Morgunblaðið - 28.06.1974, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 28.06.1974, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. JÚNl 1974 Nixon Bandarfkjafor- seti og Antonio de Spin- ola, forseti Portúgal, ræddu saman á Azóreyj- um f sfðustu viku, og var það sfðasti viðkomustað- ur Nixons áður en hann hélt heimleiðis úr Mið- austurlandaferð sinni. Á milli þeirra forsetanna á myndinni er túlkur. Mikill viðbúnaður á Heathrow London, 26. júnf AP—NTB MIKILL viðbúnaöur var á Heathrow flugvelli við London f dag vegna orðróms um, að palestfnskir skæruliðar hefðu ráðgert árásir á bandarískar, hollenzkar og fsraelskar flugvél- ar, sem þar hefðu viðdvöl. Lögreglumenn og fjöldi víg- búinna hermanna stöðvuðu hverja einustu bifreið, sem kom inn á flugvallarsvæðið, og olli þetta miklum töfum og erfiðleik- um í umferðinni. Sömuleiðis um- kringdu brynvarðar bifreiðar flugvallarsvæðið og voru til taks við mikilvægustu staði. NTB hefur eftir brezkum her- foringja, að þessi viðbúr.aður hafi verið umfangsmesta „hernarðar- aðgerð“ á brezku landi frá strfðs- lokum. Minkurinn ekki af baki dottinn Björk, Mývatnssveit, 25. júnf. SLÁTTUR er hafinn og er gras- spretta sums staðar orðin allgóð. Undanfarna daga hefur verið af- bragðs þurrkur. Sl. sunnudagur var einn sá heitasti, sem menn muna og komst hitinn þá f 28 stig f forsælu. 1 dag hefur verið hér yfir 20 stiga hiti. Sl. vetur varð fremur lítið vart við mink hér við vatnið og voru margir farnir að vona, að tekizt hefði að fækka honum verulega. Sú von hefur nú brugðizt algjör- lega og nú þegar hafa fundizt 7 greni. Sum þeirra hefur þegar tekizt að vinna alveg, en önnur ekki nema að nokkru leyti. Bend- ir hinn mikli grenjafjöldi nú til þess, að enn hafi ekki tekizt að útrýma þessum mikla vágesti hér í sveitinni. Verður því enn að herða róðurin og ekkert til spara. Það er og verður bezta náttúru- verndin hér við Mývatn ef unnt reynist að eyða minknum hér algjörlega. — Kristján. Oánægja með stúdentablaðið Taylor o g Burton skilin Gstaad 26. júnl AP-NTB. □ LEIKARAHJÖNIN frægu, Elizabeth Taylor og Richard Burton, eru ekki hjón lengur. Eftir 10 ára, oft á tfðum storma- samt hjónaband fengu þau f dag lögskiinað hjá borgardómi Iftils sveitaþorps f Sviss. Orsök skilnaðarins var sögð ósam- komulag, en þau hafa margoft skilið að skiptum aðeins til að taka saman aftur. Elizabeth Taylor sagði, er þau siitu sam- búð fyrir ári sfðan: „Kannski að við höfum elskað hvort annað of mikið.“ □ Richard Burton var ekki við- staddur f Sviss, er skilnaðurinn var tilkynntur, en Elizabeth mætti, og virtist f nokkru upp- námi. Lagði lögfræðingur Bur- tons fram læknisvottorð þar sem fjarvera hans var skýrð með „heilsufarsástæðum". Er Burton sagður vera iðínn mjög við flöskuna um þessar mundir. Elizabeth Taylor á að hafa reiðzt mjög skartgripagjöfum eiginmanns sfns að undanförnu til einhverrar ungrar smá- stjörnu. Leiðir Taylor og Burton lágu fyrst alvarlega saman er þau unnu saman að gerð kvik- myndarinnar „Kleópötru". Beinagrind njósnarans fannst í herbergi hans London, 26. júnf — AP. KRUFNING fer fram á morgun til þess að komast að banameini Sir Peregrine Hennicker-Heaton, Varð það upphaf eins