Morgunblaðið - 28.06.1974, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. JUNl 1974
2 Grimsby-togar-
ar stórskemmdir
eftir árekstur
TOGARINN Via Ova frá Grimsby sigldi á mikilli ferð á annan
Grimsbytogara, Black Watch, á miðvikudagskvöldið, þar sem
þeir voru á veiðum úti fyrir Vestfjörðum. Báðir togararnir
skemmdust gffurlega mikið og þykir næsta ótrúlegt, að þeir
skyldu haldast á floti til tsafjarðar. Reynt verður að gera við
togarana til bráðabirgða á tsafirði svo að hægt verði að koma
þeim f slipp á Akureyri eða f Reykjavfk.
Togararnir voru báðir á veiðum 25—30 sjómflur úti af Straum-
nesi, en þar fá brezkir togarar að veiða mest allt árið. Báðir voru
með vörpuna úti og togað var á mesta vélarafli. Einhverra hluta
vegna mun enginn hafa verið í brúnni á Via Ova og skipti engum
togum, að stefni togarans lenti á bakborðshlið Black Watch, rétt
aftan við forgálgann. Við áreksturinn gekk stefni Via Ova marga
metra aftur og tveggja metra löng rifa kom á Black Watch, nær
hún eina tvo metra niður fyrir sjólfnu. *
Lestar togaranna fylltust að mestu af sjó, en vatnsþétt hólf
héldu þeim ofansjávar. Brezka eftirlitsskipið Hausa kom togur-
unum til aðstoðar og hjálpaði þeim til tsafjarðar. Ekki er hægt að
taka togarana í slipp á ísafirði og þvf var tekið til bragðs að reyna
að steypa í götin á togurunum til þess að unnt væri að'sigla þeim
til Reykjavíkur eða Akureyrar, en þar er hægt að taka þá í slipp.
Hringvegur opnast í lofti
vélunum milli Akureyrar og
Isafjarðar og sunnudaginn 30.
júnf hefjast flugferðir milii
Egilsstaða og Hornafjarðar, en
með þcssum nýju flugleiðum
gefst landsmönnum og öðrum,
sem nýta vilja tfmann til dvalar
og skoðunarferða frá mörgum
stöðum á landinu og um leið að
sjá landið úr lofti, tækifæri til
að fara hringferð um landið.
Möguleikar eru á að fara
austur um með viðkomu á
Hornafirði eða vestur um með
viðkomu á ísafirði. Ennfremur
er hægt að hefja hringinn á
hvaða viðkomustað hringleiðar-
innar sem er, en þeir eru, sé
farið frá Reykjavík vestur um
ísafjörður, Akureyri, Egilsstað-
ir og Hornafjörður og Reykja-
vík. Ennfremur er möguleiki á
minni hringferð og er þá ísa-
firði sleppt. Á öllum þessum
stöðum eru möguleikar á skoð-
unarferðum og einnig eru þar
möguleikar á að leigja bíl.
Á öllum þessum stöðum eru
hótel og önnur gistiaðstaða.
Verði ferðanna hefur verið
stillt mjög í hóf og venjulegir
afslættir gilda á öllum leiðum.
Fargjald á hringleiðinni kostar,
með söluskatti, fyrir einstakl-
ing kr. 7.630,- fyrir hjón kr.
11.445,-. Fyrir hjón með eitt
barn 2 til 18 ára kr. 15.260,-.
Fyrir hjón með tvö börn 2 til 18
ára 19.075,-. Fyrir unglinga, að
frádregnum unglingaafslætti,
og fyrir roskið fólk yfir 67 ára
kostar hringurinn 6.490,-.
Minni hringurinn kostar hins
vegar fyrir einstaklinginn kr.
6.080.-.
Fiskveiðilögsagan 20 míl-
ur, en ekki 50 við Vestfirði
FLESTIR landsmenn munu vafalaust halda, að landhelgisút-
færslan við landið sé 1 raun 50 mflur. Þvf miður er svo ekki, því að
úti fyrir Vestfjörðum er fiskveiðilögsagan aðeins 20 mílur 10
mánuði ársins. Hina 2 er fiskveiðilögsagan 50 mflur.
Samningur sá, sem íslenzka ríkisstjórnin gerði við þá brezku
um veiðiheimildir brezkra togara við landið, er að mörgu leyti
einkennilegur. Stjórnarherrarnir segja, að Bretar fái á vissum
árstímum að veiða í litlum „hólfum“, — en er hægt að kalla
hafsvæði úti fyrir heilum landsfjórðungi „hólf“.
