Morgunblaðið - 28.06.1974, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. JUNI 1974
13
Jakob V. Hafstein:
Hreinn meirihluti þióðarnauðsyn
Einhverjar hinar þýðingar-
mestu kosningar til Alþingis, sem
efnt hefur verið til f rúmlega 40
ár, standa nú fyrir dyrum. Hinn
30. júnf næstkomandi geta
kjðsendur falið einum flokki —
og aðeins einum flokki — Sjálf-
stæðisflokknum — að fara með
hreint meirihlutavald á Alþingi
næsta kjörtfmabil — og þar með
varpað fyrir borð þeim hvimleiða
þjóðarósið hrossakaupa rfkis-
stjórna, sem rfkt hefur hér á
landi f rúmlega 4 áratugi, og
valdið hefur okkar fámennu þjóð
ólýsanlegu tjóni.
Nýafstaðnar sveitarstjórnar-
kosningar benda ótvírætt f þá átt,
að svo muni að öllum líkindum
fara.
Kjósendur hafa á mjög sann-
færandi hátt fordæmt þá
spillingu, svika- og klofningsstarf-
semi, sem ríkir innan hinna svo-
nefndu vinstri flokka f landinu og
fyrrverandi stjórnarflokka, sem
sökkt hafa landi og þjóð niður f
ómælanlegt fen stjórnleysis og
fjármálaspillingar, þar sem
kommúnistar hafa ráðið ferð-
inni og notað duglitla forystu-
menn Framsóknarflokksins f
þessari óbeinu byltingarstarfsemi
sinni.
Stefnuleysið og úrræðaleysið
blasir við f varnar- og sjálfstæðis-
málum þjóðarinnar; efnahags-
málin eru í dýpsta öngþveiti;
málefni vinnandi stétta á barmi
glötunar; landhelgismálið óleyst;
hnútukastið, svikin og launmorðs-
iðjan f algleymingi innan vinstri
flokkanna, sem hrökkluðust frá
völdum áður en kjörtímabili lauk
af framangreindum orsökum.
Enginn sannur Islendingur og
ættjarðarvinur getur með góðri
samvizku ljáð atkvæði sitt til þess,
að hin sundurþykku, óþjóðlegu og
ólýðræðislegu öfl flokksbrotanna
til vinstri fái fótfestu og stjórnar-
aðstöðu á Alþingi íslendinga í
framtíðinni.
Hugarfarsbreyting hjá fólkinu í
landinu er greinileg, til að bæja
frá landi og þjóð hinum geigvæn-
lega vinstri voða.
Sú alda, sem risin er, mun ná
hámarki hinn 30. júnf næstkom-
andi og þrátt fyrir stórgallaða
kjördæmaskipan og rangláta i
fyllsta máta, eru samt augljósir og
mjög svo líklegir möguleikar á
því, að kjósendur geti nú veitt
Sjálfstæðisflokknum hreint
meirihluta umboð á Alþingi til að
stjórna landinu af festu og með
ábyrgðartilfinningu næsta kjör-
tímabil.
Þessu marki er auðvelt að ná á
eftirfarandi hátt:
1. Með því að fella utanrfkisráð-
herra f Reykjavík, sem í
varnar- og sjálfstæðismálum
þjóðarinnar hefur sýnt meira
ráðleysi og stefnuleysi en
dæmi eru til og þjónkað
kommúnistum í þeim efnum á
hinn ógeðfelldasta og ósmekk-
legasta hátt, sem hugsazt
getur.
2. Með því að fella „bræðings-
mann“ smáflokkanna til
vinstri í Vestfjarðarkjör-
dæmi, manninn, sem við
stjórnaruppgjöfina á Alþingi
veittist sem harðast að
forystusauði Frjálslyndra og
vinstri nú — Magnúsi Torfa
— sem enga möguleika hefur
til að ná kosningu í Reykjavík
— manninn, sem síðar skreið
undir pilsfald Magnúsar og
Möðruvellinga með Helga
Sæm & Co sem blóm í hnappa-
gatinu.
3. Með því að útiloka kosningu
smáflokkabrotanna og full-
trúa þeirra á Alþingi, og forða
þar með því, að uppbótarþing-
sætin komi þeim að notum.
4. Með því að berjast öflugri og
harðsnúinni baráttu gegn
kommúnistum, sem í íslenzk-
um stjórnmálum dylja sig
með nafni Alþýðubandalags-
ins og segja þeim þar með í
eitt skipti fyrir öll:
Kommúnistar aldrei f rfkis-
stjðrn tslands.
Það er skylda hvers hugsandi
kjósanda og þess manns eða konu,
sem nefnast vilja sannir ís-
lendingar, að fara þannig með at-
kvæði sitt á kjördegi, að það verði
til gagns, þeim til sóma og
landinu til heilla. Hvert atkvæði,
sem á kommúnista og fylgifiska
þeirra fellur, ætti að verða ónýtt
atkvæði.
Jafnframt skyldu menn hafa
það í huga, að maddama Fram-
sókn mænir vonaraugum enn til
þessara stjórnenda sinna — það
sýndi hún nýlega með myndun
meirihluta aðstöðunnar í bæjar-
stjórn Akureyrar.
Þess vegna þarf Framsókn að fá
þá ráðningu við kjörborðið hinn
30. júní, að hún verði dæmd fyrir
villu síns vegar í sambræðslunni
við kommúnista.