frægasta ástarævintýris í kvikmynda- heiminum fyrr og síðar. Þá var Elizabeth gift Eddie Fisher söngvara og Richard kvæntur Sybil Williams, og lauk þeim hjónaböndum fljótlega eftir það. Aður hafði Elizabeth verið gift þrisvar, — Conrad Hilton, Michael Wilding og Mike Todd. Brúðkaup þeirra Burtons var í Montreal í marz árið 1964. Fjárhagsmálum þeirra lauk með fullu samkomulagi. Heldur Elizabeth eftir öllum skartgrip- um sfnum t.d., og er þeirra á meðal Carterdemanturinn frægi. Hún fær líka yfirráð yfir fósturdóttur þeirra. Um þessar mundir hefur Elizabeth Taylor mikið sézt með fyrrverandi bílasala frá Kaliforníu, Henry Wynberg. Þá hafa verið sögusagnir uppi um að Richard Burton hafi verið í ástarmakki með Sophiu Loren á meðan á kvikmyndun „The Voyage“ stóð, en bæði hafa vís- að þeim fregnum á bug. brezks njósnaforingja, en beina- grind hans fannst f einskonar leyniherbergi í húsi hans f London á sunnudag. Sir Peregrine, sem hafð sérhæft sig f málefnum Miðausturlanda, hvarf 5. október árið 1971, þá 68 ára að aldri eftir að hafa tilkynnt fjölskyldu sinni að hann skryppi út f gönguferð. Fiskabók Mbl hefur verið send hand- bókin „Akvariefisk í Farver“, sem Politikens forlag gefur út, og er þar að finna ítarlegar upp- lýsingar um allar tegundir fiska, sem fólk hefur sér til skemmt- unar í fiskabúrum. Segir þar skil- merkilega frá hverri tegund, ein- kennum hennar og helztu þörf- um, og er bókin mjög fræðandi fyrir áhugamenn á þessu sviði. Bókin er 232 bls, og þar eru 128 átta heilsíðulitmyndir af hundruðum fiska, flestum í fullri stærð. Um texta bókarinnar hefur séð Jens Meulengracht-Madsen. Island og Kúba tefla Nizza, 26. júní — AP. OLYMPlUSKAKMÓTIÐ veitti áhorfendum ærna skemmtan f tf- undu umferðinni og upphafi þeirrar elleftu. 1 A flokki var staðan þessi eftir 10 umferðir: Sovétrfkin 30, Júgóslavfa 26, Búlgarfa 25 'A, Bandarfkin 24, Ungverjaland 22V4, Holland 22V4, Vestur-Þýzkaland 21V4, Spánn 20, og aðrar sveitir með færri vinn- inga. Urslit skáka í B flokki í 10. umferð: Kúba — Kanada 1:3, Skotland—Austurríki 2:1, Noreg- ur—Portúgal 2Vi: l'A, ítalía— Frakkland 3:1, Kólumbfa—Túnis 3:1, Pólland—Belgía 2:2, Dan- mörk—ísrael 1:3, Sviss—Island 1 V4:2V4 (jafntefli hjá Werner Hug og Friðrik Ólafssyni jafntefli hjá Andre Lombar og Inga R. Jó- hannssyni, jafntefli hjá Heinz Withensohn og Jóni Kristinssyni, og Roland Ott tapaði fyrir Ingvari Asmundssyni). I þeim skákum Islendinga og Kúbumanna, sem lokið er f 11. umferð, hafa Kúbumenn 2 vinn- inga en íslendingar engan. Tveimur dögum sfðar skýrði eiginkona hans, Margaret, lög- reglunni frá þvf, að hann væri horfinn. Hóf Scotland Yard um- fangsmikla leit um gjörvallt Bret- land, og barst hún sfðan til meginlands Evrópu og Miðaustur- landa. Sögusagnir voru á kreiki um, að honum hefði verið rænt eða hann myrtur af arabfskum hermdarverkamönnum vegna starfs hans innan leyniþjónust- unnar. Það var sonur Sir Peregrine, Yvo tvítugur að aldri, sem á sunnudaginn fann lykil, sem gekk að herbergi í einum afkima hdss- ins, sem er í viktoríönskum stíl. Er hann opnaði herbergið fann hann beinagrind föður síns, er lá á rúmstokk, og bar hann kennsl á brúnu tweed-fötin, sem faðir hans sást síðast