Morgunblaðið - 28.06.1974, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.06.1974, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. JUNl 1974 SIS selur 60 þús. ullar- peysur fyrir 60 millj. kr. SÍÐARSTLIÐINN föstudag undirritaði Samband fsl. samvinnufélaga samning um sölu á 60 þúsund ullarpeysum til Sovétrlkjanna. Fram- leiðsluverðmæti samningsins er rúm 61 milljón króna. Sambandið gerði þennan samning fyrir hönd hinna smærri prjóna- stofa í landinu. Hér er um að ræða 40 þúsund barnajakka og 20 þúsund karlmannapeysur, sem eru unnar úr prjónavoð úr Islenzkri ull, og verða þær seldar I verzlunum samvinnuhreyfingarinnar f Rússlandi. Harry Fredriksen framkvæmdastjóri iðnaðardeildar undirritaði samninginn fyrir hönd sambandsins. Þannig þurfti að aka dráttarvélunum, sem Akraborgin kom með til landsins, út úr skipinu. Stálplata var sett frá bryggju niður á bflaþilfar skipsins og ekki hægt að aka vélunum út nema þegar flóð var. Ljósm.Mbl : Öl. K. M. Engin aðstaða fyrir Akra- borgina fyrr en 1 haust HÆTT er við, að Akraborg geti ekki flutt nema 10 bíla í ferð milli Akraness og Reykjavíkur fram á haustið, því að þá fyrst er von til að hafnaraðstaða verði orðin þannig á þessum stöðum, að hægt verði að aka bílum inn og út um skut og stefni skipsins. Fram- kvæmdir eru að hefjast á Akra- nesi, en ekki vitað, hvenær þær hefjast í Reykjavfk. Þó er talið, að það geti orðið á næstunni, þvf að verulegur skriður komst á málið í samgönguráðuneytinu, nú eftir að skipið kom til landsins. Þórður Hjálmarsson fram- kvæmdastjóri Skallagrfms, sem á Akraborg, sagði í samtali við Morgunblaðið f gær, að þrátt fyrir það, að nýja Akraborgin gæti ekki flutt nema 10 bíla í ferð fyrst um sinn, væri hér um mikla aukningu að ræða frá gömlu Akraborginni, sem ekki gat flutt nema 5 bíla í einu. Ákveðið er, að nýja Akraborgin hefi reglubundnar ferðir milli Akraness og Reykjavfkur á laugardaginn og í fyrstu verða ferðir með sama hætti og áður, þ.e. frá Akranesi kl. 8.30, 1.15 og 5. Frá Reykjavík verður farið kl. 10, kl. 3 og kl. 6.30. Fargjöld með nýja skipinu verða lægri en með því gamla. Áður kostaði 750 kr. fyrir bfl og mann, en nú verður verðið kr. 600. Þá verða tekin upp sérstök hjónafargjöld, kr. 900 fyrir hjón með bfl. önnur fargjöld munu haldast óbreytt. Sagði Þórður, að til þess að bjarga fjárhag skipsins fyrst um sinn hefði verið ákveðið að efna til kvöld- og helgarferða frá Reykjavík. Hugmyndin væri að sigla inn í Hvalf jörð eða um sund- in og yrði tónlist um borð, þannig að hægt yrði að dansa á bflaþil- farinu og einnig yrði reynt að hafa góðar veitingar f þessum ferðum. Vaxandi ferðamanna- straumur í Axarfirði Skinnastað 25. júnf. STRAUMUR ferðafólks hingað norður eftir er greinilega hafinn. Enn er hann þó mestur um helgar, hófst að ráði um hvítasunnu. Bifreiðar með hlaðnar toppgrindur og litskrúðug tjöld f skógarlundum er algeng sjón. Þetta á þó eftir að vaxa mjög um mitt sumar, ef að líkum lætur. Straumur feröamanna til N-Þingeyjarsýslu hefur farið sívaxandi undanfarin sumur, enda sveitir hér sumarfagrar og veðursælar og auki miðnætursól. Mjög vinsælir staðir eru Ásbyrgi, Jökulsárgljúfur og ýmsir skógarhvammar í Axarfirði. Ferðamannaþjónusta fer líka heldur batnandi. Hótel hefur allengi verið starfrækt á Kópaskeri