafsson 1. Magnús KJartansson 1. Gunnar Andrésson 1. Jörgen Ingi Hansen 1. Ragnar Stefánsson
2. Eggcrt G. Þorsteinsson 2. Elnar Ágústsson 2. Gunnar Thoroddsen 2. Kristján Thorlacius 2. Eðvarð Sigurðsson 2. Sigurður Jón OlafsBon 2. Einar G. Harðarson 2. Haraldur S. Blöndal
3. Björn Jönsson 3. Sverrlr Bergmann 3. Ragnhildur Helgadóttir 3. Baldur óskarsson 3. Svava Jakobsúóttir 3 Ari Guðmundsson 3. Biraa Þórðardóttlr
4. Eyjóifur Slpurösson 4. Kristján Friðriksson 4. Jóhann Hafstein 4 Kristbjörn Arnason 4. Vilborg Harðardóttlr 4. Alda Björk Marinósdóttir 4. Rún&r Sveinbjörasson
5. Helga Einarsdöttlr 5. Hjálmar W. Hannesson 5. Pétur Sigurðsson 5. Rannveig Jónsdóttír 5. Sigurður Magnússon 5. Kristján Guðlaugsson 5. Sveinn R. Hauksson
6. Slguröur Jðnsson 6. Jónas R. Jónsson 6. Ellcrt B Schram 6. Guðmundur Bergsson 6. Þórunn Klemensdóttir Thors 6 Jón Atli Játvarðsson 6. Njáll Gunnarsson
7. Helgi Skúll Kjartanason 7. Guðný l^axdal 7. Albcrt Guðmundsson 7. Njörður P. Njarðvík 7. Sigurður Tómasson 7. Astvaidur Astvaldsson 7. Ólafur Gislason
8 Nanna Jónaadóttir 8. Ásgeir Eyjólfsson 8. Guðmundur H. Garðarsson 8. Þorbjörn Guðmundsson 8. Jón Timóteusson 8. Hnlldóra Gisladóttir 8. Daniel Engllbertsson
9. Björn VUmundaraon 9. Krlstin Karlsdóttir 9 Geirþrúður H. Bernhöft 9 Jón Sigurðsson 9 Rcynir lngibjartsson 9. Gústaf Skúlason
10. VaJborg Böövarsdöttlr 10. HJálmar Vilhjálmsson 10. Gunnar J. Friðriksson 10. Gyða Sigvaldadóttir 10. Stella Stefánsdóttir 10. Konráð Brelðfjörð Pálmason 10. Þröstur Haraldssson
11. Jens SumarliSason 11. Hanna Jónsdóttir 11. Kristján J. Gunnarsson 11. Sigvaldi Hjálmarsson 11. liagnar Geirdal Ingólfsson 11. Hjálmtýr Heiðdal
12 Emilia Samúelsdóttlr 12. Gísli Guðmundsson 12. Aslaug Ragnars 12. Baldur Kristjánsson 12. Ingólfur Ingólfsson 12. Kagnar Lárusson
13. J6n AgúsLsaon 13. Böðvar Steinþórsson 13. Gunnar Snorrnson 13. Pétur Kristinsson 13. Elisabet Gunnarsdóttir 13. Ingibjörg Einarsdóttir
14. Agúat GuAmundsson 14. Fríða Björnsdótttr 14. Þórir Einarsson 14. Sigurður Guðmundssoi. 14. Gunnar Karlsson 14. Jón Carlsson 14. Berglind Gunn&rsdóttlr
15. HörOur öskarason 15. Ingþór Jónsson 15. Halldór Kristinsson 15. Asa Kristín Jóhannsdóttir 15. Guðrún Hailgrímsdóttir 15. Magnús Eiriksson
16. Erla Valdimarsdóttir 16. Jónas Guðmundsson 16. Karl Þórðarson 16. Höskuldur Egilsson 16. Rúnar Backmann 16. Guðrún S. Guðlaugsdóttir 16. öra ölafsson
17. Eggert Knatinsson 17. Jón Snæbjörnsson 17. Bergljót Halldórsdóttir 17. Þorsteinn Henrýsson 17. Ragna ólafsdóttir 17. Sigurður Ingi Andrésson 17. Eiríkur Brynjólfsson
18. Maríaa Sveinsson 18. Friðgeir Sörlason 18. Gunnar S. Björnsson 18. Aðalsteinn Eiríksson 18. Sigurður Rúnar Jónsson 18. Þórarinn ólafsson
19. KArí Ingvarsson 19 Páll A. Pálsson 19. Sigurður Þ. Arnason 19. Gísli Helgason 19. Hildigunnur ólafsdóttir 19. Ólöf Baldursdóttir 19. Pétur Tyrfingmon
20. Bjarnl VilhjAlmsson 20 Pétur Sturluson 20. Sigurður Angantýsson 20. Gunnar Gunnarsson 20. Helgi Arnlaugsson 20. Skúli Waldorff 20. Magnús Elnar Sigurðsson
21. Slguríhir E. Guflmundsson 21. Elnar Bimlr 21. iiagnhciður Guðmundsdóttir 21. Hafdis Hunnesdóttlr 21. Sigurjón Rist 21. Gestur Ásólfsson 21. Vilborg Dagbjartsdóttir
22. Sigfús Bjarnason 22. Jón Helgason 22. Jónas Jónsson 22. Björn Teitsson 22. Guðrún Asmundsdóttir 22 Guðmundur Magnússon 22. Jón Steinsson
23. Jónina M Guðjónsdóttir 23. Krlstlnn Stefánsson 23. Biigir Kjaran 23. Alfrcð Gíslason 23. Björn Bjarnason 23. Eirikur Brynjólfsson 23. Jón ölafsson
24. StefAn J6h. Stefánsson 24 Sólvelg Eyjólfsdóttir 24 Auður Auðuns 24. Margrét Auðunsdóttir 24. Einar Olgeirsson 24. Björn Grímsson 24. Margrét Ottósdóttlr
bannig lítur kjörseðillinn út, þegar D-listinn — listi Sjálfstæðisflokksins — hefur v**rið kosinn með því að krossa fyrir framan D.