f. Segir fjölskyldan, að hann hafi stundum dvalið í þessu herbergi til að reykja og lesa. Við hlið beinagrindarinnar var tóm flaska, sem lögreglan telur að gæti hafa innihaldið töflur, svo og öskubakki með sígarettustubbum. I jakkavasanum var miði til eigin- konu hans þar sem stóð, að hann •gæti ekki haldið þessu áfram og skyldi hún hafa sem minnst fyrir jarðarförinni. Talið er, að Scotland Yard sé hálfvandræðaleg vegna þessa fundar, þar eð ekki var leitað í herbergi þessu meðan á rann- sókn málsins stóð á sfnum tfma. Á fjölskyldan að hafa fullvissað lög- regluna um, að hún væri búin að leita um allt húsið. Bráðabirgða- krufning í gær gat ekki skorið úr um dánarorsök, en talið er, að lögreglan sé nokkuð viss um, að um sjálfsmorð hafi verið að ræða. Eitt af því, sem hvað furðuleg- ast er talið við þetta óvenjulega mál, er, að hvorki hundarnir á heimilinu né leigjandi sá, sem bjó í næsta herbergi við það, sem beinagrindin fannst í, urðu varir við nályktina, sem hlýtur að hafa lagt af lfkinu. 1 sfðari heimsstyrjöldinni vann Sir Peregrine fyrir leyniþjónustu Breta erlendis, M16, og að henni lokinni var hann yfirmaður lög- reglu brezka flughersins í Palestínu til ársins 1948. Á þeim tfma var bifreið hans þrívegis sprengd í loft upp af hermdar- verkamönnum. Hann lét af störf- um árið 1958, en var eftir sem áður viðriðin Miðausturlönd, og átti m.a. sæti í ráði ensk-arabíska sambandsins. Aukinnar óánægju gætir nú á meðal stúdenta með Stúdenta- blaðið, en það er gefið út af Stúdentaráði. Hafa einstakir stúdentar jafnvel skrifað Há- skólaráði og óskað eftir að vera ieystir frá að greiða þær 320 kr„ sem rennur til Stúdentablaðsins af hluta Stúdentaráðs af inn- ritunargjöldum. Benda þeir á, að meirihluti Stúdentaráðs, sem skipaður er vinstrimönnum hefur ekki fallizt á, að blaðið eigi að vera hlutlaus vettvangur allra stúdenta. Oánægjan á einkum rætur sínar að rekja til þess, að á fundi sfnum 26. apríl sl. felldi Stúdentaráð eft- irfarandi tillögu: „Stúdentaráð telur, að greina beri á milli frétta og skoðanaskipta f Stúdentablað- inu og beinir þeim tilmælum til ritstjóra Stúdentablaðsins, að fyllsta hlutleysis sé gætt í frétta- skrifum blaðsins." Þeirri rök- semd hefur verið beitt, að Stúdentablaðið sé málgagn og vettvangur allra stúdenta og á þeim forsendum rétt að skylda alla stúdenta til kaupa á því. En þar sem fyrir liggur, að vinstri- menn í Stúdentaráði telja ekki, að blaðið eigi að vera hlutlaust f fréttaskrifum, er það skoðun margra stúdenta, að brostinn sé grundvöllur undan þvf að greiða til blaðsins af innritunargjöldum. Þá hefur og vakið óánægju, hversu dýrt Stúdentablaðið er í rekstri, en kostnaður við það skiptir milljónum. Vegna alls þessa hafa einstakir stúdentar nú ritað Háskólaráði og óskað eftir að vera leystir frá að greiða til blaðsins. Háskólaráð mun ákvarða innritunargjöld og skipt- ingu þeirra nk. miðvikudag. Sérkennilegt mál í Bretlandi: Varizt vinstri slysin — X-D MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. JUNI 1974 15 Hátíðarmessa á Hól- um á Þjóðhátíðinni I framhaldi af fréttum, sem bor- izt hafa frá Þjóðhátfðinni á Hól- um í Hjaltadal sl. sunnudag, skal þess getið, að fram fór