undir stjórn Kristínar Jónsdóttur, og er það velþekkt fyrir rausnarlegar veitingar. Þá verður sumargistihús rekið í félagsheimilinu Skúlagarði í Kelduhverfi svo sem undanfarin sumur og verða á boðstólum almennar veitingar, gistiherbergi og svefnpokapláss. Forstöðumaður í sumar verður Jón Sigurðsson frá Garði. Þá mun verða rekin veitingastofa í sambandi við hið nýja útibú Kaupfélags Norður-Þingeyinga í Asbyrgi. Vinna iðnaðarmenn þar af kappi og munu bæði verzlun og veitingastofa verða opnuð bráðlega. Er þessi staður f þjóðbraut. Einnig mun verða byrjað að selja veitingar og gistingu á vegum Svavars í Hábæ í stórum sfldarbragga á Raufarhöfn, einkum ætlað veiðimönnum. Allt er þetta við hringveginn nýja, ef farin er nyrzta leiðin um Þingeyjarsýslu. Hér voru miklir hitar um helgina, yfir 20 stig og þótti mörgum nóg um svækjuna. Mesti hiti mældist rúmlega 22 stig á veðurathugunar- stöðinni í Garði. Sigurvin. NEMA stofnað á Akureyri Hinn 6. júnf sl. var haldinn stofnfundur Nemendasambands Menntaskólans á Akureyri. Fund- urinn var haldinn á Hótel Esju f Reykjavík og var boðað til hans af hálfu þeirra stúdentaárganga, sem samkvæmt venju halda stúdentsafmæli sín hátfðleg á Akureyri f ár og færa skólanum gjafir og kveðjur. Þessir árgangar eru þeir, sem urðu 40, 25 og 10 ára hinn 17. júní sl„ en svo sem kunn- Frystihúsaáætlun Framkvæmdastofnunarinnar: 6 milljörðum varið til endurbóta og uppbyggingar hraðfrystihúsa GERT er ráð fyrir, að á tfma- bilinu 1971—1976 muni rúmlega sex milljörðum króna verða varið til framkvæmda f endurnýjun og uppbyggingu hraðfrystiiðn- aðarins. Er þá miðað við verð- lag eins og það var á fyrrihluta 1974. Þetta kemur fram f áætlun um hraðfrystihús, framkvæmdir þeirra og fjármögnun, sem áætlanadeild Framkvæmdastofn- unarinnar hefur gert, og sem kynnt var fréttamönnum f gær. t áætluninni, sem er upp á rúm- lega 200 sfður, er gerð nákvæm grein fyrir skiptingu fram- kvæmda og fjármögnunar eftir landshlutum, tegundum fram- kvæmda, tilefnum þeirra, helztu fjármögnunaraðilum og fleiru. Er gert ráð fyrir, að mestar fram- kvæmdir hafi verið og verði á árunum 1973, með 21.6%, og 1974, með 22.2%, en að árs- áfangar verði að öðru leyti sem jafnastir. Mestar framkvæmdir eru á Reykjanesi, 26.6% af heildarfram- kvæmdum hjá 27 frystihúsum, og á Austurlandi 17.8% hjá 14frysti- húsum, en framkvæmdir 96 frystihúsa falla undir áætlunina. Mestur hluti hinnar áætluðu framkvæmdaupphæðar mun renna til bygginga og umhverfis- framkvæmda eða 68% en til véla og tækja 32%. Tilgangur fram- kvæmda er tvíþættur. Annars vegar eru þær til að mæta kröfum Bandarikjamarkaðar um bætta hollustuhætti, og ' verða 43% framkvæmda til að mæta þeim kröfum, og hins vegar eru 57% framkvæmda vegna stækkunar, hagræðingar, vélvæðingar og þess háttar. Kom það fram á blaðamanna- fundinum, að á mörgum stöðum gæti rekstur frystihúsa orðið mun hagkvæmari en nú er, með minni rekstrareiningum og meiri sam- vinnu á milli fyrirtækja á þeim stöðum þar sem mörg frystihús togast á um lítinn afla. Niðurstaða þeirra, sem að áætluninni unnu, sé sú, að æskilegt væri að frysti- hús væru færri og er bent á þann möguleika, að á þeim stöðum þar NÝR FLYGILLISAM- KOMIIHÚSIÐ HLÉGARÐ NtJ 1 vetur hefur farið tram al- menn söfnun í Mosfells-, Kjalar- nes- og