Morgunblaðið - 28.06.1974, Síða 19
19
........|1,., i i .Ifi ■ „ 4 .i-l . , ....
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. JÚNl 1974
í hringiöu kosn-
ingamálanna
Á undanförnum árum hefur fólksf jölgunin hvergi verið meiri en
í Reykjaneskjördæmi og kjósendum hefur þar f jölgað um rúmlega
helming frá þvf að núgildandi kjördæmaskipan var ákveðin árið
1959. Reyknesingum var þá úthlutað fimm þingsætum og við það
situr enn, þrátt fyrir að Reykjaneskjördæmi hafi nú vaxið öllum
öðrum kjördæmum landsins yfir höfuð — að undanskilinni
Reykjavík. Af þessum fimm þingmönnum kjördæmisins hafa
sjálfstæðismenn átt tvo og einn uppbótarþingmann að auki.
Hin öra fjölgun íbúa í Reykjaneskjördæmi hefur eðlilega haft í
för með sér mikla uppbyggingu í kjördæminu jafnframt því sem
hún skapar margvísleg vandamál, sem stöðugt þarf að vinna að að
leysa. Kjördæmið spannar öll svið íslenzks atvinnulífs og nú —
þegar stöðvun atvinnuveganna blasir við, eiga því fáir landsmenn
meira undir því komið, að^vel takist til um myndun nýrrar og
traustrar ríkisstjórnar en eínmitt Reyknesingar. Ekki má heldur
gleyma Keflavíkurflugvelli og varnarliðinu þar — hinu mikla
hitamáli þjóðarinnar þessa stundina. Reyknesingar eru þannig
mitt f hringiðu stórmálanna í baráttunni fyrir alþingiskosning-
arnar á sunnudag.
Á öllu þessu verður stiklað í þessum f jórblöðungi og öðrum til,
sem út kemur á morgun, þar sem frambjóðendur Sjálfstæðisflokks-
ins og almennir kjósendur í þessu mikilvæga kjördæmi lýsa
viðhorfum sfnum til málefna kjördæmisins og landsmála.
Ráðstafanir stjórn-
valda hafa veruleg
áhrif á heilbrigði og
Á Reykjanesi hefur orðið hlut-
fallslega mesta fólksfjölgun á
öllu landinu. Fjölgun á kjörskrá
sfðustu fjögur árin er þar um
3500 manns á sama tfma og f jölg-
unin f Reykjavfk er um 4 þúsund
manns. Fyrsta spurningin, er við
leggjum fyrir Odd Ólafsson er
þvf, hvaða ástæður hann telji
iiggja að baki þessu aðstreymi
fólksf Revkjaneskiördæmi.
„Ástæðurnar hygg ég vera
einkum tvær“, svarar Oddur,
„annars vegar sú staðreynd, að
kjördæmið umlykur höfuðstaðinn
og hins vegar fjölbreyttir og
traustir atvinnuhættir innan kjör
dæmisins. Ef við lftum á einstaka
hluta kjördæmisins ber okkur
fyrst niður á Suðurnesjum, þar
sem sjávarútvegurinn hefur frá
alda öðli verið undirstöðuatvinnu-
grein, enda mikil og auðug fiski-
mið þar undan ströndum. Þar er
eitt mesta framleiðslusvæði
landsins, þvf að um 20—30% af
verðmæti sjávaraflans mun vera
komið frá verstöðunum þar. í
öðru lagi getum við litið á upp-
sveitir kjördæmisins, þar sem
áður voru ágæt landbúnaðar-
héruð, en nú er víða vaxandi iðn-
rekstur samfara nýtingu einnar
mestu auðlyndar landsins —
heita vatnsins, sem nú yljar mest-
um hluta Faxaflóasvæðisins. I
Þriðja lagi mætti svo nefna Kefla-
víkurflugvöll, eina millilanda-
flugvöll landsins, sem veitir
mörgum trygga atvinnu, og í efstu