hátíðar- guðsþjónusta á vegum Hólafélags- ins f Hóladómkirkju, er hófst með Þvf, að klukkum dómkirkjunnar var hringt. Prestar gengu í skrúð- göngu til kirkju, þar sem sr. Árni Sigurðsson, formaður Hólafélags- ins prédikaði. Prestarnir sr. Ágúst Sigurðsson, Mælifelli, sr. Sigfús J. Árnason, Miklabæ, og sr. Pétur Sigurgeirsson vfgslubiskup Átta finnskir borgarfulltrúar eru nú á íslandi í boði Reykjavíkurborgar, komu á mánudagskvöld og fara á föstudagsmorgun. Þeir hafa notað tímann til að skoða Reykjavík og farið í ferð um Suðurland. Þarna eru þeir í kvöldverðarboði hjá Birgi Isl. Gunnarssyni borgarstjóra og frú Sonju í Höfða. Gestirnir eru Keijo Liinamaa, forseti borgarstjórnar í Helsinki, og frú, Gustaf Laurent, varaforseti, Loinaranta, borgar- ritari, og borgarfulltrúarnir Veikko Aalto, Arne Berber, frö Anna Liisa Hyvönin, frú Ritva Laurila og Yrjo Salo. kosninga sjóður Kosningar eru ný afstaðnar. Nýjar kosningar eru framundan. Sjálf- stæðisflokkurinn þarf á miklu fé að halda til að standa straum af kostn- aði við kosningarnar. Því leitar flokk- urinn til stuðningsfólks síns um fjár- framlög til baráttunnar. Þeir sem vilja leggja eitthvað af mörkum, eru vin- samlega beðnir að snúa sér til skrif- stofu flokksins, Laufásvegi 46, sími 17100, en þar er framlögum veitt móttaka. J Félaaslíf þjónuðu fyrir altari. Kirkjukór Sauðárkróks söng undir stjórn Jóns Björnssonar, söngstjóra. Að guðsþjónustunni lokinni fór fram afhjúpun styttu Guðmundar góða Hólabiskups. Frú Emma Hansen prófastfrú á Hólum afhjúpaði minnisvarðann og flutti kvæði sitt um Guðmund góða. Sr. Pétur Sigurgeirsson vígslubiskup flutti ávarp, en Guðmundur Jónsson garðyrkjumaður, sem var frum- kvöðull þess að styttan var reist, flutti þakkarorð. 28. —30. júní ferð á Eiriksjökul^ 29. —30. júní ferð i Þórs- mörk. Upplýsingar á skrifstofunni alla daga frá kl. 1—5 og 8 —10 á kvöldin, simi 24950. Farfuglar. Föstudagskvöld kl. 20. 1. Þórsmörk, 2. Landmannalaugar, 3. Gönguferð á Heklu. Farmiðar seldir á skrifstofunni. Ferðafélag íslands. Öldugötu 3, simar: 1 9533 og 1 1 798. SUNNUDAGSGANGA 1. Bláfjöll kl. 9.30. Verð 600 kr 2. Vifilsfell, kl. 13. Verð 400 kr Farmiðarvið bilinn. Ferðafélag (slands. Veiðileyfi ELDVATN-SOG Nokkur veiðileyfi I Eldvatni og Sogi eru til sölu. Skrifstofa félagsins er opin kl. 18 — 19 daglega. Sími 52976. Stangaveiðifélag Hafnarfjarðar Reykjavíkurvegi 1. Útgerðarfyrirtæki til sölu. Á mjög góðum stað á Suðvesturlandi er til sölu fiskverkunarhús, ásamt 4200 fm lóð, svo og 1 50 tonna bátur ásamt veiðarfærum o.fl. Tilboð merkt „Útgerðarfyrirtæki — 1020" sendist Mbl. fyrir miðvikudagskvöld n.k. STEIKARAPOTTAR úr eldföstum leir 2 stærðir Bækur með 400 uppskriftum ★ Grill í botninn ★ Svampar til að hreinsa með ★ Sendum í póstkröfu um allt land BOSAHÖLD ¥ Simi 12527 Laugcrv. 22 - Hcdnarmt. 1 - BankasL 11 - Raykjarlk GLERVORUR LOKAÐ A LAUGARDÖGUM Samkvæmt síðustu kjarasamningum undirritaðra aðila, verða verzlanir lokaðar á laugardögum frá og með 20. júní. Kaupmannasamtök íslands, Vinnuveitersdasamband íslands, Vinnumálasamband Samvinnufélaga, Kaupfélag Reykjavíkur og nágrennis, Verzlunarmannafélag Reykjavikur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.