Kjósendur munu sjá til þess.
Líf er á
öðrum stjörnum
heitir lítil og snotur bók, sem
komin er út fyrir skömmu, og er
Þorsteinn Guðjónsson höfundur
hennar.
Ég hefi vfst oftar en einu sinni
komizt svo að orði varðandi Nýal
dr. Helga Pjeturss, að hann hafi
komið mér sem sólarupprás. Sú
útsýn og sú birta, sem mér bar
fyrir sjónir, er ég fyrst las upp-
hafshefti hans, ritgerðina „Hið
mikla samband", eru mér ógleym-
anleg, og hefði ég þá líklega ekki
veriö fús til að trúa því, að líða
niundi meir en hálf öld svo, að
þau sannindi, sem þar eru borin
fram, yrðu ekki þegin. En þó varð
raunin sú. Reyndin varð því mið-
ur sú, sem dr. Helgi sagði, að
jafnan yrði, þegar mikilsverð
sannindi eru ekki þegin um leið
og þau eru borin fram, að öldin
snerist til slysa. í stað þess að
njóta útsýnisins, sem með Nýal
veitist, í stað þess að verða sam-
taka um að færa sér í nyt boðskap
hans um hjálp frá lengra
komnum fbúum annarra hnatta,
var stofnað til þeirrar ferlegustu
styrjaldar, sem nokkru sinni
hafði átt sér stað á þessari jörð, og
mun öllum nú vera kunnugt um
það framhald hennar, sem er
ofurkapp framleiðslu slíkra
drápstækja, að nægja mundi
mörgum sinnum til að þurrka héð
an burt allt líf. En þó að sú litla og
snotra bók, sem hér ræðir um, láti
ekki mikið yfir sér eða beri ekki
annað með sér en það að vera lftil
og snotur bók, þá þykir mér út-
koma hennar nokkrum tíðindum
sæta. Nokkuð lfkt því að Nýall
kom mér forðum sem sólarupp-
rás, kemur mér nú þessi litla bók
sem boðberi þess, að ekki sé þess
nú langt að bíða, að kenningar
Nýals verði þegnar. Þó að margt
hafi á þessari öld farið verr en
menn varði f upphafi hennar og
að margt stefni enn ranglega,
einnig í vísindum, þá hefir þó
nokkuð áunnizt á þann veg að
gera sér aukna grein fyrir raun-
veruleikanum, og er nú einmitt í
Þessari litlu bók verið að sýna
fram á slfkt. Eða nákvæmar sagt.
í bók þessari er á ljósan og örugg-
an hátt verið að sýna fram á það,
að þrátt fyrir allt hafi vísindin á
hinum síðustu árum færzt veru-
*ega f Nýalsátt. Er þar ekki sízt
um að ræða fyrirburðafræðina
eða sambandssálfræðina, og vil ég
þar benda á sem dæmi, að nú
alveg nýlega las ég í blaði nokkru,
að þekktur amerískur læknir og
sálkönnuður geri ráð fyrir, að
krafta- og furðuverk hér á jörðu
stafi frá lengra komnum fbúum
annarra hnatta, og má þá segja, að
farið sé verulega að nálgast þær
niðurstöður, sem dr. Helgi hafði
þegar komizt að fyrir um það bil
60 árum. Var þarna f blaðinu í
þessu sambandi talað um ísraels-
manninn, Uri Geller, sem beygir
og brýtur hluti með þvf einu að
horfa á þá eða snerta lítillega, og
ættu nú allir að geta séð, að þar
muni vera nokkurn veginn um
hið sama að ræða og ofurkrafta
Reynis hins Islenzka.
Bók þessi skiptist í 12 aðalkafla,
og eru fyrirsagnir þeirra svo sem
hér segir: Dr. Helgi Pjeturss, fs-
lenzkur náttúrufræðingur, —
Hnettir himingeimsins eru heim-
kynni lffsins, — Hugsamband er
orkugeislun, — Draumur eins er
vökulff annars, — Síðari drauma-
rannsóknir styðja sambandskenn-
inguna, — Lífgeislun er sönnuð,
— Sönnun lífgeislans sannar
möguleika framlífsins, — Stilli-
áhrifin eru þáttur í sérhverju
sambandsfyrirbæri, — Frumlíf
— framlíf — samstilling, — Á
miðilsfundum. Nýalsstefna og
spíritismi, — önnur fyrirbæri,
aðrar hugmyndir, — Líf er á
öðrum stjörnum.
Auk myndar af dr. Helga eru í
bókinni nokkrar myndir til skýr-
ingar sumum atriðum.
18. 3. ’74.
Þorsteinn Jónsson
á Dlfsstöðum.
Góð veiði
í Laxá
r
í Asum
I GÆR höfðu milli 170—180 laxar
veiðzt í Laxá í Ásum að sögn Arn-
grfms ísberg í veiðihúsinu við
ána. Laxinn hefur allur veiðzt á
tvær stangir, en veiðitfminn í
ánni hóst 1. júní. Er Iaxinn stór og
góður, svipaður og í fyrra.
Nýtt símanúmer 84800
OLAFUR GÍSLASON & CO. HF.,
Sundaborg, Klettagörðum 3, - Sími 84800