Brezku togararnir mega stunda veiðar úti fyrir Vestfjörðum á
svæðinu 20—50 mflur frá grunnlfnupunktum 10 mánuði ársins
eins og fyrr segir. Aðeins mánuðina september og október er
þeim meinað að veiða á þessu svæði og það þegar vestfirzkir bátar
stunda almennt ekki róðra. Sjómenn og útvegsmenn á Vestfjörð-
um fóru fram á það á sínum tíma, þegar ljóst var, hvemig
samningurinn við Breta átti að vera, að Bretum yrði meinað veiði
á þessu svæði í nóvember og desember. A það var ekki hlustað, en
þessa tvo mánuði stunda Vestfirðingar mikið lfnuveiðar. Þess
vegna segir fólk á Vestfjörðum með réttu: Hér var landhelgin
aðeins færð út um 8 sjómílur, en ekki 38, því að hér er 20 mflna
fiskveiðilögsaga 10 mánuði ársins. j».Ö.
ÞAÐ ER ekki nóg með að
hringvegurinn margumtalaði
opnist f sumar, heldur opnast
nú einnig hringleið um landið f
lofti. Flugfélag Islands er nú að
opna þessa leið landsmönnum.
Hófst þetta með þvf hinn 7.
júnf s.l., að Flugfélagið hóf
flug með Fokker Friendship
LÝST EFTIR
SJÓNARV0TTUM
MÁNUDAGINN 24. júní sl. kl.
rúmlega hálf eitt varð gamall
maður fyrir bifreið á Háaleitis-
braut við Ármúla. Fyrir mis-
skilning var bifreiðinni ekið á
brott áður en lögreglan kom á
staðinn. Sjónarvottar að þessu
slysi eru beðnir að hafa sam-
band við rannsóknarlögregluna
sem fyrst.
Sæmilegar
sölur í
Danmörku
FJÖGUR fslenzk sfldveiðiskip
seldu afla f Hirtshals f Dan-
mörku f gær og fengu yfirleitt
sæmilegt verð fyrir aflann.
Bjarni Ólafsson Ak seldi 1822
kassa fyrir 2,4 millj. kr., Óskar
Halldórsson RE seldi 1147
kassa fyrir 1,5 millj. kr., Þor-
steinn RE seldi 2016 kassa fyrir
2,7 millj. kr. og Gísli Arni RE
seldi 256 kassa fyrir 102 þús.
kr.
17
Nixon forseti og Brezhnev leiðtogi sovézka kommúnistaflokksins kanna heiðursvörð
á Vnukovo-flugvelli við Moskvu í gær eftir komu Nixons þangað. Hann mun þinga
með leiðtogum i Sovét í eina viku.
Nixon forseta vel
fagnað 1 Moskvu
Moskvu, 27. júnf — AP. NTB.
NIXON Bandarfkj aforseti fékk
hlýjar móttökur við komu sfna til
Moskvu á fimmtudag. Þetta er f
annað sinn, sem hann kemur
þangað sem forseti. Móttökurnar
virðast undirstrika persónulegan
stuðning Sovétleiðtoganna við
Nixon, og allur viðbúnaður fyrir
þennan þriðja fund hans og
Brezhnevs styrkir þá skoðun.
Tito semur um
stríðsbætur
Hamborg 27. júní---NTB.
TITO forseti Júgóslavfu flaug
heim á fimmtudag eftir opinbera
heimsókn til Vestur-Þýzkalands,
sýnilega ánægður með þann hátt,
sem Þjóðverjar hyggjast hafa á
við greiðslur strfðsskaðabóta til
Júgóslavfu.
1 sameiginlegri yfirlýsingu
hans og Helmut Schmidt kanslara
segir, að bæði lönd séu ánægð
með samningana sem gerðir voru
1973, þó að þeir hafi þá verið
kallaðir „eitt af hinum óleystu
vandamálum fortíðarinnar". Sam-
kvæmt samningunum veita Þjóð-
verjar Júgóslövum 700 milljóna
marka lán á mjög hagstæðum
kjörum. Skal fénu varið til upp-
byggingar í Júgóslavíu.
önnur mál á dagskrá leiðtoganna
tveggja voru óskir Júgóslava um
fjárfestingar þýzkra fyrirtækja í
Júgóslavíu og bætt lffskjör til
handa júgóslavnesku verkafólki í
Vestur-Þýzkalandi, sem mun vera
um 600 þúsund manns.
Brezhnev flokksritari mætti
sjálfur á Vnukovo-flugvöII til að
bjóða Nixon velkominn og braut
þar með allar diplómatareglur
með þvf að koma fram sem þjóð-
höfðingi. Podgorni forseti og
Kosygin forsætisráðherra stóðu
hins vegar f skugganum. Brezh-
nev hefur margoft ráðizt harðlega
á gagnrýnendur Nixons og vísað á
bug allri svartsýni um árangur
funda þeirra tveggja, og þessu
hefur verið fylgt eftir í Pravda
málgagni stjórnarinnar. Á
fimmtudag sagði blaðið, að Nixon
nyti virðingar f Sovétríkjunum
fyrir þá stefnu sfna að draga úr
spennu á milli Bandaríkjanna og
Sovétríkjanna.