sveitum kjördæmisins er enn rek-
lnn blómlegur landbúnaður. Kjör-
dæmið spannar þannig öll svið
atvinnulffsins, auk þess sem það
býr við einar hinar beztu sam-
göngur á landinu. Þetta
hygg ég, að eigi stærsta þátt-
inn f því, að fólk sækist frem-
ur eftir búsetu á Reykja-
nesi en annars staðar á land-
<nu. Eins er vert að hafa í
huga f þessu sambandi, að at-
rinnureksturinn á Reykjanesi
einkennist af einstaklingsfram-
takinu og fyrirtækin þar eru lítil
en á margra höndum. Hins vegar
ma ekki gleyma álverinu í
btraumsvík, þar sem fer stærsta
stóriðjufyrjrtaeiú landsins, og nú
tullar undir annað stóriðjufyrir-
tæki — saltverksmiðju, sem reist
Rætt við Odd
Olafsson,
annan mann
á lista Sjálf-
stœðis-
flokksins
verður í tengslum við jarðhitann
á Reykjanesi. Allt miðar þetta að
því að ná fram nauðsynlegri fjöl- |
breyttni í atvinnulífi kjördæmis- |
ins.“
— Af þessu má ljóst vera, Odd-
ur, að það hiýtur að vera helzta
verkefni þingmanna Reykjanes-
kjördæmis á Alþingi að gæta
þess, að atvinnuvegírnir hafi
jafnan og tryggan rekstrargrund-
völl?
„Já, það er alveg rétt, svo mjög,
að meira að segja menn, sem fyrst
og fremst hafa látið félags- og |
heilbrigðismál til sfn taka, komast
ekki hjá því að hafa einhverja
yfirsýn yfir atvinnumálin, þvf að
við verðum að minnast þess, að
undirstaða allra framkvæmda í
félags- og heilbrigðismálum eru
öruggir og traustir atvinnuvegir.
Þeir leggja til fjármagnið til að
koma hinum þáttunum í höfn. At-
vinnuhættir Suðurnesja eru hins
vegar afar viðkvæmir fyrir verð-
breytingum. Útvegurinn er undir-
stöðuatvinnuvegur Reykjaness,
en verðbólgan er skæðasti ógn-
valdur þessa helzta útflutningsat-
vinnuvegar okkar. Örugg efna-
hagsstjórn í landinu er þannig
einnig forsenda framfara á sviði
félags- og heilbrigðismála."
— Þú nefndir, að sjávarútveg-
urinn væri undirstöðuatvinnu-
vegur Reykjaness. Hefur þó ekki
verið gert meira til þess að auka
fjölbreytni atvinnulffsins f
Reykjaneskjördæmi en vfðast
hvar annars staðar?
„Jú, við Reyknesingar höfum
mikinn áhuga á þvf að koma á
meiri breidd í atvinnulffinu til að
þurfa ekki um of að treysta á eina
atvinnugrein. Þarna er hins vegar
við svolítið ramman reip að draga,
þvf að eins og kom fram í viðtali
við einn frambjóðanda stærsta
stjórnarflokksins nýlega í sjón-
varpinu, er Reykjanes jafnan tal-
ið með höfuðborginni en ekki
dreifbýlinu og á þvf ekki eins
greiðan aðgang t.d. að Byggða-
sjóði eins og ýmiss önnur héruð
landsins. Þetta hefur valdið
nokkrum skorti á lánsfjármagni
og lýsir sér t.d. í því, að meðalald-
ur bátaflotans á Suðurnesjum er
u.þ.b. tvöfalt hærri en víðast hvar
ODDUR Ólafsson, sem skipar annað sæti á lista
Sjálfstæðisflokksins f Reykjaneskjördæmi, er bor-
inn og barnfæddur Suðurnesjamaður, nánar tiltekið
að Kalmanstjörn f Höfnum, þar sem forfeður hans
stunduðu búskap og útveg frá alda öðli. Oddur hefur
einnig helgað Reyknesingum starfskrafta sína.