Kjósarhreppum í þeim til- gangi að kaupa vandaðan flygil f samkomuhúsið Hlégarð. Söfnun þessi fór fram á vegum listunnandi samtaka og hefur nú borið þann árangur, að keyptur hefur verið Bösendorfer-flygill frá Austurríki. Kostnaður er llA milljón króna, en söfnunarféð nemur nú 1 milljón króna. Flygill verður tekinn f notkun laugardaginn 29. júní kl. 15 (kl. 3.00). Fytjendur verða þau: Halldór Haraldsson, Sigríður E. Magnús- dóttir, Ólafur Jónsson og Ólafur Vignir Albertsson. öllum þeim, sem hafa lagt þessu máli lið, héraðsbúum og öðrum, er boðið á tónleika. Á tón- leikunum mun liggja frammi bók með nöfnum allra þeirra, sem hafa stutt þetta mál. sem fleiri en eitt frystihús starfa mætti auka hagkvæmni f einu á meðan hinu væri breytt t.d. í salt- fiskverkunarstöð. Með áætlun- inni er hins vegar ekkert ákvarðað, heldur er hlutverk hennar fyrst og fremst ráð- gefandi. Varðandi fjármögnun er gert ráð fyrir, að Fiskveiðasjóður láni tæp 40% af áætlunarfjárhæðinni og véla- og tækjalán verði 16,7% en einnig kemur til álita, að tæp- lega 10% fjárþarfar verði leyst með lánum úr Byggðasjóði og At- vinnuleysistryggingasjóði. Eigin fjármögnun frystihúsa verður þá um þriðjungur eða 33.7%. Lán úr stofnsjóðum hljóta þó að vera háð ríkjandi ástandi í efnahagsmálum og á fjármagnsmarkaði. Þetta mun vera umfangsmesta áætlun, sem gerð hefur verið af innlendum sérfræðingum, en hún var eitt af fyrstu verkefnum, sem Framkvæmdastofnuninni var falið. Var áætlunin unnin í nánu samráði við frystihúsin sjálf og hinar ýmsu stofnanir og samtök sjávarútvegsins og þá sérstaklega við Fiskveiðisjóð og þær banka- stofnanir, sem að stjórn hans standa. ugt er heldur Menntaskólinn á Akureyri ennþá í heiðri þann gamla og góða sið að brautskrá stúdenta sfna 17. júnf. Á stofnfundi nemendasam- bandsins var mikill fjöldi fyrr- verandi nemenda skólans eða um 100 manns og var þar rfkjandi mikill áhugi um stofnun sam- bandsins. Markmið þess er að treysta eftir föngum tengsl brott- skráðra nemenda við sinn gamla skóla, stuðla að auknum kynnum „norðanmanna“ og bæta aðstöðu nemenda í Menntaskólanum á Akureyri til félags- og tómstunda- starfa með gjöfum og fjárframlög- um. Fundarstjóri á stofnfundinum var Vilhjálmur G. Skúlason prófessor og fundarritari Páll Þórðarson lögfræðingur. I fyrstu stjórn sambandsins voru kjörnir: Runólfur Þórarins- son stjórnarráðsfulltrúi, formað- ur, Gunnar Eydal lögfræðingur, ritari, Vilhjálmur G. Skúlason prófessor, gjaldkeri, Ragna Jónsdóttir kennari og Jakob Haf- stein framkvæmdastjóri. Vara- menn f stjórn voru kjörnir Sverrir Páll Erlendsson stúdent, Björn Þ. Guðmundsson borgar- dómari og Auður Torfadóttir full- trúi. Fjórða bindi af listasögu dansa Mbl. hefur borizt 4. bindi af „Dansk Kunsthistorie" sem Poli- tikens Forlag gefur út. Undirtitill þessa bindis er „Friluftsstudie og Virkelighedsskildring ca 1850—1900.“ Þessi bók er 416 bls. að stærð og hana prýða 384 mynd- ir og skreytingar í svarthvítu svo og 25 litmyndir. Verður þetta næst sfðasta bindi listasögu dana, en hið sfðasta kemur út í byrjun næsta árs. Það er forstjóri Skagens Museeum dr. phil Knud Voss listfræðingur, sem hefur séð um útgáfu þessa 4. bindis og koma hinir frægu Skagens-málarar mjög við sögu í því.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.