Mikill mannfjöldi var á flug-
vellinum við komu Nixons og
meðfram þeim götum, sem hann
ók um, en mikið bar á lögreglu,
sem reyndi að halda fólkinu í
Samkomulag
um fundarsköp
Caracas, 27. júní — NTB
SAMKOMULAG náðist á
fimmtudag um meginatriði
fundarskapa, sem um hefur
verið deilt og er þar með hægt
að hefja almennar umræður á
föstudag.
Sendimenn hinna 148 þátt-
tökurfkja á þessari stærstu
ráðstefnu, sem haldin hefur
verið, munu þá gera grein fyr-
ir afstöðu og óskum hvers
lands fyrir sig.
Danir á móti 200 mílum
sem almennri reglu
fjarlægð og koma í veg fyrir, að
það kallaði kveðjur til forsetans.
Auk viðræðna um hið almenna
stjórnmálaástand í heiminum
munu leiðtogarnir ræða takmörk-
un á fjölda eldflauga, sem bera
marga kjarnaodda, bann við
kjarnorkutilraunum neðanjarðar
og viðskipti landanna.
Mig^3 til
Sýrlands
Washington, 27. júnf — NTB.
SCHLESINGER varnarmálaráð-
herra Bandarfkjanna sagði f gær,
að Sovétrfkin hefðu látið Sýrlend-
inga hafa nýjustu gerðina af Mig-
23 orustuflugvélum.
Sagði hann, að alls hefðu Sýr-
lendingar fengið 79 flugvélar, en
auk Mig-23 voru þar á meðal þot-
ur af gerðunum Mig-21 og Su-7.
Mig-23 er ein fullkomnasta
orustuþota Sovétmanna, en
Schlesinger sagði ekki, hvað
margar hinna 79 flugvéla hefðu
verið af þeirri gerð.
Enn skotið á Líbanon
Beirút, 27. júní — NTB.
ISRAELSKT stórskotalið skaut á
fimmtudag á útjaðra margra smá-
bæja í suð-austurhluta Líbanons,
að því er sjónarvottar segja. Eng-
ar upplýsingar liggja fyrir um
mannfall.
Yfirmaður herafla Israels sagði
á fimmtudag, að hætt væri við
því, að Líbanon yrði að vígvelli ef
Egyptar sendu þangað deild úr
flugher sínum, en Sadat Egypta-
landsforseti hefur látið að því
liggja.
Caracas, 27. júnf —NTB.
DANIR hafa tekið sömu afstöðu
og Svfar á hafréttarráðstefnunni
og munu leggjast gegn 200 mflna
efnahagslögsögu handa strand-
rfkjum sem almennri reglu.
Norðurlöndin verða þvf klofin,
þegar hafréttarráðstefnan tekur
til meðferðar tillöguna um efna-
hagslögsögu, sem er eitt mikil-
vægasta mál ráðstefnunnar. Norð-
menn styðja hins vegar tillöguna.
Eins og Svíar vilja Danir, að
Norðursjórinn verði sameign
landa, sem að honum liggja,
og Norður-Atlantshafsnefndin
ákveði veiðikvótasvæði fyrir ein-
stök lönd. Talsmaður danska
utanríkisráðuneytisins, Per
Fergo, skýrði frá þessu. Sagði
hann, að 200 mflna efnahagslög-
saga leysti engin vandamál Dana,
þvert á móti myndi hún útiloka þá
frá sínum beztu miðum.
Aftur á móti geta Danir fallizt
á, að þróunarlöndin og þjóðir,
sem búa á „einangruðum svæð-
um“, helgi sér 200 mflna efna-
hagslögsögu og munu þvf styðja
slfka lögsögu við ísland, Fær-
eyjar, Grænland og Norður-
Noreg.
Sadat heitið aðstoð
Vín, 27. júní —NTB
SADAT, forseti Egyptalands kom
á fimmtudag f opinbera heim-
sókn til Rúmenfu og var vel fagn-
að af Ceausescu forseta. Hét
Ceausescu Sadat strax við komu
hans stjórnmálalegum og efna-
hagslegum stuðningi.
Sadat er mikið f mun að halda
góðum samskiptum við lönd Aust-
ur-Evrópu til jafnvægis við vin-
samlegri og nánari tengsl Egypta
við Bandarfkin. Rúmensk blöð
fögnuðu Sadat mjög vel.