Hann var fyrst vistmaður og læknir að Vffilsstöðum,
en varð sfðar yfirlæknir vinnuheimilisins að
Reykjalundi. Hann átti sæti á Alþingi sfðasta kjör-
tfmabil fyrir Reyknesinga og hefur þar látið félags-
og heilbrigðismál mikið til sfn taka. í meðfylgjandi
viðtali lýsir hann viðhorfum sfnum til þeirra mála
svo og hagsmunamála Reyknesinga almennt.
þrif fólksins
annars staðar á landinu. Endur-
nýjunin á þessum mikilvægu
framleiðslutækjum okkar Reyk-
nesinga er alltof lítil fyrir bragð-
ið. Þá hefur einnig reynzt örðugt
að fá fjármagn til iðnaðarreksturs
í kjördæminu og kemur það sér
afar illa, þar sem verið er að
reyna að auka á fjölbreytni at- '
vinnulífsins."
— En ef við nú vfkjum að heil-
brigðisþjónustunni — hvernig er
málum hennar háttað á Reykja-
nesi?
„Ég hygg mér sé óhætt að full-
yrða, að heilbrigðisþjónustan sé
óvíða betri en einmitt á Reykja-
nesi, þegar á heildina er litið. Þar
ber tvennt til — nálægðin við
Reykjavík með aðgangi þar að
helztu sjúkrahúsum landsins, og í
öðru Iagi er naumast hægt að tala
um læknaskort hjá okkur; læknar
vilja ekki síður setjast að á
Reykjanesi en menn úr öðrum
starfsgreinum. Ég vík kannski
betur að heilbrigðismálunum hér
á eftir.
— En veldur ekki hin öra upp-
bygging f Reykjaneskjördæmi
ásamt tilkomu stóriðjufyrirtækja
þvf, að umhverfismál verða tölu-
vert f brennidepli á næstunni?
„Jú vissulega, en þegar rætt er
um umhverfisvernd hef ég þó til-
hneigingu tií að beina augum
mínum fyrst að sjðnum. Friðun
fiskimiða og verndun fiskstofn-
anna er áhugamál allra Reyknes-
inga, enda eigum við afkomu okk-
ar undir þessum þáttum komna.
Vel friðuðlandhelgirísþví hæst
allra umhverfismála í kjördæmi
með langri strandlengju og f jölda
viðkvæmra fiskimiða þar undan.
Til lands er þó einnig margs að
gæta. Auðvitað hefur hinn öri
vöxtur byggðar f kjördæminu sett
svip sinn á gróður þess og nátt-
úru. Víða hefur orðið óeðlilegt
umrót og náttúruspjöll unnin,
jafnvel svo að heil fjöll, er voru
höfuðprýði byggðarlangsins, hafa
verið flutt á brott. Má kannski
orða þetta á þann veg, að fegurðin
sé á flótta. Þvf undanhaldi þurf-
um við að snúa í sókn, og eitt er
vfst — mikil þörf er á því að taka
náttúruverndarmál, — útivistar-
svæði og gróðuraukningu til ræki-
legrar endurskoðunar og væri það
að mfnu viti verðugt verkefni
næsta kjörtímabils að hefjast
handa um aðgerðir í þessu skyni.
Hér er viðfangsefni, sem hefur
gildi fyrir kjördæmið allt.“
— En ef við tökum þá til við
félagsmálin almennt, sem hafa
verið höfuðvettvangur þinn. Nú á
tfmum allrar félagshyggjunnar á
vinstri væng stjórnmálanna, hvað
kannt þú að segja okkur af stefnu
Sjálfstæðisflokksins f félagsmál-
um og um viðhorf þfn til þeirra
mála?
Framhald á bls. 20